Alþýðublaðið - 24.01.1952, Blaðsíða 5
Tveir Dagsbrúnarmenn segja álit sitt:
Á LAUGARDAG OG SUNNUDAG N. K. fei-'fram stjórn-
arkjör í Dagsbrún. Kosið verður um þrjá lista. A-Iista, sem ;
borinn er fram af hinni kommúnistísku stjórn og trúnaðar- 1
mannaráði félagsins, sem farið hefur þar með völd undan-
farin ár, B-lista, sem borinn er fram af íháldsmönnum, og C-
íista, sem borin er fram af jafnaðarmönnum og ýms.um óháðum ;
verkamönnum í Dagsbrún.
í tilefni af þessu hefur AB
snúið sér til tveggja Dagsbrún-
armanna, þeirra Hauks Hólm-
steins, sem er í meðstjórnanda
sæti á C-listanum, og Alberts
Imslands, sem er í trúnaðar-
mannaráði á sama lista. og
spurt þá um starf fráfarandi
stjórnar Dagsbrúnar og að-
kafandi verkefni, sem bíða úr- !
lausnar, til að tryggja réttindi \
og kjör verkamanna.
„Það er mikið verkefni og
Vandasamt, að gæta í hvívetna
réttar verkamanna hér í bæ
á tímum geigvænlegs atvinnu-
leysis og dýrtíðar. Þessum
vanda hefur fráfarandi stjórn
Dagsbrúnar á engan hátt reynzt
vaxin,“ sagði Haukur Hólm-
steinn. „Eftirlit starfsmanna
Dagsbrúnar með því, að full-
gildir meðlimir félagsins sitji
fyrir vinnu, hefur verið slæ-
legt í meira lagi, og af'leiðingin
því orðið sú, að ófélagsbundnir
menn og menn úr öðrum starfs
greinum hafa oft og tíðum
verið í vinnu á stórum vinnu-
stöðvum, eins og við höfnina,
á sama tíma og félagsmenn í
Dagsbrún hafa enga vinnu
fengið. Verkstjórar og trúnað-
armenn atvinnurekenda hafa,
sökum kunningsskapar, stund-
um ráðið menn til vinnu, sem
skort hefur rétt til hennar; en
á sama tíma hafa hafnarverka-
menn, sem einvörðungu eiga
Hfsafkomu sína undir hafnar-
vinnunni og hafa stundað
þessa vinnu árum saman, al-
gerlega verið afskiptir í þessu
efni.“
Enn fremur sagði Haukur
Hólmsteinn:
„Forgangsréttur fullgildra
meðlima Dagsbrúnar til allrar
verkamannavinnu er eitt
veigamesta ákvæðið í samning-
um félagsins við atvinnurek-
endur; og langa og harða bar-
áttu hefur það kostað. mörg
verkalýðsfélög að fá hann við-
urkenndan. Forgangsréttar-
ákvæðið er vitanlega lang
þýðingarmest á tímum at-
vinnuleysis; því það eitt getur
tryggt að nokkru, að atvinnu-
rekendur láti ekki kunnings-
skap ráða, hverjr sitji að þeirri
vinnu, sem til fellst.
Þessa dýrmæta réttar ber
stjórn sérhvers verkalýðsfélags
vel að gæta. Þessa skyldu hef-
Ur fráfarandi stjórn Dagsbrún-
ar algerlega vanrækt. Eftirlit
starfsmanna og trúnaðarmanna
félagsis hefur verið mjög lítið; j
og svo algert hefur aðgerðar- i
leysi stjcrnar félagsins verið j
við að gæta þess, að þetta dýr- '
mæta ákvæði í samningum fé- j
lagsins við atvinnurekendur
væri haldið, að kvartanir verka
manna um að cfélagsbundnir
menn væru í vinnu í þeirra
flokkum hafa að engu verið
hafðar.“
,,Eg hef sjá’fur,“ segir
Haukur, „farið í skrifstofu fé-
lags okkar og kært ófélags-
bundna menn, sem unnið háfa
verkamannavinnu á sama tíma
og gamlir félagar mínir hafa
gengið vinnulausir. Formaður
félagsins varð t. d. einu sinni
fyrir svörum. Þó var kærunni
að engu sinnt; málinu var eytt
og hinn ófélagsbundni maður
var láhnn vinna áfram í trássi
við samningsbundinn rétt
Dagsbrúnar.
Þetta er hinn þungi áfellis- [
dómur yfir núverandi stjórn
Dagsbrúnar. Hún hefur ekki ,
gætt réttar okkar verkamann-
anna; hún hefur látið undir I
höfuð ’eggjast að framfyígja |
gei ðum samningum í þessu
efni.
