Alþýðublaðið - 03.04.1952, Qupperneq 1
r kSHfao fyviv
llllfÍ 11311 almenning á 1 zlBlðl.Q l|íií ösludag
==?==^== (Sjá 8. síðu.) J
MÞYðUBiJL
XXXIII. árgangur.
Fimmtudagur 3. apríl 1952.
78. tbl.
WtUSBBmSSBBII'eiSEBSú.Xi wv
Fulltrúar á landsþingi slysavarnafélagsins framan við björg-
unars.töð Ingólfs í Örfirisev. Þeir eru að skoða gúmmibjörgun-
arbát slysavarnafélagsin:— Ljósm.: Stefán Nikulasion.
FULLTRUUM A LANDSÞINGI SLYSAVARNAFELAGS.
INS voru sýnd í gær tæki, sem sérstaklega eru ætluð til þess
að bjarga mönnian, sem fallið hafa fyrir borð. Tæki þessi eru
mjög haglega útbúið björgunarvesti og lína, sem flýtur á sjón-
um. Eru vestin alveg ný, en línan hefur verið hér til í nokkur
ár, þótt ekki hafi hún enn verið sett í skipin.
Fulltrúar á slysavarnaþing- ■
inu skoðuðu þessi tæki, er
slysavarnadeildin Ingólfur í
Eevkjavík bauð þeim að skoða
björgunarstöð sína í Örfirisey.
Einnig fengu fulltrúarnir a’ð
bragða á nærandi súpu, sem
geymd er í dósum og ætluð
er til þess að hafa í skip-
brotsmannaskýlum. Súpu-
dósirnar eru tvöfaldar, og á
milli laga er efni, sem kveikt
er í, og hitnar þá súpan. Á
að neyta hennar heitrar. Er
hún einkar hentug til hress-
ingar skipbrotsmönnum, er
ná landi og komast í skýli
aðframkomnir af kulda og
vosbúð.
BJÖRGUNARVESTIÐ
Björgunarvestið er mjög fyr-
irferðarlítið, þegar það er ekki
í notkun. Það er geymt í lítilli
tösku, sem hver sjómaður get-
ur haft spennta á sig við vinnu
sína. Falli hann útbyrðis, þarf
hann ekki annað en að opna
töskuna og setja vestið upp
yfir höfuðið, kippa síðan í band
á vestinu, og fyllist það þá lofti.
Vestið heldur manninum alveg
á floti. Einnig er ljós á vestinu
og áföst við það er flauta, sem
hann getur blásið í, ef hann
þarf að láta vita, hvar hann er
í dimmviðri eða náttmyrkri.
Falli maður fyrir borð, án þess
að vera búinn vestinu, en sé
þáð til á skipinu, getur annar
skipverji búizt því í skyndi og
kastað sér til hins nauðstadda
manns. Er þá flotlínan fest við
beltið.
n o
Kefauver íékk langmesí fylgi af
ambióðendum demókrafa
ROBERT TAF'T sigraði Eisenhower hershöfðingja
í fulltrúakjörinu í Wisconsin og Nebraska. Fékk hann
kosna 24 kjörmenn repúblíkana af 30 í Wisconsin, en
hinir 6 eru stuðningsmenn Warrens. í Nebraska hafði
Taft einni'g fengið meira fylgi en Eisenhower, þegar
talningu atkvæða bar var langt komið í gær, en hvor-
ugur þeirra var þar í kjöri, og urðu kjósendur því að
skrifa nöfn beirra á framboðslistann.
Hefur aðstaða Tafts í sam-
keppninni við Eisenhower
styrkzt að miklum mun við
þennan sigur hans í Wisconsin
oq Nebraska; en hann hefur
sótt kosninguria þar af miklu
kappi: enda var almennt talið,
[ að hann myndi úr leik sem
forsetaefni repúblikana, ef
hann tapaði fyrir Eisenhower
í þessum tveimur ríkjum.
Þykir líklegt, að stuðnings-
menn Eisenhowers muni nú
leggja fast að honum að hverfa
heim til að taka persónulega
þátt í kosningabaráttunni, þar
eð ella séu vaxandi líkur á því
að Taft hreppi framboðið.
Estes Kefauver fékk lang-
mest fylgi af demókrötum í
fulltrúakjörinu í Wisconsin og
Nebraska. Fékk hann alla 28
kjörmennina kosna í Wisconsin
og hafði langmest fylgi fram-
bjóðenda flokks síns í Ne-
braska, en atkvæðatalningunni
bar var enn ekki lokið, þegar
síðast fréttist í gærkvöldi.
Virðast þannig auknar líkur á
því, að Kefauver verði forseta-
efni demókrata, og ferðast
hann víðs vegar um landið til
að afla sér fylgis meðal kjós-
enda.
Sfjorn Pinays beið ó
sigur í atkvæða -
greiðslu um fjárlögii
Taistöðvar eru í
93 próseni ís-
lenzkra skipa
S.V.F.Í. vill fá tal-
stöðvar í öll.
