Alþýðublaðið - 05.01.1952, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.01.1952, Blaðsíða 5
Hin nyja skyrsla verðgœzlustjóra um okrið: söluálaanin! MARGIR munu liafa ætlað, að okurálagning sú, sem fyrri lieildarskýrsia verðgæzlunnar leiddi í Ijós að væri hin al- menna afleiðing hinnar „frjálsu verzlunar“, myndi að meira eða minna leyti hverfa, þegar frá liði. Undir þessa skoðun manna runnu ýmsar stoðir, eðlilegar eða sennilegar. Eng- um gat dulizt, að hið mikla umtal og sú ólga, sem fór í kjöl far birtingarinnar á skýrslunni I um okrið, hlyti að verða nokk ur hemill á heildsala og smá- kaupmenn, a. m. k. fyrst í stað. Þá komu og til greina hinar , síendurteknu hótanir æðstu; prestanna í ríkisstjórninni um endurýjuð verðlagsákvæði og stöðvun okurgróðans, ef ekki yrði meira hófs gætt um álagn ingu en hinir allra „frjálslynd ustu“ innan verzlunarstéttar- innar höfðu innleitt samkvæmt kenningunni um framboð og eftirspurn. Ýmsir voru þó jafnan van- trúaðir á, að mikil breyting yrði til batnaðar á þessum málum, enda þurfti ekki mikla skarpskyggni eða kunnugleika til að sjá framvinduna eins og hún hlyti að verða, miðað við allar aðstæður. Eftir margend- urteknar yfirlýsingar viðskipta málaráðherra í útvarpi og blöð uim um að í langflestum tilfell um væri álagningin hófleg, meira að segja í mörgum til- fellum beinlínis „mjög hófleg“, þurfti enginn að fara í grafgöt ur um það, að miklu neðar myndi hún ekki fara. Heild- salar þurftu ekki annað en skera burt sárustu broddana, hætta að tólf- eða þrettánfalda álagninguna, og höfðu þá öðl- ast viðurkenninguna „þroskað ír kaupsýslumenn, sem verð- skulduðu fyllsta trúnað af landi og þjóð“. Og þannig varð framvindan, þannig „jafnvægið", sem full- trúar milliliðanna boðuðu neyt endum í landinu. Eftir nær því hálfs árs tímabil hinnar svo- kölluðu „frjálsu verzlunar“ reynist okrið enn í alglevmingi. Ekki vantar þó forsendur þær, sem dýrkendur frelsisins telja nauðsynlegar fyrir heilbrigðri samkeppni og jafnvægi. í mörgum vöruflokkum er fram boðið löngu orðið miklu meira en eftirspurnin; en þrátt fyrir það örlar lítt á samkeppni gegn um lækkaða álagningu. Enda mun þróaður félagsandi kaup- manna koma í veg fyrir niður boð á verðlagi fram yfir það, sem þessir aðilar telja hæfi- legt með tilliti til góðrar af- komu. Ef athuguð er í heild sinni nýjasta skýrsla verðgæzlunn- ar um verzlunarálagninguna, blasa við augum einfaldar stað reyndir, sem raunar er óþarft að skrifa um langt mál út af fyrir sig. Nægilegt er að draga fram aðalatriðin og má skil- greina þau á eftirfai'andi hátt: Vörur innfliittar á bátalista0 Athugunin nær til 60 vöru- sendingá, sem tollafgreiddar voru í október og nóvember (þ. e. eftir hið hiværa umtal um fyrri skýrsluna og eftir hina frægu ,,ræðu“ viðskipta- í okl. enn ..Ivö Oa fil eru dæ KöSd borð og heitur veizlumafur. Síid & Fiskur- aiagnmga málaráðherrans, sem ýmsir i töldu að marka mvndi tima- mót milli okurs og eðlilegs verð lags). Vörusendingar þessar voru innfluttar, af 25 heildsölum og j 17 smásölum, þannig að allvítt j virðist skyggnzt um raðir