Alþýðublaðið - 19.04.1952, Page 6
ENN I STRÆTISVAGNI
Ekki geri ég ráð fyrir því, að
fólk hafi almennt gert sér grein
fyrir hversu snar þáttur stræt-
isvagnaferðirnar eru í lífi út-
hverfabúa. Ég ætla, svona rétt
til gamans, að sýna fram á það
með einföldum reikningi, hver
er hin raunverulega líffrseðilega
afstaða úthverfabúanna til hins
vélræna fyrirbæris, sem í dag-
legu tali nefnist strætisvagnar.
Það mun láta nærri, að mað-
ur, búsettur nálægt Sunnutorgi
í Langholti, sé hálfa klukku-
stund að aka í strætisvagni það
an og niður á Lækjartorg. í ari
hann fjórar slíkar ferðir á dag,
tvær að heiman og tvær heim,
hefur hann því dvalizt tvær
Wukkustundir í strætisvagnin-
um, eða tólfta hluta sólarhrings
ins, en einn fjóröa hluta úr átta
stunda vinnudegi. Þetta jafn-
gildir því, að hann dveljist einn
mánuð á ári hverju, — dag og
nótt, — í strætisvagninum, en
þrjá mánuði, — segi og skrifa
þrjá mánuði, — miðað við átta
stunda vinnudag!
Sálfræðingar, lífeðlisfræðing-
ar og aðrir sérfræðingar munu
nú geta tekið við dæminu og
metið þau áhrif, sem það hlýt-
ur óhjákvæmilega að hafa á
hvern og einn að eyða einum
tólíta hluta ævi sinnar, eða ein-
um fjórða hluta allra starfs-
daga sinna í strætisvagni. Mun
þar þó sízt ofreiknað, því að oft
munu menn fara fleiri ferðir
með strætisvögnum daglega
heldur en þetta.
Og nú vil ég beina þessum
spurningum til fræðinganna:
Er ósennilegt, að það geti haft
einhver sálfræðileg eða líffræði
leg áhrif á mann, að troðið sé
ofan á líkþornum hans í heilan
mánuð, stanzlaust dag og nótt,
á ári hverju? Að hnífskarpur
olnbogi standi jafnlegni inn í
aðra mjöðm hans, en regnhlíf-
arhandfang inn í hina; að bræð
ur. hans og systur í dýraríkinu,
á öllum aldri, með óllum hugs-
anlegum útlitsafbrigðum og ilm
eða óilmsvaríasjónum, þrengi
að honum á alla vegu, hnoði,
ýti, hrindi og merji samkvæmt
toremsuverkunum, tregðulög-
málinu og afstæðiskenning-
unni? Er ekki hugsanlegt, að
slíkt geti skapað kompleks og
hvað það nú heitir, sem allir
skikkanlega og hæfiiega brjál-
aðir menn þjást af nú til dags?
Og þannig mætti lengi telja.
Ég er, eins og ég sagði, ekki
viss um að almenningur geri
sér ljóst, hver er afstaða út-
hverfabúans til strætisvagnsins.
I>etta er sem.sagt hið merkileg-
asta rannsóknarefni, og mikið
má-það vera, ef einhver á ekkí
.eftir að vinna sér inn doktors-
nafnbót á því sviði.
Langholtsbúí.
k c ■ ■ ■ i*» * •• » »•■■■•■•*» a • *
Framhaídssagan 72
Agatha Christie:
Morðgátan á Höfða
að ég segi ykkur upp alla sÖg-
Uiiia þegar í stað, fyrst- svona
er komið“, bætti hún við.
„Hann var gersamlega eyði-
lagður maður“, mælti hún enn.
„Gersamlega á valdi eitur-
nautna. Hann vandi mig um
skeið á þá nautn. Síðan ég
skildi samvistum við hann, hef
ur líf mitt verið ein þrotlaus bar
átta gegn þeim vana. Og nú
hygg ég að mér hafi tekizt að
sigrast á honum, að minnsta
kosti að mestu leyti. En það
hefur óneitanlega verið örðug
barátta. Hræðilega örðr.g. Eng
inn getur gert sér í hugarlund
þær kvalir og þjáningar, sem
sú barátta hefur valdið mér“.
„Og mér tókst heldur aldrei
að slíta sambandinu við hann
til fulls. Hann ásótti mig alltaf
öðru hverju og krafði mig um
peninga. Hafði þá í hótunu.m
við mig, ef hann gat ekki feng
ið mig til að láta þá af hendi
með öðru móti. Kvaðst ella
mundi drýgja sjálfsmorð, Lengi
vel lét hann við þá hótun
setja, en þegar hún dugði hon
um ekki lengur, tók hann að
hafa í hótunum að myrða mig.
