Alþýðublaðið - 16.03.1952, Page 5

Alþýðublaðið - 16.03.1952, Page 5
Gylfi 'P. Gíslason: Sjónarmið afstæðish innar i vísin EKKI ALLS FYRIR LÖNGU Icom út í Bandaríkjunum bók eftir prófessor Philipp Frank, eftirmann Einsteins við Prince- ton-háskólann, en hann er eins og Einstein Þjóðverji og flýði .Þýzkaland eins og hann, er nazisminn ruddi sér þar til rúms. Bókin er alþýðlegt rit tim afstæðishugmyndina í nú- tímavísindum og afleiðingar hennar, og hefur vakið mikla athygli. Hu.gsandi mönnum hefur lengi verið ljóst, að 20. öldin, sem verið hefur mesta framfara skeið í sögu mannkynsins, hef- ur að mörgu leyti verið hnign- unarskeið í menningarlegum og þó einkum siðferðilegum efnum. Á fyrri helmingi- 20. aldar hefur átt sér stað meiri auðsköpun en á nokkru öðru endurskoða varð heimsmynd- ina alla. I hinni nýju, heims- mynd hafa hugtökin ,,rúm“ og ,,tími“ ekki algilda, absólúta merkingu, heldur aðeins í hlut- falli við viss hugmyndasam- bönd eða viðmiðunarkerfi. í fyrirlestri, sem Níels Bohr prófessor flutti í háskólanum, er hann var hér á síðast liðnu sumri, skýrði hann m. a. frá því, að niðurstöður átómvís- indanna væru sams konar. Á síðustu öld héldu menn, að atómin væru minnstu efnis- eindir, sem til væru, en nú hef- u,r komið í ljós, að þau eru mjög samsett og að minnstu eindir þeirra, elektrónurnar, birtast aðeins undir vissum skilyrðum sem efniseindir, en að þær koma undir öðrum kringumstæðum fram sem raf- jafnlöngu tímabili, en hann j magnaðar (elektromagnetisk- hefur jafnframt verið tími ar) bylgjur. mestu eyðileggingar í sögu mannsins. Svo að segja á hverju ári hefu.r mannsandinn unnið nýja sigra í sókn sinni til yfirráða yfir hinni dauðu og lifandi náttúru umhverfis sig. En jafnframt hefur hatur og heift náð vaxandi valdi á mannshuganum; aldrei áður hafa jafnmargir menn borizt á banaspjót, frumstæðustu mann- réttindi eru troðin í svaðið, hugtökin frelsi, kærleikur og réttlæti eru hætt að hafa al- gilda merkingu. Menn hafa tal- að u.m langvarandi og háska- lega kreppu í menningar- og siðferðisefnum, engu síður hættulega og engu auðveldari viðfangs en þær heimskreppur í efnahagsmálum, sem skekið hafa hagkerfi heimsins svo, að það hefu,r riðað til falls. Hvað veldur þessu? Hver er undirrót þessarar kreppu í menningu og siðferði? Hvernig stendur á því, að grundvöllur siðgæðisins — móralsins — virðist hafa orðið þeim mun ó- traustari sem grundvöllur þekkingarinnar hefur orðið traustari? Ýmsir andans menn og tnenntamenn nútímans hafa talið, að það hafi haft mjög ó- heillavæleg áhrif, að afstæðis- hugmynd vísindanna hafi rutt sér til rúms á sviði siðfræði og breytni. En hver er þá kjarn- Inn í þessum afstæðissjónar- miðum vísindanna, í hinum vísindalega relatívisma? Hans gætir fyrst hjá Kóperníkusi. Á miðöldum höfðu t. d. hugtökin 5,upp“ og „niður“ ákveðna, absólúta, merkingu. En þegar Kóperníkus sýndi fram á, að jörðin snerist kringuni sóliná, misstu þessi hugtök fasta, al- gilda merkingu, þau, urðu af- stæð, relatíf, þ. e. merking þeirra varð háð því, hvar mað- ur var staddur á jörðinni. Éins fór um hugtakið hreyfingu. Það missti sína algildu absó- lútu merkingu. Það varð mein- íngarlaust að tala um, að hlut- ur hreyfðist, nema að geta jafnframt getið þess, í hlutfalli við hvað hann hreyfðist; Allt fram á okkar daga hefur þó verið talið, að hugtökin „tími‘‘ og „rúm“ væru algild, absólút, eða þangað til Einstein sýndi fram á það í byrjun aldarinnar, að svo er ekki. Rannsóknir á hreyfingu ljóssins sýndu, að Alls staðar er hið