inn- ; flytjenda; og sé litið á stærð ! ýmissa . sendinganna, virðast hinir ,,stóru“ ekki hafa verið settir hjá í athugununum. j 40 af þessum sendingum voru innfluttar af heildsöl- j um, en aðeins í 6 tilfellum j var álagningin minna en tvö i föiduð frá því, sem verðlags i ákvæðin heimiluðu. í hinum tilfellunum var breytingin á álagningunni, sem hér segir: í 19 tilfellum var hún tvö- til þrefö’duð. í 12 tilfellum var hún þre- til fjórföldúð. í 2 tilfellum var hún nær því fimmfölduð. I 1 tiifelli var hún nær því sexfölduð. Á þeim 20 sendingurp, sem innfluttar voru beint, þ. e. af smásöluverzlunum, er hækkun in yfirleitt minni, eða þannig: f 5 tilfellurh undir 50% | í 10 tilfellum undir 51—100% , í 3 tilrellum undir 101-200% ' í etmi ti felli 438%, eða nær sexfölduð á'agning. í einu lilfelli 585%, eða nær sjöföldúð álagning. Smásöluálagningin vár at- huguð í 61 ti’fe.li og reyndist : hún sem áður- mun skaplegri en heildsöluálagningin. Þó reyndist álagningarhækkunin aðeins í 5 tiifellum undir 30%., í langflestum tiifellum frá 40 til 60%, í 10 tilíellum milli 60 og 100'1 og í 6 tilfellum yfir 100%, var mest 184,2%. Á bátalistanum eru sem kunn ugt er ýmsar vörutegundir, sem ekki verða taldar til ó- þarfa eða „iúxusvarnings“. Má þar til nefna margs konar klæðnaðarvörur og aðrar vefn- aðarvörur, heimilisvéiar og tæki, ýmsar byggingarvörur, svo sem saum, hreinlætistæki o. fl„ varahluti og vélar til bifreiða, hvers konar ávexti, sultur, kryddvörur. hreinlætis vörur o. fl. o. fl. Til þess að greiða úr öngþveiti, ýmist heimatilbúnu eða aðfengnu, sem herjaði smábátaútgerðina, ákváðu. valdhafarnir að' við kaup á þessum vö.rum skyldu ! n.eytendur þeirra greiða sér- stakan skatt til útgerðarinnar. 25—60r, af. yfirfærðum gjald- eyri. Þetta var ekki. svo lítill skattur, en mátti þó stækka, að dómi stjórnarinnar. Aðrir „at- vinnuvegir11 illa staddir voru í landinu. Heildsalarnir höfðu átt við þröngan kost að búa allt síðan dollarabirgðir stríðsár- anna þraut. Umboðsmenn þeirra í ríkisstjórninni langaði til að rétta þeim hjálparhönd og framsóknarráðherrar sitja sig aldrei úr færi að ljá góðu málefni stuðning! í fullri ein- ingu var síðan heildsölum og öðrum milliliðum veitt sjálf- dæmi um viðbótarskatt á neyt endur gegnum bátagjaldeyris- vörurnar. Að fornum sið var sjálfdæmisins neytt ailstór- mannlega. Útkoman er sú, að styrkurinn til útgerðarinnar, sem var bundinn, er minni en sjálfdæmdi styrkurinn til milli liðanna, sem er frjáls. Af um- ræddri skýrslu sést, að athugað magn af bátagjald- eyrisvörum kostaði í inn- kaupi kr. 2.310.500,00. Styrk urinn til litgeröarinnar nam kr. 941.115,00, en álagning- arhækkun millili'ðanna nam kr. 992.400,00, og öil þókn- un þ’eirra fyrir innflutning og dreifingu þessara vara nam kr. 2.185.834,00, eða nær því jafn miklu og vör- Hverfin eru: 1. hluti. Hafnarfjörður og nágrenni, Reykjanes. 2. hluti. Nágrenni Reykjavíkur, umhverfi Elliðaánna. vestur að markalínu frá Flugskálavegi við Viðeyjarsund, vestur að Hlíðarfæti og þaðan til sjávar við Nauthólsvík í Fossvogi. Laugarnesið að Sundlaugar- vegi, Laugarnes meðfram Kleppsvegi, Mosfellssveit og Kjalarnes, Árness- og Rangárvallasýslur. 