Alþýðublaðið - 22.03.1952, Page 6
'Framhaídssagan '52-
Agatha Christie:
Morðgátan á Höfða
Frn Dáriðm
i>nrhetm*:
A ANDFEGUM VETTVANGI
Það hefur gerzt stórviðburð-
ur hér í borginni, sem fæstir,
eða að minnsta kosti ailt of fáir
munu hafa veitt verðuga at-
hygli, svo að þeir skilji til fulls
hvað komið hefur fyrir. Það
var framinn hér þjófnaður, —
en það er vitanlega enginn at-
burður í sjálfu sér; ekki held-
ur að það var fullorðin kona,
sem stolið var af, því að okkar
þjófar eru djarfir og hugrakk-
ir, og ekki er það heldur neinn
atburður, þótt lögreglunni okk-
ar blessaðri tækizt ekki að
handsama þjófinn. Mikilvægi
atburðarins liggur fyrst og
fremst í því, að það er konan,
sem tekur rögg á sig .þegar lög-
reglan gefst upp, —• og hefur
upp á sökudólginum!
Með öðrum orðum; — full-
orðin kona, meira að segja ekki
úr Reykjavík, skákar allri lög-
reglu borgarinnar í kænsku og
dugnaði; gott, — finnst ykkur
það ekki? . . .
Á stundum hefur kvenrétt-
indakonum verið brugðið um
frekju, sökum þess að þær álitu
konur körlum jafnfærar til að
gegn ýmsum mikilsverðum
störfum. En hvað finnst ykkur
þetta atvik sanna? Hvað haldið
þið að mörg ódáðaverk væru ó-
upplýst, ef lögreglan væri að
miklu leyti skipuð konum?
Ekki eitt einasta! Þessir bless-
aðir lögreglumenn hafa verið á
þeytingi út um allan heim til
að læra einhverjar vísindalegar
aðferðir cg ég veit ekki hvað!
Þegar allar þessar vísindalegu
aðferðir klikka, kemur kona ut
an af landi, og hún klikkar
ekki!
Svona er það. Á öilum svið-
um standa konur kárlmörmum
framar. Það yrði ekki aðeins á
þessu sviði, sem bara ósköp
venjuleg kona myndi sanna
fljótlega, að hún gæti hæglega
unnið það verk, sem hópur
þaulæfðra karlmanna hefði gef
izt upp við! Svona yrði það á
öllum sviðum. Ætli þær yrðu
lengi að kippa stjórn landsins í
lag, ef þær væru látnar sjálf-
ráðar! En þó grunar mig, að
upplýsingastörf í svona málum
myndu láta þeim einna bezt.
Það ættu karlmsnnirnír sjálfir
bezt að vita, að þær skulu nokk
komast að því, sem þær ætla
sér á annað borð að fá vitneskju
um. Og þeir vita það og hafa
alltaf vitað, — og nú verða þeir
að gera svo vel að viðurkenna
það.
Vér konur heimíum að lög-
reglan, að minnsta kosti rann-
sóknarlögreglan, verði mest-
megnis skipuð konum. Þá skulu
karlmennirnir mega vara sig.
í andlegum friði.
Dáríður Dulheims.
inn af henni síðast liðið hau.st.
Þau voru þá mikið saman. En
svo var eins og það slitnaði
upp úr öllu saman um jólaleyt
ið. Þau hittust aldrei eftir það,
að því er ég bezt veit“.
„Þeim hefur tekizt að hálda
j þessu, algerlega leyndu“.
„Það hafa þau sennilega
' gert vegna gamla mannsins,
sir Mathew, geri ég ráð fyrir.
Hann var víst ekki með öllum
rnjalla, karlinn'".
,,Og þér höfuð engan grun
um þetta, frú? Og þó eruð þér
nánasti vinur ungfrú Nick“.
mælti Poirot.
„Nick getur verið dul og
þögul, varðandi það, sem hún
vill ekki láta mann komast að“,
tuldraði Frederica. „Og nú skil
ég fyrst, hvers vegna hún hef-
ur verið svona utan við sig að
undanförnu. Hún lét líka orð
falla í gær, sem benda í þá átt,
þegar maður athugar það“.
„Ungfrú Nick er með af-
brigðu.m töfrandi og aðlaðandi.
frú“, mælti Poirot.
„Það var ekki laust við, að
Jim karlinn Lazarus væri á
sömu skoðun um skeið“, sagði
Challenger sjóliðsforingi og
hló heldur hranalega.
„ Já, hann Jim . .. . “ Hún
yppti öxlum, og mér virtist
henni gremjast þetta.
Hún sneri sér að Poirot.
„Segið mér eitt, herra Poi-
rot, var yður það Ijóst .... “
Hún þagnaði skyndilega,
skjálfti fór um hana og hún
varð náföl í andliti. Hún starði
felmtruð á borðið.
