Alþýðublaðið - 26.04.1952, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 26.04.1952, Blaðsíða 8
Jjmennl alvinnuleysí enn á Hvammstanga Til AB frá HVAMMSTANGA. ALMENNT atvinnuleysi er cnn hér á Hvammstanga og af- koma verkamanna því mjög slsem. Tiðarfar hefur verið stirt, og víða orðið heylítið. Hafa bændur orðið að kaupa gífurlega mikið af lóðurbæti í vatur. — B.K.G. Bygging áburðarverksmiðjunnar hafin eiK- skcla Jóns Norðfjörð: fOSTUDAGINN 18. apríl ; liafði Jón Norðfjörð leikari nem • endakvold í hátíðasaJ Mennta- í'kóians á Akureyri. Komu þar fram 18 nemendur úr leikskóla •iians sl. vetur, flestir úr mennta skólanum. Gat Jon þess í á- varpi, er hann flutti til gest- , anna áður en sýningár hófust, að hann hefði lagt megináherzlu á að kenna taltækní, skýrann frarríburð og feimnislausa fram komu, en allt væri þetta undir «.,;;aðan undir frekara leiknámi. Síðan fóru fram upplestrar, viðtals- og leikþættir við góðar undirtektir gestanna. Komu þar frám meðal annarra þrjár íelp- ur, 10—12 ára, og skilúðu þær hiutverkum sínum engu síður vel en eldri nemendurnir. Bend vr þetta ótvírætt á að nám, sem }:etta, ætti að hefja, sem skyldu námsgrein þegar í efn bekkjum ) jrnaskólanna. Jón er nú á förum til útlanda í leit að bót við þrálátri gigt- veiki, sem bjáir hann. Beri sú ferð æskilegan árangur, mun iiann um leið kynna sér nýjuug ar í leiksviðsútbúnaði o. fl. lavangshlaup Siykkisháims Frá fréttaritara AB STYKKISHÓLMI í gær. VÍÐAVANGSHLAUP Stykk- Ishólms fór fram fyrsta sumar- tíag. Hiaupið var 2,5 km. Fyrst- ur varð Jón Pétursson á 8,42 mínútum. Fyrst varð A-sveit UMF-Snæfells og A-sveit mlð- rkólans. Þátttakenduv voru 19 skólans. Þátttakendur voru 19. BJARNI. Undirbúningsstarf að byggingu áburðarverksmiðjunnar hófst i gser með því að jarðýta sópaði burt hinum lausa jarðvegi þar sem byggingarnar eiga að standa. — Ljósm.: Guðni Þórðarson. Sýning á myndum og munum í Lisía- mannaskálanum eftir 150 börn OPNUÐ verður í Listamannaskálanum í dag sýning á teikningujn og leir- og bastmunum, sem nemendur í barna- deild Myndlistarskólans í Reykjavík hafa gert í vetur. I deild- inni voru um 150 börn á aldrinum 7—12 ára, og eru á sýn- ingunni munir og myndir eftir þau öll. Sýningin er geysifjölskrúðug4' og hefur ímyndunarafl barn- anna sýnilega fengið að njóta sín. Flestar teikningarnar eru vatnsiitateikníngar og aðrir munir flestir úr basti eða brenndum og lituðum leir, en einnig eru á sýningunni munir úr gipsi og tálgaðr í sápu. Sýn ingin verður opnuð kl. 2. Kennarar í barnadeild mynd listarskólr»ns eru Unnur Briem og 'Sigrún Gunnlaugsdóttir. I^ennslan í harnadeildinnii er alveg ókeypis. Börnin greiða 100 krónur begar þau koma í skólann, en fá fé endurgreitt, er náminu lýkur, nema hvað 25 krónur eru teknar af hverju upp í efniskostnað. Ríkið hef- ur veítt starfsemi þessari 15 þúsund króna styrk, en bær- inn 30 þúsund. Lifhoprenf fær fullkomna vél til að gljáhúða pappír LITHOPRENT befur nýlega fengið til landsins merkiiega vél, sem er einstæð hér á iandi. Er þetta lökkunarvél til þess að gijáhúða með pappír. Getur hún gengið frá öllum pappírsuin- búðum þannig að þær verði fallegri og sterkari. Hingað til hef- ur verið mikil vöntun á slíkri vél hérlendis, ekki hvað sízt vegna síaukinnar útflutningsframleiðslu á niðursoðnum og frystum fiskafurðuni. Vélin setur þunna iakkhúð yf ir hinn prentaða flöt, sem gerir aila áferð pappírsins miklu feg- urri og styrkir hann. Allir litir fá á sig dýpri, skærari og fall- egri blæ og lakkhúðin fyrir- byggir það að litirnir uppiitast eða fölni, og að því er snertir hreinlæti í meðferð pappírsum- búðanna hefur þessi meðferð mikla þýðingu. Það hefur um margra ára skeið verið mikið áhugamál tillra þeirra, er nota iitprentaðar • pappírsumbúðir utan um fram- leiðslu sína, hvort heidur um hef :ur verið að ræða fiskumbúðir, diðursuðuvörur, skrautöskjum, sælgætisumbúðir, bókakápur •<?8a tímaritakápur, að hægt yrði jiér á landi að lakkbera pappír- ,5.nn og gera hann gijáandi og ■ýagran, svo sem alsiða er erlend ’is, og menn hafa séð hér og dáðst að, bví að hinar gljáandi fögru pappírsumbúðir á bóka- skápum og t.d. niðursu.