Alþýðublaðið - 19.04.1952, Side 4
AB-AíþýðubíaðKS
19, aprjl 1952
insdæmi í vesfrænum iöndum
Fiskistúlkan. Ungar stúlkux í Svíþjóð láta sér ekki
allt fyrir brjósti brenna. Hér er ein
þeirra, Gerd Andersson, 19 ára, sem á heima í skerjagarðinum
úti fyrir Stokkhólmi og stundar fiskiveiðar. Hún segist líka
ætla að giftast fiskimanni; en ennþá hefur enginn þeirra bitið
á hjá henni, þó að hún innbyrði fiskinn, hundruðum saman.
Vertíðin suðvestan lands I.—15. apríh
Afli misjafn og sums staðar mjög
rýr, en gæffir yfirleiff góðar
---------4--------
AFLI VAR MISJAFN í verstöðvum á Suðvesturlandi fyrri
part aprílmánaðar, sums staðar mjög rýr, samkvæmt upplýsing
um frá Fiskifélagi fslands. En gæftir voru yfirleitt góðar.
VÍSIR hefur nú komizt að
þeirri gáfulegu niðurstöðu,
að Alþýðuflokkurinn sé að
berjast gegn samtökum hinna
vestrænu þjóða með andstöðu
sinni gegn verzlunarokrinu,
sem Björn Ólafsson hefur
kallað yfir þjóðina! Reynir
heildsalablaðið að gefa í
skyn, að stefna ríkisstjórnar-
innar í verzlunarmálum sé í
samræmi við eínahagssam-
starf vestrænna þjóða og
hljóti að vera sá, sem raun
ber vitni. Og þessu til viðbót-
ar syngur svo.Vísir einu sinni
enn lofsönginn um „frjálsu
verzlunina“, sem einkennist
af verðhækkun annars vegar
og hruni íslenzkrar fram-
leiðslu og atvinnuleysi hins
vegar!
Þessi vörn Vísis íyrir hina
svokölluðu „frjálsu verzlun“
Björns Ólafssonar er hlægi-
leg fjarstæða. Efnahagssam-
starf hinna vestrænu þjóða á
ekkert skylt við fjármála-
stefnu afturhaldsstjórnarinn-
ar hér á landi. Oæmin þessu
til sönnunar eru fjöldamörg.
AB vill til dæmis benda Vísi
á, að Bx-etum dettur ekki í
hug að taka upp skefjalausan
innflutning á útlendum vör-
um og stofna bannig innlend-
um iðnaði í hættu. Churchill
6g samherjar hans í brezku
stjórninni eru raunar íhalds-
menn. En beir láta sér ekki
til hugar koma að stuðla að
bví, að útlent vinnuafl leysi
brezkt af hólmi. Þeir eru
bannig frjálslyndir og víðsvn-
ir í samanburði vlð ihalds-
mennina. sem ráða verzlunar
málum fslendiinra undir vfir-
stjórn Björns Ólafssonar; en
Hermann Jónasson. Eysteinn
Jónsson og St.eingrímur Stein
þórsson virðast honum ekki
síður sammála en Biarxii
Benediktsson og Ólafur
Thors. Vísir er ef til v.ill á
því gáfnastigi, að hann ielji,
að Bretar séu andvígir efna-
. hagssamvinnu hinna vest-
• rænu þjóða; en sú ásökun
felst í asnasparki hans til /VI-
þýðuflokksins. Og hað er satt
að segja ónærgætnislegt að
' ætla Vísi svo heimskan, að
honum sé ekki um það kunn-
ugt, að engin ríkisstjórn bjóð
anna, sem standa að hinr.i
vestrænu efnahagssamvinnu,
nema sú, sem við fslendingar
eigum við að bii.a. hefur af-
numið verðlagseftirlitið og
■ gefið bröskurunum friálsar
hendur við að :kara eld að
gróðaköku sinni á kostnað al
mennings. Samstarfsþjóðir
okkar á sviði hinnar vest-
rænu efnahagssamvinnu
leggja megináherzlu á að
halda niðri verðlagi á nauð-
synjavörum. Hér á landi hef-
ur verðlag þeirra hins vegar
verið sprengt upp úr öllu
valdi. Ög þetta á meginþátt-
inn í reginmun dýrtíðarinn-
ar og verðbólgunnar hér og í
nágrannalöndunum; en hann
er alltaf að aukast fyrir at-
beina íhaldsstjórnarinnar,
sem hefur gert Björn Ólafs-
son að einræðisherra verzlun-
armálanna.
