Alþýðublaðið - 19.02.1952, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 19.02.1952, Qupperneq 6
'Framhaldssagan 24—— - Agatha Christie: Morðgátan á Höfða Frú Dáríthu Dulheims: Á ANDLEGDB VETTVANGI. Þá er ég búin að sjá með eig in augum skógræktina þeirra í í>jóðleikhúsinu, og mikið varð ég hrifin. Þetta er stórfallegur skógur, og á auk þess sennilega eftir að vaxa og bera ávöxt. Að minnsta kösti finnst mér, að hann mætti hækka dálítið; það var einhvernvegin eins og stýft hefði verið ofan af ö.Uum grein unum, og laufið hefði iika gjarna mátt vera meira; en þetta lag ast allt með vorinu; mesta furðu hvað trén voru blómleg á þess um tíma árs, eins og veðráttan hefur nú líka verið að unöan förnu. Nú, — og leikritið var al vel dásamlegt; sjeikspír, er al deilis stórmerkilegur höfundur, það verð ég að segja. Ég er viss um, að þessi leikur hans á eftir að gera stórkostlega hikku, hvar sem hann verður sýndur. En eitt þótti mér samt afleitur galli hjá honum; það var eins og hann gerði ráð fyrir, að karlmenn þekktu ekki stúlku frá karl manni, ef stúlkan væri komin í gallabuxur. Ojú, þeir eru nú naskari á svoleiðis en það, bless aðir, að þeir láti slíkt plata sig, enda væri annað dáJítið önugt nú, þegar stúlkur. ganga í slík um klæðum svo að segja jöfn um höndum. Það eru einmitt oft svona hugsanavill ., sem geta stórskemmt ágætar skáldsögur og leikrit, og annað eins og þetta finnst mér satt að segja, að Sjeikspire hefði átt að athuga; þeir í Þjóðleikhúsinu hefðu að minnsta kosti átt po benda hon um á þetta, því að satt bezt að segja, virkar þetta hálfkjána lega. Og svo er það hjörturinn. sem iþeir koma með. Ég lh/:|f séð márga skógarhirti á myndum; sjálf hef ég meira nð segja kúnst broderað hjört í skégi, og sú mynd hangir í rammi yfir dívan inúm í stássstofunni. X>ess vegna veit ég að þetta eru stór og fög ur og ákaflega tíguleg dýr með miklum ,greinóttum og fögrum hornum. En þessi, sem þeir komu með þarna, var laus við allan tíguleik og hox n. Hann var einna líkastur illa gc-rðum kálfi, þótt skömm sé fi'á að segja. En hvað um það, — hjörtur- inn leikur nú ekki svo áberandi hlutverk þarna, að það tekur ekki að vera að slc xmmast út af því. Seinna skrifa ég kannski um leikinn. En meoal annarra orða, — hvernig væri að efna til verðlaunasamkeppni um heiti á skóginum, — svona eins og þessa huldubjörk í Tíman- um? í andlegum friði. Dáríður Dulheims. og þar geta þeir svo sagt þér upp alla söguna um það.“ Við heilsuðum Maggie með J handabandi, og hún vísaði okk- ur síðan inn í setustofuna. Mér leizt þegar mjög vel á stúlkuna. Framkoma hennar bar vitni rólegri athygli og góðri greind. Hlédræg stúlka, er bauð af sér mjög góðan þokka, en ekki sérlega glæsileg. Hún notaði engin fegurðarlyfL og bar mjög einfaldan og ekki beinlínis smekklegan, svartan kvöld- kjól. Hún var biáeyg, augnatil- j litið hreinskilnislegt og röddin lág, en hreimþýð. „Nick hefur verið að segja mér ákaflega ótrúlega sögu. , Ég trúi ekki öðru, en að hún ýki hana,“ mælti hún. „Hverj- um gæti til hugar komið að vinna Nick mein? Ég er þess fullviss, að hún á sér engan óvin.“ Það var auðheyrt á röddinni, að hún lagði engan trúnað á málið, og það var ekki laust við, að andúðar gætti í svip hennar, þegar hún virti Poirot fyrir sér. Ég hugsað sem svo, að hjá stúlkum eins og Maggie vektu útlendingar jafnan nokkra tor- tryggni. „Ég get fullvissað yður um það, ungfrú Buckley, að þetta er hverju orði sannara,“ mælti Poirot. Hún svaraði engu; en auðséð var á svip hennar, að hún trúði ekki nema í meðallagi fullyrð- ingu hans. „Nick vii'ðist ekki með sjálfri sér í kvöld,“ varð henni að orði. „Ég veit ekki hvað að henni gengur. Hún virðist vera í ó- venju trylltu skapi í kvöld.“ í trylltu skapi .... Orðin vöktu með mér hroll. Og það var eitthvað í rödd hennar eða áherzlum, þegar hún sagði þau, sem vakti athygli mína. „Eruð þér skozkrar ættar, ungfrú Buckley?