Tíminn - 27.05.1964, Page 14

Tíminn - 27.05.1964, Page 14
CLEMENTINE KONA CHURCHILLS Eg neyddist til að fallast á þessi rök, en ég-lagði mikla áherzlu á, að hann mundi með þessu leggja þyngri byrðar á herðar mínar og auka ábyrð mína. En í því bili, sem ég sá fram á endanlegan ó- sigur í þessu máli, barst mér hjálp úr óvæntri átt.'“ En það var frá Clementine, sem aftur naut aðstoðar og stuðnings Georgs konungs VI og Ismay lá- varðar. „Winston tilkynnti kónginum sjálfur að hann hefði í hyggju að fara og fylgjast með lendingunni á D-degi,“ segir Ismay lávarður. „Fyrst fór hann til Ramsey að- míráls, sem stjórna átti lending- unni. Hann var að segja honum, að hann vildi fara og horfa á lend- inguna frá tundurspilli, þegar ég kom þeim að óvörum. Þegar ég kom inn í herbergið, sá ég að ég var allt annað en vel- kominn gestur á þessu andartaki og Winston sagði: „Eg var einmitt að segja aðmírálnum, að mig lang- aði til að fylgjast með „yfirlávarð- inum“ frá tundurspilli. Ég sagði, að mér fyndist það alveg fráleit hugmynd, þar sem þá mundi ekki takast að ná í hann ef taka þyrfti einhverjar mikil- vægar ákvarðanir. Það eina, sem ég fékk til baka var: —„Haltu þér saman og þá skal ég taka þig með mér.“ Nú, ekki langaði mig til að fara Þá skýrði hann Eisen’hower og bonunginum frá ætlan sinni, sem var ekki seinn að svara, — ,,Það var snjöll hugmynd — ég kem með.“ Þá duttu Winston allar dauðar lýs úr höfði og sagði: „Eg þarf að leggja það fyrir ráðuneytið.1' Hann lagði það fyrir ráðuneytis fund, og ákvað fundurinn, að kon- ungurinn gæti ekki farið. Þegar! Winston fór þangað aftur til að1 skýra honum frá því, sagði Georg kóngur: ,,Nú, þú getur ekki farið heldur“. Winston hélt því stíft fram, að þar sem hann væri varnarmála- ráðherra yrði hann að fara — það væri þáttur í starfi hans, en konungurinn féllst ekki á það. Winston hafði að sjálfsögðu skýrt Clementine strax frá þessari ákvörðun sinni, en hún sparaði hin breiðu spjótin, þangað til hún sá, að vindurinn var farinn að blása úr hagstæðari átt að hennar áliti og hún þóttist sjá fram á að þessi ætlan hans yrði að engu. Oft lét hún ekki uppi nein mót- mæli í fyrstu, ef hann skýrði henni frá einhverjum slíkum hug- myndum, sem hún vissi að hann gat ekki framkvæmt. Hún beið síns tíma og vann á bak við tjöld in að því að sigrast á honum, ef hún áleit það nauðsynlegt honum til öryggis eða landinu. „Nú, ég fór með Winston til að sjá innrásarherinn halda af stað. Við vorum í lest á hliðarspori í Southampton, um það bil fimm mílur frá alðalstöðvum Ikes. Clemmie vissi, að hann mundi ekki geta komizt um borð í tund urspilli í Southampton 7 til þess mundi hann þurfa að fara til vest urlandsins, svo að hann sagði enn ekki margt. Við höfðum ekki áhyggjur af því, hve hættulegt væri, ef hann færi. Eg taldi ekki sennilegt, að það mundi verða nándar nærri eins hættulegt og þessar stöðugu flugferðir hans um allan heim. Það sem ég óttaðist mest var það að óvíst var, að innrásin mundi heppnast alls staðar, og Ike gat átt til að segja: „Þetta er að hálfu leyti á vegum brezka hersins og ég verð að fá skipanir frá sam- eiginlega herráðinu —- á ég að halda áfram til hins ýtrasta, eða á ég að hörfa og reyna aftur síð- ar?