ðuvörum í hillum verzlananna, setja sinn svip á umhverfið og vekja sér- staka eftirtekt þeirra, er í verzl anirnar koma, enda ver lakkhúð in pappírinn fyrir óhreinindum og hverskonar fitublettum, og fegurð litanna nýtur sín til íulls. Nú hefur Lithoprent orðið til þess að láta óskir manna og von ir í þessum efnum rætast. Og það er von Lithoprents, að með þessari nýju vél sé eitt merkileg asta sporið stigið í starfsemi fyr irtækisins. Lithoprent er nú orðið 15 ára, og hefur þegar unnið mikið menningarstarf með Ijósprentun og útgáfu margra rita, sem ófá anleg hafa verið um langan ald ur. Stofnandi Lithoprents var Einar Þorgrímsson. Féll af bifreið og sfórslasaðisi ÁGÚST HÓLM, innheimtu- maður hjá rafveitunni, varð fyrir því slysi hér í bænum á þriðjudagsmorguninn að falla af vörubifreið og handleggs- brotna og fótbrotna. Hann iiggur nú á Landakotsspítala. Sumaráætlun Gull- faxa frá 30. maí FLUGFELAG ISLANDS hef ur auglýst sumaráætlun „Gull- faxa'-. Ferðir verða til Kaup- mannahafnar alla laugardaga, til London þriðjudaga og til Os ló annanhvern föstudag frá 30. maí að telja. Til Kaupmannahafnar verður lagt af stað kl. 8.30 á laugar- dagsmorgnum og komið aftur til Reykjavíkur á sunnudögum kl. 17.45. Til London verður lagt af stað kl. 8.30 á þriðju- dagsmorgnum og komið aftur til Reykjavíkur kl. 22.45 sama kvöld. Til Osló verður farið annanhvern föstudag, eins og áður segir, og lagt af stað kl. 8 árdegis og komið til baka kl. 22 samdægurs. Aðeins sóft um tvö prestaköll af fjórum ÚTRUNNINN er umsóknar- frestur um fimm prestaköll, er auglýst voru fyrir nokkru. Umsóknir komu aðeins um tvö prestaköll: Sauðlauksdal og Hofsós. Um Sauðlauksdal sæk- ir séra Gísli H. Kolbeins, sett ur prestur þar, en um Hofsós Ragnar F. Lárusson cand. theol. Á að geta hafið vinnslu áburðar að einu ári liðnu FRAMKVÆMDIR við áburö | arverksmiðjuna í Gufunesi hóf ust formlega í gær, er landbún nðarmálaráðherra stakk þar fyrstu skóflustunguna í gróinn svörð. Þar á eftir hóf jarðýta gröft fyrir fyrstu byggingu verksmiðjunnar, sem verðui' vetnisvefksmiðjuhúsið. Frarn- kvæmdum við verksiniðjunfi mun.verða iialdið áfram stanz- laust frá þessum degi, og ei ráðgert að hún taki til starfa að ári liðnu, eða um sama lejíi og Sogsvirkjuniu nýja. I gær bauð verksmiðjustjórn ríkisstjórninm, borgarstjóra, ^sendiherra Bandaríkjánna og mörgum fleiri gestum upp að Gufunesi í tilefni af því, að þá hófust formlegar framkvæmdir þar. Vilhjálmur Þór, formaður verksmiðjustjórnar, bauð gesti velkomna, en þvi næst lýsti landbúnaðarmálaráðherra yfir því, að framkvæmdir væru hafnar við áburðarverksmiðj- una, og stakk fyrstu skóflu- stunguna í grunn vetnisverk- smiðjuhússins, sem er það fyrsta, sem reist verður. Þar á eftir hóf jarðýta fiamkvæmdir á lóðinni og bylti á skammri stundu sverðinum af stóru svæði, þar sem verksmiðju- húsið mun standa, en þetta eina hús verður 62 metrar að leng'd, en 29 V2 metri að beridd. í ræðu er Vilhjálmur Þór flutti við þetta tækifæri, lýsti hann hinni fyrirhuguðu verk- smiðjubyggingu og komst m. a. svo að orði: Stærsta húsið, vetnisverk- smiðjan, sem byggt verður á grunninum, sem byrjað er á, verður 62 metrar á lengd og 2914 metri á breidd, flaf.axmál þess 1760 m-, en rúmmál 13 200 m8. Annað húcið er amm- oniak-verksmiðja: Lengd þess er 38 