sama uppi á teningnum. Vísindaleg hug- tök hafa ekki algilda absólúta merkingu. Merking þeirra er afstæð, relatíf, þ. e. staðhæf- ingar eru réttar eða rangar miðað við ákveðin tilraunaskil- yrði eða hugmyndakerfi. Kenn ingar eða teóríur, sem ekki er hægt að setja þannig fraih, að hægt sé að sannreyna þær með tilraun eða reynslu, eiga ekki heima innan vísinda. Um þetta eru nútímavísinda- menn yfirleitt sammála. En jafnframt hafa ýmsir miklir hugsuðir bent á, að þessar stað- reyndir hafi grafið undan sið- gæðishugmyndum aldarinnar. Um leið og menn hafi gert sér ljóst, að vísindahugtök hafi ekki fasta, algilda merkingu, þá hafi trú manna á föst, algild siðgæðishugtök beðið skipbrot; en hafi maðurinn ekki slík föst, algild siðgæðishugtök að styðj- ast við í Breytni sinni, verði hún að hringlandahætti; hafi maðurinn ekki fastan siðgæðis- grundvöll að standa á, nái efa- sýki og órói tökum á honum, hann sé þá opinn fyrir hvers konar kenningum, sem skjóta einhverju föstu u.ndir fætur I honum til þess • að . standa á, þótt þær séu rangar og jafnvel skaðvænlegar, og þessa and- legu og siðferðilegu upplausn hafi einræðisstefnur nútímans notað sér. Lýðræðisskipulagið og meirihlutavaldið sé í raun- inni grundvallað á viðurkenn- ingu þess, að í þjóðfélagsmál- um sé ekki til siðferðilega rétt lausn. En einræðisstefnur boði trú á eina, sanna og rétta lausn, þær veiti öryggið og festu.na, sem siðgæðishugmyndir tuttug- ustu aldarinnar hafi misst fyrir áhrif afstæðissjónarmiða vís- indanna, en sái jafnframt sæði ofstækis og haturs, sem eitri menninguna. í bókinni, sem ég nefndi áð- an, andmælir Frank prófessor mjög eindregið þeim skoðun- um, að afstæðishu.gmyndir vís- indanna geti átt nokkurn þátt í hinni andlegu og siðferðilegu kreppu, ef þær séu rétt skildar. Afstæðissjónarmiðin hafi gert vísindunum kleift að skilja og túlka raunveru.Ieikann betur og réttar en áður hafi verið unnt. Á sama hátt verði menn að gera sér Ijóst, að ekki séu til algild siðferðileg lögmál, sem unnt sé að grundvalla á algildar breytnireglur. Breytni okkar og skoðanir á siðferðilegum efnum hljóti að vera háð því, hvaða verðmæti við metu.m mest í lífinu og að hvaða mark- miðum við yiljum keppa. Sú breytni sé siðferðilega „rétt“, sem stuðli að því, að þau mark- mið náist, sem við álítum að færi okkur mesta hamingju. En ef við skiptum u,m skoðun á markmiðinu, verður sú breytni, sem áður var „rétt“, „röng“. í því kemur það fram, að breytnireglurnar eru afstæð- ar, relatífar. Að svo miklu leyti, sem sjúk- dómar nútímamenningar koma fram í ofstæki, hatri og skorti á umbu.rðarlyndi, geta afstæðis hugmyndir vísindanna ekki verið sýkillinn. Réttur skilning- ur á þeim ætti þvert á móti að vinna gegn slíku. Kjarni þeirra Framhald á 7. síðu. F.U.J. F.U.J. F.IT.J. Fundur verður haidinn í Félagi ungra jafnaðarmanna í Reykjavík mánudaginn 17. þessa mánaðar kl. 8,30 í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Öagskrá: 1,. Inntaka nýrra félaga. 2. Verkalýðs- og atvinnumál. Frummælandi: . Eggert G. Þorsteinsson. 