Tíminn - 11.06.1964, Qupperneq 5
RITSTJORl: HALLUR SÍMONARSON
Kaupmannahöfn lék fyrlr skemmstu gegn „landsbyggSInni" og slgraSi heldur óvænt me8 2:1. Á myndinnl hér aS ofan, sem vlS fengum senda
frá Polfoto, sést atvik í fyrrl hálfieik. Oie Sörensen, lengst til hægri, spyrnir aS markl „landsbyggSarlnnar", en tókst ekkl aS skora í þetta
skipti. ASrir á myndinnl eru Ole Madsen, lengst til vinstrl, John Andlsen og Erllng Nielsen.
SPJALLAÐ UM KNATTSPYRNU
HVAR MEINSEMD MÁ FINNA
Enn er ofarlega á baugi
leikur brezku gestanna
„Wanderers“ og tilrauna-
liðsins s.l. mánudagskvöld.
Eg held, að allir séu sam-
mála um, að tilraun 5-menn
inganna í landsliðsnefnd
hafi verið ævintýri, sem
ekki fékk hinn rétta
„happy end“ eins og ger-
ist í öllum góðum ævin-
týrum. En við hverju var
að búast? Landsliðsnefnd-
armennirnir 5 hafa rétti-
lega verið gagnrýndir fyr-
ir valið á liðinu, sem sam-
anstóð af allt of ungum
leikmönnum, auðvitað
reynslulitlum, og hins veg-
ar eldri leikmönnum, sem
litla reynzlu hafa í stærri
leikjum, aðeins þrjú gam-
alkunn andlit sáust. Þetta
val var sannarlega ábyrgð-
arleysi, en næstum óum-
flýjanlegt, þegar tillit er
tekið til hinna mörgu sjón-
armiða, sem samræma
þarf.
Það vill oft verða þannig, ef
landsliði vegnar illa, að allri
sökinni er slkellt á landsliðs-
'nefnd. Sjaldan eða aldrei hef-
ur „toppur“ íslenzkrar knatt-
spyrnu verið jafn rislágur og
í dag. Við eigum nóg af með-
almönnum og það er einmitt
hryggileg staðreynd, að úr
þeirra hópi þarf að velja lands
lið. En þrátt fyrir þá staðreynd
er landsliðsnefnd ekki leyst
undan ábyrgð í vali landsliðs.
Auðvitað þarf sem áður að
byggja liðið raunhæft upp sem
heild, hafa einhvern kjarna.
Landsliðsnefnd leýsir engan
vanda, þegar hún hóar saman
11 einstaklingum úr 7 félögum
og stillir þeim upp sem lands-
liði. Hvar var kjaminn í lið-
inu, sem nefndin stillti upp
gegn „Wanderers“? Hann var
enginn, fékkst ekki myndaður
vegna margvíslegra sjónarmiða
mannmargrar nefndar.
Eitthvað er öðru vísi en á
að vera, þegar útkoma ein-
stakra félagaliða er betri en
landsliðsins, eins og skeði í
heimsókn „Wanderers“. Sannar
lega má íslenzk knattspyxna
ekki við aúknum skakkaföllum
og þungur baggi er 5 manna
landsliðsnefnd.
Annars er kjarni málsins, að
alltaf er leitað langt yfir
skammt, þegar fjallað er um '
vandamál íslenzkrar knatt-
spyrnu. Vissulega vann lands-
liðsnefnd ekkert afreksverk,
þegar hún sauð saman síðasta
lið sitt. En er það ekki í sjálfu
sér aðeins dægurþras að beina
spjótunum sífellt að landsliðs-
nefnd, jafnvei þótt hún sé fyr-
ir neðan allar hellur. Er mein-
semdina í íslenzkri knattspyrnu
að finna hjá landsliðsnefnd?
