Alþýðublaðið - 15.06.1952, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.06.1952, Blaðsíða 4
ÁB-Alþýðubíaðið • r . 'i ': C. Árásin á þjóð ÞEGAR stjórnarskrá lands- ins var breytt um leið og lýð veldið var stofnað, var að vel yfirlögðu ráði ákveðið, að .for seti lýðveldisins skyldi þjóð- kjörinn. Menn töldu ekki heppilegt að þingið yrði látið velja hann, þó að slíkt þekk- ist, svo sem til dæmis á Frakk landi; menn óttuðust, að hann yrði á þann hátt of háður þing inu og flokkunum, og þá ekki sá þjóðhöfðingi, sem menn óskuðu að hann yrði. Þess vegna var þjóðkjör forsetans ákveðið. Það er því, vægast sagt, mjög óviðeigandi, að stjórn- málaflokkarnir reyni nú að sölsa undir sig alit ákvörðun- arvald um forsetaframboð og þar með um val forsetans; og þótt það sé máske ekki bein- línis brot á bókstaf stjórnar- skrárinnar, þá er þar með að minnsta kosti gengið í ber- högg við anda hennar og þjóð in rænd þeim rétti, sem henni er ætlaður með ákvörðun stjórnarskrárinnar um þjóð- kjör hans. í beztu samræmi bæði við bókstaf og anda stjórnarskrár innar væri það, að stjórnmála flokkarnir vöruðust að gera val forsetans nokkru sinni að flokksmáli, enda í alla stað ó- eðlilegt og óheppUegt, að flokkssjónarmið séu Iátin koma til grei na við val manns í hið hlutlausa embætti þjóð- höfðingjans. Þann embættis- mann á að velja með mann- kosti eina og hæfileika fyrir augum. Einmitt af því, að þetta er svo augljóst, hefiu það vakið bæði ur/g og kurr um allt land, að eitt framboðið til forseta- kjörsins, sem fram á að fara eftir hálfan mánuð, skuli hafa verið gert að flokksmáli af forustumönnum tveggja stærstu stjórnmálaflokkanna. Og sá kurr er engu minni í þeim flokkum heldur en öðr- um. Almenningur er yfirleitt, hvar í flokki, sem hann stend ur, þeirrar skoðunar, a_ð for- setakjörið eigi að vera frjálst og óbundið af flokkunum og hverjum kjósanda heimiít að velja þjóðhöfðingjann án til- lits til stjórnmálaskoðana, 15. iúní 1952 fí ý'ý v :!? v f 'Jf kjör forsetans með það eití fyrir augum, hver hæfastur sé til þess að gegna- hinu hlutlausa og vanda sama embætti hans. En svo sem til þess að bæta gráu ofan á svart, eru það einmitt formenn beggja stjórnarflokkanna, sem tekið hafa sér vald til þess að tilriefna eitt forseta efnið og gera stuðning við það að flokksmáli. Slíkt tiltæki, að láta ríkisstjórn þannig raunverulega bjóða fram mann í embætti þjóðhöfðngj ans, mun vera alveg óþekkt í öðrum lýðveldum í Evrópu, vestan járntjalds, enda lyktar það óþægilega af einræðs- brölti og valdstjórnartilhneig ingum. Og Þetta finna menn í stjórnarflokkunum engu síð ur en í hinum. Hingað til hef ur enginn varað alvarlegar við einmitt þessari hlið máls ins en Bemharð Stefánsson, hinn virðulegi og mikilsmetni alþingismaðíir Framsóknar- flokksins, sem vissulega verð ur ekki sakaður um neina st j ór narandstöðu. Hér er sannarlega ástæða fyrir þjóðina til þess að vera vel á verði; því að með slíku framboði formanna stjórnar- flokkanna og þar með ríkis- stjórnarinnar er ekki aðeins verið að vegayað þjóðkjöri for setans, heldur og að sjálfu lýð ræðinu í landinu. Og þegar síðan á að afla slíku framboði fylgis með fáheyrðum flokka áróðri, flokkakúgun og hand- járnun kjósenda, þá er það alveg nauðsynlegt, að þjóðin spyrni við fæti. Það er bezt fyrir framtíð lýðveldisins og lýðræðisins hér á landi, að venja