“ Nú, ef mikilvægasti maður Bret anna hefði verið einhvers staðar á floti um borð í tundurspilli, hefði þetta getað verið miklum erfiðleikum bundið. En ég var viss um, að Clementine mundi taka af skarið, ef Winston mundi krefjast þess að fara. Hún mundi segja: „Líttu nú á, Winston: Þú ættir að verða hér eftir, ef ske kynni að þess þyrfti til mikilvæg- ari ákvarðana." Mér fannst alltaf ég mundi geta leitað hjálpar og aðstoðar Clemen tine í slíkum tilvikum sem þess- um, þegar í rauninni reið á miklu, að fá hann ofan af einhverri á- kvörðun. Hún hafði langtum meiri 89 áhrif á hann en nokkur annar gat haft. Þetta er skiljanlegra ef litið er til þess, að hann hafði að baki sér alla mikla stjórnmála- menn eigin kynslóðar og enginn í ráðuneytinu eða herráðinu jafn- aðist á við hann að reynslu, gáfum eða skarpskyggni. Hann var risi á meðal dverga. Það var enginn sem hafði raunverulega rétt á að krefjast þess að hann færi að sín um ráðum — nema Clemmie. Hversu snjallir sem ráðgjafar hans kunnu að vera, held ég að enginn þeirra hafi jafnazt á við Clementine, þegar um slík tilvik j var að ræða. Það, sem lokum batt enda á þetta sjóferðarævintýri hans var bréf, sem við fengum kónginn til að skrifa. Bréfið barst honum jí Southhampton og Winston hafði ekkj um neitt að velja. Hann er I mikill konungssinni og kæmi kon- ungurinn fram af festu og segði, , að hann ætti ekki að fara, eins og raunin var í þetta sinn, sló Win-I ston saman hælunum, heilsaði og sagði: „Já, herra!" Það var í enn annað sinn, sem, ! Clementine hefði verið eini mað-: urinn í heiminum, sem hefði getað tjónkað við hann. Það var þegar hann flaug til Aþenu eftir Yalta ráðstefnuna í stað þess að koma heim með FRANCONIA, eins og ráðgert hafði verið. Hann var úr- vinda af þreytu. Hann var sjö- tugur að aldri. Ráðstefnan hafði vadið honum mikum vonbrigðum og áhyggjum, þar sem ekki hafði tekizt að komast að samkomulagi um Póllandsvandamálið. Hann, jhafði einnig fengið kvef, og nú: Ibeið hans Franconia — þetta þægi jlega og fallegat skip, sjórinn var jsléttur og blár og fyrirsjáanleg á- nægjuleg sjóferð til Möltu. Eg var preyttur og sagði við hann, þegar við fórum um borð: „Er þetta ekki unaðslegt — við fáum sex daga hvíld“ Hann svar aði: ,,Eg flýg til Aþenu“ Eg sagði „Til hvers? Það er allt í lagj þar.“ „Eg vil vera viss um það“, svar- aði hann. j „Þú vilt ekki, að ég komi með, er það?“ spurði ég. „Til hvers?“ j svaraði hann. Svo að ég fór aftur ! um borð í snekkjuna og fannst ég I hafa hegðað mér eins og skepna. i Ef Clemmie hefði verið nær- stödd, hefði ég farið til henn- ar og sagt: „Hvorki þú né nokkur annar reyndu að stöðva hann, þegar hann eyðilagði jólin fyrir | ykkur síðast til að reyna að koma j á betra ástandi í Aþenu. Þá var jþað brýn nauðsyn. En nú er hins ; vegar allt í lagi þar. Horfðu á hann — hann verður að fá hvíld. Viljum við hafa hann áfram — við þurfum að spara krafta hans.“ Ef hún hefði verið þarna, hefði ég leitað til hennar og hún — og aðeins hún — hefði getað stöðvað hann.“ Winston kom varla út úr korta klefanum á kvöldj innrásardags- ins. Clementine fór inn til hans og var hjá honum um stund, áður en hún tæki á sig náðir. Þegar hún kyssti hann „góða nótt“ sagði hann við hana: „Gerirðu þér grein fyrir því, að um það leyti sem þú vaknar á morgun verður ef til vill búið að drepa tuttugu þúsund manns?