Alþýðublaðið - 26.04.1952, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 26.04.1952, Blaðsíða 5
p v'l! "" " ' , "'" ”.......... ’".''J: ...'c TV^VJÍí* Teikning af hinu nýja félagsheimili í Bplungavík, BOLUNGÁVÍK, 17. apríl. Frá fréttaritara AB., ANNAN í PÁSKUM s. 1. var VÍgt nýtt Félagsheimili í Bol- ungavík, sem mun vera stærsta samkomuhús á Vestfjörðum og eitt af glæsilegustu samkomu- húsu.m landsins. Samsvarar þetta glæsilega hús hinu und- urfagra landslagi Bolungavík- ur. Húsið er 3205 rúmmetrar, ytra mál þess er 28,8X15 metr- ar og veggjarhæð um 6 metrar. Húsið er steinsteypuhús, gólf í snyrtiherbergjum, anddyri og stigar lögð með terrazo, en gólf í forstofu og veitingasal lögð með þykkum linoleumdúk. Parketgólf er í aðalsal, neðri hluti veggja er þakinn harð- viði og hljóðeiriangrunarplötur eru á endavegg salarins. Á neðri hæð hússins er fagur, skreyttur samkomusalur, 13,2 X9,2 metrar, veitingasalur, rúmgott eldhús, miðasala, sæl- gætissala, fatageymsla, snyrti- herbergi og stórt anddyri. Enn fremur verður þar áhalda- geymsla, böð og búningsher- bergi fyrir íþróttamenn. Leik- svið, 7,9X6,8 metrar, en undir því eru búningsherbergi leik- ara, miðstöðvar- og loftræst- ingarherbergi. Á efri hæð húss- ins eru áhorfendasvalir, kvik- myndaklefi og enn fremur verða þar félagsherbergi og lesstofa sjómanna. Húsið tekur 315 manns í sæti, 227 f aðalsal og 88 á svölum. Halldór Hall- dórsson arkitekt teiknaði húsið, Geir Agnar Zoega teiknaði loft- ræstingar-. miðstöðvar- og hreinlætiskerfið, en raflögnina teiknaði Ólafur Gíslason raf- fræðingur. Jón Kristjánsson byggingarmeistari steypti veit- ángastofu og eldhús. Trésmíða- meistarar frá trésmíðaverk- stæðinu Þrótti h.f., Bolunga- vík, þeir Þorleifur Krisjáns- son og Maris Haraldsson byggðu húsið upp að öðru leyti, gerðu það fokhelt, létu rúður i og unnu við innréttingu þess. Um innréttingu sá Jón Pálsson, byggingameistari frá Reykja- vík; einnig lagði hann, ásamt Ásbirni Guðmundssyni pípu- lagningameistara frá Hafnar- firði, loftræstingarkerfið; en loftræstingin er af sömu gerð og í þjóðleikhúsinu og er hin fullkomnasta, sem völ er á. Kristinn Þórðarson múrara- meistari frá Bolungavík sá um allt múrverk, en þeir Kristján Finnbjörnsson málarameistari, Bolungavík, og Gu.ðbjartur Oddsson málari, Bolungavík, máluðu og skreyttu húsið. Guð- bjartur Oddsson málaði mynd- ir á veggi. Neisti h.f. lagði raf- lögn í húsið, og vann við það Gunnar Sigtryggsson, Bolunga vík, ásamt fleirum, en Harald- ur Salómonsson pípulagninga- meistari sú um uppsetningu miðstöðvar- og hreinlætiskerf- is. Lárus Þjóðbjörnsson, Akra- nesi, smíðaði stóla í aðalsal og á svalir, en Páll Kristjánsson byggingameistari gerði stóla í veitingasal. Konur úr kvenfé- laginu Brautinni saumuðu gluggatjöld og tjald fyrir leik- sviðið í sjálfboðavinnu. Sameignarfélagið Féiags- heimilið Bolungavík var stofn- að 4. júlí 1948. Benedikt Bjarna son hefur verið formaður þess frá öndverðu, en Guðmundur Jakobsson var framkvæmda- sjóri frá byrjun til ársins 1950, þegar hann hætti störfum vegna væntanlegs brottflutn- ings. 1951 tók Jónatan Einars- son við framkvæmdarstjóra- starfinu. 1946 var steypt undir- staða og leiksvið, en eldhús og veitingasalur 1948. Árin 1949 og 1950 var húsið byggt upp og | sumarið 1951 var hafizt handa um að fu.llgera húRið að innan. Þrátt fyrir mikla fjárhagsörð- ugleika, hefur verið unnið stöðugt við það síðan, og annan í páskum var óskabarn Bol- ungavíku.r vígt. Húsið kostar nú um 1,2 millj. króna. Félags- heimilissjóður mun greiða um 40% af kostnaðinum, en hitt hefur fengizt með framlagi fé- laganna, gjöfum, gjafavinnu, hlutaveltu o. fl. Eftir er að múr- húða húsið að utan, fullgera félagaherbergi og lesstofu sjó- manna og er áformað að Ijúka því í sumar. Enn fremur þarf að lagfæra lóðina og gróðu.r- setja þar fagra trjálundi. Félög þau, er standa að Fé- lagsheimilinu, eru þessi, talin eftir áldrí’: St'. Harpa nr. 59, stofnuð 5. febr. 1899, félagatala um 80 (æ.t. Maris Haraldsson), Ungmennafélag Bolungavíkur, stofnað 29. marz 1907, félagar eru um 120 (formaður Elías H. Guðmundsson), Kvenfélagið