Alþýðublaðið - 15.03.1952, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 15.03.1952, Blaðsíða 5
Rafmagnsfakmörkun. Álagstakmörkun dagana 15. marz 10.45—12.15: 22. marz frá kl Laugardag 15. marz 2. hluti. Sunnudag 16. marz 3. hluti. Mánudag 17. marz 4. hluti. Þriðjudag 18. marz 5. hluti. Miðvikudag 19. marz 1. hluti. Fimmtudag 20. marz 2. hluti. Föstudag 21. marz 3. hluti. Laugardag 22. marz 4. hluti. sextugur. Straumurinn verður rofinn skv. þessu þegar og að svo miklu ley ti, sem þörf kréfur. SOGSVIRKJUNIN. Iðnrekandi ber fram: Áríðandi spurningar um afstöðu Sjálfstæðisflokksins til iðnaðarins -------♦----— í>úsundir manna bíða eftir því að flokk- orinn geri hreint fyrir sínum dyrum. SÍÐASTLIÐINN fimmtudag er leiðari Morgunblaðsins helgaður iðnaðinum. AB hefur undanfarið sýnt fram á, svo ekki verðúr véfengt, hvernig í' haldið hefur leíkið iðnað Iands jnanna og með því beinlínis stofnað til stórkostlegs atvinnu leysis, að því bezt verður séð til þess eins að leggja iðnaðinn í rústir og í staðinn hlú að inokkrum útvöldum heildsöl- um. Morgunblaðið segir orðrétt: „íslendingum hefur undan- farin ár orðið það æ Ijósara, að ríka nauðsyn ber til eflingar inn lends iðnaðar. Atvinnulíf þjóðar innar er of einhætt og lítið má út af bera til þess að misæri til lands eða sjávar valdi ekki stórfeldum erfiðleikum og þrengingum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur liaft á þessu glöggan skilning. Þess vegna hefur hann haft for Ustu um ýmsar ráðstafanir til uppbyggingar nýrra iðngreina og iðnfyrirtækja í landinu" (!!!) Jú, ekki vantar það, að Sjálf stæðisflokkurinn hafi haft for- ustuna í iðnaðarmálunum! Þessi flokkur einkaframtaksins befur á einu einasta ári leikið íðnað landsmanna svo grátt að mörg ár mun taka að græða þau sár. Þetta málgagn íhaldsins leyfir sér nú, ofan á alla skömm ina, að slá ryki í augu almenn- - ings, með afstöðu þess til iðn aðarins í landinu. Þetta gerir það með því að þylja samþykkt ir landsfunda Sjálfstæðisflokks ins í iðnaðarmálum, vitandi það sem hverjum manni er nú ljóst, að siglt hefur yerið í þeröfuga átt. Ef íhaldið hefði haldið þeirri stefnu, sem það nú segir að samþykkt hafi verið á lands f undum þess, væri öðru vísi um ihorfs í iðnaðinum og atvinnu- málum þjóðarinnar í heild, en það er í dag. Þetta einstaklings hagsmuna 'víxlspor ráðamanna íhaldsins út frá yfirlýstri stefnu lands- fundanna, er nú orðið þjóðinni þess að afdráttarlaus svör þeirra. liggji fyrir um hvað þeir hyggj ast fyrir í vandamálum iðnað- arins í framtíðinni. Þess vegna er nú spurt: 1. ) Er Sjálfstæðisflokkurinn einhuga fylgjandi því, að iðnaðinum verði þegar tryggt aukið rekstrarfé? 2. ) Er Sjálfstæðisflokkurinn einhuga fylgjandi því, að nú þegar verði allur inn- flutningur á hráefnum til iðnaðar frjáls? 3. ) Er Sjálfstæðisflokkurinn einhuga fylgjandi því, að nú þegar verði hafin end- urskoðun tollalögjafarinnar með hagsmuni iðnaðarins fyrir augum, og að verstu firrurnar verði lagfærðar nú þegar með bráðabirgða- lögum, ef þörf krefur? 