“ Mannkærleikurinn var alltaf jafnríkur þáttur í fari þeirra Win- stons og Clementine og það jafn- vel þessa daga, þegar ábyrgðin var sem þyngst og byrðarnar, sem þau iþurftu að bera sligandi. j Meðal þeirra, sem stungið var jupp á að fengju Viktoríukrossinn, I mesta heiðursmerki Bretaveldis, 47 hann roðnaði upp í hársrætur af feginleik og stolti. — Haldið áfram frásögninni. Harri hélt áfram skýrri röddu: — Einn vina minna er deildar- um sinnum að fá innflutnings- leyfi fyrir vélunum. Því var allt- af synjað, en þrátt fyrir það fékk hún vélamar fyrir nokkru. Gjald- eyriseftirlitið hefur athugað mál- kaup út á vöruskiptareikning eða hrein gjaldeyrisviðskipti. Þannig lítur þetta út. Vinur minn mun gefa skriflega skýrslu um málið, en þetta eru höfuðdrættirnir. miðaldra maður. Hann var klædd- ur einkennisbúningi bílstjóra. Storm kannaðist við andlitið, en kom honum samt ekki fyrir sig þegar í stað. — Það er maður hér fyrir utan, sem vill ná tali af yður. En fyrst vildi ég gjarhan fá að tala við yður nokkur orð. __ Liggur á því? Storm nennti ekki að leyna óþolinmæði sinni. Hann hafði veitt áhugaglampan- um í augum undirmanns síns at- hygli og roðanum í kinnum hans. Nú kemur hann áreiðanlega með einhverja fjárans kenninguna enn einu sinni, hugsaði Storm. Það var víst komið nóg af þeim. — Ég hugsa, að þér hefðuð gaman af að heyra það, sem ég hef komizt aö. , — Nú, segið þá frá. — Það er um frú Latvala, sagði Harri og settist. Storm til óbland- innar ánægju gleymdi hann að hagræða buxnabrotunum. — Hvað um hana? Eitthvað nýtt? Storm var svo utan við sig, að hann endurtók: — Sögðuð þér ekki frú Latvala? — Jú. Ég hef komizt að ýmsu um hana og frú Berg. Nú hoppaði Storm upp af stóln- um: — Um þær tvær? Þá komið þér á réttri stundu. Ég hef ein- mitt setið hér og hugsað um þær tvær síðasta hálftímann. — Það, sem ég vildi segja er þetta: Ég á marga kunningja . . . Stoltið leyndi sér ekki í röddinni, en í þetta sinn lét Storm það sem vind um eyrun þjóta. Harri hélt áfram, þegar hann sá óþolinmæð- ina í augum Storms: — Þær voru mjög góðar vinkonur. — Mér var kunnugt um það. — Vinátta þeirra náði meira að segja út fyrir ramma laganna. Ég meina: Sameiginleg viðskipti þeirra þoldu ekki dagsljósið. — Hvert í logandi. Þetta vissi ég ekki. — Storm leit með slík- um áhuga og forvitni á Harri, að stjóri í gjaldeyriseftirlitinu. Þar sem ég hélt, að það gæti verið gott að athuga allar hliðar máls- ins, fór ég og talaði við hann. Ég var einmitt að koma þaðan. — Og hvað sagði hann. — Ég komst að ýmsu athyglis- verðu. Ég get ekki sagt með neinni vissu, hvort þetta kemur þessu máli við, en það skaðar ekki að þér vitið af þvi. Til að gera langa sögu stutta: Frú Latvala og frú Berg voru á vissan hátt sam- sekar. Storm varð forviða, en um leið fóru hugsanir hans að taka á sig fastari mynd. — Ef þér getið sannað þetta, hafið þér unnið gott verk, sagði Storm og lagði áherzlu á orðin. — Haldið áfram. — Gjaldeyriseftirlitið hefur haft auga með umsvifum frú Berg undanfarin ár. f sannleika sagt eru þeir þar fullvissir um, að frú Berg braut gjaldeyrislögin, þegar hún flutti eitt sinn inn vélar í fyrirtæki sín, og það er að sjálf- sögðu refsivert. En hún er fjand- anum klókari og hagræddi hlut- unum þannig, að það hefur ekki tekizt hingað til að fá nógu sterk- ar sannanir gegn henni. — Ég skil. Þetta mun vera unnt nú á tímum. Áfram. — Frú Berg hafði reynt mörg- ið og þeir