Tíminn - 27.05.1964, Síða 8
Hvernig má draga úr húsnæðiskostnaðinum?
f greinarkorni, sem ég skrif-
aði fyrir fáum dögum um
„gjaldþrot viðreisnarinnar í
húsnæðismálum", benti ég á
það, að meðalíbúð hér í Reykja
vík væri komin upp í ca. 700
þús. krónur. Ég sýndi fram á,
að árlegur húsnæðiskostnaður
þeirra, sem kaupa 100—110
ferm. íbúð fullgerða eða í
smíðum, yrði næstum því nú-
verandi árslaun verkamanns,
fyrir 8 stunda vinnudag. Þeir,
sem taka húsnæði á leigu, eru
þó enn verr settir.
Þar sem kröfur launþega
munu eðlilega ætíð miðast við
þá, sem verst eru settir, þá
þýðir þessi húsnæðiskostnaður
það, að ef ekki á að skapast
neyðarástand hjá hundruðum
heimila, þá verða hinar al-
mennu launakröfur á hendur
framleiðslunni, miðaðar við
núverandi húsnæðiskostnað, í
nýkeyptum eða nýbyggðum
íbúðum.
Það ætti því að vera áhuga-
mál allra, — og ekki sízt
þeirra, sem telja sig sjálfsagða
sem forsjá almennings — að
draga úr húsnæðiskostnaðin-
um, þó ekki væri til annars en
að framleiðendur vorir geti ver
ið samkeppnisfærir með út-
flutningsvörur okkar á heims-
markaðnum.
„Viðreisnarstjórnin“ og
frystihússtjórarnir í Austur-
stræti hljóta meira að segja að
skilja þetta.
Til þess að draga úr húsnæð
iskostnaðinum verður einkum
að fara þrjár leiðir:
1. Að skipuleggja bygginga-
starfsemina betur en nú er
gert, og mætti um það eitt
skrifa langt mál. E. t. v. má
eitthvað auka vinnusparandi
tækni, þrátt fyrir smæð okkar,
en yfirleitt eru okkar bygginga
menn alveg eins færir í sínu
fagi og bezt gerist imeð öðrum
þjóðum.
2. Að nýta betur hvern fer-
metra gólfflatar en nú er gert.
Það ætti fyrst og fremst að
vera verkefni okkar arkitekta.
Þessari lausn má ná með því að
opinberar lánastofnanir láni
ekki til annarra íbúða en
þeirra, sem væru vel skipulagð
ar og af hóflegri stærð.
Það er hrein vitfirring hjá
fjármagnslítilli þjóð eins og
íslendingum, að ætla sér að
byggja stærra og íburðarmeiri
íbúðarhúsnæði en nokkurs stað
ar gerist hjá nágrannaþjóðum
okkar.
Meðaltalsíbúðir hjá okkur er
tugum fermetra stærri en hjá
flestum öðrum Vestur-Evrópu-
þjóðum.
3. Að búa svo að íbúðarlána
kerfinu, bæði í sveit og við
sjó að lán til íbúðábygginga af
hóflegri stærð verði 2/3 til
3/4 kostnaðar og lánin verði
a. m. k. til 40 ára með ekki
meira en 3—4% ársvöxtum.
Ef þetta tækist, þá myndi
það þýða ca. 2 þúsund krónu
sparnað á mánuði fyrir heimilis
föður. Þetta myndi þýða það,
að verst settu launþegarnir
kæmust af með nærri 2 þúsund
krónum lægra kaup á mánuði
og hvilík áhrif gæti slíkt haft
á framleiðsluhæfni þjóðarinn-
ar.
