Alþýðublaðið - 20.01.1952, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 20.01.1952, Qupperneq 6
ABSENT BRÉF: Ritstjóri sæll! Margt verður manni til um hugsunar í fásinninu, og má víst með sanni telja sumt það, sem gömlum afdalabónda kemur til hugar, óra eina og fjarstæðu; væri honum nær að tjóðra hugs un sína á bás umhverfisins, þótt þröngur sé í vetrarmyrkrum og ófærð. En hver sníður hugsun- um sínum afmarkaða ská'k; þeir kunna að geta það, jókarnir þar eystra, en aldrei hefur íslenzk um bónda verið sú íþrótt lag- , inn. Eitt kvöld fór ég til dæmis að hugsa um þessa blessaða ak- demíu, sem nú er efst á hugi í menningu vorri. Ekki hefur mér enn tekizt að leysa þá gátu. Hef ekki til fulls fundið, hvert vera eigi starf hennar og starfssvið í menningunni. Eftir því, sem ég tel mig hafa komizt næst fyr ir hugsun mína, hefur mér skil- izt, að akademían ætti að vera eins konar andlegt elliheimili; þangað ætti að skipa skáldum vorum, rithöfundum og öðrum andans mönnum, þegar þeir hefðu hlotið þjóðarviðurkenn- ingu, en hana hljóta fæstir slík- ir fyrr en þeir eru annað’ hvort orðnir steingeldir andlega eða . farnir að ganga í barndóm og með öllu óhæfir til andlegra af reka. Þá eiga þeir að fara í aka demíuna! Væri svo þessi blessuð aka- demía fyrirhuguð sem einskonar f vel tyrfður bás, þar sem gamal neytin þyrftu ekki einu sinni að hafa þá fyrirhöfn að baula eftir i sínum töðumeis, þá væri þetta að mínu viti, allt í stakasta lagi. En nú mun meiningin ekki vera sú. Þeir eiga að vinna fyrir tugg , unni. Að því er ég fæ bezt skil ið, eiga þeir að verða einskonar andlegt fjárhagsráð í landinu; hafa dómsvald og xramkvæmda vald í öllu, varðandi andans í þróttir og listir. Nú minnir mig að einhver hafi talið fráleitt, að listir og bókmenntir döfnuðu í tjóðurhring, og hef ég trúað þessu. Ekki skil ég í, að það gerði mun til betra, þótt sá tjóð urhringur væri afmarkaður og mældur af þeim, sem íhaldssam astir og þröngsýnastir hlytu aö teljast, en báðir þeir skapgerðar þættir aukast venjulega að styrk með mönnum, sem komnir eru á efri ár, og það er víst eitt af þessum líffræðilegu lögmálum. Enda þótt ég sé aldraður orð inn, og íhaldssamur og þröng- .vsýnn á mínu sviði, en íhaldsemi ,og þröngsýni geta verið góðar . dyggðir á löggæzlu- og sveita- stjórnarmálum, — þá dylzt mér samt ekki, að alltaf hafi vaxtar broddur bókmennta- og lista <’> verið hjá þeim, er stóðu í blóma ' Jífsins, og að svo muni alltaf verða. Væri því a?f mínu áliti nær, að hygla ungum listamönn um, svo að þeir gætu nokkuð af rekað, heldur en oftala hina. Þetta er aðeins sjónarmið bóiiá ans, sem telur meiri hagsýni, að gefa vel mjófkandi kúm, heldur en að ofala stritlur og geldneyti. Læt ég svo útrætt um aka- demíuna. Filipus Bessason. hreppstjóri. Framhslclssagan 1 Agatha Christie: Morðgátan á Höfða AÐ MÍNU ÁLITI er engin borganna á suðurströnd Eng- lands jafn aðlaðandi og St. Loo. Það er sannnefni, þegar hún er kölluð „drottningin við haf- ið“. Umhverfið minnir mig að mörgu leyti á baðströndina við Riviera, Ströndin þarna hefur allt hið sama að bjóða og suð- urströnd Frakklands. Ég lét þetta álit mitt í ljós við vin minn, Hercule Poirot. „Já, það var eitthvað svipað þessu, sem lesa mátti í auglýs- ingunni aftan á matseðlinum í veitingavagni járnbrautarlest- arinnar á leiðinni hingað í gær, kæri vinur. Þess skoðun þín er því síður en svo frumleg.“ „En ert þú ekki á sama máli?“ spurði ég. Ilann brosti annars hugar og svaraði ekki spurningu minni, svo að ég endurtók hana. „Ég bið þig þúsundfaldrar fyrirgefningar, Hastings. Ég var annars hugar. Skrapp í ferða- lag til strandarinnar, sem þú varst að minnast, á.“ „Til Suður-Frakklands?“ „Já; — ég var að hugsa um síðasta veturinn, sem ég dvald- ist þar, og þá atburði, sem þá gerðust.