3. Önnur mál. Stjórnin. Hruninn í Grindavík (Frh. af 1-. síðu-I lestir af fullþurrkuðu fiski- mjöli í mjölgeymslu, og er það brunnið og eyðilagt af vatni. Varð mökkurinn ótrúlega mik ill, og kvað maður, sem var við vinnu í verksmiðjunni. Sig urður Þorleifsson símstöðvar- stjóri í Grindavík, svo að orði, er AB átti tal við hann í gær- kvöldi, að jafnt hefði brunnið móti vindi, svo bráður var eld- urinn. Sigurður kvað eldsins fyrst hafa orðið vart um fimmleytið í milliþili, bak við miðstöðvar- ketil, sem notaður er til að hita upp svartolíu, en ólíklegt þó, að kviknað hefði í frá katl- inum. Varð húsið og þakið þar á svipstundu alelda. Fór Sig- urður þá, ásamt öðrum manni, Litli Kláus Framh='ri af 4 geti sagt sæmilega rökrétta huga un á látiausan, emxaiaan -og smekklegan hátt. Þarna er um svo veigamikið atriði að ræðá, varðandi lífæð íslenzkrar tungu', ljóðagerðina, að ekki rná kasta þar til höndunum. Og þjóðleik húsinu ber skylda til að sjá um, að slíkt komi ekki fyrir. Hefuk það aldrei verið nauðsýnlegra en nú að eyru barnana séu þjáli uð til að kynnast fegurð tung- unnar í bundnu máli, þegar. að þeim er sott úr ollúm áttum með danslagatextum og álíká samsetningi. Og ekki 'myhdi neinum koma til hugar'að þjálfa og glæða tónlistarsmekk barna með því að leika falskt fyrir þau, en það er hliðstætt dæmi. Að öðru levti er fl.est. gott um leikrit þetta og. Isiksýningu aö ségja; Boðskapur sjónlei.ksins er að velta lýsistunnum er stóðu fall®Sur> ^ins og halti Hans flyi ur hann; kugarmn og þrælménn. ið liggur á sínu eigin bragði, þar 120 í hlaða úti undir verk smiðjuvegg, og koma þeim frá eldinum, því að gera mátti ráð fyrir, að sprenging yrði af, ef kviknaði í innibyrgðu lýsinu. Vildi þá svo illa til, að tunna valt ofan á manninn, honum var, og lærbraut hann. Heitir sá maður Guðmundur Tómasson. Skammt frá verksmiðjunni stóð lýsisgeymir, er tók 19 smálestir, og er talið líklegt, að lýsið í honum hafi eyðilagzt af hita, þótt ekki kæmist eldur í það. Er mikið tjón orðið af eldsvoða þessum, auk þess sem átta manns missa atvinnu sína, en útgerðarmenn í Grinda vík verða nu að flytja fiskbein og lifur til vinnslu utan þorps ins. litla Kláusi fyrirgeíast bréllurn ar og hið góða hrósar sigri að leikslokum. Varla getur liðið á löngu áður en við eignumst góð. og skemmtileg barnaleikrit er með eftir íslenzka höfunda, „og þá ei' nóg“, svo að notuð séu orð litla Kláusar. Ekki mun þjóðleikhús ið skorta þakkláta og áhuga- sama sýningargesti; það sást á frumsýningunni. Börnin lifðu sig af huga og sál inn í gang leiksins; athygli þeirra og viö- brögð er það ánægjulegasta fyr irbæri, sem ég hef enn séð í þjóðleikhúsinu. L. Guðmumlsson. „Lokað" - vegna Bakkabræðra Frá Sleindóri. ný- UB þár Reykjavík - Keflavík - Sandgerði Fjórar ferðir daglega Frá Reykjavík: Kl. 9% árd. — Kl. 1.15 sd. > — Kl. 5 sd. — Kl. 9.15 sd. Frá Keflavík: KI. Kl. 11 árd. 3 sd. Kl. 7 sd. KI. 11.15 sd. OSKAR GISLASON er kominn heim úr ierðalagi Vesturland. Sýndi hann kvikmynd sína, „Reykjavíkur- ævintýri Bakkabræðra" á mörg Lim stöðum og við góða aðsókh Það gerðist í einu þorpi, er Öskar hafði auglýst sýningu á meðan hann beið eítir ferð, að verzlun ein setti út í gluggami svolátandi. auglýsingu: „Lokað í dag vegúa Bakkabræðra!“ í dag sýnir Óskar kvikmyncl- ina í Stjörnubíó kl. 3 og 5 vegna áskorana, og verður þaö sennilega síðasta tækifærið um skéið til þéss að sjá hana. Sérstakur bíll verður í förum milli Keflavíkur og Sandgerðis og eru ferðir hans í beinu sambandi við aílar ferðirnar milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Bifrelðastöð Sleindórs Sérleyfissími 1585. „Þessvegna skiljum við” eftir Kamban , • - ' 1 sýnt í næstu viku ,.ÞESS VEGNA SKILJUM VIÐ" eitt af leikrilum Guö- mundar Kamban, verður næsía viðfangsefni þjóðleikhússins, og verður frumsýning í næstú viku. Leikrit þetta er í þremur þátt um og hefur Karl ísfeld þýtt það, en leikstjóri verður Harald ,ur Björnsson. AB 5

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.