Meinsemdina má víða finna
— og auðvitað háir það okkur
eins og fyrri daginn, að við
erum algerir áhugamenn. Á-
hugamennskan gerir það m. a.
að verkum, að við eignumst
aldrei nóg marga góða
þjálfara og leiðbeinendur. Af
því leiðir, að grunnþjálfun
knattspyrnumanna okkar —
sem margir eru efni — er ekki
nógu og góð og þetta kemur
svo berlega fram, þegar menn
fara að leika með meistara-
flokki.
Nú er ég ekki að mælast til
þess, að við förum út í at-
vinnumennsku á knattspymu-
sviðinu. En það er nauðsynlegt,
að augu forystumanna knatt-
spyrnumála okkar opnist fyr-
ir þeirri staðreynd, að byrja
verður á grunninum. Það verð-
ur að sinna unglingunum meira
en gert er, öðru vísi eignumst
við aldrei góða knattspyrnu-
menn. Málunum verður ekki
bjargaði með einni einustu ungl
inganefnd, sem hefur takmörk
uð áhrif. Hér þarf meira til —
og því fyrr sem augu forystu-
mannanna opnast, því betra.
Ekki er unglingum gerður
neinn greiði með því að velja
þá of snemma í úrvalslið full-
orðinna, eins og skeði, þegar
síðasta tilraunalandslið var val
ið. Unglingar verða að fá verk-
efni við sitt hæfi, stig af stigi
þar til fullum þroska er náð.
Þrír landsleikir eru framund
an á yfirstandandi sumri. Tveir
landsleikir voru háðir á síð-
asta ári og í báðum fengum við
hroðalega útreið. Hvernig
vegnar okkur í leikjunum, sem
framundan eru? Hér er um
áhugamannalið að ræða, en
ekki er undirritaður of bjart-
sýnn á góðan árangur. Gangi
okkur illa getum við vitaskuld
kennt landsliðsnefnd um —
kannski maklega — en líklega
gleymist að grafa fyrir aðal-
meinsemdinni, jafnvel, þótt
hún sé öllum ljós. — alf.
KR ekki í erfiðleikum með ÞRÚTT
Alf-Reykjavík
KR-ingar möluðu Þrótt
mélinu smærra á Laugardals-
velli í gærkvöldi og unnu með
4:0, en stærri hefði sigurinn
átt að vera eftir öllum gangi
leiksins og t. d. áttu KR-ingar
þrívegis skot í stöng, auk ó-
gryjmi tækifæra, sem ekki
nýttust. Ellert Schram var
bezti maður KR og átíi mjög
góðan dag. Hann skoraði „hat
trick“ — eða þrjú mörk og
hann var sá leikmaður KR,
sem kom spilinu af stað.
í heild má segja samt, að lítið
hafi til leiksins komið. Yfirburðir
KR voru algerir og eftir að Þrótt-
ur fékk íyrsta markið á sig, hættu
leikmenuii;nir að reyna samleik
og hreinlega gáfust upp. Ekki
fannst mér KR nota þessa aðstöðu
sem skapaðist, nógu vel, og KR-
ingar hálf kærulausir, þegar að
marki dró.
Fyrsta mark leiksins var á dag-
skrá á 12. mín. Þá snéri Sveinn
Jónsson vörn upp í sókn með einni
spyrnu fram til Gunnars Felixson-
ar, sem var á eigin vallarhelming
og gat óhindraður leikið að marki
Þróttar, þar sem hann skaut óverj-
andi fyrir Guttorm. Á 35. mín.
skoraði Ellert annað mark KR.
Hann fékk sendingu frá Gunnari
Fel. og sendi knöttinn viðstöðu-
laust í Þróttar-markið, svo að söng
í netinu Fyrir hlé bætti Ellert
svo þriðja markinu við, skallaði
fast af stuttu færi. eftir að hafa
fengið sendingu frá Gunnari Guð-
mannssyni.