“ Ég mundi þá atburði glöggt. Morð hafði verið framið í Bláu brautarlestinni, og Poirot hafði leyst hina flóknu morðgátu af sinni alkunnu og óbrigðulu skarpskyggni. „Þess vildi ég óska, að ég hefði verið í nánd við þig þá“, varð mér að orði. Og ég meinti það. „Þess vildi ég líka óska,“ sagði Poirot. „Þú hefðir getað veitt mér ómetanlega aðstoð fyrir reynslu þína og hæfi- leika.“ Ég virti hann fyrir mér í laumi. Ég hef kynnzt honum nægilega til þess, að ég tek lof hans með nokkurri varúð. Ekki var samt hægt að merkja annað á svip hans, en að hann segði þetta í fyllstu alvöru. Og hvað var raunar því til fyrir- stöðu, að þetta væri meining hans? Ég hef hlotið nána þekk ingu fyrir langa reynslu varð- andi þær aðferðir, sem hann beitir við rannsóknir sínar. „Ég saknaði þess einkum, að mega ekki njóta þeirrar aðstoð- ar, sem hið fjöruga ímyndun- arafl þitt getur veitt mér, Hast ings minn sæll,“ mælti hann enn og starði fram undan sér, dreymnu augnaráði. „Maður hefur fulla þörf fyrir eitthvað, sem léttir undir með hugsun- inni, svona að vissu marki. Hann Georg, þjónninn minn, er fyrir margra hluta sakir stórmerkilég pprsóa, og það t kemur fyrir, að ég leyfi mér að ræða slík viðfangsefni við jhann; en hann er gersamlega sneyddur öllu ímyndunarafli.11 | Þessi dómur hans fannst mér, vægast sagt, ákaflega , vafasamur. I „Segðu mér eitt, Poirot,“ varð mér að orði. „Kemur það aldrei fyrir þig, að þig langi til að taka aftur upp starf þitt? j Þetta iðjuleysi . . .. “ ! „Fellur mér einsaklega vel, ■ vinur minn. Hvað er unaðs- legra en að mega sitja svona og sleikja sólskinið? Hvað er stór- l kostlegra en það, að stíga niður af sigurhæðum sínum, einmitt þegar frægð manns er sem mest? Nú hvíslar fólk, þegar það sér mér bregða fyrir: Þarna fer Hercule Poirot, sá mikli maður, sem á sér engan sinn líka. Enginn hefur nokkru sinni jafnazt á við hann, og aldrei mun sá maður fæðast, er kemst með tærnar þangað, sem sá snillingur hafði hælana. Ég er harðánægður. Ég er það lítillát- ur að eðlisfari, að ég bið ekki um meira“. Sjálfur myndi ég varla hafa kallað vin minn lítillátan. Ég var þeirrar skoðunar, að stæri- læti þessa smávaxna manns hefði sízt farið minnkandi með árunum. Þarna sat hann í stólnum, hallaði sér makinda- lega aftur á bak, sneri upp á yfirvararskeggið og það lá við sjálft, að hann malaði af ánægju með sjálfan sig. Við sátum úti á verönd gisti- hússins Miklagarðs. Það er langstærsta gistihúsið í St. Loo, og stendur eitt húsa á dá- lítilli hæð, svo að þaðan er dá- samlega fögur útsýn yfir hafið. Trjágarðinum hallaði frá ver- öndinni og stofnbein, hávaxin og krónufögur pálmatrén bar við fagurbláan hafflötinn. Himinninn var heiður, og sólin skein, og veðrið var eins yndis- legt og það getur framast orð- ið í ágústmánuði á Englandi. Býflugurnar suðuðu án afláts, - suð þeirra var þægilega svæf andi, og manni gat ekki betur liðið. Við höfðum komið síðast liðna nótt til borgarinnar og tekið okkur vist í gistihúsinu, þar sem við gerðum ráð fyrir að dveljast í vikutíma. Og svo fremi, sem þetta indæla veður héldist, var allt útlit fyrir, að við myndum eiga skemmtilegt sumarleyfi fram undan. Morgunblaðið hafði fallið úr hendi minni; ég tók það upp og fór að líta yfir helztu frétt- irnar. Stjórnmálaástandið virt- ist ekki sem glæsilegast, en annars var ekkert fréttnæmt við það; ýmiss konar örðug- ■leikar varðandi stjórnmálin í Kína, löng frásögn um kaup- hallarsvik, en engar verulegar æsifregnir. „Þessi páfagaukssýki er furðulegt fyrirbæri,“ varð mér að orði. „Mjög svo furðulegt.“ „Enn hafa tveir menn beðið bana af hennar völdum; að þessu sinni í Leeds, að því er fréttir herma,“ mælti ég og fletti við blaðinu. „Hörmulegt það . .. . “ „Enn hafa engar fréttir bor- izt af Seton flugmanni, þessum 1 sem lagði upp í flugferð um- hverfis jörðina. Þeir eru djarf- ir, þessir náungar. Og þessi flug vél hans, sem lent getur bæði (á sjó og landi, hlýtur að vera af mjög fullkominni gerð. Það . er sannarlega leitt, ef hann hefur farizt. Þeir hafa að vísu , ekki gefið upp alla von enn; , telja ekki útilokað, að hann I kunni að hafa lent á einhverri ey í Kyrrahafinu.