Alþýðublaðið - 10.02.1952, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 10.02.1952, Qupperneq 4
AB-AIþýðubíaðið 10. febrúar 1952 • x jr X Móðgun við1 háskólann ÞAÐ er svo sem ekki nýtt, að Morgunblaðið skáki ..vís- indunum“ fram gegn verka- lýðnum og dragi hagfræðina í dilk með auðvaldi og íhaldi gegn alþýðunni. Öllum eru enn í fersku minni Morgun- blaðsgreinar Ólafs Björns- sonar prófessors á móti fullri dýrtíðaruppbót á kaupið. í þær var sýknt og heilagt vitnað í ritstjórnargreinum blaðsins til sannindamerkis um það, að „vísindin" væru og ættu að vera á móti verka- lýðnum og með núverandi ríkisstjórn; enda er það kunn ara en frá þurfi að segja, að Ólafur Björnsson prófessor hefur talið það skyldu sína að verja „vísindalega" flest þau óhæfuverk, sem íhaldsstjórn- in hefur framið í viðskiptum sínum við verkalýðinn, þar á meðal bæði tilraun hennar, sællar minningar,. til þess að falsa vísitöluna, í því skyni að hafa af launastéttunum lofaða uppbót á kaupið, og afnám vísitöluákvæðanna í gengislækkunarlögunum í sama skyni, þegar hitt ekki tókst. En þó að Morgunblaðið hafi eignað sér og íhaldinu „vísindin“ í skrifum sínum gegn verkalýðnum, er hitt nokkur nýlunda, að það heimtar umbúðalítið í gær, að kennarar haskólans hér fylki sér í umræðunum um verzlunarokrið í raðir auð- valdsins og íhaldsins .eða þegi ella; en tilefni þeirrar furðulegu kröfu blaðsins virð ist vera það, að Gylfi Þ. Gíslason prófessor hefur gagnrýnt verzlunarokrið, sem hér hefur dafnað í skjóli nú- verandi ríkisstjórnar, alló- vægilega og þó með fullum rökum, og sýnt fram á, hve háskasamlegar afleiðingar í þeim efnum bátagjaldeyris- braskið og afnám verðlags- eftirlitsins hafi haft fyrir al- menning og þjóðarbúskapinn í heild. Gylfi Þ. Gíslason prófessor er nefnilega einn af þeim óþægilegu hagfræð- ingum — fyrir Moi'gunblaðið —, sem ekki vilja láta auð- vald eða íhald skipa sér neitt fyrir um það, hvað þeir eigi að segja eða skrifa, heldur fylgja sannfæringu sinni, byggðri á fræðilegri þekk- ingu, í hvert sinn. Morgunblaðið ætlar sér ekki þá dul, að rökræða verzlunarokrið við Gylfa, enda væri það þýðingarlítið fyrir það. Gagnrýni hans á því hefur verið svo vel rök- studd, að >spni verþur ekki haggað. Hann hefur sýnt fram á það, hvernig báta- gjaldeyrisbraskið og afnám verðlagseftirlitsins hefur gef- ið verzlunarokrinu lausan tauminn á kostnað almenn- ings, án þess að bátaflotinn, sem bjarga átti, fái nema um helming okurgróðans. Hinum helmingnum' hafa heildsalar og aðrir milliliðír stungið í sinn vasa með hækkaðri verzlunarálagningu. Þetta hefur Gylfi Þ. Gísla- són sannað svo rækilega með skjalfestum tölum um álagn- ingarokrið, að Morgunblaðið treystir sér auðvitað ekki til þess að mæla því í móti. í stað þess birtir það í gær róg- grein auðvirðilegustu tegund ar um Gylfa Þ. Gíslason og brigzlar honum um „mis- notkun mikils trúnaðar“, sem honum sé sýndur sem kenn- ara við háskólann, að hann skuli leyfa sér að bera sann- leikanum vitni gegn núver- andi ríkisstjórn og þeim í- haldsöflum, sem að henni standa, í umræðunum um verzlunarokrið. Þetta verður ekki skilið nema á einn veg: Morgunblaðið er með slíkum orðum að leggja kennurum háskólans þá skyldu á h.erðar, að þjóna auðvaldinu og íhald- inu í Iandinu, hvað sem þekk ingu þeirra og sannfæringu líður, eða* þegja ella. Meiri móðgun hefur há- skólanum áreiðanlega aldrei verið sýnd. Hann er stofnun. sem á að vera helguð frjálsri hugsun og hlutlausum vísind- um, hvort sem þetta hvort tveggja kemur sér betur eða verr fyrir valdhafana í land- inu í hvert sinn. Og að vega að þeim tilgangi háskólans með því að heimta af kenn- urum hans og