4. ) Er Sjálfstæðisflokkurinn einhuga fylgjandi því, að nú þegar verði skattalögin tekin til ítarlegrar endur- skoðunar og það tryggt, að heilbrigð fyrirtæki geti þró- ast og dafnað á eðlilegan hátt í landinu? Þess er að vænta, að Morg- unblaðið svari þessum spurn- ingum undirhyggjulaust fyrir hönd ráðamanna flokksins. Iðnrckandi. . SIGURÐUR JÓHANNESSON, fulltrúi hjá Tryggingstofnun ríkisins, Drápuhlíð 39, 'er sext- ugur í dag. Sigurður Jóhannesson er son- ur hins landskunna klerks og fræðimanns, Jóhannesar L. L. Jóhannessonar, og konu hans, Steinunnar Jakobsdóttur, prests Guðmundssonar, sem einnig var landskunnnr maður á sinni tíð. Séra.. Jóhannes Lynge gerðist ungur aðstoðar- prestur séra Jakobs að Kvenna brekku í Dölum, geikk að eiga dóttur prestsins og tók við bú- inu og brauðinu. Sigurður fæddist að Kvenna- brekku og ólst þar upp. Vann hann foreldrum sínum lengi framan af, aðallega-við búskap- inn, en gegndi jafnframt ýms- unv öðrum störfum.- Hapn naut kennslu föður síns heima, en séra Jóhannes var afburða kennari. Árið 1918 hleypti Sigurður heimdraganum og fluttist til Reykjavíkur. Skömmu seinna gerðist hann innheimtumaður hjá Rafveitu Reykjavíkur og gegndi því starfi til ársins 1928, er hann réðist sem afgreiðslu- maður og auglýsingastjóri hjá Alþýðublaðinu. Því starfi gegndi hann af mikilli alúð og ’skyldurækni til ársins 1941, er hann réðist til Tryggingastofn- unar ríkisins; og þar hefur hann starfað síðan. Sigurgur Jóhannesson er þéttur maður á velli og þéttur í lu.nd. Hann er prýðilega gef- inn, léítur í skapi, kíminn og Sigurður Jóhannesson. þó gjörhugull. Hann má ekkert aumt sjá og er réttlætistilfinn- ing hans mjög rík. Hann gekk snemma í . Alþýðuflokkinn og hefur ávallt síðan starfað vel og dyggilega fyrir hann og oft gegnt þar trúnaðarstörfum. Nýtur hann mikilla vinsælda meðal flokkssystkina sinna og starfsbræðra; enda er hann vel máli farinn og tillögugóðu.r. Sigurður er kvæntur Ágúst- ínu Eiríksdóttur, hinni ágæt- ustu konu, og eiga þau tvö börn, Flosa Hrafn, sem nú stundar veðurfræðinám í Nor- egi, og Önnu Steinunni, sem stundar skrifstofustörf hér í bænu.m. Við, vinir og félagar Sigurðar Jóhannessonar, ósk- um honum allra heilla á sext- ugsafmælinu og vonum, að við megum sem lengst njóta hans. Vinur. Sextugur í dag: Sigurður Jónsson ölgerðarmaður Skemmtifundur Ár- manns i GLÍMUFÉLAGIÐ ÁRMANN hélt skemmtifund s. 1. miðviku dagskvöld. Sýndar voru skíða- kvikmyndir, sérstakléga full- komnar kennslumyndir. Þrjár .ungar stúlkur úr félaginu fóru með leikþátt, Stefán Kristjáns- son flutti frásögn frá Ólympíu- leikjunum, en hann var einn af íslenzku keppendunum. Gestir félagsins á fundinum voru ís- firsku keppendurnir á hnefa- leikamóti Ármanns. Að lokum ærið dýrt og tími kominn til var dansað. í DAG er