Alþýðublaðið - 05.01.1952, Blaðsíða 4
AB-AIþýðublaðlð
5. janúar 1952:
Yfirdrepsskapur Tímans
>%
FRAMSÓKNARFLOKKUR-
INN hefur undanfarið þjónað
málstað afturhaldsins af slíkri
trúmennsku, að Ólafur Thors
lét svo um maslt í áramóta-
grein sinni í Morgunblaðinu,
að fjármálastjórn Eysteins
Jónssonar væri íhaldinu
meira að skapi en fjármála-
stjórn ráðherra Sjálfstæðis-
flokksins 1939—1949. Og
Hermann Jónasson, sem sveifl
azt hefur milli íhaldsins og
kommúnista undanfarin ár,
unir vistinni í Heiðnabergi
íhaldsins svo vel, að hann sá
sér í lagi ástæðu til þess að
fara hástemmdum lofsyrðum
um fjármálastjórn Eysteins í
áramótagrein sinni í Tíman-
um. Eysteinn er þannig orð-
inn helzti augasteinn aftur-
haldsins í landinu, og það
gengur ekki hnífurinn á milli
Ólafs Thors og Hermanns
Jónassonar í aðdáuninni á
honum.
Samt er Tíminn öðru hvoru
að reyna að gefa í skyn, að
hann sé ekki alls kostar
ánægður með stefnu ríkis-
stjórnarinnar í efnahags- og
fjármálum. En þegar hann
burðast við að nefna einhver
dæmi þessa, kemur alltaf eitt
og hið sama í Ijós: Þessi ó-
þurftarmál eru öll þannig til
komin, að Framsóknarflokk-
urinn og íhaldið hafa lagzt á
eitt í þjónustunni við aftur-
haldið/ í landinu.
Öllum mun enn í fersku
minni, þegar Tíminn hélt því
fram, að verzlunarokrið væri
hróplegt hneyksli. Það voru
auðvitað orð að sönnu.- En
honum láðist að geta hins,
að verzlunarokrið á rætur sín
ar að rekja til þess að Fram-
sóknarflokkurinn tók höndum
saman við íhaldið um afnám
verðlagseftirlitsins. Þannig
voru bröskurunum gefnar
frjálsar og óbundnar hendur
við að féfletta almertning. Ráð
herrar og þingmenn Fram-
sóknarflokksins gerðust í
þessu máli handbendi okrar-
anna, allir með tölu. En svo
* er Tíminn látinn halda því
fram, að verzlunarokrið sé
Framsóknarflokknum einstak
ur þyrnir í augum. Tímínn
krafðist þess, að nöfn okrar-
anna yrðu birt. En í stjórn-
arráðinu eru Steingrímur,
Hermann og Eysteinn innilega
sammála ráðherrum íhaldsins
um að halda nöfnum þeirra
leyndum fyrir þjóðinni. Það
er því öðru nær en forustu-
menn Framsóknarflokksins
hafi látið vítin sér að varn-
aði verða.
Sömu sögu er að segja af
afstöðu Framsóknarflokksins
ins í húsnæðismáluiúim: ^Dímí
ínn hefur réttilegá haldi 'því'
fram, að húsaleiga hafi stór-
hækkað vegná afháms húsa-
leigulaganna. En hann stein-
þegir yfir því, að húsaleigu-
lögin voru afnumin af Fram-
sóknarflokknum'og íhaldinu
í nánu pólitísku fóstbræðra-
lagi. Svo er Hannes frá Und-
irfelli látinn skrifá. hvern
langhundinn af öðrum um
nauðsyn nýrra húsaleigulaga.
En hefði ekki verið nær, að
ráðherrar og þingmenn Fram
sóknarflokksins hefðu komið
í veg fyrir afnám gömlu húsa
leigulaganna og sparað Hann
esi ómakið og Tímanum þau
örlög að verða sér til athlæg-
is frammi fyrir þjóðinni.
í forustúgrein sinni í gær
víkur Tíminn nokkrum orð-
um að því, að nú á enn að
auka bátagjaldeyrisbraskið.
Hann segir í því sambandi
orðrétt á þessa lund: „Nú
þessa dagana er verið að auka
hinn svokallaða bátagjaldeyr-
islista. Það þýðir, að margar
nauðsynjavörur almennings
verða miklu dýrari en ella".
En þessi tíðindi voru óvart
gerð heyrinkunn af Stein-
grími Steinþórssyni forsætis-
ráðherra í áramótaræðu hans,
og hið aukna bátagjaldeyris
brask er sameiginlegt ráðstöf
un Framsóknarflokksins og
íhaldsins. Framkvæmdin er
sem kunnugt er með þeim
hætti, að tæpur helmingur
bátagjaldeyrisins rennur í
vasa útvegsmannanna, en hitt
hafnar hjá bröskurunum. Hér
er verið að binda almenningi
nýja bagga að skipun brask-
aranna, en undir því yfir-
skini, að bátaútvegurinn þarf n
ist fulltingis hins opinbera.