3. hluti. Hlíðarnar, Norðurmýri, Rauðarárholtið, Túnin, Teigarnir, íbúða- hverfi við Laugarnesveg að Kleppsveg og svæðið þar norðaustur at. 4. hluti. Austurbærinn og miðbærinn milli Snorrabrautar og Aðalstrætis, Tjarnargötu, Bjarkargötu að vestan og Hringbrauí að sunnan. 5. hluti. Vesturbærinn frá Aðalstræti, Tjarnargötu og Bjarkargötu, Melarniv, Grímsstaðaholtið með flugvallarsvæðinu, Vesturhöfnin með Örfiris- ey, Kaplaskjól og Seltjarnarnes fram eftir. Álagstakmörkun dagana 6. jan. — 12. jan. Sunnudag 6. jan. kl. 10.45—12.15 3. hluti. Mánudag 7. jan. kl. 10.45 12.15 4. hluti. Þriðjudag 8. jan. kl. 10.45—12.15 5. hluti. Miðvikudag 9. jan. kl. 10.45—12.15 1. hluti. Fimmtudag 10. jan. id. 10.45—12.15 2. hluti. Föstudag 11. jan. 1U. 10.45—12.15 3. hiuti. Laugardag 12. jan. kl. 10.45—12.15 4. hluti. Straumurinn verður rofinn skv. þessu þegar og að svo miklu leyti, sem þörf krefur. m, Annasi allar iegundir rafiagna, Viðhald raflagna. Viðgerðir á heimilis- tækjniim og öðrum rafvélum. Raftækjavinnustofa Siguroddm- Magnússon Urðarstíg 10. Sími 80729. urnar kostuðu í innkaupi! Ef einstakir vöruflokkar, sem skýrslan tilgreinir, eru j athugaðir, kernur eftirfarandi i fram: | ÁVEXTIR OG SULTA. 15 sendjngar af vörum þess- um Icosta samtals í innkaupi kr. 447 þúsund. Fyrir a® koma vörum þessum til neyt enda fá heildsalar og snrásal ar ca. 518 þúsund krónur, en það er ca. 234 þúsundum kióna meira en þeir hefðu fengið samkvæmt sí'ðustu verðlagsákvæðum. Bifreiðavarahlu/ir eru fluttir inn beint. Kosta þeir í innkaupi kr. 24.462. Fyrir að útvega þessa hluti tekur verzlunin kr-. 18.476, og er það rúmum 8000 kr. meira en síðustu verðiags- ákvæði gerðu ráð fyrir. Bifreiðavélar, 4 stk.. kosta i innkaupi kr. 15.150. Álagning verzlunarinnar nemur kr. 10 535, en aukaálagningin ein saman er kr, 8724, og er það rúmlega 2000 kr. „frelsisskati, ur“ á hverja einstaka vél. SAUMUR. Fjórar sendingar, samtals 96 tonn, kosía í innkaupi um það bil 372 þús. kr. Þóknun verz!ananna fyrir útvegun og sölu þessarar vöru ti! þeirra, sem í byggingum standa, nemur rúmlega 285 þúsundum króna. Er þa'ð kr. 155.500,00 meira en verzlan- irnar hefðu fengið, hefðu verðlagsákvæðin enn þá gilí. Verðhækkunin á saumnum nemur u. þ. b. 20%, en þaö Þý'ðir kr. 1,65 á hverý einasta kíló. Rakvélar og rakvélablöð. innkaupsverð 10.666 kr. Verzl- unarálagningin var kr. 19.330, en hefði skv. verðlagsákvæð- unum orðið kr. 6747. Verð; hækkunin nemur á rakvélun- ' um 99,4%, en á rakvélablöð- unum 31%. Þannig var hver rakvél seld á rúmlega 19 kr„ ; en hefði verið seld á tæpar 10 kr. skv. verðlagsákvæðum. RYKSUGUR. 321 stk., innkaupsvér'ð rúm- lega 95 þúsund Icrónur. Út- söluverð með verðlagsákvæð um rúmlega 222 þúsund k-r„ en hin „frjálsa samkeppni“ kom þeim upp í tæpar 266 þúsund krónur. Heildsalar og smásalar hefðu fengið 35 þúsund krónur, en tóku tæp ar 78 þúsund krónur. Verð- hækkunin nemur þarna u. þ. Framhald á 'í. síðu. ÁB 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.