Alþýðublaðið - 19.02.1952, Page 4

Alþýðublaðið - 19.02.1952, Page 4
AB-AIþýðublaðið I9.febrúar 1952 Matseðill Morgunblaðsins Anna Borg Reumert og Poul Reumert. Myndin er tekin, er frú Anna tók á móti honum á flugvellinum hér síðastliðið vor, en hann kom til að sjá hana leika á sviði þjóðleikhússins. (Ljósm. Ól. K. Magnússon.) Fimmfíu ára leikafmæfi Poul Reumerfs ----------<.---- MORGUNBLAÐIÐ hefur gerzt svo föðuriegt í garð verkamanna að semja handa þeim matseðil. Sannarlega myndi heildsölunum, stórút- gerðarmönnunum og öðrum mektarbokkum íhaldsins finn- ast lítið til um fæðið sam- kvæmt matseðli þessum. Þeir myndu áreiðanlega gretta sig við því að snæða á fimmtu- dögum leifar af ýsu, sem keypt væri á mánudegi, svo að nefnt sé eitt lítið dæmi. En eigi að síður er það staðreynd, að þessi matseðill Morgun- blaðsins er reykvískum verka- mönnum um megn. Þeir geta ekki einu sinni veitt sér þetta. Matseðill Morgunblaðsins er miðaður við fjögurra manna fjölskyldu, og vikufæð ið samkvæmt honum kostar 400,29 krónur. En nú er viku kaup þeirra Dagsbrúnar- manna, sem ekki ganga at- vinnulausir, 638,88 krónur. Fjölskyldufaðirinn á því eftir af vikulaununum 238,59, þeg ar hanh er búinn að veita sér og sínum fæði samkvæmt matseðlinum. En hvað á hann þá eftir ógreitt? Hann á eftir að greiða húsaleigu, ljós og hita, útsvar sitt og önnur op- inber gjöld, fatnað á sig og fjölskylduna, hreinlætisvörur, viðhald á búslóðinni og stræt isvagnagjöld, svo að eitthvað sé nefnt. Þó hefur hann þá ekki eytt einum eyri í skemmt anir, ekki keypt bók eða tímarit, ekki einu sinni lagt í þann kostnað að kaupa Morgunblaðið! Öllum hugsandi mönnum hlýtur að vera ljóst, að eng- inn verkamaður, sem hefur fjögurra manna fjölskyldu á framfæri sínu, getur lifað á 238,59 krónum á viku fyrir utan fæði. Hann getur því ekki einu sinni veitt sér það fæði, sem matseðill Morgun- blaðsins gerir ráð fyrir. Þó er hann vægast sagt fátæklegur. Enginn af mektarbokkum Morgunblaðsins myndi una slíku mataræði. En málgagn Sjálfstæoisflokksins er svo seinheppið, að það heldur sig gera verkamannafjölskyldun- um í bænum greiða með því að láta þeim þessar matarupp skriftir í té. Það hvetur verka mennina til sparsemi og nýtni. Slíkt er út af fyrir sig gott og blessað. En byrjunin ætti samt að vera sú, að sjá alþýðustéttunum fyrir því kaupi, sem geri þeim auðið að veita sér fæði samkvæmt matseðli Morgunblaðsins, og láta sparsemishugvekjurnar bíða þangað til þeim áfanga er náð. Lífskjör alþýðustéttanna voru ekki upp á marga fiska á kreppuárunum fyrir síðari heimsstyrjöldina. Þó er óhætt að fullyrða, að hlutföllin milli fæðiskostnaðar og annarra óhjákvæmilegra útgjalda, voru almenningi hagkvæmari þá en nú, ef leggja á matseðil Morgunblaðsins til grundvall ar mataræðinu. Raunar er skylt að játa, að þessi lauslega athugun byggist á því, að verkamaðurinn á kreppuárun um hafi haft reglubundna vinnu. Á því var hins vegar ærinn misbrestur, og þá var skorturinn jafnan á næsta leiti. En nú er sú saga einmitt að endurtaka sig. Þúsundir verkamanna verða fyrir meiri eða minni skakkaföllum af völdum atvinnuleysis. Heldur Morgunblaðið, að atvinnu- leysingjarnir geti veitt sér og sínum það fæði, sem matseð- ill þess gerir ráð fyrir? Og vill það gefa verkamannafjöl skyldunum í Reykjavík upp- skrift, sem leiði í ljós, að þær geti komizt af með 238,59 krónur á viku til allra ann- arra útgjalda en fæðiskostn- aðar? Hefur það enn fremur íhugað, hver sé hlutur þeirra fjölskyldna, þar sem börnin eru fleiri en tvö, en þær eru sennilega nokkuð margar? Og hvaða rág