Alþýðublaðið - 02.03.1952, Blaðsíða 6
Framhaidssagan 35
Agatha Christie:
Morðgátan á Höfða
HLAUPÁRSÐAGUK.
29. febrúar er liðirm að þessu
sinni. Stórslysalaust, að því er
maður bszt veit. Ekki er enn
vitað hverju Þórbergur hefur
svarað Rannveigu, eða hvort
hún hefur á annað borð gert
alvöru úr þeirri hótun að biðja
hans. Mun almennt álit stjórn
málamanna, að það hafi aldrei
verið aetlun hennar, heldur sé
þarna aðeins um tilraun flokks
stjórnar framsóknar að ræða,
til þess að neyða kommúnista til
fylgis við eitthvert þjóðþrifa
mál þeirra í S.Í.S. Mun þetta
allt koma á daginn, áðu.r en
langt um líður.
Þá er og tilkynnt í Tímanum,
að ungfrú nokkur hafi vakið
bónorðs í síma við einn starfs
mann blaðsins, og hafi þau mælt
sér mót á tilsettum stað og
stundu með hvítt blóm á barmi.
sjálfsögðu verða nánari fregnir
algerrar uppgjafar og virðist út
litið því glæsilegt báðum. Að
sjálfsögðu verða nánar fregnr
af þessu stefnumóti í Tímanum
næstu daga, eflaust mynd-
skreyttar.
Það er annars einkennilegt
hversu framsóknannenn hafa
mikinn áhuga fyrir því, að kon
ur notfæri sér þau sérréttindi,
sem bundin erú við lilaupársdag
inn. Framlfeiðir Gefjun kven-
hanzka, eða hvað?
ÍSLENZKU
S KÍÐAMENNIRNIR
þeir sem þátt tóku í vetrar-
ólympíuleikjunum, munu í þann
veginn að koma heim. Sjálfir
munu þeir koma flugleiðis, en
þins vegar hefur heyrzt, að -in
„dýrmæta reynsla" ssm þeir
öðluðust í keppuinni, sé svo
jþung og fyrirferðamikil, að hún
verði að bíða skipsferðar og
flytjast í lest. Nú ei eftir að
vita hvort verður þyngra á met
unum, hún, eða sú dýrkeypta
reynsla, sem gjaldeyrisyfirvöld
in hafa öðlast í þessu sambandL
Og enda þótt vér séum ekki
skráðir, sem meðlimur í MÍP,, þá
viljum vér hér með leyfa oss
að benda öllum aðilum, er að
þessari dýrmætu og dýrkeyptu
reynsluför standa, á hina einkar
hentugu aðferð, sem Rússar hafa
fundið upp í sambandi við slíka
keppni, — sem sé, að tapa eða
sigra heima hjá sér, en lát'i
hvorki keppni eða óheppni ráða
árangri sínum í keppni á er-
lendum vettvangi . . .
ANDLÁT HÆRINGS
hefur veriff boffaff í cinu
stjórnarblaðinu. Mun von merki
iegra minningagreina í blöðum,
þegar þar að kemur, og verður
nú fróðlegt að vitað hvort þar
sannast, að enginn sé slíicur í
lifandá lífi, að ekki megi finna
einhverja kosti á honum dauð
um . . .
Alllaf eitthvað
nýtl
Nýjar gerðir af sófa-
settum í smíðum, sér
staklega fallegar. —
Komið og sjáið sýn-
ishornin. Hagkvæmir
greiðsluskilmálar. —
Nýkomið húsgagna-
damask í vínrauðum
og gylltum lit.
BÓLSTURGERÐIN
Brautarholti 22. Sími 80388
nokkurn mun deyja. Um lífs-
leiða var þar ekki að tala.