Enn fremur má geta þess, að
starfsemi stjórnarinnar í hús-
bygg:ngamá'um félagsins hef-
ur engin verið, þrátt fyrir ó-
tvíræða nauðsyn á því, að fé-
lagið komi upp félagsheimili.
Verkamenn una því alls
ekki að kvartanir, sem beir
bera fram við sína e’gin trún-
aðarmenn og eiga við full rök
að styðjast, séu að engu hafðar.
Við viljum strangt eftirlit
með því, að samningar félagsins
séu haldnir í einu og öl’u, og
við viljum ekki að saga liðins
árs enduraki sig, sagan um það,
að atvinnurekendum sé liðið í
nokkru íilfelli að ráða ófélags- i
bundna menn í vinnu og snið- j
ganga þar með gerða samninga. 1
Gegn því viljum við, sem j
berum C-listann fram, berjast;
og það munum við gera, unz
sigri er náð.“
Sófaseff
Armsféiar - Svefnséfar
Tökum einnig til klæðningar allskonar bólstruð húsgögn
Vönduð vinna. I. fl. áklæði. Talið við okkur sem fyrst.
Húsgagnabólsírun Kr. Tromberg
Laugaveg 143. — Sími 5800.
Byrjendapámskeið í kvennaleikfimi hefst í ÍR-húsinu
við Túngötu fimmtudaginn 24. þ. m. Æfingar tvisvar í
viku, mánudögum kl. 7.15, fimmtudögum kl. 7,15.
Uppl. gefur kennarinn. Hrefna Ingimarsdóttir, í síma
7240 milli ld. 12 og 1 daglega eða á æfingatímanum í
ÍR.húsinu. — Sími 4387.
Sextogur:
Sjásf ekki á vinnusföðum
„Eftirlit stjórnar Dagsbrún-
ar með því, að félagsbundnir
j verkamenn gangi fyrir um
(vinnu, hefur ekkert veríð. Það
' er hreinn og beinn viðburður,
að starfsmenn Dagsbrúnar sjá-
ist á svo þýðigarmiklum vinnu-
| stað sem höfnin er,“ segir Al-
bert Imsiand.
„Þegar verið er að afgreiða
mörg skip við höfnina, er brýn
nauðsyn á því, að starfsmenn
félagsins hafi nákvæmt eftirlit
með því, að einvörðungu fé-
lagsmenn séu teknir til vinnu.
Dagleg tilsjón af hendi félags-
stjórn'arinnar er þess ein um-
komin að tryggja það, að
forgangsréttur Dagsbrúnar-
manna sé í heiðri hafður, og
vitanlega er það fyrsta krafa
okkar Dagsbrúnarmanna, að
stjórn félags okkar og starfs-
menn hennar gegni þessum
skyldustörfum af alúð.
En stjórnin hefur alger’ega
brugðizt því. Það er ekki ein-
vörðungu, að hún eða starfs-
menn hennar sjáist varla á
vinnustöðvunum, heldur er
talað fýrir daufum eyrum, þeg-
ar verkamenn bera frarn kröf-
K o n u
Lærið að sníða og sauma.
Tveggja mánaða námskeið byrjar 1. febrúar.
2 kvöld í viku.
Vesturgötu 3.
ur sínar um að fá að sitja
fyrir ófélagsbundnum mönn-
um.“
Enn fremur segir Albert:
„Fyrir löngu var það sýni-
legt, að nauðsyn bar til þess að
ná samningum við atvinnurek-
endur um kauptryggingu fyrir
hafnarverkamenn; og árið 1944,
þegar mjög var hagstætt að ná
góðum samningum, náðist
samkomulag við atvinnurek-
endur um að skipa nefnd til
þess að ganga frá þessu máli.
Þetta hagsmunamál hafnar-
verkamanna lognaðist út af í
höndum Dagsbrúnarstjórnar-
innar, og síðan hefur hún ekk-
ert aðháfzt í því efni; og enn
í dag verða verkamenn að sæta
hlaupavinnu einvörðungu. Það
væri á margan hátt hagfelld-
ara fyrir verkamenn að vera á
mánaðarkaupi; vinnan væri ör-
uggari,' auk ýmissa hlunninda,
sem eru samfara fastráðningu
iverkamanna til vinnu, svo sem
j ve;kindadagar og fleira. Nú
i hefur það þráfaldlega komið
^fyrir, að verkamönnum er sagt
unp í vinnu hálfa daga eða
einn dag á mi’li skipa. Slíkt er
atv;nnurekendum nú heimilt,
þótt það sé mjög óhagstætt
fyrir verkamenn. Þetta mundi
hins vegar ekki geta skeð, ef
um kauptryggingu væri að
ræða.