fræðimönnum, að þeir Ieggi höft á sannfær- ingu sína og gerist málsvar- ar auðvalds, íhalds og okurs gegn allri alþýðu manna, er einhver sú blygðunarlausasta ósvífni, sem slíkri stofnun verður sýnd. Morgunblaðið er sannarlega ekki öfundsvert af því, að hafa blandað há- skólanum á slíkan hátt inn í umræðumar um verzlunar- okrið. Tilkynning frá póst- og símamálastjórniimi. Ákveðið hefur verið að koma á ■— til reynslu — því fyrirkomulagi, að símanotendur í Reykjavík, sem óska símtals við símanotendur í Borgarnes- kauptúni, geti náð beinu millilið^lausu sambandi við símstöðina í Borgarnesi, meðan h£n er opin, með því að velja nr. 81800, en hún afgreiðir því næst símtalið. Reikningar fyrir slík símtöl verða ems og að undanförnu innheimtir í Reykjavík. SímstÖðín í Borgarnesi er opin kl. 8,30—22 á virk- um dögum og kl. 10—11 og 16—19 á helgum dögum. Þetta fyrirkomulag hefst frá og með mánudegin- um 11. febrúar 1952. AB AlþýíiublaSið. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsinga- sími: 4906. — Afgreiðsiusími: 4300. — Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. AB 4 Fallbyssa í fallhlíf. * Kóre^ tíðkast nú meira og */ meira flytja hermenn og vopn í flugvélum og láta hvort tveggja srga til jarðar yfir vigstöðvunum í fallhlíf. Á myndinni sést til dæmis failbyssa, sem er á leið til jarðar á þann hátt. Hún vegur. hvorki ..meira né minna en 5000 pund; svo að það eru engir srnáræð’s flutn- ingar, sem-nú fara fram í flugvélum og með fallhlífum þar eystra. DÓMSTÓLL í Rómaborg hefur fyrir skömmu kveðið upp 'sann úrskuið, að ítalska inn- anríkismálaráðuneyti'ð skuli freiða fjölskyldu Clöru Petac- cis skaðabætur vegna þess að bað leyí'ði blöðunum að birta ástarbréf, sem Mussolini skrif- aði á sínum tíma ástmey sinni, ungfrú Petacci; en þetta leyfi ráðuneytisins reyndist ekki Iiafa stoð í lögum. Síðar verður ákveðið, hvað skaðabætur þessar skuli nema hárri fjárupphæð. Innanríkis- málaráðuneytið á enn fremur að greiða allan málskostnað, og fjölskyldan fær afhent öll hin umræddu bréf; en þau fann lögreglan grafin í garði ' á Norður-Ítalíu í marzmánuði 1950. HáSirar aldar lelkaf- msli Poul Reum- erfs á laugardag BÓKMENNTAVERÐLAUN- UM Nóbels hefur verið uthlut- að því sem næst árjega síðan 1901. Fyrstur allra hlaut þau Frakkinn Sully Prtidhomme, sem kunnastur er fyrir Ijóða- gerð sína, en það val sætti mik- illi gagnrýni, er leiddi til þess, að sænska akademían tamdi sér meiri varfærni og aögæzlu. Ár- ið eftir féllu verðlaunin í hlut þýzka sagnfræðingsins Theo- dors Mommsens. Sú ákvörðun vakti ekkí teljandi úlfaþyt, en þó var það ekki fyrr en 1903, að nóbelsverðlaunin voru veitt manni, sem allir töldu verðan þeirra. Þá varð íyrir valinu norska stórskáldið Björnstjerne Björnson. Síðar hafa þó margir undrazt það, að samlandi hans Henrik Ibsen skyldi ekki koma til álita. Árið 1904 var verðlaununum skipt á milli franska Ijóðskálds- ins Mistrals og spanska leik- ritaskáldsins Echegaray. Árið eftir kom röðin að pólska skáld sagnahöfundinum Siehkievzicz, sem frægastur er fyrir „Quo Vadis?“ Árið 1908 varð ítalska Ijóðskáldið Carducei fyrir val- inu, en árið eftir hreppti Kipl- ing verðlaunin. Enginn bar á móti því, að Kipling væri vel að þessari viðurkenningu kom- inn, en margir töidu þó, að Thomas Hardy hefði ekki siður átt að koma til greina. Árið 1908 reyndist vísinda- mennskan aftur þyngst á met- unum, en þá hlaut þýzki sagn- fræðingurinn Eucken verðlaun- in. Árið eftir voru þau veitt Selmu Lagerlöf, en mörgum fannst ómaklega gengið Xram- hjá August Strindberg. Árið 1910 fékk þau þýzka Ijóðskáld- ið, leikritaskáldið og smásagna höfundurinn Paul Heyse, én næstir