I „Það gengur eitthvað að yð-
ur, frú“. Ég leiddi hana að stól
og studdi hana á meðan hún
settist. „Nei, það gengur ekk-
ert að mér‘‘, mælti hún og
hristi höfuðið.
Síðan laut hún áfram í sæt-
inu og fól andlitið í höndum
sér. Við störðum á hana, undr-
andi og óttaslegnir.
Þannig sat hún drykklanga
stund.
„Hvað ég get hagað mér
kjánalega. Vertu ekki svona
Auglýsið í AB
hræddur, Georg minn. Jæja,
nú skulum við fara að tala um
morðið. Eitthvað, sem dreifir
huganum. Mér leikur forvitni
á að vita, hvort Poirot hefur
orðið nokkurs vísari“, mælti
hún og rétti úr sér í sætinu.
„Um .það get ég ekki sagt að
svo stöddu, frú“, svaraði Poi-
rot.
„En þér hafið þó hugsað yð-
ur tilgátur í því sambandi?“
„Ef til vill. En nægar sann-
anir eru þó ekki fyrir hendi,
enn sem komið er“.
„Einmitt það“. Og rödd henn
ar titraði.
Allt í einu reis hún á fætur.
„Ég hef fengið svo sáran höf
uð verk, að ég held réttast, að
ég fari og leggist fyrir. Ef til
vill verður mér leyft að hitta
Nick að máli á morgun“.
Að svo mæltu gekk hún út
úr herberginu. Challengen sjó
liðsforingi starði undrandi á
eftir hermi.
„Það er aldrei hægt að gera
sér grein fyrir, hvað þetta kven
fólk hefur í huga. Það má vel
veraj að Nick sé einlæg vin-
kona hennar, en ég leyfi mér
að efast um, að hún sé Nick
einlæg. En, — eins -og ég segi,
það er ekki nokkur leið að át.ta
sig á þessu kveníólki. Það seg-
ir sífellt: elskan mín, elskan
mín, elskan mín, hvert við anu
að, enda þótt það meini í raun
réttri allt annað. Eruð þér á
leið út. herra Poirot?“ Poirot
hafði nefnilega risið á fætur
og tekið hatt sinn.
„Já, ég ætla að skreppa út
í borgina, rétt sem snöggvast“.
„Ég hef ekkert fyrir stafni
þessa stundina‘‘, mælti Chall-
enger sjóliðsforingi enn. „Er
yðu.r á móti skapi, að ég verði
yður samferða?“
„Síður en svo. Mér er bað
sonn ánægja“.
Við gengum út úr herberg-
inu. Poirot sneri inn aftur, bað
okkur að bíða sín og kom að
vörmu spori með göngustaf:
sinn, sem hann hafði gleýmt
inni. Challenger varð starsýnt
'á stafinn, enda var handfang-
ið gu.lli skreytt og stafurinn
hinn fegursti gripur.
Poirot hélt fyrst inn í blóma
verzlun.
„Ég ætla að senda ungfrú
Nick blóm“, mælti hann við
okkur.
Það sýndi sig, að Poirot var
vandlátur viðskiptavinur.
Að lokum fékk hann þó það,
sem honum líkaði. Gullna
blómakörfu, sem hann lét fylla
með bleikum liljukonvöllum
og skreyta með ljósbláum silki
borða.
Blómasölustúlkan færði hon
um nafnspjald og hann reit á
það með skrau.tlegri stafagerð.
„Kærar kveðjur frá Hercule
Poirot'1.
„Ég sendi henni bíómvönd
í morgun“, sagði Challenger
sjóliðsforingi. „Éf til vill ætti
ég að senda henni dálítði af
ávöxtum“.
„Þýðingarlaust“, tautaði
Poirot.
„Hvað segið þér?“
„Ég sagði, að það væri til-
gangslaust. Henni er ekki leyft
að taka á móti neinum send-
ingum, sem hafa eitthvað mat
arkyns inni að halda“.
„Hver skipar svo fyrir?“
„Það er ég, sem skipa svo fyr
ir. Þetta er ófrávíkjanleg
regla. Ég hef rætt málið við
ungfrú Nick sjálfa; hún skilur
hvað ég á við, og mun haga
sér samkvæmt því“ svaraði
Poirot ákveðinn.
„Hamingjan góða“, - varð
Challenger sjóliðsforingja að
! orði.
I Eitt andartak starði hann á
Poirot, og það var bæði undr-
un og hræðsla í augnatilliti
hans.
„Það er þá svona“, m'ælti
hann. „Þér óttist þá að enn
SEXTÁNDI KAFLI.
Rætt við herra Whitfielcl.
