Alþýðublaðið - 05.04.1952, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 05.04.1952, Blaðsíða 5
ÁFENGISMÁLIN eru í vax- andi mæli íhugunareíni með þjóð okkar. Á því sviði er nú þörf fullrar aðgæzlu og skiln- ings. í dag birtir kvennasíða AB viðtal við sex reykvískar kon- ur, er standa, ásamt mörgum öðrum, framarlega í bindindis hreyfingunni. ÁFENGISVARNANEFND KVENNA. Hve langt er síðan áfengis- varnarnefnd kvenna í Reykja- vík var stofnuð, spyrjum vér formann nefndarinnar, frú Viktoríu Bjarnadóttur. „Nefndin hefur starfað í 5 ár. Hún er skipuð fulltrúum frá hinum ýmsu kvenfélögum hér í bæ. Óhætt er að segja, að starfsviðið hefur færzt út með hverju ári. Nú hefur t. d. nefnd in opnað skrifstofu á Fríkirkju vegi 11 á þriðjudögum kl. 5—7; er það ósk okkar, að geta þar veitt, sem flestum, sem þang- að koma, hjálp og leiðbeining- ar. Nefndin hefur séð ýmsum áfengissjúklingum fyrir lækn- ishjálp og vinnur að þeim mál um og fleirum í sambandi við aðrar bindindisnefndir og góð- templararegluna. Þá má nefna, að nefndin er aðili a? tóm- stundákvöldum kvenna, sem haldin eru með kvöldvöku- sniði. Ungar stúlkur sækja nú orðið vel þessar kvöldvökur. Nefndin nýtur ofurlítils styrks frá ríki og bæ“. —- Hver eru helztu viðfangs efni nefndarinnar? „Stofnaðar hafa verið áfeng isvarnanefndir kvenna víðs vegar um land og vinna þær með hinum lögskipuðu áfengis varnanefndum á hverjum stað. Sumar kvenna nefndirn- ar eru svo duglegar, að þær efla verulega starfið í heild. Nú er mjög orðið aðkallandi að við beitum okkur fyrir lándssambandi milli allra á- fengisvarnanefnda kvenna til þess að auka samstarfsmáttinn og skipuleggja starfið betur. Þá er framtíðardraumur minn sá, að við verðum færar um að reka hér fullkomna skrif- stofu, þar sem til viðtals væri læknir, sálfræðingur og lög- fræðingur. Vandamál drykkju xnannsins eru svo mörg, og drykkjufýsn hans oft af sál- rænum toga spunnin, að sér- fræðing þarf til að skýra. Hvernig sem fer með þetta og önnur framfaramál á þessu sviði, þá er eitt víst: starfið er aðkallandi og þörf á að sem flestir leggi hönd á nlóginn“. DRAKK tTT FIMM JARÐAR- VERÐ. Voru nokkur sérstök atvik því valdandi, að þér gerðust talsmaður bindindis? ,,Ef til vill þau, að afi minn var ofdrykkjumaður, hann drakk út 5 jarðir og sig sjálf- an á vonarvöl. Ég hef vorkennt ömmu minni, en jafnframt dáð hana alla ævi fyrir það, hve vel hún bar raunir sínar. Er hún kom þar að, er gildur bóndi var að telja manni hennar út fé fyrir síðustu Jörðina, ábýl- isjörð þeirra, þá leið yfir hana, cvo þungt féll henni ráða- breytni bónda síns, en síðan tók hún rólega sem fyrr því er að höndum bar. Stuttu seinna varð hún að ráða sig sem vinnu konu hjá vandalausum. En hún hafði þrek og hjartalag til þess að biðja hjónunum, sem tóku við jörðinni • efjtir hana, guðs blessunar og hún óskaði þess, að þau mættu finna þarna sanna hamingju. Af fi’amkomu hennar voru hinir nýju ábúendur svo hrifnir, og henni þakklátir, að þau hjónin buðu henni að dveljast hjá sér og það þáði amma mín, er hún hafði útent sina vistráðn- ingu. Þar var hún síðan