Við erum oft að bera okkur
saman við Norðmenn bæði um
fiskverð, kaupgjald o. fl. En
hafa menn athugað það, að
Norðmenn hafa um langt skeið
búið þannig, hvað húsnæðis-
kostnað snertir, að húsbyggj-
endur hafa getað fengið íbúðar
lán allt að 80% af kostnaði
til 40 ára með 2,'5—3,5% árs-
vöxtum. Þessu til viðbótar hafa
þeir lakast settu fengið nokkuð
af vaxtalausum lánum. Flest
lánin hafa verið afborgunar-
laus fyrstu árin, meðan heim-
ilisstofnandinn er að komast
yfir þá byrjunarörðugleika
sem heimilisstofnun fylgir.
Norðmenn eru ekki rík þjóð
og þeir búa í erfiðu landi
eins og við íslendingar, en þeir
hafa komið auga á, hvað hús-
næðiskostnaðurinn er snar þátt
ur í afkomumöguleikum al-
mennings og þess vegna hafa
þeir ekki flotið sofandi að
feigðarósi eins og við frændur
þeirra.
Til viðbótar þessu þrennu,
sem ég hef talið hér að fram-
an, verður svo löggjafinn og
framkvæmdavaldið að koma í
veg fyrir, að byggingaspekúlant
ar og lánaokrarar geti féflett
fólk í stórum stíl. En af því
gæti ég sagt mörg dæmi.
í næsta kafla mun ég víkja
að því, hvernig hægt væri að
gera íbúðalánin óháð hinum
almenna peningamarkaði og
hvernig hægt myndi að veita
40 ára lán með lágum vöxtum
til íbúðabygginga.
Hannes Pálsson.
HESTAR
GIRÐINGAR FYRIR UNGHESTA
Hestamannafélagið Hörður í
Kjósarsýslu kom sér á síðast
liðnu vori upp girðingarhólfi
til geymslu á unghestum félags
manna yfir sumarmánuðina.
Þetta er ca. 40 ha. grasgefið
land sem liggur nokkum
veginn mtðsvæðis innan félags-
markanna.
Þama eiga félagsmenn kost.
á að geyma fola sina þangað
til þeir verða geltir og þurfa
því ekki að hafa neinar áhyggj
ur af að þeir verði eigendum
eða öðmm til meins.
Það er flestum kunnugt að
mikil óþægindi og leiðindi geta
oft og tíðum orðið út af lausa
göngufolum, því þótt þeir eigi
að vera í heimahöguoi er víð-
ast svo, þótt einhverjar girðing
ar séu, að þær em ekki ömgg
ar til halds á graðfolum í
grósku sumarsins.
Gott er líka að þurfa ekki
að gelda folana fyrr en þeiv
hafa náð nokkrum þroska, þótt
- algengt sé að gelda þá tveggja
vetra getur verið æskilegt að
draga það lengur ef um efni
lega og velættaða fola er að
ræða, sem ætla mætti að æski-
legir væra til undaneldis. Er
þá gott að geta geymt þá
vandkvæðalaust til næstu hér
aðssýningar eða fjórðungs-
móts.
Veturgamla getur einnig
verið æskilegt að hafa í svona
girðingum, því vitað er, að
þeir geta fyljað svo ungir, séu
þeir bráðþroska. Auk þess er
ekki talið æskilegt að gelda þá
á þessum aldri og í mörgum til
fellum ekki unnt.
Þessi framkvæimd Harðar-
manna getur orðið þeim að
miklu gagni, um leið og hún
leysir þá frá margvíslegum
vanda á auðveldan hátt.
Svo gæti víðar verið.
Væri svona girðingarhólf
komið upp á hverju félagssvaíði
gæti það komið mörgum að
miklu gagni og auðyeldað þeiiu
uppeldi hesta sinna, um leið
og það gæti orðið nauðsynleg-
ur liður í hrossarækt okkar á
komandi tímutn.
HROSSAMÖRK.
Allir vita, hve falleg eyru
og góð eyrnasetning er mikil
höfuðprýði hverjum hesti og
geta miklu valdið um svipmót
hans. Jafnframt er vitað að
eymn verða oft fyrir stór-
spjöllum af sjálfum eigendum
hestanna, með mörkuninni.