Ekkert nýtt kom í ljós við
réttarhöldin. Þar voru aðeins
bornar Upp þær spurningar,
f
GAMAN OG
Myrulasaga barnanna:
Bangsi og álfabjalhni
Eftir langa stund leit gamla
konan við og sá strákana, en
hún sagði ekki orð. „Segðu
okkur, hvernig á þessu stend-
ur?“ sagði Bangsi óþolinmóður
og gleymdi að heilsa. „Hvaðan
kemur þessi reykur?“ Kerling
in þagði enn um stund. Síðan
sagði hún: „Það var sú tíð“,
tautaði hún dularfu.il á svip,
„að reykir og eldar komu víða
upp í landinu okkar. Hver veit
nema þeir tímar séu að koma
aftur“. „Getur þá kviknað í
okkur?“ spu.rði Gutti lafhrædd
ur. En kerlingin svaraði ekki,
heldur staulaðist áleiðis að
vagni sínum.
Þegar þau komu að vagnin-
um, sneri hún sér aftur að
drengjunum og sagði: „Undar-
leg fyrirbæri eru að gerast
langt niðri í jörðinni og ein-
hver verður að grafast fyrir
um, hver þau eru. Það er hættu
legt verk. Ég er orðin of göm-
u,l til að taka það að mér, og
ég get ekki verið án Tatta.
Munduð þið hinir vilja vita,
hvað þið getið?“ „Já, já,“ hróp-
aði Bangsi ákafur og hafði nú
gleymt allri hræðslu. „Við
Gutti skulum gera það. Hvert
eigum við að íara og hvað eig-
um við að gera?‘‘ En kerling-
in brosti að ákafanu.m í Bangsa.
Síðan staulaðist kerlingin
upp í vagninn sinn og bað
Bangsa að koma upp á pallinn.
Hún var nokkra stund eitt-
hvað að bauka inni hjá sér,
en kom svo fram í dyrnar aft-
ur, hallaði sér yfir neðri hurð-
ina og fékk Bangsa skínandi
bjöllu.. „Ég sýni þér mikið
traust“, hvíslaði hún. „Ég hef
engu.rn lánað þesa bjöllu fyrr.
Þetta er álfabjálla. Þú átt að
fara þangað, sem reykurinn er
þykkastur og hringja þar.
Segðu mér svo, hvað gerist.“
Gutti stóð álengdar og horfði
á. Hann var orðinn talsvert
skelkaður, þegar Bangsi kom
til hans.
Gerðist læknir.
Logreglan í Ohio í Bandaríkj
unum leitaði fyrir nokkru að
sjúkling, sem sloppið hafði af
geðveikrahæli í Virginíufylki.
Eftir langa leit fannst sjúkling-
urinn. Hafði hann. þá fengið
stöðu sem aðstoðarlæknir við
geðveikraspítala í Ohio, og
þótti afburða snjall og líklegur
til frama þar á spítalanum. Það
kom því flatt upp á starfsfólk
spítalans þegar lögreglan flutti
hann burtu og sendi hann til
Virginíu þar sem hann var aft-
ur innritaður sem sjúklingur.
Trúði ekki spáðómum.
„Hefur þú ekki trú á spádórn
um?“ spurði grannkona Jóns í
Görðum er þau sátu eitt sinn á
taii yfir kaffibolla.
Jón: „Fari allar spákonur
norður og niður. Það er nú síð-
ur en svo. Ég trúi engum spá-
dómum síðan því var spáð fyrir
dóttur minni að hún myndi aldr
ei eignazt barn. Stelpukjánirtn
treysti þessu og skákaði í því
skiólinu. Nú situr hún uppi
með tvö börn.“
Pabbi ex* verri en cg.
Bjössi er að leika sér úti á
götu og situr í göturæsinu þeg-
ar vel búin kona gengur fram-
hjá. „Ósköp er að sjá þig,
drengur minn,“ segir konan,
„þú mátt ekki óhreinka þig
svona mikið. Hvað heldurðu
annars að hann pabbi þinn
segi?“
„Pabbi getur nú ekki sagt
mikið, því hann er enn verri en
ég.“
„Hvað er að heyra til þín,
drengur minn, heldurðu að þú
megir tala svona um föður þinn,
aldrei sezt hann í götursæsið.“
„Nei,“ segir strákur hróðug-
ur, „en hann fer stundum niður
í reykháfa, því hana er nefni-
lega sótari.“
Ótrúlegt en sact.
í Þýzkalandi hafa verið gerð'
ar tilraunir með að lita trjávið.
Litúnum er sprauíað í viðiim
nærri rótunum meðan tréð er
ungt og breiðist liturinn um bol
trésins.
komið og seljið meiki
Hvítabandsins á morgum
Sölulaun.
Afhent á Vesturgötu 10 og:
Laugarvegi 61 (skriftofu)
öími 1609, og fleiri stöðum
eftir upplýsingum þar.
Rafbúnaður í bíia
Rafvélaverkstæði og
verzlun
Halldórs Óláfssonar.
Rauðarárstíg 20. Sími 4775.'
AB6