til dauðadags í bezta yfirlæti. ■— Þetta er útúrdúr, en mörg drykkjumannskonan fyrr og nú hefur staðið uppi slipp og snauð1'. HJÁLPARSTÖÐVAR NAUÐ- SYNLEGAR. — Hvernig er háttað störf- um kvennanna í bindindis- hreyfingunni út á meðal fólks ins, spyrjum vér frú Guðlaugu N’arfadóttur. „Við förum oft inn á drykkkjumannaheimilin, ým- ist af því, að við þekkjum þar allar heimilisástæðúr eða af því að læknar eða lögreglan æskja þess. Kvenfólk, sem sett er inn í „kjallarann" svonefnda, þarf oft margvíslegrar aðstoðar við. Konur í bindindishreyf- hreyfingunni hafa mjög beitt sér fyrir bættum aðbúnaði fyrir hið drykkjusjúka kven- fólk, sem gistir ,,kjallarann“. Nokkuð hefur áunnizt, en verst er, að í þessum ófullkomnu vistarverum eru ekki nein böð Viðtöl við sex sfarfandi kon- ur í bindindis- hreyfingunnni. til staðar, en þrifaböð þar væru þessu fólki nauðsynleg. Stundum förum við út að leita að einhverjum, sem vant ar; kannski er það unga dóttir in, sem dvelst við drykkju. Sú leit getur orðið nokkuð löng. Þá reynir maður að tala um fyrir þessu fólki eða fá það til að leita sér lækninga. í örfá- um tilfellum bera góð orð og fortölur árangur. En þó að hið drykkfellda fólk komi og biðji ásjár, þegar verst gegnir fyrir því, þá er það oftast óráðþægt, þegar til kastanna kemur. Eigi að verða verulegur árang ur í starfi, þurfa að vera til nauðsynlegar hjálparstöðvar, er tækju á móti þeim drykkju sjúku til athugunar og ráðstöf unar. Enn fremur vinnu- og skólaheimili fyrir þá, sem fjar lægja verður frá umhverfi sínu. Þessar stofnanir eru jafn nauð synlegar og berklahæli eru t. d. á sínu sviði“. — Er drykkjuskapur eink- um uppeldinu að kenna? „Stundum, en ekki nærri allt af. Fólk getur orðið drykkju- aumingjar þótt það hafi hlotið gott uppeldi, og það, sem er þakkarverðast, unglingarnir frá óregluheimilum verða stundum til fyrirmvndar í þeim efnum. Orsök til vín- hneigðar mun nrfega leita í veilli skapgerð. litlum viðnáms þrótti, ef á móti blæs í lífinu á einhvern hátt. Flættulegast af öllu er hinn slæmi félags- skapur, sem margur lendir í í fjölbýlinu, ekki hvað sízt ung menni utan af landi. Á þann veg hefur margt mannsefni farið forgörðum“. 50 NÝIR ÁFENGISSJÚK- LINGAR. — Færist drykkjuskapur í vöxt, spyrjum vér frú Jóhöimu Egilsdóttur. ,,Já, greinilega hér í Reykja vík og víðar; hann verð- ur æ almennari. Það er orðið tízka að hafa vín um hönd. Samkomuhús krefjast vínveit- ingaleyfis og líka mörg félög, sem gangast fyrir skemmtun- um í ágóða skyni, því þá eru þær vel sóttar. Annars ekki. Allt ber að sama brunni, Mest ber á því, hve drykkjuskapur kvenna er orðinn almennur móts vig það, sem var. Fyrir 30—40 árum var héf vitað um eina konu, sem sást drukkin á almannafæri. Hún þótti sér- stakt fyrirbrigði í bæjarlífinu. Ef taka ætti niður nöfn drykkju kvenna hér nú, eldri og yngri, yrði það langur listi“. — Á hvaða aldri er hið drykkjusjúka fólk? „Á bezta aldri yfirleitt, frá fermingu 'til fimmtugs, heildin ungt fólk. Ekki eru þær gaml- ar stúlkurnar, sem sækja Keflavíkurflugvöllinn, að sögn. Engum íslenzkum stúlkum ætti að vera