Hér er vanrækslu Dagsbrún-
arstjórnarinnar um að kenna,
að kauptrygging skuli enn ekki
vera gildandi við höfnina; því
að hægur var nærri fyrir
stjórn félagsins að koma þessu
jí gegn 1944.
I Skipulagslega séð er Dags-
brún ekki sterk, og störf
| stjórnar félagsins fyrir hags-
munamálum verkamanna hafa
verið í molum.
Framhald á 7. síðu.
SVEINN_ EINARSSON. sjó-
maður í Ólafsvík, varð sex-
tugur 10. janúar s. 1.
Sveinn Einarsson er fæddur
í Ólafsvík 10. janúar 1892, son-
ur hjónanna Einars Guomunds
sonar og Sæunnar Jónatans-
dótturj sem lengi bjuggu í Ól-
afsvík. Ungur að a’dri hóf
Sveinn sjómennsku ög hefur
stúndað sjóinn jafnan síðan,
nema síðasta ár, er hann hóf
vinnu í landi. 1913 missti hann
föður sinn og bróður í sjóslysi,
er bátur frá Ólafsvík fórst með
níu manna áhöfn. Tók hann
þá við búsforráðum hjá móð-
ur sinni unz hann kvæntist
nokkrum árum síðar, en móðir
hans dvaldi á heimili háns til
daúðadags.
Sveinn gekk snemma í stúku
og vann mikið að félagsmálum!
enda var öflugt félagslíf í Ól-
afsvík í ungdæmi hans. Hann
var einn traustasti brautryðj-
andi verka1 ýðshrey fi ngari nnar
ar og Alþýðuflokksins hér í
Ólafsvík. Hann var meðal
stofnenda Verkalýðsfélags Ól-
afsvíkur og í stjórn þess, en
það félag var jafnframt pönt-
unarfélag, og einn af stofnend-
um Verka’ýðs- og jafnaðar-
manriafélags Ólafsvíkur og síð-
ar Verkalýðsfé’iagsins „Jökuls“,
sem nú er öflugt félag, Hann
átti sæti í stjórn beggja þess-
a.ra félaga, og tók mikinn og
góðan þátt í kjarasamningum
fyrir verkalýðinn hér og gerir
enn, auk margra trúnaðarstarfa
fyrir verkalýðshrevfinguna og
Alþýðuflokkinn. Hann átti
sæti í hreppsnefnd um skeið og
sat mörg ár í hafnarnefnd, og
hefur mikinn áhuga fyrir fram
gangi hafnarmálsins, sem hef-
ur verið og er eitt hið stærsta
áhuga- o'g hagsmunamál byggð
arlagsins. ,
Sve;nn gengur að hverju
starfi með harðfylgi og dugn-
aði, hvort heldur það er á sjó
eða á landi eða í félagsmálum,
og er áhuga hans viðbrugðið.
Hann er mikill og skeleggur
baráttumaður fyrir hverju því
| máli, sem hann tekur sér fyrir
j hendur að sækja og er verka-
lýðshreyfingunni mikill fengur
að slíkum manni, ekki sízt á
meðan hún var í uppvexti og
marga byrjunarerfiðleika
þurfti að yfirstíga. Hann var
því snemma í fylkingarbrjósti
og vék hvergi um fet, þótt
erfiðleikar steðjuðu að.
Sveinn var kvæntur Þór-
heiði Einarsdóttur Þorkelsson.
ar rithöfundar, hinni mætustu
konu. Þau eignuðust 11 börn,
sem öll voru hin mannvænleg
ustu, en misstu tvo uppkomna
sjmi sína í sjóslysi hér í Ólafs-
vík árið 1947.
Hinir mörgu vinir Sveins og
samstarfsmenn óska honum
allra heilla á þessu merkisaf-
mæli hans og þakka honum
brautryðjendastarfjð og' ske-
legga baráttu fyrir máiefnum
verkalýðsins og Alþýðuflokks-
ins. Ottó Arnason.
SKiPAllTGeRÐ
RIKISINS
Hekla
vestur >um land í hringferð
hinn 28. þ. m. Tekið á móti
flutningi til áætlunarhafna
vestan Þórshafnar síðdegis í
dag og á föstudaginn. Farseðl-
ar seldir árdegis á mánudag-
inn.
austur til Eskifjarðar hinn 29.
þ. m. Tekið á móti flutningi til
áætlunarhafna á morgun. Far-
seðlar seldir á mánudag.
r
„Armann'
til Vestmannaeyja í kvöld.
Vörumóttaka í dag.
, .......................
AB $