Alþýðublaðið - 19.02.1952, Page 1
úenza hefur gerf var
S 2Í
ng i
(Sjá 8. síðu). 'T?
ALÞY9UBLABI9
XXXIII. árgangur. Þriðjudagur 19. febrúar 1952.
A
40. tbl.
ra nólt, ef ekki
si samningar á
r
- Dr. Konrad Adcnauer og Anthony Eden.
Erfiðir samningar um aðiid
Frakklands og Vestur-Þýzka-
lands að Evrópuhemum
-------4--:---
í TVEIMUR HÖFUÐBORGUM, London og París, er nú
reynt að komast að samkomulagi, sem tryggt geti aðild Vest-
ur-Þýzkalands að sameiginlegum vörnum Vestur-Evrópu. Ann
ars vegar ræddu utanríkismálaráðherrar Vesturveldanna þetta
mál við Dr. Konrad Adenauer kanzlara og utanríkismálaráð-
herra Vestur-Þýzkalands í London í gær; cn hinsvegar hefur
franska stjórnin nú lagt nýja tillögu fyrir franska þingið um
aðild Frakklands að Evrópuher, sem Vcstur-Þýzkaland væii
sinnig aðili að, og fer atkvæðagreiðsla væntanlega fram um
hana í dag.
mun innan skamms ná íi
35 togara af samfals 42
TOGARAVERKFALLIÐ SKELLUR á aðra nótt á
miðnætti, hafi samningar ekki tekizt fyrir þann tíma,
og mun það þá ná til 35 tögara af 42. Ef til verkfalls
kemur, munu alþjóðasamband frjálsra verkalýðsfé-
laga ÍICFTU) og alþjciðasamband flutningaverkmanna
(ITUF) st'yðja sjómannafélögin í deilunni, sem eins
og kunnugt er, mun fyrst og frernst standa um sann-
girnis- og réttlætis kröfu togarásjóínanna um 12 stunda
hvíld á sólarhring á öllum veiðuhi.
Fyrsta brezkakjarnj
orkusprengjan i
verSur reynd í ár j
BREZKA STJÖRNIN til
kynnti á sunnudaginn, að fyrsta
brezka kjarnorkusprengjan
myndi verða reynd í Á stralíu ein
hvern tírna á þessu ári. Kvað
stjórnin tryggt, að ekkert tjón
yrði af völdum hennar á mönn
um eða málleysingjum, og ætla
menn af þeirri yfirlýsingu, að
sprengingu verði lá'.in fara fram
einhversstáðar í eyðimörkum
Ástralíu, langt frá mannabú
stöðum.
Tilkynnt var í Washington í
gær, að Bandaríkin myndu inn
an skamms reyna r.ýja kjarn
orkusprengju á Biki.iiey í Kyrra
hafi.
Njósnaði fyrir menn,
sem hann veit
ekki hvaðheita!
FREGN FRÁ S Í’OKKHÓLMI
í gær hermdi, að kommúnistinn,
sem tekinn hefur verið fastur
Framhald á 2. síðu.
Eftir að þeir Eder, Acheson
og Schuman höfðu haldið tvo
fundi með Adenauer í London
í gær, var því yfir íýst, áð nokk
uð hefði miðað áfram til sam-
komulags; en boðað var, að
haldinn yrði nýr fundur með
Adenauer, áður en utanríkis-
málaráðherrar Vesturveldanna
fljúga til Lissabon til.þess að
sitja þar fund Atlantshafsráðs-
HIN NÝJA TILLAOA FAÍJRE.
Hin nýja tillaga Faure, for-
sætisráðherra Frakka, um aðild
Frakklands að Evrópuhsr, sem
Vestur-Þýzkaland væri einnig
aðili að, var lögð fyrir franska
þingið eftir að hann hafði rætt
við jafnaðarmenn; og virðist
hún vera byggð á samkomulagi
við þá. í tillögunni eru þau skil
i yrði sett fyrir aðild Frakklands
að slíkum her, að franski her-
inn gangi ekKi upp í honum
allur í einu, heldur hægt og
hægt; og að ekkert ríki, sem
telji sig. eiga kröfur til landa í
Evrópu, fái aðild að Atlantshafs
baridalaginu, og er þar bersýni
lega átt við Vestur-Þýzkaland,
sem gerir tilkall til Austur-
Þýzkalands og þeirra héraða
þess, sem afhent háfa verið Pól
verjum, svo og til Saarhéraðs-
ins.
Franska stjórnin gerir sér
vonir um, að tillagan um aðild
Frakklands að Evfópuher með
þáttöku Vestur-Þýzkalands
verði samþykkt aí franska
þinginu í dag.
Samningaumleítanir hafa'
staðið yfir hvíldariítið undan-
farið undir forustu sáttanefnd
ar, sem skipuð er Torfa Hjart-
arsyni, sáttasemjara ríkisins,
Emil Jónssyni alþingismanni
og Gunnlaugi Briem stjórnar-
ráðsfulltrúa. Stóð síðasti samn
ingafundurinn yfir frá kl. 2 e.
h. á sunnudag til kl. 4 á mánu-
dagsmorgun, eða í 14 klukku-
stundir.