Það eru óvart braskararnir,
sem enn einu sinni mata krók
inn. Og samtímis því, sem
lengra er haldið á þessari ó-
heillabraut, hefur ríkissjóður
til umráða í tekjuafgang frá
,síðasta ári mun hærri upp-
hæð en nemur því fé, sem
bátaútvegurinn þarfnast sam
kvæmt upplýsíngum Ólafs
Thors.
Þannig eru öll þessi skrif
Tímans eitt og sama fyrirbær
ið. Hann þykist vera að sífra
fyrir hönd þjóðarinnar yfir
þeim gegndarlausu álögum,
sem Framsóknarflokkurinn og
íhaldið leggja á þjóðina í
sameiningu. Þetta er nú öll
alvaran!
Lépn Jouhaux, hinn aldni verkalýðsleiðtogi og
Verkalýðsforinginn, se
íirðarvinur.
Askorun
um framvísuji reikninga
Sjúkrasamlag Reykjavíkur beinir þeirri ákveðnu ósk
til þeirra manna, félaga og stofnana, bæði hér í bænum
og annarsi staðar á landinu, sem eiga reikninga á sam-
lagið frá síðastlíðnu ári, að framvísa þeim í skrifstofu
þess, Tryggvagötu 28, hið fyrsta og eigi síðar en fyrir
20. þ. m.
Reykjavík, 4. jan. 1952.
SJÚKRASAMLAG REYKJAVÍKUR.
A ARUNUM fyrir heimsstyri ið forseti hins nýja sambands
öldina fyrri kom hinn ungi rit- frá stofnun þess.
ari franska alþýði.isambandsins' Fyrir skömmu, eða um miðj-
(C. G. T.), Léon Jouhaux, öll- an nóvembermánuð, var þess-
um mjö-g á óvart með aðgerð- um aldna (72 ára) og virðulega
AB — AlþýSublaSiS. Útgefandi: Alþýðuflokkurinri. Ritstjóri: Stefán Pjetursson.
Auglýsingastjóri: Emroa Möller. — Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsinga-
slmi: 490S. — Afgreiðslusími: 4900. — Alþýðuprentsmlðjan, Hverfisgötu 8—10.
um smum og tillögum í sam-
bandi við baráttu verkamanna
fyrir bættum kjörum. Hann
stjórnaði miklum verkföllum
hafnarverkmanna og járn-
brautarstarfsmanna á þessum ár
um, auk þess sem hann kom
fyrstur fram með hin svo
nefndu „skyndiverkföll", er
venjulega stóðu í stuttan tíma,
en voru eigi að síður áhrifarik
aðferð til þess að sýna vilja og
kröfur verkalýðsins. Einnig átti
hann upptökin að þeirri hug-
mynd að láta verkamenn fara
sér hægt við vinnu, ef eigi hafði
verið gengið að réttmætum kröf
um þeirra. Jouhaux var eldheit
ur talsmaður verkalýðssamtak-
anna. Á uppvaxtarárum símim
vann hann í verksmiðjum, gekk
snemma í samtök verkamanna
og gerðist þá þegar ötull baráttu
maður samtakanna. Jouhaux
sagði hreykinn, að ef' einhver
hygcfi til styrjaldar, þá myndi
verkalýður Evrópu hæfa hana
í fæðingunni með því að stofna
til allsher.iarverkfalls. En styrj-
öldin skáll á með sínum óstöðv-
andi þunga og reyndist Jouhaux
þá einn af traustustu sonum
aettjarðar sinnar. („Viðurstyggi
legur svikari", hrópaði Lenin.).
Á friðarráðstefnunni í París
að styrjöldinni lokinni (1918) að
stoðaði Jouhaux við að koma á
fót alþjóðavinnumálastofnun-
inni, (I. L. O.) Á árunum eftir
1930 var hann öflugur andstæð
ingur Francos, Lavals og Hitl-
ers, og er þjóðverjar hertóku
Frakkland í síðustu styrjöld,
settu þeir hann í fangelsi í kast
ala einum í Bayern. Þegar hann
losnaði úr fangavistinni, komst
hann brátt að raun um, að
kommúnistar höfðu ruðzt inn
í verkalýðssamtökin frönsku og
að mestu náð undir sig stjórn-
inni innan franska alþýðusam-
bandsins (C. G. T.) Hann varð
m. a. að láta sér lynda að starfa
með kommúnista sem „meðrit-
ara" sambandsins. Um nokkurt
skeið sætti hann sig við sam-
starfið, en sá hins vegar skjótt,
að hann var einungis not'/!ur
til þess að punta upp á samtök.