“ spurði ég formálalaust. „Móðir mín er skozk,“ svar- aði hún. Ég sá, að hún var vingjarn- legri á svipinn, þegar hún leit til mín, heldur en þegar hún ræddi við vin minn, Poirot. Og ég þóttst þess þegar fullviss, að álit mitt myndi hafa meiri áhrif á hana, heldur en orð hans. „Frænka yðar sýnir lofsvert hugrekki,“ sagði ég. „Hún virð- Notið ávallt J X SERVUS GOLD X" /XjI— jiy\_n i 0.10 HOLLOW GROUHD 0.10 mm VEILOW BLADE m m r s Kostar aðeins 45 aura.s AB6 ist staðráðin í að láta eins Og ekkert sé.“ „Er það ekki líka eina ráðið?“ spurði Maggie. „Ég á við, að bezt sé að láta ekki á neinu bera, hverjar svo sem tilfinn- ingar manns eru þá og þá stundina. Annað veldur öðrum aðeins óþægindum.“ Hún þagði við nokkra hríð, en mælti síð- an, hlýrri röddu: „Mér þvkir ákaflega vænt um Nick. Hún hefur alltaf verið mér mjög góð.“ Okkur gafst ekki tími til frekari samræðna, þar eð Fre- dericia Rice bar að í þessu. Hún var klædd ljósbláum kjól, svipur hennar var fjarrænn og framkoman vakti þá hugsun með manni, að þar færi vera af öðrum heimi. Skömmu síðar bættist Lazarus í hópnin, og á næstu andrá kom Nick dans- andi inn, klædd svörtum kjól og um herðar sér hafði hún sveipað dásamlega fallegu, gömlu, kínversku sjali, eld- rauðu að lit. „Gott kvöld, gott fólk!“ hrópaði hún. „Má bjóða ýkkur hressingu?“ Við þáðum öll drykkinn með þökkum, og Lazarus klingdi glösum við Nick. „Þetta er dásamlega fallegt sjal, Nick,“ sagði hann. „Það hlýtur að vera æfagamalt.11 „Já. Langafi af míns kom með það úr einni af sínum mörgu langferðum.“ „Það er fagur gripur. Með af- brigðum fagur. Slíkt sjal myndir þú ekki finna, hvar sem þú leitaðir.11 „Og ákaflega hlýtt,“ Mælti Nick. „Það kemur sér vel, þeg- ar að því kemur, að við förum út til að horfa á flugeldasýn- inguna. Og litur þess er hress- andi. Mér fellur svartur litur með afbrigðum illa.“ „Já; ég minnist þess ekki, að hafa séð þig fyrr í svörtum kjó!,“ mælti Frederica. „Hvern- ig stendur á, að þú berð svartan kjól i kvöld, Nick?“ „O; ég veit það satt að segja ekki.“ Hún sagði þetta kæru- leysislega, eins og þegar manni finnst eitthvert mál ekki þess virði, að það sé rætt; en í svip þóttist ég sjá sársaukadrætti á andliti hennar. „Hvers vegna gerir maður þetta eða hitt?“ Við settumst að kvöldverði. Náungi, sem enginn virtist vita nein deili á, gekk um beina, Myndasaga barnanna: og ég gerði ráð fyrir, að um þjón væri að ræða, sem feng- inn hefði verið til þess að gegna því starfi kvöldlangt. Maturinn var í meðallagi, en kampavínið var hins vegar mjög gott. „Georg er enn ókominn," sagði Nick. „Það var leitt, að hann skyldi endilega þurfa að fara aftur til Plymouth í gær- kvöldi. Hann hlýtur nú samt að hafa einhver ráð með að kom- ast hingað í tæka tíð, vona ég. Að minnsta kosti áður en dans- inn hefst.“ Hún brosti. „Og svo hef ég orðið mér úti um dans- herra handa Maggie. Fullboð- legan, ætla ég að vona, þótt hann geti ef til vill ekki kallazt beinlínis töfrandi.“ Niður af vélarhljóði barst inn um gluggann. „Æ; þessir bölvaðir ekki sen hraðbátar!“ varð Lazarusi að orði. „Ég er orðinn sárleiður á 'hávaðanum í þeim.“ „Þetta er ekki hraðbátur," j andmælti Nick. „Þetta er sjó- flugvél.“ „Ég geri ráð fyrir, að þú hafir á réttu að standa.“ „Vitanlega. Vélarhljóðið er allt annað.“ „Hvenær kaupir þú þér flug- vél, Nick?“ „Þegar ég kemst yfir það fé, sem með þarf,“ svaraði hún og | hló við. | „Og þá, geri ég ráð fyrir, j leggur þú óðara af stað til | Ástraliu, eins og þessi flug- kona; — æ; hvað heitir hún nú?“ „Það vildi ég gjarna.“ „Ég dáist takmarkalaust að þeirri stúlku,“ sagði frú Rice með sinni þreytulegu rödd. * „Það hlýtur að þurfa ósegjan- légt hugrekki til þess að fljúga ! svona ein síns liðs, eins og hún.