Yfirmörkin geta oft stórspili'
útliti hestsins og orðið honum
alla tíð til mikilla lýta. Það
er alveg ótrúlegt, hve sucnir
menn geta verið skeytingarlaus
ir um jafnaugljós útlitsspjöll
og soramörkin geta verið. Og
því vítaverðara er þetta sem
það er oftast gert af þarflausu,
eða a. m. k. ekki af óhjákvæmi
legri nauðsyn.
Mörkun hesta er í raun og
vem mikils verðara mál en
mörgum virðist vera ljóst, því
Ijótt eyrnamark verður alltaf
varanlegur útlitsgalli, sem ekki
er unnt að umbæta.
í þessu sambandi get ég
ekki stillt mig um að segja
söguna af manninum, sem
drap hestinn vegna marksins.
Hann hafði keypt símleiðis
fola af góðu kyni og ætlaði að
ala sér upp reiðhest. Við
temslu kom í ljós, að þetta
gat orðið allgóður hestur. En
nýi eigandinn hafði ekki út
hald til að eiga hann nema
nokkuð á annað ár. Hesturinn
var nefnilega með þeim líkams
lýtum að vera markaður með
hamarskorið á báðum eyrum
og grófmarkaður í tilbót.
Eigandi hestsins er smekk-
maður og kann vel að meta
fallegt útlit og reiðhesthæfni,
en honum var ofraun að haf i
lengur fyrir framan sig þessi
afskræmdu eyru. Og því varð
það einn síðsumardag að hann
teymdi hestinn niður í slátur-
hús og þar varð saga hans öll.
Sjálfur átti ég lengi sérlega
föngulegan hest og þó nokk
uð góðan. Á honum voru engin
líkamslýti nema markið „sneið
rifað“ framan hægra, gróf-
markað. Hesturinn var háreis'
ur og með þunnt fax og bar því
mikið á mismun eyrnanna. Eg
felldi hestinn ekki fyrir aldur
fram, en alltaf var markið mér
til ásteytingar.
Sem málsbætur fyrir þess-
um eymaskemmdum bera e- t.
v. einhverjir fi’am, að fljótlegra
sé að draga hrossin sundur í
hestaréttum (sérstaklega trippi
og folöld) þar sem þess þarf
með, ef eyrnamörkin eru greini
leg og fljótséð. Þetta er auð-
vitað rétt, svo langt sem það
nær. En þetta er haldlítil af-
sökun fyrir jafnáberandi út-
litsspjöllum og soramörkun er.
Ef komið getur til mála að
folaldi séu ætlaðir lengri lífdag
ar en til haustnótta, ætti að
vera útilokað að marka það
með grófu yfirmarki, sem því
yrði til lýta alla og e. t. v.
langa ævi.
Yfirleitt ætti ekki að marka
hross nema með undirmörkum,
enda algerlega óþarft. f undir
mörkunum er um svo mikla til
breytni að ræða, að nægilegt
ætti að vera hverju byggðar-
lagi. Auk þess era eymamörk
óþörf í ýmsucn tilvikum og
mætti þá í stað mörkunar, taka
upp nákvæma l.ýsingu á tví-
lit (skjótt, sokkótt o. s. fnO
einnig á sérstökum einkennum
t. d. lögun blesu eða stjörnn
og fleira mætti telja. Slíkar
auðkennalýsingar mætti af-
henda hreppstjóra til staðfest
ingar á eignarrétti, ef á þyrfti
að halda. Brennimark á hófum
getur einnig komið til greina í
þessu sambandi.
Þau einu yfirmörk, sem ekki
eru til verulegra lýta, séu þau
grunnt mörkuð, eru sneitt,
stýft og sýlt, en ekki geta þau
þó talizt æskileg. Menn ættu
að leggja metnað sinn við að
grófcnarka ekki hross sín,
hvorki með yfirmörkum né
undirbenjum, því jafnframt bita
og fjöður má marka svo, að
til lýta verði.