Hann var jafnvel ekki kominn
til sögunnar, þegar við settumst
að kvöldverðarborðinu. Þarna
hefur því óvefengjanlega gerzt
skyndileg hugarfarsbreyting,
Hastings, og með svo skjótum
hætti, að téljast verður mjög
athyglisvert. Hvað getur það
hafa verið, sem þeirri hugar-
farsbreytingu olli?“
„Skelfingin vegna hins svip-
lega fráfalls frændkonunnar.“
„Það leyfi ég mér að efast
um; enda þótt skelfingin yrði
til þess að auka á hreinskilni
hennar. Er þá nokkuð annað,
sem hugsanlegt er að kynni að
hafa valdið slíkri hugarfars-
breytingu?“
„Ekki get ég komið auga á
neitt.“
„Hugsaðu, vinur kær; hugs-
aðu! Notaðu heilafrumur þínar
til hins ýtrasta!“
„Ég hygg, að .... “
„Hvenær kvöldsins var það,
sem okkur gafst síðast tækifæri
til að veita henni nána at-
hygli?“
„Ætli það hafi ekki verið við
kvöldverðarbor ðið? ‘ ‘
„Alveg rétt. Eftir það sáum
við hana aðeins rétt í svip, þeg-
ar hún var að heilsa gestunum
og bjóða þá vélkömná, sem vit-
anlega var ekki annað en sjálf-
sagt formsatriði. Og hvað gerð-
ist, þegar leið á kvöldverðinn,
Hastings? Manstu það?“
„Já; hún skrapp í símann,“
svaraði ég seinlega.
„Sjáum tiL Þarna hefurðu
að síðustu dottið ofan á lausn-
ina! Hún gerði meira en að
skreppa í símann. Hún var að
minnsta kosti fjarverandi all-
langa hríð. Tuttugu mínútur
minnst. Það er dugunarlangt
símtal það! Við hvern var hún
að tala í símann? Og um hvað
var rætt? Eða var hún að tala
í símann? Við verðum, Hast-
ings minn góður, að komast að
raun um, hvað gerðist á þess-
um tuttugu mínútum. Þar hygg
ég að muni vera að fínna lykil-
inn að lausn gátunnar!“
„Þú hyggur það .. ..“
„Það kemur á daginn, Hast-
ings,. — það kemur á daginn!
Ég hef alltaf haldið því fram,
að ungfrúin segði okkur ekki
allan sannleikann í þessu máli.
Hún hyggur sennilega, að það,
sem hún leynir, standi í engu
sambandi við morðtilraunimar;
en ég, Hercule Poirot, ég veit
betur! Leyndarmálið hlýtur
einmitt að standa í mjög nánu
sambandi við þá atburði. Frá
upphafi hef ég nefnilega þótzt
jverða þess var. að mikilsverð-
an hlekk vantaði í atburða-
| keðjuna; hefði þann hlekk ekki
-|vantað, myndi ég heldur ekki
hafa verið lengi að ráða gátuna.
I En þar sem mér er um megn að
ráða gátuna, á meðan ég ekki
veit umrætt leyndarmál, leiðir
af sjálfu sér að álykta, að
leyndarmálið sé lykillinn að
lausn gátunnar! Ég er þess
fullviss, að mér skjátlast ekki,
hvað þetta snertir, Hastings!“
„Ég verð að fá að vita hin
réttu svör við þessum spurn-
ingum, öllum þremur!" bætti
hann við. „Og þégar ég veit
þau, þá skulum við sjá, hvort
ekki fer að komast skriður á
málið!“
„Jæja þá,“ sagði ég og teygði
úr mér. „Ég hef fyllstu þörf
fyrir bað og rakstur eftir nótt-
ina.“
Mér leið mun betur eftir
baðið. Þreytan og óþægindatil-
finningin eftir nóttina hvarf
mér með öllu. Og þegar ég sett-
ist að morgunverði, var ég þess
fullviss, að ég myndi verða
öldungis eins og ég átti að mér,
þegar ég væri búinn að hressa
mig á sjóðheitu kaffinu.
Ég leit lauslega yfir morgun-
blöðin, en sá þar engar mark-
verðar fregnir, nema hvað
Michael Seaton var talinn af.
Staðfesting var fengin á þeirri
frétt, að hann hefði farizt. Og
mér datt í hug, að næsta morg-
un myndi mega líta stóra fyr-
irsögn á forsíðu dagblaðanna:
„Stúlka myrt á meðan flugelda
sýning stóð yfir. Dularfullur
harmleikur!“ eða eitthvað
þessu líkt.
