Tíminn - 11.06.1964, Side 14
102
iim, hvatti hún stuðningsmenn
sjúkrahúsanna til að ,,leggjast
ekki niður með spenntar greipar“.
„Eg hvet yður til að veita því
viðtöku, sem ríkisstjórnln er að
gera se.n eins konar grundvöll sem
kærleikur sá og áhugi, sem þér
hafið sýnt í svo mörg ár, getur
rcist á fagurt stórvirki sem gnæfir
yfir þeim brýnu nauðsynjum sem
ríkið lætur af hendi rakna.“
Ef hún telur eitthvað rangt, læt
ur hún þá skoðun sína í ljós. og
skiptir þá engu hvort sú skoðun
er vinsæl eða óvinsæl. Hún var í
'heimsókn á vöggustofu fyrir sjúk
böm eitt sinn, er hún sá blaða-
Ijósmyndara taka ljósmyndir af
fimm ára gömlu fársjúku barni og
notaði ljósmyndarinn Ijósaperur
(flash) við myndatökuna.
Clementine varð ofsareið. „Svona
lagað getur gert út af við barnið"
sagði hún gremjulega.
Það, sem eftir var dags voru
myndirnar teknar, án þess að not
aðar væru ljósaperur. Og aumingja
bömin voru látin vera.
Hún hélt ekki áfram för sinni
um sjúkrahúsið, fyrr en hún var
orðin viss um að farið væri að
óskum hennar. Henni var sagt að
Krampaveikissamband Bretlands
hefði verið stofnað af foreldrum
kramp.aveikra barna. Hún mælti:
.,Gamalt orðtæki segir: „Guð hjálp
ár þeim, sem hjálpar sér sjálfur."
Við skulum snúa þessu við og
segja: „Við viljum öll hjálpa
þessu hugrakka fólki, sem hefur
ekki vaipað frá sér voninni og
hjálpar sjálfum sér og börnum sín
um.“
Þegar flóð urðu í Norfolk, kom
hún þangað. Hún var með hús-
freyjunum sem reyndu að bæta
það tjón, sem orðið hafði. hún
kom á hjálparstöðvarnar, fataút-
hlulunarstöðvarnar og fæðuúthlut
unarstöðvarnar Hún átti alltaf
einhver hvatningar- og hughreyst
ingarorð. Það er eins og hún geti
með brosi sínu blásið nýjum
kjarki og endurnýjuðum styrk í
fólkið.
Þegar hinn fimmtíu og þriggja
ára gamli Francis Stanislaw, stofn
andi „Augnigjafaherferðarinnar",
skriðaði henni, féllst hún á að láta
augu sín til augnbanka, svo að
blindur drengur eða stúlka gætu
einhvern tíma fengið að sjá með
hornhimnum augna hennar. Hún
hefur aldrei látið neinn frá sér
fara bónieiðan ef í hennar valdi
stóð að hjálpa honum.
Starf nennar hefur aldrei verið
bara til að sýnpst. í mörg ár hefur
henni borizt stór bréfabunki dag-
lega.
Hún les sjálf yfir hvert bréf
og les fyrir svaríð fyrir ritara sín
um.
Efni bréfanna var af ýmsum
toga. A'.lt frá bón gamals eftir-
launaþega um að hún beitti sér
fyrir því að hann greiddi lægri
húsaleigu og til þakkarbréfs lítill
ar stúlku fyrir að bjóðast til að
gera Winston hálsklút fyrir af-
rnælið hans, þar sem hún jafn-
framt sagði að hún héldi að hann|
•mundi vilja frekar hafa hann með
blárri rönd en bleikri.
Hún •krifar sjálf undir öll
sín bréf.
Hún oeitti sér einnig til hjálp’
ar flóttafólki víðs vegar um heim
inn óg. varð andinn á bak við Al-
þjóðaflóttamannaárið, sem komið
var á fót til að safna milljóna fé
til aðstoðar ríkisfangslausu fólki.
Flóttamannavandamálið var enn
erfiðara viðfangs, þar sem vandinn
lá ekki öllum í augum uppi, og
ekki var um raunverulegt styrj-;
aldarvandamál að ræða. Hertoga
Vfcjan af Marlborugh bauð
fimmtíu áhrifaríkum gestum til
Londonderry House. Hugmyndin
var að fá 35000 pund sem grund
vallarupphæð til sjóðstofnunar.
Markið var sett hátt þegar í upp-’
hafi og möguleikarnir virtust í,
fyrstu hverfandi litlir. Clementine;
gekk inn í herbergið. Hún talaði
og orð hennar voru áhrifarík og;
báru sterkéfn Churchillkeim: |
„Miunizt þess,’* að hvergi í heim-
inum eru brezkir flóttamenn", j
sagði hún blátt áfram.
