Tíminn - 30.05.1964, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.05.1964, Blaðsíða 9
Þa3 er fagurl frammi á Seltjarnarnesinu, og þar vex byggðin óðum, mörg hús í smiðum, og fólkinu fjölgar. Þetta er þegar orðið fjöl mennt hrenpsfélag, og getur áður en mörg ár líða, náð þeirri stærð að verða sjálf. stæður kaupstaður. Eða á það ekki að verða sjálfstæður kaup staður? Sú spurning er mönn um að sjálfsögðu ofarlega i huga. Nú er það sérstakur hreppur með þarfir bæjarfé- lags. Skipulagning þessa svæð is er aðkallandi, en er unnt að ganga frá heildarskipulagi áð- ur en spurningunni um fram tíðina er svarað: Á Seltjarn- arnes á vera sérstakur bær eða hluti af Reykjavík? Um þetta og mörg önnur hreppsmál á Seltjarnarnesi er rætt við Jó- hannes Sölvason, annan full- trúa frjálslyndra kjósenda í Iireppsnefnd Seltjarnarness- hrepps, en hinn er Jón Grét- ar Sigurðsson. — Hvað er efst á baugi hjá hjá yWcur á Seltjarnarnesi um þessar mundir Jóhannes? — Aðalverkefnin verða í sumar að vinna að skólabygg- ingunni nýju þannig að unnt verði að taka hluta af henni 1 notkun í haust. Ennfremur verður unnið að undirbygg- ingu Nesvegar og Skólabraut ar með það fyrir augum að malbika þessar götur á næsta ári. Þessi tvö verkefni eru hin stærstu, sem um er að ræða á þessu ári. — Hvað er að frétta af skipulagsmálunum? — Skipuiagsmálin eru að sjálfsögðu einnig í deiglunni hjá okkur, og standa vonir til, að gengið verði frá heildav skipulagi í megindráttum fyr ir nesið i sumar. Annars finnst mér það galli. hve lítið við vit um um framtíð sveitarfélagsin-- og hve lítið hefur verið gert að því að marka framtíðarsteín una og búa menn undir að taka ákvörðun um þetta mik- ilvæga atriði. Á Seltjarnarnes að verða sjálfstætt bæjarfélag, sjálfstæður 'kaupstaður eða verður það sameinað Rvík í náinni framtíð. Raunar þyrfti að athuga og kanna það mál allt ,áður en gengið verður frá skipulaginu, þar sem slíkt mundi hafa mikil áhrif á það Ef hér á að verða sjálfstæður kaupstaður, þarf að gera ráð fyrir stofnunum hans og öðru er þarf til sjálfstæðs bæjar- rekstrar í skipulaginu og ætla ákveðnar lóðir og svæði til þess. Hins vegar mundu önn ur sjónarmið ráða við heildar- skipulagið, ef ákveðið væri, að Seltjarnarnesið rynni síðar inn í Reykjavík og yrði hluti af höfuðborginni með margar bæj arstofnanir sameiginlegar henni. Það er sama við hvovt sjónarmiðið yrði miðað nú í heildarskipulagi, það gæti orð ið til skaða, ef hitt sjónarmiðið yrði ofan á síðar. Þess vegna verður úrslitaákvörðun um þetta ekki skotið mjög lengi á frest, ef vel á að fara, og þeg ar verið er að gera skipulagið verða menn helzt að vita, hvort það á að vera fyrir Seltjarnar- nes eitt eða taka á tillit til stærri heildar, eins og þegar rætt er um stór-Reykjavík. — Er mikið unnið að hol- ræsagerð? — Nýlega var samþykkt teikning að holræsalögn fyrir Lambastaðahverfið, og verður hafizt handa um það verk i sumar. — Einhvers staðar stóð á prenti, að börn á skólaskyldu- aldri .væru í Seltjarnarnes hreppi fleiri en í nokkru öðru hreppsfélagi landsins. Er það rétt? — Það mun vera rétt, að hjá okkur er margt barna á skóla skyldualdri. Þetta kallar á aukna fræðslu og skólabygging ar og aðstoð