“ ] „Þeir eru enn þá mannætur þarna á Salomonseyjunum?" spurði Poirot og brá á glettni. „Þessi flugmaður hlýtur að ^ vera með afbrigðum hugrakk- ur og hraustur náungi-,“ mælti ég enn. „Einn af þeim mönnum, sem eykur á stolt okkar af því, að við skulum vera brezkir." „Já, — slíkt eru að minnsta kosti nokkrar sárabætur fyrir ósigurinn í tenniskeppninni í Wimbledon", svaraði Poriot. „Ég .... ég sagði þetta ekki í því skyni að móðga ....“ byrjaði ég. Vinur minn brosti og gaf það til kynna með handahreyfingu, að öll afsökun væri algerlega óþörf. „Jæja,“ sagði hann. „Ég er ekki flugvél, sem lent getur á sjó og landi, eins og þetta far- artæki hans Setons; en ég er alheimsborgari. Og eins og þú veizt, hef ég alltaf haft mesta Myndasaga harnanna Dvergurinn fjölkiuinugi Bangsi og Alli sáu, að bát- urinn dró lítinn fleka. Dverg- urinn reri bátnum og stýrði svo nálægt Bangsa, að hann gat stigið á flekann. Síðan tók hann Alla. „Máfurinn sagði mér, að ykkur væri að flæða af stólpunum,“ sagði hann; „er. báturinn ber aðeins einn.“ Dvergurinn reri meðfram klettóttri ströndinni, en allt í einu sveigði hann inn i dimman helli. Þar sáu þeir trúðinn á kletti. Ðangsi og Alli urðn að halda hver í annan, svo að þeir misstu ekki jafnvægið og dyttu í sjóinn; og satt að segja voru þeir hálfsmeykir. Dvergurinn reri að litlu viki langt inni í hellinum og steig þar á land. Bangsi og AIli stukku líka í land. „Hvað ertu að gera hingað?“ spurði Bangsi. „Hér á ég heima,“ sagðí dverg- urinn. „Viljið þið ekki gista hjá mér í nótt?“ En það vildu þeir helzt ekki. ÞAÐ er sagt um sorkinn að hann sé gæddur óvenjúlega miklu félagslyndi og hjúkri oft gömlum og særðum storkum, sem ekki geta aflað sér fæðu af eigin ramleik. Færa þá hinir ,storkarnir þeim mat og búa þeim skjól. * * * EINN frægasti storkur sem um hefur verið getið var í eigu fjölskyldu nokkurnr í Hamborg fyrir hundrað árum síðan. Stork urinn lék sér við börnin og þótti honum feluleikur skemmtileg ur og hélt stranglega allar 1-eik- reglur. Fanns honum mest gam an að vera sá sem leitaði. Vís indamaður að nafni dr. Hermann skráði margar sögur nm þennan merkileg stork. * * * EIN af undarlegustu verk- smiðjúm sem sögur fara af er verksmiðja nokkur i Danmörku sem bjó eingöngu til storkshreið ur. Hreiðrin voru svo seld þeim er vildu hæna storka til að verpa á húsi sínu. Verksmiðjan bjó aðeins til 6 hreiður á dag, svo að eftir spurninni var aldrei fullnægt. Sagt var ad storkunum þætti mikið til þessara hreiðra koma, enda voru þau nákvæm eftirlíking af hreiði’um þeim er þeir bjggu til sjálfir. * * * STORKUR nokkur átti hreið ur á torgi einu í Amsterdam í samflaitt 21 ár. Þegar hann dó fékk hann virðulega útför og fylgdu honum þúsur.dir manna til grafar, enda var hann uppá hald allra í borginai. STORKAR geta verið hættu- l'egir flugvélum, eeins og sézt á því, að nokkru eftir s;ðasta stríð rakst flugvél á tvo storka er hún flaug yfir Kenya. Þegar flugvél in lenti tók Hawkins flugmaður eftir því að storkar 1 r höfðu gert gat á vélina. Sumum finnst það ef til vill aðeins tiiviljun, að kona flugmannsins, sem var í Englandi eignaðist barn á sömu mínútu og áreksturinn við stork ana varð. KöSd borö og heitur veizlumatur. s Síld Sz Fiskur, \ Annast allar fegundir j raflagna. ■ * Viðhald raflagna. Viðgerðir á heimilis- : tækjuum og öðrum ■ rafvélum. ■ ■ : Raftækjavinnustofa ] Siguroddur Magnússon ■ Urðarstíg 10. : Sími 80729. ■ m B M ! Minninprspjöld ■ Barnaspítalasjóðs Hringsina : sru aígreidd 1 Hannyrða- :«rerzl. Refill, Aðalstræti 12. : ;éður verzl. Aug. Svendsen) • tg f Bókahúð Austurbæjar. AB 6

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.