Björninn var unninn. Gestirnir
fimmtíu íóru og féð barst inn á
mettíma En það var aðeins upp-
haf að öðru meira.
Hún hélt qtvarpserindi, ávarp
aði fundi, talaði við fólk af öllum
stéttum, hvatti það til að koma til
aðstoðar , og talaði þannig að vit
var í, og af fullri alvöru. Ræður
9
Hvernig hef ég getað gleymt því?
Hún var orðin mjög föl og dökk
ir baugarnir undir augunum
greinilegri en áður. Brett leit óró-
legur á hana.
_ Þetta rifjast allt upp fynr
þér, Tracy, þegar hann kemur
heim. Ég er viss um það. Þú matt
bara ekki vera kvíðin.
___En get ég verið viss um, að
ég fái nokkurn tíma minnið aftur.
Stundum finnst mér að ég muni
aldrei fá það. Það hlýtur að hafa
verið eitthvað athugavert við mig
fyrir . . . fyrir flugslysið . . . Hún
þrýsti höndum að gagnaugunum
með örvæntingarþrunginni hreyf
ingu eins og hún vildi neyða minn
ið til sín aftur. /
— Hvernig get ég búið með
Mark . . . eða með sjálfri mér . . .
ef þessu heldur svona áfram. Það
er eins og vera kviksett.
___Tracy . . . hættu! Brett
skelfdist að horfa á titrandi hend-
ur hennar og glampann í augun-
um, sem virtust orðin botnlaus og
dimm. — Þetta er það versta sem
þú getur gert, manstu ekki, hvað
læknamir sögðu við þig? Því
meira sem þú reynir á þig til að
muna, því lengri tíma tekur það
áður en þér batnar aftur. Hann
greíp um hendur henn@r og
neyddi hana til að taka þær frá
höfðinu.
— Slappaðu af og vertu róleg!
Það var ekki nokkur skapaður
hlutur að þér fyrir slysið, ég sver
það! En þú hefur orðið fyrir þung
bærri reynslu og undirmeðvitund-
in þín þolir ekki að hugsa um það
enn. Þú verður að gefa þér tíma
til að komast yfir eftirköstin af
taugaáfallinu. Það var einmitt það
sem doktor Brodie qagði. F/jir
nokkurn tíma verður þu fær um
að horfast í augu við það sem kom
fyrir þig og þá lagast allt aftur.
Þér er óhætt að treysta því.
Tracy hallaði sér aftur á bak í
sætinu, þögul og örmagna. Hend-
urnar hvíldu máttvana í kjöltu
hennar. En hvað fingumir hennar
voru orðnir grannir, hugsaði
hann. Eins og ,þeir gætu brotnað
ef tekið væri of harkalega um þá.
Hún skalf ekki lengur og eftir
nokkra stund reyndi hún að brosa
dauflega við honum.
— Fyrirgefðu, Brett. Ég hélt
ég gæti ekki hegðað mér svona
kjánalega! Ég er búin að jafna
mig og vona að þetta komi ekki
fyrir aftur. Þakka þér fyrir, hvað
þú varst indæll og þolinmóður við
mig.
_ Við skulum ekki minnast á
það. Þegar hún brosti sá hann
bregða fyrir að hún líktist hinni
gömlu Tracy í andliti. Ekki eins
og hún hafði verið fyrir einu ári,
heldur eins og hún var í æsku,
freknótt stúlkukind sem alltaf
elti þá bræðurna hvert fótmál,
þolinmóð og glaðleg. Miklu yngid
og barnalegri Tracy heldur en
hin fagra, sjálfsömgga brúður,
sem hafði svifið yfir gulnuð haust-
laufin á brúðkaupsdegi sínum.
Hann sleppti snögglega höndum
hennar.
—Þú mátt bara ekki kvíða
neinu, ekki kvíða endurfundun-
um við Mark, því að þú hefur
enga ástæðu til þess. Heldurðu að
þú hafir jafnað þig nægilega svo
að við getum haldið áfram?
— Já, auðvitað. Þú vilt sjálf-
sagt komast heim sem allra fyrst.
Þegar hann setti bílinn aftur í
gang opnaði Tracy veskið sitt, tók
upp lítinn spegil og horfði á sjálfa
sig. Andlitið var svo fölt, að hún
kleip sig í kinnarnar til að kalla
fram örlítinn roða. Síðan greiddi
hún hárið og málaði yfir varirnar.
