Alþýðublaðið - 15.06.1952, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 15.06.1952, Blaðsíða 6
ISKRAFAÐ} og \SKRIF A Ð\ M#WWWWW/«WWW« NÝJAS2L.4 TÍZKA. Nýjasta nýtt í amerísku tízkunni eru sokkar, sem klæða allan fótinn að undanteknum tánum. Á sokkunum eru fimm göt, fyrir tærnar, og eru þetta ákaflega eftirsóttir r^okkar, hvort sem það staíar nú af því að stúlkurnar séu sérstaklega heitfsngar á tónum, og vilji hafa þær berar, eða hinu, að þær hafi gaman af að sýna á sér tærnar, en eins og kunnugt er, ryður það sér nú mjög til rúms, að stúlkur lakki neglurn- ar á tánum dökkrauðar eða jafnvel svartar. BIÐU MEÐ GIFTINGUNA í 26 ÁR. Gladys var 19 ára en Georg 24 ára, þegar þau urðu ást- fangin og hugðust þau gifta sig þegar í stað, en foreldrar þeirra beggja vildu ekki rnissa þau út af heimilunum. Það varð að samkomulagi, að þau giftu sig' ekki fyrr en foreldrar beggja væru dáin. Kærusíupörin biðu nú full eftirvæntingar. Fyrir nokkrum árum dóu feður beggja og nokkru síðar móðir Georgs, en það var ekki fyrr en í janúar í vetur, sem móðir Gladys lézt, og þá gátu elsk- endurnir loksins gengið í heil- agt hjónaband. Nú er hún 45 ára, en hann fimm’tugur. SPURNINGAR DAGSINS. Eftir hvern er þetta erindi: „Eg marj, ég lék mér útj að blómi á bala og blessuð sólin, drottning him- insala, á ævi mína skuggalausa skein. Og það var gott við grösin litlu að hjala og gæla lágt við rauðan mó- bergsstein. 2. Hve margir strengir eru á mandólíni? 3. Hvenær flutti IVIöðruvalla- skóli til Akureyrar? 4. Hverrar þjóðar var tón- skálðið Antonin Dvorak, og hvenær var hann uppi? 5. Hvenær var Habsborgarætt in við völd á Spáni? •0011 TO 9ISI V-idí 'S 1061—II8I ]ddn .ir.v ‘annsauipiax 'f •3061 fiMV "£ •g umaiiiiou B So 9 tun.igo ‘f umums y -g •uossSaag I-ifid "I HIilNHONINHÍldS ÖIA HOAS '\ 37. dagur Cornell Woolvichi YILLTA BRÚÐURIN S-qitrmtpí . p . . r s s Samúðarkorf í * S S Slysavarnafélags fslands S • kaupa flestir. Fást hjá • ^ siysavarnadeildum um ^ S land allt. í Rvík í hann-S ^ _yrðaverzluninni, Banka- $ ^ stræti 6, Verzl. Gunnþór- ^ S unnar Halldórsd. og skrif-s • stofu félagsins, Grófin 1. $ ^ Afgreidd í síma 4897. — • S Heitið á slysavarnafélagið. s S Það bregst ekki. S * S AB inn í hvert hús! ABfi sátu þeir. Endalaus bið’ þrjá daga í röð var farin að þreyta þá meira en lítið. Fyrir framan dyrnar, sem þeir stöðugt myndu, eftir í von um að fá að fara inn um, stóð kinnbeina- hár, flatnefjaður kynblendings hermaður í einkennisbúningi, sem fór honum illa, og studdi riffilskepti sínu í gólfið. Cotter hafði um stu.nd geng ið um gólf til þess að reyna að hafa af sér leiðindin, en var seztur á ný. „Þessi ætlar að láta okkur bíða lengur en allir hinir til samans“, nöldfaði hann þung- u,r á brúnina. „Því hærra, sem þeir eru settir, þeim mun erfiðara er að komast að þeim“. „Jæja. Þessi er víst sá æðsti og vonandi sá seinasti, sem við þurfum að tala við“, sagði Cotter. Hann hallaði sér áfram, studdi olnbogunum á hnén og hallaðist fram á hendu.r sér. „Bara að það væri hér ein- hver bandarískur ræðismaður, sem hægt væri að snúa sér til. Þá gæti maður þó í öllu falli vænzt einhverra raunhæfra aðgerða“. „Bandarískur ræðismaður getu.r ekki sagt landsstjóran- um hérna fyrir verkum. Það er líka tómt mál að tala um það. Það hefur ekki þótt taka því að skipa slíkan mann á þessum afkima“. Cotter huldi andlitið í hönd um sér. Svo leit hann skyndi- lega u,pp. „Til hvers erum við eigin- lega að þessu? Við komum allt of seint. Það er meir en mán- uður síðan það skeði‘‘. Og hann bætti við eftir stundar- þögn: „Ef annars nokkuð hef- u,r komið fyrir“. „Ef nokkuð hefur komið fyrir? Hvað annað var það þá?