Ég var að ljúka morgunverði,
þegar Frederica Rice kom að
borðinu til mín. Hún var klædd
látlausum kjól úr svörtu ma-
rokkósilki með hvítum kraga.
Og hún virtist fölari í andliti
en nokkru sinni fyrr.
I „Ég þarf nauðsynlega að
hitta herra Poirot að máli!“
sagði hún. „Vitið þér, hvort
hann er kominn á fætur?“
,,Ég skal fylgja yður til hans.
Hann mun vera að finna inni í
setustofunni,“ svaraði ég.
„Þakka yður fyrir.“
,,Ég vona“, sagði ég, þegar
við gengum út úr borðstofunni,
,,að þér hafið ekki sofið mjög
illa í nótt?“
,.Ég varð að vísu óumræði-
lega skelkuð,“ svaraði hún lágri
röddu, „en vit-anlega hefði mér
orðið enn meira um atburðina,
ef Nich hefði verið myrt. Ég
• þekkti þessa stúlku ekki neitt,
eða ekki svo heitið gæti."
„Var þetta ef til vill í fyrsta
skiþtið, sem fundum ykkar bar
saman?“
„Nei, við höfum hitzt einu
sinni áður. í Scarborough. Hún
kom þangað snöggvast til þess
að finna Nick.“
„Þetta verður foreldrum
hennar þungbær sorg!“ mælti
ég. ^
„Óumræðilega þungbær.“
En rödd hennar var hlutlaus
og gersneydd allri tilfínningu.
j Það er sjálfselskan, sem öllu
i ræður í fari hennar, hugsaði ég
með mér. Ekkert snart hana
sem raunveruleiki, nema því að
. eins, að það kæmi henni per-
i sónulega við.
Poirot hafði lokið við að
snæða morgunverð sihn og sat
með morgunblöðin í höndum
þegar við komum inn. Hann
spratt þegar á fætur og fagnaði
Fredericu Rice með allri þeirri
einlægni og kurteisi, sem Frökk
um er í blóð borin.
„Frú,“ svaraði hann. „Þér er-
uð töfrandi!“
Hann bauð henni að setjast.
Hún þáðí sætið og þakkaði
honum fyrir með daufu brcsi.
• Síðan lét hún handleggina hvíla
á stólörmunum, sat bein í baki-
og starði fram undan sér. Þagði.
Það var eins og hún óttaðist
eitthvað.
„Herra Poirot!“ mælti hún
að síðustu. „Ég geri ráð fyrir,
að engínn vafi geti leikið á
þvþ að þessi hörmulegi atburð
ur síðastliðna nótt sé aðeins
einn hlekkur í keðjunni . . . ég
á við, að það hafi verið Nick,
ALVARA
J
Myndasaga barnanna:
Bangsi hjálpar Ljóni lœknh
Prófessorinn og dvergurinn
hans voru svo veikir, að Bangsa
fannst réttast, að hann færi
strax. Um leið og hann kvaddi
og fór, sagði prófessorinn vin-
gjarnlega: „Það hafa ýmsir
komið og spurt mig erfiðra
spurninga; en ég held, að engin
hafi verið jafn þung og þessi.
Það er djarft hugsað, góði
minn, að ætla að sækja sólskin-
ið.“ Og Bangsi fór aftur út í
skógarþykknið.
Bangsi hugsaði málið, meðan
hann þræddi skógarstíginn frá
húsi prófessorsins. Ljón læknir
hlaut að vinna baki brotnu
meðan sólin ekki skini, og gæti
þó lítið hjálpað fólkinu. Hvern
átti hann að finna næst til þess
að fá leyst úr spurningunni?
Ef tií vill gæti kínverski töfra-
maðurinn það? Hann kunni
marga töfra og vissi víst mikið.
Hann sveigði því heim að húsi
töframannsins.
Lilla stóð á tröppunum, þeg-
ar Bangsi kom að húsinu.