Þeir sem biðu komu hennar á
Pilagrims Barn máttu ekki sjá
hana vofu líkasta. Heldur ekki
hennar voru alltaf blátt áfram og
hittu beínt í mark. Það sem hún
sagði meinti hún af alvöru.
Hún sagði við fólk: „Ef við íhug
um málið af gaumgæfni, komumst
við að raun um, hve ieppin við
höfum verið að eignast öryggi og
þægindi innan heimilisveggja,
stað, innan vébanda þjóðfélagsins
— stað til að hverfa til.
Síðan stríðinu lauk hafa milljón
ir flóttamanna víðs vegar um heim
inn misst heimili sin, ríkisfang,
eignir, atvinnu, vini, ættingja og
stundum heilsuna.
Margir hafa beðið í tíu ár og
lengur í flóttamannabúðum og her
skálum eftir tækifæri til að hefja
nýtt líf.
Ný kynslóð hefur nú fæf< t í búð
um þessum. Ný kynslóð ríkisfangs
lausra flóttamanna. Jafnvei hin
yngstu finna það, að þau eru að
einhverju leyti frábrugðin öðrurn.1
Hún hafði sama háttinn á og
Winston, þegar hún fékk fólk til
bZ gera eitthvað. Hún hikaði ekki
við að láta fólkið horfast í augu
við óþægilegar staðreyndir, og
endurtók æ ofan í æ söguna um
litla flóttadrenginn sem bjó í flótta
mannabúðum í Austurríki. en það
an fylgdist hann ásamt föður sín
um þegar reistar voru
flóttamannabúðir í næsta þorpi.
„Pabbi", sagði hann. „Hvers
konar folk getur búið í húsum?"
„Eg er fegin því, að ég skuli
ekki hafa þurft að svara spurningu
drengsins" sagði Clementine.
„Við skulum gera okkur grein
fyrir þeirri hræðilegu staðreynd,
að ef við hefðum tapað í stríðinu
kynnum við nú að vera flóttamenn
Sumir kunna að segja, að kær-
leikurinn hefjist heima við. Það
kann að vera rétt, en ég vil bæta
því við, að honum lýkur þar ekki
samt sem áður.
Við megum ekki vanrækja þá,
sem hafa fekki orðið sömu gæfu
aðnjótandi og við, hversu langt
sem þeir kunna að vera í burtu
cg hversu auðvelt sem það kann
að vera fyrir okkur að láta okkur
sjást yfir þá. Við berum ábyrgð
á þeim — ábyrgð, sem frelsarinn
lagði okkur á herðar fyrir 2000
árum ,,Það, sem þér gerið einum
þessara minna minnstu bræðra,
það hafið þér gert mér“.
Á síðari árum hefði hún af sann
girni getað lifað lífinu í ró og
næði og látið öðrum eftir þau
störf, er hún sinnti. En sama
gegndi með hana og Winston:
„Að lifa er að starfa".
Jafnvel þegar hún fer í form-
legar heimsóknir tekur hún hrein
skilnislegar orðræður fram yfir
kurteisishjal, og hún hefur gott
lag á að ná til hjarta viðmælenda
sinna með orðum sínum.
Á konunglega frísjúkrahúsinu í
Lundúnum voru samræður hennar
við hjúkrunarkonurnar ekki af hin
um vanalega kurteisistoga. í stað
þess sagði hún nokkrum þeirra
frá því, hvernig móðir hennar
kenndi henni ungri að gera
bakstra úr hörfræjum og brauði.
„Hörbaksturinn", sagði hún,
„var notaður í gamla daga til að
lina þjáningar af völdum þess
sjúkdóms, er nú nefnist botn-
langabólga, en brauðbaksturinn
var notaður til að setja við graftar
sár. Nú mundi verða gefin penisil
ínsprauta við hinu síðara — en
samt sem áður gríp ég enn til
fcrauðbakstursins stundum ef þörf
gerist."
Hún sykraði ekki heldur orð
sín, ef hún var að sinna einhvejum
opinberum störfum. Á öðru sjúkra
húsi, — j þetta sinn á Hjúkrunar
skóla Middlesex, sagði hún vi3
hjúkrunarnemana, að persónulega
HULIN F0RTIÐ
MARGARET FERGUSON
mátti hún vera hrædd og skjálf-
andi þegar hún stæði andspænis
sjálfri sér, sem biði þar ásamt
heimilisfólki. Hvers konar mann
eskja sem hún hefði verið varð
hún að vera hugrökk og hreinskil-
in þegar hún kynntist henni.