valda- gráðuga flokksforingja og stjórnarherra í eitt skipti fyr ir öll af því, að ætla sér að ráða vgli forsetans og gera hann að brúðu í sínum hönd- um. Þjóðin þarf án tillits til stjórnroálaskoðana, að rísa upp gegn slíkri hættu; að öðr um kosti er þjóðkjör forset- ans farið_ veg allrar veraldar og réttur hins óþreytta kjós- anda til þess að ráða því að engu orðinn fyrir ofríki flokk anna og ófyrirleitinfla forustu manna þeirra. Islandsmóíið í fcvöfd kl. 8,30 leika VALUR - VIKIN6UR Síðast var jafntefli. Hvor sigrar nú? j!!/ Mófanefodín. AB — AIþf'3ubla3I3. Otgefandl: Alþýguflokkurlnn. Ritsfjórl: Stefán PJetursson. Auglýstogastjárl: Emœa Möller. — PJtstjómarsímar: 4901 og 4302. — Auglýstoga- tíml: 4S06. — AfgrelSsluriml: 4900. — AlþýSuprentsmlBJan, HverHagðtu 8—10. Stríðsfangaóeirðirncir á Koie. Hermenn ~ J sameinuðu þjóðanna í Kóreu hafa nú loksins skakkað leikinn í stríðsfanga búðununi á Koje, þar sem æstustu kommúnistarnir meðal 80 þús. stríðsfanga höfðu vaðið uppi mánuðum saman, dæmt með- fanga sína af lífi og drepið þá, ef þeir vissu að um pólitíska andstæðinga var að ræða. Undanfama daga hafa hermenn sameinuðu þjóðanna verið að hreinsa til í fangabúðunum og skipta þeim í aðrar minni svo að hægt sé að einangra komm- únistana og tryggja líf og limi hinna. En það hefur kostað bar- daga og allmargir fangar fallið. Hér á myndinni sjást hermenn sameinuðu þjóðanna vera að fara inn í fangabúðirnar, búnir stálhjálmum og gasgrímum. Þekkir fangelsi nazisfa og kommúnisfa af eigin raun -------«------ Frásögn tékknesks verkaiýðsforingja og fíóttamanns í Kaupmannahöfn. ----------------»----- UM ÞESSAR mundir er einn af leiðtogum jafnaðarmanna í Tékkóslóvakíu staddur í Kaup- mannahöfn. Hann er landflótta, en fjölskylda hans er ennþá í heimalandinu og er nafni hans því hér haldið leyndu. Honum segist svo frá: Eg hef reynsluna bæði af hinu nazistíska og kommúnist- iska einræði og það er erfitt að gera mun þar á. Bæði nazistar og kommúnistar vörpuðu mér í fangelsi. Nazistarnir höfðu mig í haldi í 17 mánuði. Klef- inn 8 fermetrar að flatarmáli. Síðan höfðu þeir mig 9 mán- uði í fangabúðum. Eftir stjórn rof kommúnistanna árið 1943 var ég aftur settur í fanga- búðir. Þar var ég í 8 mánuði. Nazistarnir létu mig þó hafa sæng til þess að sofa við en hjá kommúnistunum fékk ég ekki annað en hálm að sofa við. Það voru tveir fílefldir Ge- stapomenn, sem á sínum tíma handtóku mig, og þeir snertu ekki byssurnar meðan á því stóð. Kommúnistarnir handtóku mig hins vegar 7 saman og allr ir höfðu þeir byssurnar á lofti. Nazistarnir létu móður mína vita að ég væri í fangelsi. Kommúnistarnir Iétu engan vita, að ég hefði verið hand- tekinn. Þegar kommúnistarnir handtóku mig, settu þeir mig í handjárn og bundu mig auk þess við bílsæti. Þeir óku með mig 300 km. leið þannig, og allan tímann höfðu þeir bindi fyrir augum mínum. í fanga- búðunum hjá þeim skeði það oft, að ef kommúnistarnir töldu að fangarnir vissu meira en þeir vildu ségja frá, þá sóttu þeir konur þeirra og börn og pyntuðu fangana til sagna að þeim ásjáandi. Eftir að þeir létu mig lausan, átti ég að telj ast „frjáls maður“, en komm- únistarnir héldu st'iðugt njósn- um um mig. Mér lókst þó að komast yfir landamærin í maí árið 1949. Móðir mín var enn þá í Tékkóslóvakíu. Eg hef ekkert af henni frétt og hún ekki af mér. Um ástandið í