KR tókst aðeins að skora eitt
mark í síðari hálfleik, þrátt fyr-
ir einstefnuakstur. Markið kom
snemma i hálfleiknum, eða á 12.
mín. Jón Sigurðsson átti heiður-
inn af því, en hann gef vel til
Ellerts, sem þurfti lítið annað en
að ýta á eftir knettinum í netið.
Ekki urðu mörkin fleiri, en KR-
ingar fóru illa með góð tæki-
færi og áttu skot í stöng. KR-liðið
Framhald é 15. síðu.
STUTTAR
FRÉTTIR
• Margir af híinum kunnu,
ensku landsliðsmönum frá ár-
unum 1946—1956 m.a. Matt.
hews, Wright, Lofthouse hafa
að undanförnu keppt í Dam-
mörku. Fyrsti leikurimi var á
Idretspairken gegn „bronzliði"
Dana frá 1948 o>g voru áhorf-
endur yfir 23 þúsund. Leikur-
inn var frábær skemmtun fyrir
áhorfendur, og sigraði danska
liðið með 7—5, tölur næstum
eins og í handkn-attieik. Lesch.
Iey Sörensen skoraði fimm af
mörkum Dana, sum með þrumu
skotum fyrir utan vítateig, sem
Springett, euiski markvörður-
inn, sem lék í enska Iandslið-
inu í fyirra, hafði engin tök á
að verja. Englendingamir léku
síðan í Óðinsvéum og sigruðu
með 2—1 og þriðji leikur
þeirra verður í Árósum,
• B1909 írá Óðinsvéum, mun
keppa í Evrópubikarkeppninni
• knattspyrnu mæsta keppni-
tímabil, en liðið varð efst í
Danmörku eftir vorleikina,
hlaut 17 stig. Næst varð B1913,
einnig frá Óðinsvéimi með 15
stig og KB í þriðja sætí með
14 stig. Fynri hluta keppnis-
tímabilsins í Danmörku lauk á
sunnudag og verður frí hjá
tnattspyrnumönnumum yfir
heitustu mánuðina.
f 2. deild varð HVidovre frá
Kaupmannahöfn efst með 19
stig, en liðið vanm sig upp úr
3 .dc-ild síðastliðið haust. KF-
UM, Óðinsvéuin, varð í Öðrú
sæti með 17 stig og nr. þrjú
AaB með 15 st'ig, ein það lið
féll niður úr 1. deild s.I. haust.
í 3. deild var hið kunna lið
AIA frá Árósum, efst með 17
stig. Roskilde varð í öðiru sæti
með 16 stig og Lyngby í þriðja
með 14 stig — effcir að liafa
verið í efsta sæti allan fyrri
hluta keppninnar.
f kvöld fara þessir knatt-
spyrnúleikiir fram:
2. DEILD, ÍSLANDSMÓT:
Hauk.—Vík. Hafnarfj.,v. kl.
20 30.
1. FL.; MIDSUMARSMÓT:
Fram—Vík. Melav. kl. 20.
Valur—Þrótt. Melav. kl.
21.15
4. FL. A, RVÍKURM.:
Fram—Þrótt. Hásk.v. kl. 21
5. FL. A, RVÍKURM.:
Fram—irótt. Háskv. kl. 19
5. FL. B, RVÍKURM.:
Fram—Þrótt. Hásk.v. kl. 21
Staðan í 1. deild cr þá þessi:
KR 2 2 0 0 6:1 4
Keflav. 2 2 0 0 8:5 4i
Akranes 3 2 0 1 6:5 4
Valur 3 1 0 0 10:9 2
Þróttur 3 1 0 2 5:9 2
Fram 3 0 0 3 10:16 0
Næstu leikir í 1. deild verða
næst komandi sunnudag .Þá
leika saman í Reykjavík á Laug
ardalsvellinum Valur og Kefla-
vík og hefst leikurinn klukkan
20:30. — Á Akranesi mæta
heimamenn KR og hefst leikur
inn kiukkan 16.
T í M I N N, miðvikudagur 11. júní 1964. —