Vísir ræðir í þessu sam-
bandi einu sinni enn erfið-
leika iðnaðarins. Hann skort-
ir hreinskilni til að játa, að
þeir stafi af frílista Björns
Ólafssonar, en segir hins veg-
ar, að iðnaðurinn hafi verið
„gripinn þeirri sýki að skara
eld að sinni köku og hirða
skjótfenginn gróða á sem auð
veldastan hátt“. En dettur
Vísi i hug, að íslendingar trúi
því, að þetta sé sannleikur
málsins? Iðnaðurinn hefur átt
í vök að verjast um áraskeið
og mátti sannarlega ekki við
áfalli, hvað þá því rothöggi,
sem afturhaldið í landinu hef
ur greitt honum. Heildsala-
blaðinu tekst áreiðanlega
ekki að telja neinum manni
trú um, að lagt hafi veriö tii
atlögu gegn iðnaðinum af því
að hann hafi safnað ofsa-
gróða. Ef vakað hefði fyrir
ríkisstjórninni að skerða
illa fenginn ofsagróða,
myndi hún hafa snúið geiri
sínum að húsbændum Vísis.
heildsölunum og verzlunar-
okrurunum, en reynt að hlúa
að íslenzkum iðnaði. En nú
er hlúð að heildsölunura og
öðrum bröskurum á kostnað
iðnaðarins.
Annars er athyglisvert fyr-
ir íslenzka iðnaðarmenn að
kynna sér dóm þann, sem
heildsalablaðið kveour upp
yfir þeim í forustugrein sinni
í gær. Þjóðin mun vissulega
ekki taka mark á þeim
sleggjudómi. En hann sýnir
hins vegar og sannar, hver er
vinátta íhaldsins í garð iðnað
arins, þegar á reyni; og gæð-
ingar þess sjá sér gróðaleik á
borði. Þá er ekki hikað við að
fórna stærsta atvinnuvegi
landsins og kalla böl atvinnu-
leysisins yfir þúsundir karla
og kvenna.
Hér skal greint frá afla-
brögðum og gæfturn í verstöðv-
unum á tímabilinu frá 1.—15.
apríl:
ÓLAFSVÍK
Gæftir voru fremur stirðar
og mjög rýr afli. 6 bátar reru
með línu og varð heildarafli
þeirra 29 Vz smálest og heildar-
róðrafjöldi 21.
AKRANES
Á tímabilinu 29. marz — 14.
apríl fóru 15 lóðabátar og einn
netjabátur fjá Akranesi 126
sjóferðir og öfluðu 688 smálest-
ir af slægðum fiski með haus.
EYRARBAKKI
Fimm bátar stunduðu veiðar
frá Eyrarbakki í íyrri hluta
aprílmánaðar. Gæftir voru gcð
ar, en afli rýr. Flestir voru
farnir 10 - róðrar, en heildar-
róðrafjöldk var 4o róðrar og
heildaraflamagn 130 smálestir
af slægðum fiski með haus.
STOKKSEYRI
Þaðan gegnu fimm netjabát-
ar. Gæftir voru sæmilegar, en
afli fremur tregur, 5—6 lesbr
í róðri. Flest voru farnic 12
róðrar. Heildaraflinn nam 262
lestum (slægður með hausl, en
heildarróðrafjöldi var 58 róðr-
ar.
VESTMANNAEYJAR
Gæftir hafa verið fremur
stirðar það sem af er mánuðm-
um, en afli góður. Aðallega er
veitt í þorskanet, en þó eru
nokkrir bátar, sem veiða í botn
vörpu. Af netjabátum hefur
Emma II fengið mestan afla í
róðri um 35 lestir. Flestir bát-
anna hafa farið 11—12 sjóferð-
ir og aflað frá 150—180 iesbr.
Veiðar með lóð hafa ekki ver
ið stundaðar það sém af er
mánuðinum.
ÞORLÁKSHÖFN
Þaðan róa 6 þilfarsbátar með
net. Gæftir voru góðar og afli
fremur góður. Flestir voru farn
ir 12 róðrar, en heiiclarróðra-
fjöldi var 61. Mestan afla í
róðri hafði Viktoría ?.7 175 kg.
af slægðum fiski og hausuðum.
Heildarafli þessara 6 báta var
579 lestir.
SANDGERÐI
Þaðan rær 21 bátur með línu
og hafa gæftir verið ágætar, en
afli misjafn. Beitt hefur ein-
göngu verið með lóðum. Flestir
hafa verið farnir 9 róðrar, en
almennt 8 róðrar. Fiskurinn er
aðallega hraðfrystur, en þó hef
ur verið saltað mestmegnis af
3 bátum.
Mestan afla höfðu í róðri: 1/4
Muninn II. 12 000 kg. 2/4 Sami
10 310 kg. 2/4 Frosti 9880 kg.
3/4 Mummi 9490 kg. 3/4 Víðir
13 660 kg. 8/4 Víkingúr 9700
kg. — Heildarróðrafjöldi var
169 róðrar og heildarafli 935-
155 lestir allt miðað við slægð-
an fisk með haus.
GRUNDARFJÖRÐUR
Þaðan róa 4 bátar með lír.u.
Gæftir hafa verið íremur stirö-
ar og afli afar rýc-. Er aflirm
það sem af er mánaðarins frá
8—24 lestir á bát, þar af um
helmingur keila.
Flest hafa verið farnir 6
róðrar, en fæst 4. Heildarróðra-
fjöldi er 20 róðrar og er heild-
arafli í þeim um 60 lestir. Til
beitu hefur verið notuð bæði
síld og loðna og með svipuðum
árangri.