Samninganefnd sjómannafé-
laganna tnun hafa með hönd-
um yfirstjórn verkfallsins, ef
til kemur. Hefur hún ritað Fé-
lagi íslenzkra botnvörpuskipa
eigendá bréf, þar sem hún ger
ir grein fyrir þeim ráðstöfun-
um, sem hún hefur gert. og
mun gera, til þess að verk-
fallið nái tilgangi sínum.
Þeim skiþum, sem hafið
hafa veiðiför, áður en vinnu
stöðvunin hefst, verður lej-ft
áð Ijúka lienni. En á hinn
bóginn ræður samninga-
nefndin togaraeigendum ein
dregið frá, að búa skip áð
nýju til veiðiferðar, meðan
ekki hefur verfð samið, hvort
heldur er héðan að heiman
Framhald á 2. síðu.
Hjalmar Andersen,
norski skautakapinn, sem vann
^bæði 5000 og 1500 m. hlaupið.
Horskir sigrar á vefrarolymplu
leikjunum í gær og fyrradag
-------4-----
Siáttvik vann skíðastökkið og Andersen
5000 m. skautahlaupið á sunnudaginn,
en Brenden 18 km. skíðagöngu í gær.
NORDMENN voru sigursælir á vetrar olympíuleikjunum
í Oslo í gær og í fyrradag. Á sunnudaginn sigraði Norðmaður-
inn Sjmon Sláttvik í skíðastökki; en anuar og þriðji i röðinni
voru einnig Norðmenn. Sama dag sigraði Norðmaðurinn Hjalm
ar Andersen í 5000 metra skautahlaupi, og í gær sigraði Norð
maðurinn Halgeir Brenden í 18 km. skíðagöngu-
Andersen vann líka
1500 m. skaulahlaup
FREGNIR FRÁ OSLÓ seint
í gærkveldi hermdu, að Hjalm
ar Andersen hefði unnið 1500
metra skautahlaupið, sem fram
fór á vetrarólympíuleikjunum
í gærkveldi. Tími hans var
2:20,4 mín.
Bjargið línunni - Rússarnir
eru byrjaðir að skjóta!
KAUPMANNAHAFNAR-
BLAÐIÐ „Social-Demokrat-
en“ flytur þá frétt, að rúss-
nesk herskip muni hafa
tekið danska fiskiskipið
„Thetis“ í Eystrasalti um
síðustu mánaðamót; en siðan
hefur ekkert til þess spurzt.
Það síðasta, sem önnuv
dönsk fiskiskip heyrðu í tal-
stöð þess, voru þessi orð:
„Bjargið línunni — Rússarn
ir eru byrjaðir að skjóta“!
Sþipstjórinn á „Thetis“ taldi
skip sitt þá vera 20 sjómílur
úti af Libau, með öðrum
orðum 8 sjómílur utan við
12 rnílna landhelgi Rússa!
Áhöfn „Thetis“ var fjórir
menn, allir frá Kaupmanna
höfn. Frá þeim hefur ekk-
ert heyrzt síðan skipið
lvvarf. En það er venja
Rússa, að halda fiskiskipum,
sem þeir taka, vikum sam-
an í höfn án þess að leyfa
áhöfn þeirra að hafa nokk-
urt samband við heimaland
ið. Og oft er hún meira að
segja sett í fangelsi og yfir-
heyrð dag eftir dag, eins og
um glæpamenn væri að ræða
í skíðastökkinu á sunndag-
inn fengu þessir fimm hæsta
stigatölu: Simon Sláttvik (Nor
egur) 223,5, Sverre Stenersen •
(Noregur) 223, Per Gjelton
(Noregur) 213, Eder (Austur-
ríki) 209 og Heikki Hasu (Finn
lahd) 207,5 stig.
1 5000 metra skautalilaupinu
á sunnudag urðu þessir fyrstir:
Hjalmar Andersen (Noregur) á
8:10,6 min. og er það nýtt ólym
píumet; Kees Broekman (Hol-
land) á 8:21,6 mín. og Sverre
Haugli (Noregur) á 8:22,4 mín.
Fór skautahlaupið fram á Bis-
lettleikvanginum í Osló að við-
stöddum 30 000 áhorfendum.
í 18 km. skíðagöngunni í
gær, mánudag, urðu fyrstir
Halgeir Brenden (Noregur) á
1 klst. 1:34 mín. og Mekkela
(Finnland) á 1 klst. 2:9 mín.
ÍSLENDINGARNIR.
Alls tóku 81 þátt í skíðagöng
unni, þar á meðal fjórir ís-
lendingar. Röð þeirra og tími
varð þessi: Gunnar Pétursson
32. á 1 klst. 10:30 mín., Eben-
ezer Þórarinsson 40. á 1 klst.
11:10 mín., Jón Kristjánsson
45. á 1 klst. 12:5 mín. og Oddur
Pétursson 55. á 1 klst. 13:32
mín. *
Fjórir íslendingar tóku einn
Framhald á 2. síðu.