Brautin, stofnað 21. nóv. 1911, félaga rum 60 (formaður Hild- ur Einarsdóttir), Búnaðarfélag Hólshrepps, stofnað 4. okt. 1925 (formaður Þórður Hjaltason), Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungavíkur, stofnað 27. maí 1931, félagatala um 213 (for- maður Ingimundur Stefáns- son), Skátafélagið Gagnherjar, stofnað 17. sept. 1944, félagar um 20 (sveitastjórar Guðmund- ur Einarsson og Helga S. Ólafs dóttir), Hólshreppur (íbúar 1. jan. 1952 um 775), Sjómanna- dagsráðið (formaður Kristján Fr. Kristjánsson). Öll þessi fé- lagasamtök voru stofnendur, en Búnaðarfélag Hólshrepps gekk í sameignarfélagið á þessu ári. Núverandi stjórn félags- heimilisins skipa: formaður Benedikt Bjarnason frá st. Hörpu, framkvæmdarstjóri Jónatan Einarsson frá U.M.- F.B., varaformaður Axel Tuli- nius frá Hólshreppi, ritari Þórður Hjaltason frú Búnaðar- félagi Hólshrepps, Ósk Ólafs- dóttir frá kvenfélaginu Braut- inni, Guðmundur Einarsson frá skátafélaginu Gagnherjum, Hálfdán Einarsson frá sjó- mannadagsráðinu og Ingimund ur Stefánsson frá Verkalýðs- og sjómannafélagi Bolunga- víkur. Vígsla hússins hófst með guðsþjónustu í Hólskirkju kl. 13 annan páskadag. Séra Guð- mundur Guðmundsson predik- aði og lagði út af þessum orð- &*<»6lnij!öyö!i ISH ELECTRI kostar kr. 1173.00 með hakkavél kr. 1494.30. Lítið í gluggann á Laugaveg 166. Myndlistaskólinn í hefur sýningu á verkefnum barrtadeildar skólans (7—12 ára) í LISTAMANNASKÁLANUM. OPNAÐ í DAG KLUKKAN 2. Sýningin stendur yfir í 3 cEaga. um Fjallræðunnar: ,,Hver sem heyrir þessi orð mín og líkir eftir þeim, honum má líkja við mann, er byggði hús sitt á bjargi.“ Kl. 16 hófst vígsluhá- tíðin í samkomuhusinu með ræðu Benedikts Bjarnasonar, formanns félagsstjórnar. Næst fór fram fánahylling, og stjórn- aði Gunnar Guðmundsson henni, en sextíu manna bland- aður kór undir stjórn Sigurðar E. Friðrikssonar söng „íslands fáni“ (lag eftir Jónas Tómas- son, en texti eftir Guðmund Guðmundsson). Þá flutti fram- kvæmdarstjóri félagsheimilis- ins ræðu og skýrði frá bygging- arframkvæmdunum. Eftir ræðu hans söng blandaður kvartett, en að söngnum loknum flutti Sigurður Bjarnason alþm. ræðu. Karlakvartett söng nokk- ur lög á undan ræðu Axels Tulinius, en að lokinni ræðu Heiðruðu húsmæður. Höfum á boðstólum fyrir fenningar og önnur hátíðleg tækifæri eftirtaldar vörur: Is: Fromage: Tertur: S S Vanille Vanille Rjóma s s s s s Núgga Núgga Marcipan Ávaxta Ávaxta Smjörkrem ÁVALLT FYRSTA FLOKKS FRAMLEIÐSLA. Gleðilegt sumar! JÓN SÍMONARSON ÍLF. Bræðraborgarstíg 16. — Sími 2273. S s s s s s s s s s L hans fluttu fulltrúar félaganna ávörp. Frú Hildur Einarsdóttir frá kvenfélaginu Brauítinni, Ingimundur Stefánsson frá st. Hörup, Guðmundur P. Ein- arsson frá Gagnherjum, Bene- dikt Þ. Benediktsson frá U.M.- F.B. Hann flutti jafnframt frumort kvæði. Þórður Hjalta- son frá búnaðarfélagintx og Ágúst Vigfússon frá verkalýðs- félaginu. Hann flutti jafnframt kvæði eftir Sigurvin Gúð- bjartsson í Bolungavík. Kveðj- ur fluttu Jón Pálsson bygg- ingameistari, Jónas Tómasspn tónskáld fyrir hönd Stórstúku íslands, Kristinn Þórðarson múrarameistari, Áki Eggerts- son frá Súðavík og Hannibai Valdimarsson alþm. Að lokufn flutti Steinn Emilsson skóiá- stjóri snjallt kvæði, er bann orti í tilefni hátíðarinnar. Gnð- mundur Pálsson frá Bolunga- vík og Anna Stína Þórarins- dóttir frá Reykjavík sýndu þátt úr Fjalla-Eyvindi. Að leik- sýningunni lokinni söng bland- aði kórinn undir stjórn Sig- urðar E. Friðrikssonar nokkur lög og að honum loknum af- henti framkvæmdarstjórinn formanni félagsheimilisins hús- ið, er hann lýsti yfir að væri nú opnað til almennrar nctk- unnar. Að lokum söng blandaði kórinn undir stjórn Sigurðar E. Friðrikssonar þjóðsönginn. Vígslulok kl. 20. Um kvöldiS var stiginn dans í hínum glæsju salarkynnum, og var þar þröng á þingi, því margt var aðkomu- manna. Á sjötta hundrað manns sótti vígsluna og fór athöfnin hið bezta fram. Öllum Bolvíking- um eldri en 14 ára var boðið á vígsluathöfnina, en börnum van boðið næsta dag, og komu um 200 börn. Forráðamenn félags- Framh. á 7. síðu. AB 5

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.