Hann var hvorki sjálfráður
orða sinna eða gerða. Hann var
geðveikur .... brjálaður .. . . “
„Ég geri ráð fyrir, að það
hafi verið hann, sem myrti
Maggie Buckley. Ekki svo ac
skilja, að það hafi verið ætlun
haiis eða ásetningur að myrða
hana. Hann hefur niyrt hana í
misgripum; haldið að það væri
ég“.^
„Eg_ býst við, að mér hafi
borið að skýra frá öllu þessu
áður. En ég var aldrei svo viss
í minni sök, að ég teldi mér
það fært. Þessar einkennilegu
morðtilraunir, sem ungfrú
Nick varð fyrir, rugluðu mig
líka í ríminu; mér þóttu þær
benda til þess, að sennilega
væri hann þar ekki að verki..
Það hlyti að vera einhver ann
ar, og gengi honum þá allt ann
að til“.
„Og svo gerðist það dag
nokkurn, að ég sá pappírsmiða
með rithönd hans liggja á borð
inu fyrir framan herra Poirot.
Það var tætla af hótunarbréfi,
sem hann hafði þá ekki alJs
fyrir löngu, sent mér. Þá þótt-
ist ég þess fullviss, að Póirot
rhefði komizt á slóðina og héfðt
hann grunaðan‘‘.
„Og síðan hefur mér þótt
$em það væri aðeins tímaspurs
mál, hvenær eitthvað alvar-
legt gerðist, sem réði úrslitum
varðandi þetta mál“.
. „En eitt er mér samt með
öllu óskiljanlegt. Það er þetta
tneð sælgætið. Ég er viss um,
að hann hefu.r ekki haft
minnstu löngun eða tilhneig-
ingu til að byrla. ungfrú Nick
eitur. Mér er óskiljanlegt, að
hann hafi verið nokkuð við
þann atburð riðinn. Um þetta
hef ég brotið heilann látlaust,
síðan það gerðist, og ekki funá
jið neina skynsamlega lausn“.
| Hún fól andlitið í höndum
sér.
j ,,Og annað hef ég ekki 3Ö
segja ....“
Tuttugasti kafli:
ÓVÆNT LEIKATRIÐI.
Lazaru.s gekk hröðum skref-
um að stól hennar.
„Vina mín“, mælti hann
lágt. „Vina mín . . . . “
Poirot gekk að hliðarborð-
inu og skenkti víni í bikar,
bar henni og vék ekki frá
henni fyrr en hún hafði tæmt
hann.
Hún brosti til hans, þegar
hún rétti honum bikarinn.
„Ég hef jafnað mig aftur“.
sagði hún. „Og hvað .... hvað
liggur þá næst fyrir?“
Hún leit til Japps, en leyni-
lögreglufulltrúinn gerði aðeins
að hrista höfuðið.
„Ég er í sumarleyfi, frú
Rice‘‘, sagði hann. „Kom að-
eins hingað vegna þess að gam
all og góður vinur minn bað
mig að gera sér þann greiða.
Það er nú allt og sumt, sem ég
hef að segja í þessu máli. Það
er lögreglunnar í St. Loo að
sjá u.m frekari aðgerðír í mál-
ínu“.
Þá leit hún til Poirots.
„O þér, herra Herculé Poi-
rot, farið með umboð lögreglu
yfirvaldanna, er ekki svo?“
spurði hún.
„Hvaðan kemur yður sú kyn
lega hu.gmynd, frú?“ svaraði
Poirot og brosti við. „Ég er
ekki annað en lítilfjörlegur
j ráðunautur“.
„Herra Poirot“, tók ungfrú
Nick til máls. „Getum við ekki
látið þetta mál niður falla,
þannig að ekki verði frekar
aðhafst, eftir það, sem orðið
er?“
„Æskið þér þess, u,ngfrú?“
spurði Poirot,.
„Já. O þegar öllu er á botn-
inn hvolft, fæ ég ekki annað
jséð, en að ég sé sú persóna,
sem þetta mál hefur skipt
mestu. Þess utan þykist ég
mega telja það nokkurn veg-
inn víst, að ekki verði gerðar
fleiri tilraunir til að myrða
- mig1'.
I „Satt er það. Það er að
minnsta kosti afar ósennilegt,
að þér verðið fyrir fleiri bana
tilræðum í bráðina“, svaraði
Poirot.
„Ég veit, að það er Maggie,
sem þér hafið í huga, herra
Poirot. En athugið það, að við
getum ekkert aðhafst í málinu,
sem vekur hana aftur til lífs-
ins. Og ef sá kosturinn yrði
tekinn, að gera allt þetta opin-
; bert, myndi það aðeins verða
til þess að valda frú Rice enn
meíri kvöl og þjáningum, og
hún hefur ekki á neinn hátt
til 'þess unnið“, mælti ungfrú
. Níck enn.
„Það er svo. Þér teljið, að
I hún hafi ekki til þess unnið,
ungfrú Nick“.
| „Nei, það hefur hún sannar-
lega ckki gert. Þegar í upp-
hafi sagði ég yðu,r hvílíkur
jhamileikur hjónaband hennar
jhefði verið. í kvöld hafið þér
sannfærzt um, að sú frásögn
mín var sízt orðum aukin.