TALSTÖÐVAU eru í öllum
íslenzkum skipum, sem eru
yfir 10 smálfestir, að því er
póst- og símaniálastjóri upp
lýsti á landsþingi slysavarna
félagsins, eða m. ö. o. í 93%
alls íslenzka flotans, Mun
það vera meira en dæmi eru
til í öðrum löndum.
En um þetta mál sam-
þykkti landsþingið svo lát-
andi tillögu:
„Þingið álítur að lögbjóða
þurfi talstöðvar eða radio-
neyðartaltæki í hvert íljót-
andi íslenzkt far og felur
stjórn félagsins að viivna að
því máli“.
RÍKISSTJÓRN Antoine Pi-
nays á Frakklandi beið í gær
niikinn ósigur í sambandi við
atkvæðagreiðslu um fjárlaga-
frumvarp hennar. Var þar um
að ræða lieimild stjórninni til
handa um að afla tekna, en
þingið felldi að ræða hana.
Atkvæðagreiðslan fór á þá
lund, að 432 þingmenn greiddu
atkvæði gegn því að ræða
heimild þessa; en aðeins 187 |
þingmenn með því. Þeir, sem
greiddu stjórninni atkvæði,
voru þingmenn íhaldsfloklc-
anna og róttækra.
Maður í björgunarbúningi með
vestið. — (Ljósm.: Stefán
Nikulásson.
FLOTLÍNAN
Flotlínan er grönn en sterk
og flýtur qfan á sjónum. Henni
á að skjóta út til manns, sem
falJið hefur í sjóinn, og má hafa
ljósaútbúnað á enda hennar. Ef
ekki er mjög dimmt, sér hann
línuna á sjónum og getur grip-
ið í ■ hana, enda yrði henni
skotið eins nærri honum og
unnt væri.
KAFFIBOÐ HJÁ „INGÓLFI"
Fulltrúunum var einnig sýnd
hin nýja tegund gúmmíbáta,
línubyssur o. fl. Síðan bauð
slysavarnadeildin Ingólfur full-
trúunum ■ til kaffidrykkju í
Tjarnarcafé, og voru þar flutt
mörg ávörp.
Eldborg byrjar afíur Akraness og
Borgarnessferðir um miðjan apríi
--------9-------
Ekkert skip fengið enn í stað Laxfoss.
--------9-------
ELDBORGIN mun hefja ferðir á ný milli Reykjavíkur,
Akraness og Borgarness um miðjan þennan mánuð, en hún er
i nú stödd í Frakklandi, en fer þaðan til Danmerkur og tekur þar
vörur hingað. Enn hefur Skallagrímur h.f. ekkert skip getað
fengið keypt, senr hentar á þessa leið, en eftirgrennslanir í því
efni halda áfram.
Vélskipið Andry, sem haldið
hefur uppi ferðum til Akraness
og Borgarness í febrúar og marz,
er enn 1 ferðum, en leigusamn-
ingurinn um skipið var útrunn
inn 1. apríl, og er ekki vitað
hvort hægt verður að fá^það til
þess að halda ferðum áfram þar
til Eldborg kemur heim, en hún
er væntanleg um páskana.
Samkvæmt upplýsingum, sem
AB fékk í gær hjá Friðrik Þor-
valdssyifi, hefur Skallagrímur
nú keypt Laxfossflakið af trygg
ingarfélaginu, en horfur um
björgun munu ekki miklar. Rann
sóknir hafa þó verið gerðar á
flakinu og áætlanir um kostnað
við björgun, en engin ákvörðun
hefur verið tekin enn, hvort
reynt verður að bjarga flakinu
með vorinu.
Leiðarmerki komin
á stræiisvagnana
LEIÐARMERKI eru komin á
alla strætisvagnana, og gefast
þau vel; enda eru mikil þæg-
indi að því fyrir farþega, að
þurfa aðeins að lít,a á leiðar-
merkin í hliðarrúðum vagn-
anna, til þess að þekkja sinn
hlaupa fram fyrir þá til þess
vagn, í stað þess að þurfa að
að lesa á þá.
Enn fremu.r er komið til
landsins efni í skilti, sem sett
verður upp í aðalstöðvum
strætisvagnanna í miðbænum*
en á það verður skráð leiðar-
númer vagnanna, svo og bu’rt-
farartími þeirra. Einnig munui
síðar meir verða sett upp leið-
arnúmer á hina ýmsu viðkomu-
staði vagnanna úti um bæinn.
Fékk ekki meðráð-
herra í stjórn sína
MAÐUR SÁ, sem beyinn í
Túnis fól stjórnarmyndun á
dögunum, hefur nú gefizt upp
við að mynda sitjórn, er fulltrú-
ar stjórnmálaflokka landsins
eigi sæti í.
Beyinn fól í gær sama manni
að mynda stjórn, sem í eiga
sæti embættismenn, er standi
utan við stjórnmálaflokkana;
en tvisýnt þykir, að hann fái
ráðherra í slíka stjórn.