„Ljón læknir segir, að hann
þurfi sólskin til þess að geta
læknað veika fólkiö í Hnetu-
skógi,“ sagði Bangsi strax, er
hann var búinn að heilsa Lillu.
„Heldurðu, að hann pabbi þinn
geti ekki sagt mér, hvert á að
sækja það? Það verður einhver
að sækja það, úr því að sólin
skín ekki sjálf.“ „Komdu inn;
í.pabbi veit margt,“ sagði Lilia.
Bak við járntjaldið.
Tékki nokkur kom inn í vsít-
ingahús til þess að borða mið-
degisverð. Þegar þjónninn. hafði
fært honum matinn, borðaði
hann aðeins eina brauðsneið, en
snerti ekki matinn og öðru
leyti. Þá kom þjónninn til hans
og sagði:
„Skammast þú þín, félagi! Þú
átt ekki að forsmá matinn.
Veizt þú ekki að matvælafrar.i
Ieiðsla vor, er einn þátturinn í
baráttunni móti auðvaldinu?
Veizt þú ekki, að það eru ein-
mitt matvæli vor sem geta orð
ið að liði til þess að eyðileggja
kapitalismann?“
„Það get ég ímyndað mér“,
sagði Tékkinn, „en segðu mér,
hvernig ætlið þið að fá kapital
istana híngað til þess að borða
þennan mat?“
!jS JS
Skotasaga.
Ungur Skoti, MacAlbert að
nafni var úti með unnustu sinní.
Þegar hann kom heim til sin,
var pabbi hans enn vakandi og
sagði:
„Varstu nú úti með unnust-
unni?“
„Já,“ sagði Skotapilturinn.
„Ég get hugsað, að þetta taki
á pyngjuna, piltur minn“,
sagði faðirinn.
„Ekki nema tvo shillinga í
kvöld“.
,,Nú, það er nú raunar ekkí
orð á því gerandi“.
„Nei. en það var líka allt',
isem hún átti,“ svaraði sonurinn.
* ❖ íje
Athugun. fyrir bruna.
í smámæ einum varð nýlega
stórbrúni og gat slökkviiiðið
ekkert að hafzt vegna þess að
vatnið var frosið í vatnshanan
um víð brunastaðinn. Á næsta
bæjarstjórnarfundi var þetta
mál tekið fyrir, og reis þá upp
einn af bæjárfulltrúunum og
sagði;
,,Ég geri það að tillögu minni,
að vatnshanarnir verði aðgættir
þremur dögum fyrir hvern
bruna!“
Annar bæjarfulltrúi tók und
ir þessa t'illögu, og náði hún
samþykki bæjarstjórnarinr .
Jþ íjs
Mát eftír 48 Ieiki.
Jón A. Jónsson og Jón B.
Jónsson tefldu skák, Jón A. átt.i
fyrsta leik, en Jón B. sat lengi
hugsandi áður en hann geiÁ'i
nokkuð. Loks sagði hann:
„Nú ert þú mát eftir 48 leiki,
nafni minn!“
Jón A. horfði lengi hugsandi
á skákborðið, en andvarpaði
loks. mæðulega:
,,Þú hefur rétt fyrir þér! Eig
um við að taka aðra?“
Í*C i'fi s*s
Auglýsing.
Á Ijósmyndastofú einni í Par
ís, stendur þessi auglýsing:
„Viljið þér eiga fagurt barn,
þá látið okkur hjálpa yður.“
Hélt þaff væri Iiesturhm.
Uiigur Reykjavíkur piltur,
,sem var staddur uppi í sveit,
fór í útreiðartúr með fleira fólki.
Þetta var snemma dags og hest
arnir voru saddir og mæðnir
fyrsta spölinn. Uiigi maðurinn
reið samsíða stúlku einni, en
hesturinn sem hann reið leysti
vind í sífellu og fór ungi maður
inn hjá sér út af þessu hispurs
leysi og rúddaskap hestsins.
Loks gat hann ekki orða bundist
og bað stúlkuna afsökunar. Stlúk
an horfði undrandi á hann, en
sagði svo; ,,Og ég sem hélt að
þetta væri hesturinn . . . “
AB 6