Jseja, hvað um það, sá seki er
dauður. Við sku.lum láta lög-
regluyfirvöldin um það, að
leita mannsins, sem myrti
Maggie Buckley. Sú leit þeirra
verður árangurslau.s; við því
ex- ekkert að segja úr því sem
komið. er!“
..Það er þá tillaga yðar, ung-
frú, að við látum allt það, er
gerzt hefur, liggja í þagnar-
gildi?“ spurði Poirot enn.
„Já, og ég bið yður, herra
Poirot, að hlutast til um það.
Gerið það, kæri Poirot. Gerið
það fy.rir mín orð ... . .“
Poirot leit seinlega í kring
;um sig í stofunni.
„Hvað hafið þið hin til mál-
[annað að leggja?“ spurði hann.
O hver og einn viðstaddra
Myndasaga harnanna:
Bangsi og Ting-Ling
Prjonsiikiefnt
í kjóla. Sandcrepe, marg-
ir litir.
Uliarefni skozk, einlit,
röndótt.
Verzl FRAM
Klapparstíg 37.
Nú var Bangsi ánægður,
þegar hann vissi, hvaðan þetta
einkennilega hljóð kom. „Hvað
á ég að gera?“ spurði hann,
„til að skemmta Ting-Ling?“
„Þú skalt sýna honum nágrenn
ið“, sagði Pong-Ping, „en gættu
að því, að þú kannt ekki kín-
versku og hann kann lítið í
okkar máli. Og farið þið svo
út“. Pong-Ping settist aftur og
tók um kjálkana.
| M
...........^
Þeir Bangsi og Ting-Líng
gengu út í rjóðrið. Ting-Ling
teymdi drekann í bandi. „Þú
skalt skilja drekann eftir
hérna“, sagði Bangsi skýrt og
hægt, ,,og svo förum .við að
leika okkur“. „Allt í lagi, skil
þig“, sagði. Ting-Ling og kinnk
aði kolli. Svo héldu þeir áfram,
þangað, sem strákarnir úr
Hnetuskógi voru vanir að fara
i boltaleik.
Þ|ð var á sléttum bala utan
við |;|íióginn. Þar voru, Eddi
ran|>:, Gutti grejfingi og Aili
hunfti.Tr í Jxoltaleik. Þeir hættu
strapiý- þegar þeir sáu þennan
nýjfydreng. En hverníg átti
Bætei litli að útskýra bolta-
leil|r:fýfír kínverskum dreng.
Hotóm datt ekkert í hu.g, cu
sagpi-r „Varaðu þig á boltan-
um. hann getur meitt þig, ef
hann hittir þig“.
MinningarspjÖld $
Barnaspítalasjóðs Hringsins ^
eru afgreidd í Hannyrða-S
verzl. Refill, Aðalstrætí 12. S
<áður verzl. Aug, Svend j
sen). í Verzlunni VictorS
Laugaveg 33, Holts-Apó- S
teki, Langhuitsvegi 84, S
Verzl. Álfabrekk-i við Suð- S
urlandsbraut og Þorsteins- S
búð, Snorrabrau* fil. S
_____________________S
$
s
s
s
s
^ Smurt brauð
og snsttur.
Nestispakkar.
Ódýrasí og bezt. Vin-S
samlegast pnntið meðS
fyrirvara.
MATBARINN
Lækjargötu 6.
Sími 80340.
Nýkomið, ódýrt. Sam-
lokur 6 og 12 volta.
*
Rafvélaverkstæði og verz!-
un Halldórs Ólafssonar
Rauðarárst. 20. Sími 4775
Hús og íbúðir
s
s
S
S
s
s
(•s
s
s
.s
s
s
s
s
s
■ s
s
s
s
s
s
af ýmsum stærðum í bænS
um, úthverfum bæjarins^
og fyrir utan bæinn til-
sölu. ^
Höfum einnig til sölu^
jarðir, vélbáta, bifreiðir^
og verðbréf. s,
S
Nýja Fasteignasalan
Bankastræti 7.
Sími 1518 og kl. 7,30 —
8,30 e. h. 81546.
Minningarspiöíd J
dvalarheimilis aldraðra sjóS
manna fást á eftirtóldum S
stöðum í Reykjavík: Skrif-S
stofu Sjómannadagsráðs S
Grófin 1 (geigið inn fráS
Tryggvagötu) sími 80788,s
skrifstofu Sjómannafélags."
Reykjavíkur, Hverfiegöíu-
8—10, VeiðafæraverziuninJ
Verðandi, Mjólkurfélagshús-
inu, Verzluninni Laugateig?
ur, Laugateig 24, bókaverzl?
uninni Fróði Leifsgötu 4,)
tóbaksverzluninni Boston,?
Eaugaveg 8 og Nesbúðinni.^
Nesveg 39. — í Haf narfirði ^
híá V. Long. ^
------------: S
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
j
Pedox fótabað eyðirs
skjótlega þreytu, sárind-\
um og óþægindum í fót- S
unum. Gott er að látaS
•dálítið af Pedox í hár-S
þvottavatnið. Eftir fárraS
daga notkun kemur ár-)
angurinn í ljós. 1
Fæst í næstu búð. ^
CHEMIA H.F.)
KÖId borð og
heitur veizlu-
matur.
Si8d & Fiskur.
AB6