“ j „Ég dáist sannarlega líka að þessum flugkonum og flug- mönnum,“ mælti Lazarus. „Ef Michael Seaton hefði heppnazt þessi hnattflugtilraun sín, þá væri hann nú hetja dagsins, og það að verðleikum. Það er hörmulegt, að hann skuli hafa orðið fyrir slysi. Það eru ein- mitt slíkir menn, sem enska þjóðin má ekki við að missa!“ „Hver veit, nema að hann sé enn á lífi,“ mælti Nick. „Varla. Það eru að minnsta kosti ákalfega litlar líkur til þess. Vesalings angurgapinn, Michael Seaton!“ Tuskuasninn rrr Skátadrengurinn fór nú með Bangsa um marga stiga og ganga og síðan yfir mjóa brú, sem lá milli tveggja turna. Bangsi hélt fast utan um asn- ann. „Það væri hræðilegt, ef hann stykki hér, sagði Bangsi. „Hér er ekkert nema skýin fyr ir neðan.“ Svo komu þeir til bii’gða- varðarins. Hann gat ef til vill sagt þeim, hvers í'egna asninn stykki. Birgðavörðurinn horfði spekingslegur á asnann. „Ja, stekkur,11 sagði háhn. „Það er ósköp eðlilegt að hann stökkvi. Verið ekkí hissa á því.“ „Hann er óþelíkur,“ sagði Bangsi, „stekkur þegar hann má ekki stökkva“. Og um leið og hann sleppti orðinu, stökk asninn hátt í loft, en birgða- stjórinn gamli varð sjálfur svo hissa, að hann datt á rassinn og skátadrengurinn líka. FRAMTÐAR. heimurinn. Það var í árslok árið 1991 að dbttir mín sem er blaðamaður heini sótti mig. — Ég er að skrifa mjög merki lega bláðagrein. Hún heitir „Cherchez l,homme" og fjallar um áhrif karlanna á líf kvenúá. Ég er búin að hafa viðtai við mann utanríkisráoherrans og mann hæstaréttardómarans og mann biskupsins. Mér finnst það mjög merkilegt hvaö konur geta látið stjórnarst af oinum máríni. — Það er ekki svo mjög ein- kennilegt, sagði c.£, Hún leit hvasst á mig. — Stundum held ég að þú sert reiður við mig af því að ég skildi við mannmn minn, sagði hún. — Mér finnst þú hefðir átt að gefa honum eitt tækifæri í við bót og vita hvort þetta hefði ekki jafnað sig, jafnvel þótt þið ættuð ekki vel saman. Mér fannst þetta mjög leiðinlegt hans vegna. — Nú, ég held óg hafi séð bærilega fyrir honum. — Ég á ekki við það. Þú veizt vel að fráskiluu maður er í siæmri aðstöðu. Fiestar konur halda að ekki sé alit i lagi með hann. Þær bjóða hooum út og skemmta sér með 1 onum en þær vilja ekki giftast honum. — Margar af vinkonum mín um hafa ekki viljað skilja við menn sína af þessari ástæðu, þeim farínst ábyrg;'iin of mikil. — Þetta kemur axlt af því að menn eru svo jarðbundnir, sagði dóttir mín. Það er ekki hægt að vera.án manns, og svo verðum við skotnar þegar við erum ung ar og óreyndar og giftum okkur bara af því að karlmennirnir eru svo ólmir að kóomast í hjónabandið. En flestir karl- menn halda að þet'a sé allt gott og blessað þegar peir eiga með okkur börn, eru góðir mat- reiðslumenn og góðú' bílstjórar. Þeir hugsa ekki um annað én bíla, flúgvélar, íþróttir og mat. Þeir taka engum þroska eða framförum, það eru mjög fáar konur, sem fá nokkra hjálp hjá manni sínum viðvíkjandi starfi sínu. . — Mér finnst konurnar nú ekki gera mikið að því að þroska menn sína, sagði ég. — Það getur vel verið, svar aði hún, en það er nú talsvert mikið að krefjast þess af kon unum að þær eyði tima sínum líka til þess, þegar þær þurfa að sjá fyrir fjölskyldunni. Ég álít að aðeins enn karlmaður af þúsund verði góður eiginmað- ur. En þá er hrein hending að maður ná í slíkan mann. — Þrátt fyrr allt hef ég trú á hjónabandinu, sagði ég., /g held að .konan verði raunverulega mjög hamingjusöm ef hún firín ur mann, sem hún getur deilt með erfiðleikum og hamingju,- — Þú ert nú svo yndislegur, pabbi, sagði dóttir mín, en þeg- ar þú heldur svona nokkru fram tek ég fyrst eftir því að þú ert að verða gamall. BÓNDI nokkur í Suður-Sví- þjóð þrammaði á eitir plógin- um og hvatti tarfinn, sem hann hafði beitt fyrir plóginn, með blótsyrðum. Nágranni hans kom til bóndans og spurði hann hvers vegna hann notaði ekki nýju dráttai’vélina til þess að plægja með. „Ég vil bara láta tarfslcrattann finna það, að líí- ið e rekki eintómt at og ásta- líf,“ svaraði bóndinn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.