Tékkóslóvakíu farast honum svo orð: Óánægjan meðal verka- manna þar fer stöðugt vax- andi og af þeim sökum herða kommúnistarnir sífelt tök sín á þeim. Frelsi verkamannanna er ekkert nema nafnið tómt, kjör þeirra versna, kröfurnar um aukna framleiðslu verða stöðugt háværari. Fólk sveltur þar að vísu ekki, en matar- skammturinn og verðlagið er ekki valdhöfunum að hrósa. — Innan kommúnistaflokksins á sér stað hörð valdabarátta. Það sýna bezt liinar stöðugu „hreínsanir" þar í landi. Þeir, sem í dag eru dýrkaðir sem hetjur, eru máske á morgun !stimplaðir landráðamenn og skemmdarverkamenn — allt þekkt fyrirbrigði frá öllum löndum, þar sem kommúnistar i hafa náð undirtökunum. Á- stæðan til þessara „hreinsana“ er sögð vera „títoismi“. Eg held hins vegar að það sé blekking ein. Það er vægðar- laus valdabarátta, og þeim, sem bíður þar lægra hlut, er misk- unnarlaust útrýmt. BARNAKÓRINN Sólskins- deildin hélt skemmtisamkomu í samkomusal Landssmiðjunnar 10 þ. m. J_tileíni af því að vetr arstaríséminni var að ljúka. Kórinn var endurnýjaður s. 1. haust og hefur starfað á svip uðum grundvelli og gamla Sól- skinsdeildin, sem starfaði hér frá 1939 til 1946 og gat sér góð an orðstír með söng sínum,' Guðjón Bjarnason, sem var stofnandi og söngstjóri gömlu Sólskinsdeildaxinnar, hefur æft kórinn í vetur, og eru nú í hon um 33 telpur á aldrinum 9;til 14 ára. Skemmtun.þessa sóttu um 100 manns. Söngstjórinn skýrði frá starfsemi kórsins s. 1. vetur, kórinn söng nokkur lög við mjög góðar undirtektir, Guð- rún Árnadóttir lék nokkur lög á píanó, Guðbjörg Sigurðardótt. ir las kvæði, og síðan var stig inn dans fram undir miðnætti. Á skemmtunni voru tvenn verðlaun veitt og voru það tveir silfurbikarar. Fyrir ritgsrðina „Hvers vegna iðka ég söng?“ hlaut verðlaun Guðrún Stefáns dóttir, og fyrir bezta ástundun og hegðun Guðríður Árnadótt ir. Hljóðfærasjóður var stofnað ur í vetur og lögðu börnin í hann mánaðarlega. Á skemmt- uninni var dregið um þrjá giut- ara og hlutu þá: Valgerður Ing ólfsdóttir, Jónína Einarsdóttir og Auður Axelsdóttir. Söngstjór anum var þakkað starf hans í þágu kórsins og hylltu gestirnir hann með ferföldu húrrahrópi. Sólskinsdeildin mun hefja æfingar að nýju í september lok. Búið að opna Bjark- ariund, en Þorska- fjarðarheiði ófær. BÚIÐ ER AÐ OPNA sumar- gistihúsið að Bjarkalundi í Reykhólasveit. Hefur umferð fyrstui dagana ekki verið mikil, enda vegur- inn enn ófær yfir Þorskafjarð arheiði, og því engar samgöng ur hafnar vestur á firði. Talsverður snjór er enn á Þorskafjarðarheiði og býst vegamálastjórinn ekki við, að hún verði fær fyrr en undir mánaðarmót. En ákveðið hefur verið, að þing Búnaðarsambands Vest- fjarða skuli haldið í Bjarkar- lundi fyrir næstu mánaðamót og af því ge>,ur ekki erðið, nema vegurinn yfir heiðina verði fær. PRÓFESSOR Lidrik Arup Seip f. v. rektor Oslóarháskóla, flytur tvo fyrirlestra á vegum Háskóla íslands um jíróun norskrar tungu. Fyrri íyrirlest urinn verður fluttur í dag, sunnudag 15. júní kl. 2 e. h. í hátíðasal háskólans, hinn síðari n. k. mánudag, 16 júní á sama stað kl. 6.15 e. h- Sumarbústaður við Álfta- vatn til sölu* Bústaðurinn er ekki stór, en sérstaklega vandaður og stendur á rúmgóðu eignarlandi á einhverjum fegursta stað niður við vatnið. Tilboð merkt: „S. A.“ sendist Alþýðublaðinu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.