J
Ekki er vitað, hvenær hrossa
mörk voru fyrst innleidd hér-
lendis, en það var a. m. k. ekiki
fyrr en nokkram öldum eftir
að landið byggðist- Broddi Jó-
hannesson telur, að hrossa-
mörk hafi ekki verið tekin upp
fyrr en á 14. eða 15. öld. En
miklu fyrr vora menn skyld
aðir til að marka búfénað sinn
„annan en hross“. Strax í
Grágás era ákvæði um, að
„naut svín og sauði skal mað
ur marka á eyrum en fugla
skal marka á fitjum“, og í rétt
arbótum Eiríks konungs Magn
ússonar frá 1224 er það áréttað
að „menn skuli einkenna bú-
fé sitt allt nema hross“. Þetta
sýnir, að hesturinn hefur ver-
ið settur skör hærra en annar
búfénaður og að vissu leyti til
jafns við manninn. Enda vitað,
að margir forfeður vorir höfðu
mikið dálæti á hestum sínum
og hafa því ógjarnan viljað
skerða höfuðprýði þeirra fyrr
en nauðsyn bar til.
Þegar hrossunum fjölgaði og
byggðin þéttist, hefur ekki orð
ið hjá því komizt að auð-
kenna hrossin með eyrnacnarki
þótt mörgum hafi þótt það ill
nauðsyn.
Enn er það á mörgum stöð-
um óhjákvæmilegt, en það má
gera á þann hátt, að ekki sé til
lýta, þannig að markið geti
raskað svipmóti hestsins.
G.Þ.
(Grein þessi birtist í síðasla
blaði „Hestsins okkar" en er
einnig birt hér vegna þeirra
hesteigenda sem sjá ekki það
blað. Þar brenglaðist greinin
dálítið í prentun en kemur
hér eins og hún átti að vera)
zrai
Aðalfundur Búnaðarsambands Kjalarnesþings
Aðalfundur Búnaðarsambands
Kjalarnesþings 1964, var haldinn
í Bændahöllinni mánudaginn 4.
maí. Formaður sambandsins Jó-
hann Jónasson setti fundinn og
bauð fundarmenn velkomna til
starfa. Hann minntist síðan látins
félaga Ti-yggva Guðmundssonar
bústjóra að Kleppi, sem hafði
verið fulltrúi á mörgum aðalfund
um sambandsins, og vottuðu fund
anmenn hinum látna virðingu slna
með því að rísa úr sætum.
Aðalfundarstjóri var Einar ól-
afsson, J,ækjarhvammi, er Ólafur
Ágúst Ólafsson til vara. Ritara:
vora Jón M. Guðmundsson, Reykj
um og Guðmann Magnússon, Dysj
um.
Á fundinum mættu 33 kjörnir
fulltrúar frá 8 búnaðarfélögum og
auk þess búnaðarcnálastjóri, end- j
urskoðendur, ráðunautar sam-
bandsins og gestir.
Formaður flutti skýrslu stjórnar
um störfin á liðna árinu. Hann
ræddi nokkuð um kynbótastarfið,
en sambandið sá um frjódælingu á
nautgripum og sauðfé, en sæðið
var eins og fyrr fengið hjá Kyn-
bótastöðinni í Laugardælum.
Þá ræddi hann einnig um ástand
og horfur í fjármálum sambands
ins. Taldi hann útlit í þeim mál
um slæmt vegna þeirra launahækk
ana, sem samþykktar vora á síð
asta ári, Sambandið væri því til
neytt að leita til búnaðar- og bæj-
arfélaga á svæðinu um hækkandi
framlög.
Þá gat hann þess að rekstur
viðgerðarverkstæðis sambandsins
hefði ekiki gengið nógu vel og væri
því allmikill halli á rekstri þesc.
Hann kvað stjórnina vera með
ýmsar athuganir á prjónunum, er
hún vonaði að leiddu til betri ár-
angurs á þessu ári.
Sýningar voru haldnar á hrút
Framhald á 13. siðu.
8
T í M I N N, mlðvikudaaur 27. maf 1964.