m., breidd 1614 m., flat- armál 630 m- og rúmmál um 5000 m3. Svo er saltpéturssýru verksmiðja og saltpétursverk- smiðja, þá verkstæði og loks hús fyrir mötuneyti verka- manna og skrifstofur, samtaYs 1600 m'- og 9500 m3, og svo áburðargeymslur, sem ráðgert er að verði all tað 2700 m- að ílatarmáli og um 14 000 m3 að rúmmáli. , Þannig verður flaíarmál allra húsanna um 6700 m2, sem er tveir þriðju hlutar úr hektar, eða flatarmál allra húsanna tvær dagsláttur að stærð, en rúmmál þeirra allra um 42 000 ten. metrar, en það er nokkru meira en helmingi meira rúm- mál Háskóla íslands, sem er með stærstu byggingum hér á landi. Framleiðslugeta verksmiðj- unnar er ætlað að verða á ári 6 milljón kíló af lireinu köfn- unarefni, en það er um 13 000 smálestir af áburði, sem inni- halda 38,5% köfnunarefni. — Þessar 18 000 smálestir, sem framleiða á hér, jafngilda nærri því 30 000 smálestum af þeim köfnunarefnisáburði með 20,5% köfnunarefni, sem Áburð arsala ríkisins flytur inn í ár. Ef reiknað er með núverandi áburðarverði áburðarsölu rikis- ins við skipshlið, verður fram- leiðsluverðmæti þessarar verk- smiðju 34 milljónir króna á ári. Verksmiðjan er þannig skipu lögð og byggð, að auka má framleiðslugetu hennar upp í 7—8 milljón kíló köfnunarefn- is á ári, strax og raforka er fyr- ir liendi, með tiltölulega litlum viðbótarkostnaði. Væri frárií- ALÞYSUBLASIS Austurför RÚSSAHEIMSÓKNIR komm- únista eru nú orðnar fastu.r liður í starfsemi þeirra. I morgun munu tíu eða ellefu. karlar og konur hafa farið utan þessara erinda, og á sá hópur að vera kominn au.stur til Moskvu 1. maí. Meðal þeirra, sem leggja leið sína austur fyrir járntjaldið að þessu sinni, eru Sigu.rður Guðnason og Þuríður Frið- riksdóttir, og mun standa til. að hin gömiu au.gu þeirra sjái Stalin á þaki grafhýsis Len- ins, ef kommúnistapáfinn lætur svo lítið að vera við- staddur hersýninguna á rauða torginu í tilefni af 1. maí. FARARSTJÓRI þessara ís* * lenzku kommúnista er Þor- valdu.r nokkur Þórarinsson lögfræðingur. Hann er kunn- ur að mikilli Rússatrú og lét svo um mælt í opinberum um- ræðum eigi alls fyrir löngu. að hann vildi helzt af öllu ala aldur sinn austan járntjalds- ins. Vísir gekkst þá fyrir sam- skotum til þess að afla farar- eyris handa Þorvaldi austur fyrir járntjald, ef hann sett- ist þar að og léti ekki sjá sig á ættlandinn framar. ÞÓTT SKRÝTIÐ SÉ, veitti Þorvaldur fé þessu ekki við- töku og hefur aldrei sýnt á sér neitt fararsnið fyrr en nú. Vísir hefur hins vegar sjálf- sagt varðveitt utanfararsjóð hans og sett hann á vöxtu, svo að peningarnir yrðu handbær- ir, ef þeirra kynni að verðs krafizt. Væri fróðlegt að vita. hvort Þorvaldur hefur borið sig eftir sjóðnum áður en hann flaug utan í morgun. Sé svo, mun þess að vænta, að hann staðfestist austan járn- tjaldsins. Það myndu fáir harma. Hins vegar er semii- legt, að Sigurður Guðnason og Þuríður Friðriksdóttir komi aftur til baka til þess að vitna. Og sjálfsagt halda Rússar áfram að bjóða ís- lenzkum kommúnistum heim, þó að þeir hafi nú þegar séð nokkra svipmestu sauði hjarð- ar sinnar okkar á meðal. Bærinn vill ekki veita lóðarréttindi við Suðurlandsbrauf SEXTÍU OG FIMM húseig- endur við Suðurlandsbraut og' Háaleitisveg hafa sótt um lóða rétindi fyrir hús sín, en sam- vinnunefnd um skipulagsmát vill ekki mæla með því, að húsum á þessu svæði verði veitt lóðarréttindi, og hefur bæjar ráð fallist á umsögn nefndar- innar. jeiðslan 8 milljón kíló, væri verðmæti hennar orðið 45 millj þnir króna á ári, reiknað með sama verði og fyrr var greint. Auk þess er landrými og hús um þannig fyrir komið, að með pýjum byggingum og vélakaup um má a. m. k. þrefalda alla Framh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.