vill það gefa atvinnulausum heimilisfeðr- um, sem ekki eiga neiima kosta völ, þegar vinnan bregzt? Allt eru þetta tíma- bærar og sjálfsagðar spurn- ingar. AB skorar á matseðils höfund Morgunblaðsins að svara þeim á viðunandi hátt. Til samanburðar væri svo fróðlegt fyrir verkamanna- fjölskyldurnar að sjá mat- seðlana á borðum Morgun- blaðsritstjóranna og bakhjarla þeirra í íhaldsflokknum. Morgunblaðið ætti að geta orðið sér úti um sýnishom þeirra til birtingar. En senni lega verður drýgri bið á að það birti þá en matseðilinn, sem það ætlar verkamönnun- um og fjölskyldum þeirra. Vegna mjög leiðinlegra mistaJka við prentun þessarar greinar í AB síðastliðinn sunnudag, þykir blaðinu rétt, að hún birtist hér aftur eins og hún va/ frá böfundarins hendi. TIL ERU MENN >. annig gerð ir að svip og framkomu, að örð ugt er að festa myni þeirra svo greinilega í huga sér, að maður treysti sér til að þe-kkja þá aft- ur, jafnvel þótt maöur hafi átt þess kost, að virða pá fyrir sér góða stund. Hið fyrsta, sem mér datt í hug, þegar íundum okk ar Poul Reumerts bar saman fyrir nokkrum árum síðan var það, að þann mann myndi ég þekkja aftur, hvar og hvenær, sem ég sæi hann. Áhrifasterkari persónu hef ég ennekki kynnzt. Það er eins og Iiann se skapað ur úr blikandi, sikrikum elds- logum. Með allri virðingu fyrir hinum göfuga, norræna kyn stofni, fær engum dulizt, að sá funi, er brennur í i ugum og æð um þessa glæsilega, svipmikla manns; sé af suðrænu báli kveikt ur, enda á Poul Reumert til spænskra og franskra ætta að rekja. Þessa dagana hylla Danir Poul Reumert á fimmtíu ára leikaf- mæli hans; hylla hann sem sinn mesta og frægasta núlifandi leik ara. Það er mikið tm dýrðir í Konunglega leikhúsiru í tilefni þessa merkisafmæ’is, og ekki að ófyrirsynju. Fregnir herma, að Kaupmannahafnarbúar hafi stað ið tuttugu klukkustundir sam fleytt í biðröð, til þess að ná í aðgöngumiða að aimælisleiksýn ingunum. Meðal þeirra, sem lögðu á sig slíkt erfiði, vai' kona ein, komin fast að ottræðu. ,,Ég ætla að ekki að láta mér það tækifæri úr greipum ganga, að vera viöstödd, þegar Poul Reum ert verður hj’lltur af leikhúsgest um á þessum sínum merkisdegi!“ sagði gamla konan. Og það er sízt að undra, þótt •Danir séu stoltir af Poul Reumert. Hann er ekki aðeins fjölhæfasti og m ;sti leikari þeirra; heldur le'kur ekki á tveim tungum, að enginn sé sá leikari nú uppi á Norðurlöndum sem jafnist á við hann, og að hann sé tvímælala .st í fremstu röð núlifandi evr jpískra leik- ara. Honum Iætur jafnvel að túlka stórbrotnustu hlutverk dramatískra leikbókmennta sem gáskafyllstu náunga sígildra skopleikja. Honum veitist jafn auðvelt að hrífa áhorfendur til tára með tignarlegri, fágaðri tjáningu dýpsta harms, láta þá gleyma stund og stað í mikilúð- leik örlagaþrungirma átaka — og veltast um af hlá'ri yfir taum lausum ærslagangi og trúðs látum. List hans og s/álfur hann eru óaðskiljanleg hugtök; þar brenna sömu blikandi, síkviku eldslogarnir. Hálfrar aldar örð ug fórnarþjónusta í musteri Thaliú hefur ekki megnað að slá fölskva á þann eld. Reykvíkingar hafa átt því láni að fagna, að sjá Poul Reu- mert á leiksviði oítar en einu sinni og heyra hann auk þess og sjá lesa upp heil 1: 'krit; þein . mun því mörgum list hans ó- gleymanleg. Orsök þess að hann hefur, flestum miklum, erlend um listamönnum oítar lagt leið sína til íslands viia allir. Hann er tengdur íslandi, eins og hann sjálfur kemst að orði. Kona hans, frú Anna Borg leikkona, er öllum Reykvíkingum kimn, bæði fyrir ætt sína og list. Það verður þeim hjónum búðum dimmur skuggi á allri