SANDUR
Þaðan róa nú 2 dekkbátar,
hafa gæftir verið stopular og
lítið róið af þeim ástæðum.
Afli hefur verið mjög tregur
lVz-—3 lestir í róðri. Hafa þess-
ir 2 bátar farið 8 róðra samtals
og aflað um 8 lestir.
GRINDAVÍK
Þar hafa gæftir verið góðar
Framh. á 7. síðu.
SAMKVÆMT FRÉTT í „Ber-
lingske Aftenavis" er kabare.lt-
söngkonan Lulu Ziegler vænt-
anieg til Reykjavíkur í sumar;
kveðst hún ætla til Spánar fyrst,
bæði sér til hvíldar og vegna
þess, að hún telji heppilegustu
flugleiðina frá Kaupmannahöfn
til Reykjavíkur liggja um Mad-
rid!
„Jú; þeir í Reykjavík ætla að
efna til revýusýninga í sumar,
og er ég ráðin þangað með það
fyrir augum, að revýan verði
sarnin með tilliti til þess, að ég
hafi með höndum aoalhlutverk-
ið. Ég hef aldrei komið til ís-
lands og bíð þessa tækifæris
með ákafri eftirvæntingu og til-
hlökkun,“ hefur blaðið eftir
Lulu Ziegler; en hún er í
fremstu röð þeirra kabarett-
skemmtikrafta, sem Danir eiga
nú.
Árneshreppi
Frá fréttaritara AB á Djúpavík
ÞAÐ MÁ SEGJA, að þessi
vetur, sem nú er senn á enda,
ha-fi verið harður fyrir bændur
í Árnesshrc^pi, þó að snjór hafi
ekki verið mjög mikill, hefur
snjólag verið vont og' engin nýt-
ing af iörð fyrir skepnur; hey
eru víða orðin lítil, en vonir
standa til að þau dugi, ef ekkí
vorra seint.
Lítil sem engin sjósókn er í
byggðarlaginu, og veldur það
mestu, um, að ekkert frystihús
er á staðnum. Tilraunir, sem
hafa verið gerðar með útgerð
stærri báta héðan, sýna aftur
það, að Reykjarfjörður er mjög
vel settur sem útgerðarstaður,
og er ólíku saman að jafna að
stunda sjó héðan eða frá Steín-
grímsfirði; enda verða bátar
þaðan að sækja nær allan afla
sinn hingað norður, og verður
keyrslumunur vart undir 5 klst.
á hvern róður, og þaðan af
meira.
Upp úr síðustu mánaðarmót-
um gerði hér afíaka norðaust
an veður með hríð, sem stóð
nær óslitið í viku, norðan átt
er hér enn þá, en minnkandi.
S. P.
Sumaráailun Guli-
faxa aS hefjasl
SUMARÁÆTLUN „GULL-
FAXA“ hefst á þriðjudaginn.
verður henni hagað á sama hátt
og í fyrra, þannig, að flogið
verður beint til Kaupmanna-
hafnar hvern laugardag og aftur
til Reykjavíkur á sunnudögum.
Á þriðjudögum flýgur „Gull-
faxi“ til og frá London sam-
dægurs, og hefjast þær ferðir
22. apríl. Oslóarferðir verða
hins vegar hafnar 30. maí, og
verður þá flogið fram og aftur
samdægurs annan hvern föstu-
dag.
Eftirspurn um ferðir með
„Gullfaxa í sumar er þegar
orðin mikil, og eru sumar ferðir
nú fullskipaðar. Þá befur flug-
vélin einnig verði leigð til nokk-
urra hópferða, sem farnar verða
á sumri komanda.
Sé gerður samanburður á far-
gjöldum, eins og þau verða í
sumar á erlendum flugleiðum,
þá kostar sætiskílómetinn kr.
1,20 á meginlandi Evrópu, kr.
1,30 milli Bandaríkjanna og Ev-
rópu á hinum venjulegu flug-
leiðum, kr. 0,80—0,84 á ferða-
mannaflugleiðum milli Banda-
ríkjanna og Evrópu og kr. 0,78
—0,84 á flugleiðum Flugfélags
íslands.
Aðvörun.
Að gefnu tilefni viljum vér upplýsa að Vörubíla-
stoðin Þróttur hefur ekki verið beðin um bíla í
vinnu til varnarliðsins og alveg óvíst um hvort það
verður gert. Menn eru því varaðir við að kaupa vöru_
bíla í þeim tilgangi að ganga í Þrótt, þar sem at-
vinnuleysi er mjög mikið hjá meðlimum félagsins.
Vörubílsíjórafélagið Þrótfur.
AB — Albý3ubla5i5. Otgefandi: AlþýSuflokkurinn. Rítstjóri: Stefán Pjetursson.
Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsinga-
sími: 4906. — AfgreiSslusími: 4900. — Alþýðupre.ntsmiðjan, Hverfisgötu 8—10.
AB 4