honum komu Maurice Maeterlinck, þýzka leikrita- skáldið Gerhard Hauptmann og Indverjinn Tagore. Áríð 1914 var verðlaununum ekki uthlutað, en árið eftir fékk þau franski rithöfundur- inn og friðarsinninn Romain Rolland. Árið 1916 kom svo röðin að Heidenstam. Næst var þeim skipt á milli Dananna Gjellerups og Pontoppidan, en 1918 var verðlaununum ekki út hlutað. Árið 1919 komu þau í hlut Svisslendingsins Carls Spitteler í viðurksnningarskyni fyrir sígilda en þó nýstáriega ljóðagerð hans. Árið 1920 kom röðin að Hamsun, og árið eftir varð Frakkinn Anatole Frartce fyrir valinu. Ário 1922 fékk þau spanska leikritaskáldið Benavente og árið eftir írska Ijóðskáldið Yeats. Árið 1924 varð fyrir valinu PólVerjinn Reymont, 1925 háð- fuglinn og snillingurinh George Bernard Shaw, 1926 ítalska skáldkonan Grazia Deledda og árið eftír franski heimspeking- urinn Henri Bergson, en síðan hefur enginn fræðimaður hlotið nóbelsverðlaunin. Stgrid Und- set hlaut svo veröiaunin 1928 og Thomas Mann 1929. Val þeirra þótti á góðum rökum reist, I. mörgum vaið það hins vegar ærið undrunareíni, þegar röðin kom að Sinclair Lewis 1930. Árið 1931 voru nóbelsverð- launin veitt Karlfeldt að hon- um láínum og 1932 brezka skáldsagnahöfundinum John Gaisworthy. Arið eftir hlaut þau rússneski flóttamaðurinn Ivan Bunin, en mörgum til mik illar gremju var gengið fram- hjá Maxim Gorki. Árið 1934 kom röðin að ítalanum Luigi Pirandello, en ário eftir var verðlaununum ekki úthlutað. Árið 1936 fékk þau ameríska leikritaskáldið O’Neill, en næst ur kom franslci skáldsagnahöf- undurinn Roger Martin du Gard. Árið 1938 hlaut þau am- eríska skáldkonan Pearl S. Buck öllum til mikillar undr- unar, enda sætti það val harðri gagnrýni. Þegar ofviðri síðari heimsstyrjaldarinnar var í þann v-eginn að skella á, hlaut Finninn F. E. Sillanpaá verð- launin, en síðan var þeim ekki úthlutað fyrr en árið 1944, og þá kom röðin að danska ljóð- skáldinu og skáldsagna-höfund- inum Johannes V. Jensen. Árið 1945 hlaut þau Gabriela Mis- tral frá Chile, 1946 jýzki útlag- ínn Hermann Iíesse, 1947 franski skáldsagnahófúndurinn André Gide og árið eftir T. S. Eliot. Árið 1949 náðist ekki Framh. á 7. síðu. PQUL REUMERT á hálfrar aldar leikafmæli á laugardag og verður þess minnzt með sex hátíðarsýningmn í konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Verður hin fyrsta þeirra á mánu dag, en hin síðasta á sjálfan af mælisdaginn. Að lokinni hátíðarsýningunni á laugardagskvöld verður Poul Reumert haldið samsæti í Krist jánsborgarhöll. M^nu sitja það danskir og erlendir leikarar og margir aðrir listamenn og list- vinir. Ákveðið hafði verið, að frú Anna Borg tæki þátt í hátiðar- sýningunum í tilefni af hálfrar aldar leikafmæli manns síns, jn því varð ekki-við Kcmið vegna lasleika frúarinnar. Nýlega er komið út í Kaup- mannahöfn veglegt rit í tilefni af hálfrar aldar leikafmæli Poul Reumerts. msð 5 sterllngs- SAMKVÆMT tilkynningu frá brezka utanríkisráðuneyt- inu er upphæð sú, sem ferða- menn mega taka með sér í seðl um út úr Bret’andi, nú færð niður í 5 sterlingspund (í stað 10 sterlingspunda, eins og áð- ur var leyft). Aftur á móti mega menn, sem til landsins koma, enn hafa með sér 10 sterlingspund í seðl um, og er það óbreytt frá því sem áður var. SamEsomulag um að SAMÞYKKT var á fundi norræna þingmannasambands- ins í Kaupmannahöf í gær að stofna norrænt ráð. Var samþykkt þessi gerð af fu’ltrúum allra hlutaðeigandi ríkja, Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og íslands; en á- kvörðun þessi verður lögð und ir úrskurð viðkomandi landa, áður en hún gengur í gildi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.