komust að því, að ein- hver leppur eða meðalgöngumað- ur í Vestur-Þýzkalandi greiddi fyrir vélarnar í þýzkum mörkum og var um allháa fjárupphæð að ræða. Þessi meðalgöngumaður var frú Latvala, sem hafði ferðazt all- oft til Vestur-Þýzkalands á þess- um árum. Tæknilegur ráðgjafi hennar var einn verkfræðinga frú Berg, en frú Latvala sá um greiðsluna — og þá í beinhörðum gjaldeyri — úr reikningi frú Berg. Vélamar hafa því verið greiddar með svartamarkaðsgjaldeyri, sem aldrei hefur farið í gegnum hend- ur bankanna hér heima. Storm blístraði. — Nú fer net- ið að þrengjast. Frú Berg hefur sem sagt komizt yfir gjaldeyri á ólöglegan hátt. Og frú Latvala gerzt meðalgöngumaður, nokkurs konar umboðsmaður hennar. Hún sá um, að peningarnir yrðu fluttir á réttan stað, festi kaup á vélunum og sá um, að koma þeim til frú Berg. — Alveg rétt. Og nú bölva þeir sjálfum sér á gjaldeyriseftirlitinu fyrir að hafa ekki snúið sér strax til lögreglunnar. Enda nú orðið allerfitt um vik, þar sem bæði sakakvendin eru dauð. Og pappír- ana hafa þær náttúrlega falsað það vel, að ómögulegt er að finna út úr því nú, hvort um er að ræða Harri leit spyrjandi á Storm. Andlit hans var eilífum svipbreyt- ingum háð. Nú horfði hann beint í augu Harris og sagði: — Þetta var vel gert hjá yður. Ég þakka yður kærlega fyrir. Eig- um við ekki að vera dús? Storm rétti fram hægri hönd- ina yfir borðið og mælti: — For- nafn mitt er Ólafur. Harri eldroðnaði og stamaði fram nafni sínu. Innilegt handtak Storms og breytt framkoma hans gerði vesalings Harri svo feiminn, að hann óskaði sér helzt niður úr gólfinu. í sama bili var barið að dyrum. Lieksa rannsóknarlögreglumaður gekk inn, án þess að bíða eftir að honum væri boðið, og sagði: — Það bíður maður fyrir utan. Hann þarf nauðsynlega að komast aftur í vinnu eftir skamma stund. Og nú hefur hann beðið meira en klukkutíma. Hann heldur því fram að hann viti eitthvað um frú Lat- vala . . . — Láttú hann koma strax hing- að inn, sagði Storm ákafur. — Nú fer að rofa til. — Það er sá, sem ég minntist á áðan; sagði Harri. — Eg veit það. Látið mig vera einan með honum um stund. Harri og Lieksa gengu út og stuttu síðar kom inn settlegur, — Ég heiti Lehtinen, hóf hann máls hikandi, um leið og hann settist. — Jussi Lehtinen. Ég ek áætl- unarbíl á milli Helsinki og Tava- stehus . . . Ég sá yður um borð í Cassiopeja og í Stokkhólmi og Ábo . . . Ég var með fjölskyldu minni í þessari ferð . . . Þetta var náttúrlega ekki beinlínis skemmtiferð . . . — Einmitt. Hann hafði heyrt tilkynningu lögreglunnar. Storm hafði beðið alla farþega sem eitthvað vissu um málið að gefa sig fram á skipinu eða seinna hjá rannsóknarlögregl- unni. Það hafði hingað til borið lítinn árangur. Aðeins nokkrar ímyndunarveikar kjaftatífur höfðu gefið sig fram, og þær vissu ekkert, sem nokkuð var á að græða. — Bílstjórinn velti fyrir sér húfunni og sagði: Það var fyrst nokkru eftir að við vorum komin heim, að mér datt í hug, að . . . ja, að það gæti ef til vill komið mál- inu eittnvað við . . . Hins vegar er ég alls ekki viss um það . . . En ég hélt kannske .... — Við tökum þakklátir við öllu, sem kynni að verða til að upplýsa málið, flýtti Storm sér að segja. Nú . . .? Maðurinn hóf frásögnina. Hann 14 T f M I N N, miSvlkudagur 27. maí 1964.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.