— Gott, sagði Brett léttum
rómi og beygði inn á mjóan hliðar
veg. — Nú erum við hér um bil
komin, þú sérð nokkra af steinum
í því sem við köllum Avebury-rúst
irnar þarna. Pilagrims Bam er
rétt hjá þeim.
Hún horfði hlýðin í áttina sem
hann benti, fyrst vélrænt og áhuga
laust, svo greip hún skyndilega
andann á lofti. Gullin síðdegis-
sólin varpaði geislum sínum á
stóru og miklu skuggana sem voru
dreifðir á svæðinu. Steinblokkirn-
ar höfðu ekkert ákveðið lag, en
þær virtust svo undarlega lifandi.
Mosinn sem óx upp eftir þeim
minnti helzt á brynju. — Þetta
er stórkostlegt, sagði hún með
öndina í hálsinum. — Ilvað er
þetta eiginlega, Brett? Hvers
vegna eru þær þarna á ég við?
— Enginn veit það. Þær eru
mörg þúsund ára gamlar og talið
að upprunalega hafi hér verið
geysistór kastali. En flestar eru
horfnar samt eru þessar fáu mjög
hrífandi. Ertu hrifin af gömlum
minjum og munum, Tracy?
Spurningin kom svo eðlilega að
hvorugt þeirra hugleiddi, hvað
það var einkennilegt. Hann spurði
hana spurninga um hana sjálfa
eins og hún væri ókunnug mann-
eskja og ekki stúlka, sem hann
hafði þekkt árum saman.
— Ég veit það ekki almenni-
lega. Hún starði fast í áttina að
rústunum.
— Kannski er það ekki bein-
línis hið sögulega, öllu heldur
gezt mér einhvern veginn svo vel
að þeim. Þær virðast á óskiljan-
legan hátt svo vitrar . . . Ég held
að ef þær hafa staðið hérna lengi
hljóti þær að vita svar við flestum
spurningum, ef þú botnar nokkuð
í hvað ég meina.
Brett sneri höfði og leit allt að
því undrandi í áttina að rústun-
um.—Vitrar? Það var einkennilegt
að taka þannig til orða — og þó
algerlega rétt. Það var einhver
kyrrlát vizka yfir þessum veðr-
uðu eldgömlu rústum,
— Já, það er sérstakt andrúms-
loft við slíkar rústir, sagði hann.
— Og þarna sérðu Pilgrims
Barn.
Þau óku mjóa götuna heim að
húsinu. Fyrir innan gluggann
sleppti Nan gardínunni og sneri
sér við.
— Jæja, þarna koma þau loks-
ins. Flugvélinni hlýtur að hafa
seinkað meira en lítið.
— Ó, hamingjan góða! Rödd
frú Sheldon varð að hvísli. — Nú
þegar hún er komin liggur við að
ég sé kvíðin. Það hlýtur að vera
afar erfitt að . . . vita . . . hvernig
á að koma fram við hana. Hún
er Tracv . . . en þó er líún það
ekki.
_ Hún er Tracy! Nan leit
kuldalega á móður sína. — Hún
er nákvæmlega eins og hún hefur
alltaf verið, þótt hún hafi fengið
nýtt andlit. Komdu nú!
Hún gekk hröðum skrefum
gegnum forstofuna að útidyrun-
um og frú Sheldon kom hikandi
á eftir henni. Hún var mjög lág
vaxin kona með smágerðar hend-
ur. Bræðurnir höfðu alltaf gaman
af að erta Nan með því að segja
að hún yrði að gæta sín að stíga
ekki ofan á móðurina með sínum
stóru fótum.
_ Hérna komum við loksins,
mamma. Þú hefur náttúrlega ver-
ið farin að óttast um okkur, en
flugvélinni seinkaði.Halló Nan! Eg
skal opna bíldyrnar, handíangið
er dálítið stirt.
Tracy flýtti sér að stíga út úr
bílnum. Brett hafði sagt henni,
hverjar þessar konur væru, svo að
hún yrði sér ekki til skammar.
Tengdamóðir hennar var snotur
kona með fallega húð og silfur-
grátt hár. Nan, mágkona hennar
var óvenjulega hávaxin en falleg
á sinn hátt.
— Það er indælt að vera . . .
heima, sagði Tracy lágt.
— Elsku barnið mitt! Það er
enn indælla að fá þig heim aftur,
heila á húfi. Ljósblá augu frú
Sheldon fylltust gleðitárum. —
Leyfðu mér að horfa betur á þig,
Tracy! En hvað þú lítur vel út og
en hvað andlit . . . Hún beit á
vörina og hætti við að segja fleira.
— Eg hef líka náð mér vel.
TÍMINN, fimmtudaglnn 11. júnf 1964
14