leyfður þar að- gangur. Alfreð Gíslason læknir telur að 50 nýir áfengissjúklingar hafi bætzt við hér í bæ síðan um áramót“. HÉR ÞARF ALGFRT ÁFENG ISBANN. Frú Sigríður Pétursdóttir tekur til máls: „Ég hef ekki trú á, að hægt sé að breyta almenningsálit- inu á þann veg, að drykkju- skapur þyki ófínn og minnki þannig. Hér þarf algert áfeng isbann. Að ósi skal á stemma. Þá þarf ekki allar þær hjálp- arstöðvar og heimili, sem nú er talin þörf á að byggja. Sterk löggjöf um aðflutnings- bann, löggjöf, sem fylgt er fram út í æsar, er það eina, sem getur hjálpað. Reynslan færði okkur heim sanninn um það á árunum, er hér var að- flutningsbann. Skömmtun á- fengis er þó skárri en ekki neitt“. HIÐ OPINBERA BRÝTUR SJÁLFT ÁFENGISLÖG- GJÖFINA. — Hefur hið opinbera brugð Vesti eru mikið í tízku, og þau geta gert gamlan hversdags- kjól sem nýjan. Vestið er hneppt að framan, um mittið, með tveim stórum hnöppum. Vestið er fallegt, úr einlitu flaueli, við köflóttann eða röndóttann kjól, eða úr ljósu voðfelldu efni útsaumað með alla vega litum, smáblúndum með ullargarni. Þó er fallegast að hneppa vestinu með silfurhnöppum. Slík vesti eru falleg með sumarkjólum. izt skyldu sinni, spyrjum vér frú Pálínu Þorfinnsdóttur. „Já, svo sannarlega. Það hef ur jafnvel ekki skirrst við að brjóta sett lög, sbr. lögin um héraðabönn. Þegar Vestmanna eyingar t. d. ætluðu að notfæra sér þetta, var þeim bannað það. Sama máli gegndi um Siglufjörð. Þar var þeim bann að að notfæra sér lögin um síldveiðitímann. Eldgamlir samningar við Spán voru borrv ir fyrir. Framkvæmdir ríkis- valdsins til öryggis og hjálpar di’ykkjusjúku fólki hafa aö engu orðið. Heimild til ao kaupa vín með afslætti, sem margir hafa, forstjórabrenni- vínið svonefnda, gerir mikiö illt og ætti ekki að þekkjast. Framhald á 7. síðu. sdai Eins og undanfarin ár verður Pálmasunnudagurinn kristniboðsdagur ársins og verða kristniboðsguðsþjón- ustur og samkomur á eftirtöldum stöðum: AKRANES: Kristniboðssamkoma í Frón kl. 5 e. h. Jóhannes Sigurðsson talar.- HAFNARFJÖRÐUR: Kl. 10 f. h. Barnaguðsþjónusta í húsi KFUM og K Kl. 5 e. h. Guðsþjónusta í þjóðkirkjunni, síra Bjarni Jónsson vígslubiskup þrédikar. Kl. 8,30 Kristniboðssamkoma í húsi KFUM og K Bjarni Eyjólfsson talar. REYKJAVÍK: Kristniboðshúsið Betanía (Laufásveg 13): Kl. 2 e. h. Sunnudagaskólinn. Kl. 5 e. h. Kristniboðssamkoma, Bjarni Eyjólfs- Björnsson prédikar. Fríkirkjan. Guðsþjónusta kl. 5 e. h., síra Þorsteinn son talar. Hallgrímskirkja kl. 11 f. h., guðsþjónusta, síra Sigurjón Þ. Árnason prédikar. Laugarneskirkja kl. 2 e. h., guðsþjónusta, síra Garðar Svavarsson prédikar. VESTMANNAEYJAR: Kl. 11 f. h. Barnaguðsþjónusta í Landakirkju. Kl. 5 e. h. Guðsþjónusta í Landakirkju, Ólafur Ólafsson, kristniboði, prédikar. Kl. 8,30 e. h. Samkoma í húsi KFUM og K. Ólafur Ólafsson talar. ' Gjöfum til kristniboðsstarfs verður veitt móttaka á öllum þessum guðsþjónustum og samkomum. Samband íslenzkra kristniboðsfélaga. AB 5 ceeioj:di3cscc::c z s a_a_a_» a a gii 3 ■ b a a a n b_e a.a a DBOiaaaiB

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.