hátíðar gleðinni þessa dag m.a, að heilsa hennar leyfir ekki, að hún taki þátt í henni nema að litlu leyti, þar eð hún hefur ekki enn náð sér til f.ulls eftir hættulega sgurðaðgerð. Hafði verið svoráð fyrir gert, að hún léki í „Galge- manden“ og „Döddansen“ úsamt manni sínum í tilefni afmælis- ins, en sjúkleiki hennar haml- ar því, og verður hún aðeins sem gestur í leikhúsinu. Bæði njóta þau hjón mikilla vin- sælda hér á landi, ekki aðeins vegna listar sinnar, heldur og sem hinar ástúðlegustu mann- eskjur og einlægir Íslandsvinír. Hafa margir notið gestrisni og góðrar fyrirgreiðsi.i á heimili þeirra í Höfn, og nargar hlýj- ar kveðjur munu þcim berast Framhald á 7. síðu. Amerískur flota- foringi í heimsókn fil íslands í marz YFIRFLOTAFOB.INGI Norð ur Atlantshafsbandalagsins, Lynde D. McCormick. aðmírall, mun- á næstunni heimsækja þau lönd bandalagsins, seg liggja að Atlantshafi. Er yfirflotaforing inn væntanlegur til íslands um miðjan marzmánuð og mun eiga hér viðræður við ríkisstjórninaó Reumerf var hyllfur í Khöfn á fimmfíu ára leikafmælinu Lék með Önnu Borg í danska útvarp- inu á afmælisdag- inn. t Frá fréttaritara AB KHÖPN í gær. Á LAUGARDAGINN, þegar Poul Reumert átti fimmtíu ára leikafmæli, var hann hylltur af öllum dönskum blöffum, sem einnig birtu afmæJiskveðjur til hans hvaðanæva af Norffurlönd um og frá þekktustu listamönn um Frakklands. Reumert er í greinum blaðanna og í afmæl- iskveðjunum lýst sem eiimm af mestu leikurum Danmerkur bæði fyrr og síðar. Á leikafmælisdaginn lék Reu- mert ásamt konu sinn>, ÖnnU Borg, í danska útvarpinu, og um kvöldið var hann hylltur í konunglega leikhúsinu, þar sem sérstakar leiksýningar verða alla þessa viku í tiiefni af af- mælinu. IíJULER. Norskír námssiyrkir SAMKVffiMT tilkynningu frá norska sendiráðinu í Reykja vík, hafa Norðmen.i ákveðið að veita íslenzkum stúdent styrk, að fjárhæð 3200 norskar krónur, til háskólanáms í Noregi næsta vetur. Kom einkum til greina stúdentar, er nema vilja norska tungu, sögu Noregs, norska þjóð menningar og þjóöminjafræði, dýra-, grasa og jarðfræði Nor- egs, kynna sér norskt réttarfar og bókmenntir. Styrkþegi skal dvclja við nám í Noregi a. m. k. 8 mánuði á tíma bilinu frá 1. september til maí loka. Þeir, sem kynnu að hafa hug á að hljóta þennan styrk, eiga að senda urnsóknir til mennta málaráðuneytisins fyrir 1 apríl n. k., ásamt afriti af prófstkir teini og meðmælum, ef til eru. Henafaskólaleik- urinn „Æskan víð sfýrlð" frumsýnd- ur í gær_________ MENNTASKÓL ALEIKUR sem að þessu sinni nefnist „Æsk an við stýrið, var frumsýndur í gærkvöldi við húsfyllir og ágæt ar undirtektir áhorfenda. Verður leikurinn nú fj’rst sýndur nolckrum únnum hér í bænum, en að því búnu mun ætl unin að sýna hann einnig í Hafn arfirði, Keflavík, Akranesi og ef til vill fleiri stöðum hér í ná grenninu. HAFNARFJÖRÐUR. Kvenfélag Álþýðuflokksins í Hafnarfirði heldur aðalfund sinn í dag, þriðju- daginn 13. febr. kl. 8,30 s. d. í Alþýðuhúsinu. Fundarefni: Venjuleg affalfundarstörf. Uppíestur — Félagsvist. Stjórnin. Dugleg skrifstofustúlka getur fengið atvinnu í bæn um. Vélritunarkunnátta nauðsynleg, ennfremur kunnátta í tungumálum, sérstaklega ensku. Hrað ritunarkunnátta æskileg. Umsóknir, er greini menntun og fyrri störf, ásamt meðmælum, send- ist afgreiðslu blaðsins merktar: „Skrifstofustúlka". AB— AlþýtSublaðið. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. — Augiýstnga- sími: 4906. — Afgreiðslusími: 4900. — Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. AB 4

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.