við þessi ung menni á ýmsan hátt. Árið 1982 var gerður barnaleikvöllur j nýja hverfinu sunnan í Val- húsahæðinni og keypt þar nokk urt land í því skyni að hafa þar athvarf fyrir börnin. Þarna er starfræktur leikvöllur fyrir börn 2—6 ára, en meginhluti þessa svæðis er ekkert notað ur, og þrátt fyrir ábendingar hefur ekki verið gengið frá neinni aðstöðu þarna á svæð inu fyrir eldri börnin. Stöku- gryfja og körfuknl.hringir, svo eitthvað sé nefnt, mundi þó ekki kosta mikið, ef áhugi væri fyrir að bæta aðstöðu barn- anna þarna til leikja og úti- vistar. — Er ekkert íþróttasvæði í hreppnum? — Nei, en á síðasta ár flutti ég tillögu um það í hreppsnefndinni, að komið yrði upp bráðabirgðaíþróttasvæöi þar sem unglingarnir gætu leik ið knattspyrnu eða aðra leiki en tún það, sem þau höfðu íi' leiks áður, var þá tekið undi: byggingar. Tillaga þessi var samþykkt, og var síðan borið ofan í leikvallarsvæðið við Sef tjörn. En í vor hefur ekkert verið hreyft við framkvæmd um þarna, þótt ekki sé annaö eftir en valta svæðið og setja upp marksúlur og net, svo að kominn sé nothæfur knattsp- völlur. Þetta tel ég ekki vera annað, en framkvæmdaleysi en ekki kostnaðaratriði. Með þá að sinna þannig í engu áhuga málum unglinganna, þarf eng að undra, þótt þeir leiti at hvarfs í sjoppucn og á öðrum stöðum, sem óæskilegir eru. — Eru ekki starfræktir skóla garðar fyrir börnin? — Nei, og er þé undarleg saga að því. Á s. 1. ári fíutti Sigurgeir Sigurðsson einn af fulltrúum Sjálfstæðismanna i breppsnefndinni, tillögu um að kcimið yrði upp skólagörð- um á Seltjarnarnesi. Tillaga þessi, sem var ágæt, var að sjálfsögðu samþykkt, en ekkevt hefur verið unnið að þessu. Þá má geta þess. sagði Jó- hannes, að á síðasta hrepps nefndarfundi fluttum við Jón Grétar Sigurðsson skriflega lil lögu um að kosnir yrðu tveir endurskoðendur hreppsreikn- inganna. Það virðist ef til vill kynlegt, að slíkt tnál skuli þurfa að taka upp í tillögu- formi á hreppsnefndarfundi, en svo ótrúlegt sem það er, hef- ur hreppsnefndin ekki haít neina kjörna endursk. undan- farin ár. Við hreyfðum þessu máli í fyrra, en því synjaði þá meirihl. hreppsnefndarinnar, þótt sveitarstj.log geri ráð fyr i slíku. Hefur því aðeins eina bókhaldsendurskoðandi farið yfir reikninga hreppsins undan farin ár, en slíkt er að sjálf- sögðu fráleitt. Tillaga okkar var samþykkt, og verða endurskoðendur kjörn ir framvegis. — Getur ekki orðið glæsi legt byggðahverfi á Seltjarnar nesi? — Enginn vafi er á því- Byggðin þarna er að mörgu leyti vel sett, og með góðri stjórn á hreppsfélaginu, getur orðið þarna hin myndarlegasta byggð. Fólk, sem þarna býr, virðist hafa mjög góða af- komu yfirleitt, og enginn er á framfæri hjá hreppnum ið neinu leyti, en slíkt mun víst fremur fátítt í jafnfjölmennu þéttbýli, en íbúar í hreppnum hjá okkur eru um 1600. Margt virðist nú á framfara- vegi hjá okkur sem betur fer og virðist mér mega vænta þess á næstu árum, að byggðin þarna taki verulegum stakka- skiptum til hins betra, sagði Jóhannes að lokum. — ak. Rætt við JOHANNES S0LVAS0N, fulltrúa í hreppsnefnd Seltjarnarneshrepps. T f M I N N , laugardaginn 30. maí 1964 — O

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.