Sigurður Jónsson, ölgerðarmaður, Laugavegi 141, sextugur. Tíminn líður, það má nú segja, því að það er svo sem ekki langt síðan, að ungur pilt- ur, ættaður ofan af Akranesi, hélt innreið sína í höfuðborg- ina, og þó eru það orðin næst- um 40 ár. — Hafði hann þá um alllangt skeið u.nnið alla al- genga vinnu, og þar á meðal sundað sjómennsku um tíma. — En skömmu eftir að hann kom til borgarinnar, réðist hann í þjónustu Tómasar Tóm- assonar, forstjóra, er þá var ný- byrjaður á ölgerð sinni í litl- ism húsakynnum og í litlum mæli, — enda þá við ýmsa byrj unarörðugleika að etja — því öll byrjun er erfið, — og hefur reynslan á því sviði, eins og flestum öðrum, orðið bezti skólinn, ásamt góðum starfs- mönnum, — en fyrirtækið hef- u,r varið, varan orðið fjöl- breyttari, og starfið blessazt og blómgast. Síðan hefur Sigurður ekki haft vistaskipti, og sýnir það húsbóiidahöllustu hans, skyldu rækni og trúmennsku í störf- um. og er vjsuléga gott að hafa slík hjú í sinni þjónústu. Sigurður hefur ávallt verið fjörmaður, og röskur að hverju, sem hann gengur, hvort sem það er vmna eða leikur. Hann lagði ungur stund á skák, og varð þar oftar en einu sinni sigu.rsæll; hann hlaut tvisvar titilinn „skákmeistari íslands". Sigurður hefur gaman af að „taka slag“, og spilar ágætlega. Þá hafa árnar og lækirnir ekki síður heillað hug hans, og er Hvífkál feuðkél Gulræfur VERZLlíN .J s s s s s s s s s s s s s s s ■ s s s s MMt 42®6 S s s Sniðkennsla, dag- og ■ kvöldtímar. * Einnig saumnámskeíð. ■ Bergljót Ólafsdóttir. Sími 80730. BWBOBIIDtJni Bankabygg Verzlun Theodor Siemsen.: Simi 4205.: PEDöX fótabaðsaltj Pedox fótabað eySir '• skjótlega þreytu, sárind- ; um og óþægindum í fót- ■ unum. Gott er að láta j dálítið af Pedox í hár- : þvottavatnið. Eftir fárra * daga notkun kemur ár-: angurinn í Ijós. : Fæst í næsíu búS. CHEMIA H.F. : ■■■■■BÍBiBBIB ■■■■•■■■■■■ ■■■•■■■■■*■■■■■■■ Til sölu: Sigurður Jónsson. laxveiði ein af hans beztu skemmtunum; enda er hann allsljmgur veiðimaður. En Sigurður á enn þá fleiri hugðarefni; honum þykir gam- an að lesa góðar bækur, og þar sem minnið er gott, hefur hann þeirra full not.- Sigurður ■» er trúhneigður og þykir vænt um kifkju sína og vill henni vel, enda all kirkjurækinn, einkum hiú síðari ár. Sigurður er góð- um gáfum gæddur, — glaður og réifur í vinahóp, — og fjölhæf- uf, eins og þegar sést á þessu stútta og ófullkomna yfirliti, — enda af góðu bergi brotinn, — það er mér kunnugt um, þó að ég hirði ekki að rekja ættir hans — það er heldur ekki nauðsyn- legt, einkum þar sem hér er ekki um eftirmæli að ræða, heldur aðeins stutta afmælis- kveðju við merk tímamót í lífi hans. — Sigurður er vinmargur og á Framhald á 7. síðu. RauSmaganet og teinar. SPÍTALASTÍG 1 A. áp: ■■■■■■■■■«■•■■»■■•■■■»«■♦ [■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■•■*B|s'liaiM*1Mi Sild & Fsskui

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.