in. Varð það til þess, að hann
og aðrir lýðræðissinnaðir sam-
herjar hans gengu úr sam-
bandinu, en því hafði Jouhaux
stjórnað samfleytt í 38 ár og var
viðskilnaðurinn óljúfur. Upp úr
þessu, eða á öndverðu ári 1948,
stofnaði hann nýtt Iandssam-
band frjálsra verkalýðsfélaga á
Frakklandi og braut þar með á
bak aftur einræði kommúnista
innan frönsku samtakanna, sem
eru bæði fjölmehn og geysiá-
hrifamikil. Hefur Jouhaux ver-
leiðtoga verkamanna veitt frið
arverðlaun Nobels fyrir árið
1951; en eins og 'kunnugt er,
þykir þetta ein mesta virðing og
viðurkenning, gem hlotnazt get
ur fyrir störf í þágu friðar og
alþjóðlegrar samvinnu þjóð-
anna. í hinu mikla starfi sínu
fyrir verkalýð lands síns og
einnig annarra þjóða hefur Jou
haux ávallt lagt ríka áherzlu á
friðsamlegt samstarf verkalýðs
ins í öllum löndum heims. Er
hann tók á móti verðlaununum
frá norsku nefndinni, kost hann
m. a. svo að orði: „Með þessu
ér eigi aðeins verið að heiðra
Léon Jouhaux; það er fyrst og
fremst verið að heiðra hina
vinnandi stétt, sem ávallt hefur
barizt fyrir friði."
(VINNAN).
Hjarlað úr sænskum
P'élagslíf .
Sfesfa skíðaferð I
Ferðaskrifstofu ríkisins verð
ur sunnudaginn 6. jan. Útlit
: er íjrir að ekki yerði- :f æjrfc
. lengra en að, Lögbérgí. Ver^- .
. ur því ekki lagt.af stað frá
skrifstofunni fyrr en'.kl. 13.
Bílar verða í hinum einstökú
bæjarhverfum: Kl. 9.30 við
Sunnutorg, kl. 9.30 á vega-
mótum Lönguhlíðar og
Miklubrautar, kl. 9.40 a
vegamótum Laugarness- og
Sundlaugavegar, kl. 9.40 við
Hlemmtorg (Litlu bílastöð-
ina), kl. 9.30 á vegamótum,
Kaplaskjóls og Nesvegar, Id.
9.40 á vegamótum Hofsvalla
götu og Hringbrautar. Nauð-
synlegt er að skíðafólk búi
sig veL og athugi vel, að skíði,
stafir og bindingar séuí góðu
lagi daginn áður en farið er,
þar sem þráfaldlega hefur
komið í ljós, að þessir hlutir
eru meira og minna í ólagi
þegar í skíðabrekkuna kem-
ur. Fararstjóri er með í
hverri ferð, og mun hann'að
sjálfsögðu leitast við að lag-
færa það, sem í ólagi er, eftir
því sem kringumstæður
leyfa. Meðan dagur er stutt-
ur og allra veðra er von, eru
unglingar áminntir um að
fara ekki af alfaraleið, og
h'alda sig í námunda við full-
orðið fólk.
[íðaferðir
að Lögbergi, Jósefsdal, Kol-
viðarhól og Skíðaskálanum í
dag kl. 2 og 6 e. h. og á morg'
un kl. 10 f. h. Farið úr Lækj-
argötu og frá Skátaheimil-
inu. Farmiðar við bílana.
Skíðafélögin.
Í.R.-fngar!
»sfur nm haf
KACPMANNAHAFNAR-
BLABIÐ „Berlingske Aften-
avis" skýrir frá því, að um
miðjari desember hafi hjartað
úr litlum sænskum öreng verið
flutt loftleiffis vestúr til Banda
ríkjanna. Var hjartaff sent
frægum amerískum sérfræðingi
til rannsóknar.
Drengur þessi lézt aðeins
þriggja ára gamall, og var
banamein hans meðfædd hjarta
bilun. Sænskir læknar urðu
ekki á eitt sáttir um, hvaða
sjúkdómur þetta hefði verið og
ákváðu þess vegna að senda
hjartað hinum heimsfræga am-
eríska hjartasérfræðingi Arnold
Rich prófessor við John Hop-
kins háskólann í Baltimore.
Jólatrésskemmtun félagsins
verður haldin í Breiðfirðinga
búð þriðjudagirm 8. janúar
kl. 4 síðdegis.
Jólaskemmtifundur hefst kl. 9
að aflokinni barnaskemmt-
uninni. — Aðgöngumiðar að
báðum skemmtununum
verða seldir í Skrautgripa-
verzlun Magnúsar E. Bald-
vinssonar, Laugavegi 12, á
mánudag og þriðjudag.
Minningarspjði
Bamaspítalasjóðss Hringsins:
eru efgreidd í HannyrSa-:
vetzh Eefill, Aðalstræti 12.:
; áður verzl. Aug. Svendsenli
:>g í Bókabúð Austurbæjar.:
Athygli félagsmanna skal vakin á því, a3
stjórnarkjör í Sjómannafélagi Reykjavík-
ur, sem nú stendur yfir, fer um þessa helgi
einnig fram á sunnudaginn, 6. janúar, og
verður þá kosið kl. 2—8 síðdegis.
Kjörstjórnin.
AB 4