“ Fredericks var þungur á brúnina. „Hvað þarftu frekar vitnanna við? Þau hafa ger- samlega horfið, og voru, þegar seinast fréttist af þeim, á bú- garði u.ndir fjallshlíðinni. Það heyrðist í trumbunum. Láttu aðra um að draga það i efa. Við ættum manna bezt að vita, hvað komið hefur fyrir“. Cotter tók þessum hálfgild- ings ávítum með þögn og þolin mæði, gerði sig samt líklegan til þess að svara, en hætti við það. „Þér væri kannske sama, þó við hættum nú við og snerum heim, þykist ég vita. Til hvers væri það?“ Fredericks leit hvasst á hann. „En það ætla ég mér að minnsta kosti ekki“. „Ég á ekki við það. En til hvers er að vera að þessu, þar sem við komum svona seint“? Cotter yppti öxlum. „Hvað eig um við' honum svo sem upp að unna?“ „Ég tel mig vera ábyrgan fyrir lífi hans‘‘, svaraði Frede rick með hægð. „Það finnst mér hins vegar ' ekki. Hver bað hann að fara með hana á burt? Hver bað hann að fara með hana einmitt hingað?“ „Það getur verið að ég geri of mikið úr skyldum mínum gagnvart honum. En í þessui efni verður mér ekki talið hug hvarf. Þú getur farið heim, ef þér sýnist svo“. Cotter glotti. Horfði ofan í gólfið. „Ég tel mig líka hafa skyldur“, sagði hann. „En ekki gagnvart þeim, heldur þér. Þú skalt í þessu efni ráða fyrir okku.r báða“. Dyrnar höfðu opnazt. Her- maðurinn varð allur að undir gefni, Stuttur, feitur og kaf- rjóður maður birtist í dyrun- um. Hann þurrkaði í ákafa svit ann af hálsi sér með vasaklút. Hann var letilegur í fasi, með örmjótt yfirvaraskegg. Átti fullt í fangi með að halda stór um vindli í munninum, klemmdi utan að honum var- irnar. Hann gekk hröðum skref u,m fram ganginn. Það small í i hörðu gólfinu undan fóturn ! hans. Af honum lagði sterka lykt, sem var sambland af mjög ódýrum vindlum og mjög ódýru.m ilmvötnum. „Þarna er hann“, hraðaði Fredericks sér að hvísla að Cotter. „Þessi stubbur? Nei, þetta er ekki hann. Það getur ekki verið“. „Það er víst hann. Hann ætl ar að fara að fá sér miðdagslúr inn. Ef við náum ekki í hann núna, þá verður það ekki fyrr en eftir klukkan fimm í dag“. Fredericks reis á fætur, gekk nokkur skref í áttina til her- mannsins og stundi upp: ,,E1 ministro?“ Hann svaraði ekki, þorði víst ekki að láta herra sinn heyra, að hann hefði hugann við nokkuð annað en sjálfan hann. En samt vogaði hann að kinka kollinum til samþykkis svo lítið bar á. Fredericks herti upp hugann og gekk í veg fyrir þann stu.tta, sem nú var kominn fram hjá þeim. Ilann náði honum brátt. „Ministro. Leyfið mér að ónáða yður eitt augnablik. Yið höfum beðið í þrjá daga jeftir því að ná tali af yður‘‘. Orðaval el ministro var hnit miðað, í fullu samræmi við tign hans og veldi: „Málefnið er?“ „Hvarf fjögurra manna frá Finca la Escondida hinn tutt- ugasta og fjórða fyrra mánað- ar“. E1 ministro var kominn fram að stíganum, nam staðar, lagði hendina á handriðið og gerði sig líklegan til þess að halda áfram. „Ó, já. Ég kann- ast við það. Hef um það skýrslu undirmanns míns, Sarmiento11. „Myndum við .... gætum við fengið heiðrað leyfi yðar til þess að sjá hana?“ „Ætlizt þér til þess að ég fari inn aftur. Það er mjög heitt. Ég var að fara út“. Hann virtist á báðum áttum. Tók samt skyndilega ákvörðun og lagði af stað sömu leið til baka. Fredericks var ekki seinn á sér að halda í humátt á eftir honu.m. E1 ministro benti þeim að setjast á bekkinn á ný. „Bíðið hérna“. sagði hann. „Ég þarf að líta á skýrsluna fyrst. Ég er búinn að gleyma henni í smáatriðum. Þarf að átta mig svolítið betur“. Dyrnar lokuðust á eftir hon um, og það liðu. að minnsta kosti tuttugu mínútur. „Hvað getur hann verið að gera allan þennan tíma?“ spu.rði Cotter óþolinmóður. í „Ég veit ekki. Hann hefur sjálfsagt fengið sæg af máls- skjölum og vitnisburðum með frumskýrslunni. Skriffinnskan er svo sem ekki minni hér en annars staðar“. Þeir heyrðu hann kalla fyr- ir innan dyrnar. Hermaðurinn tók viðbragð, opnaði dyrnar og benti þeim að fara inn. Það leyndi sér ekki, að ei ministro var þeim lítið þakk látur fyrir að hafa komið í veg fyrir miðdegislúrinn. Hann var í vondu skapi. Um hríð lét hann þá standa fyrir framan sig meðan hann sífellt GAMAN og ÁLVÁRA Myndasaga barnanna: Bangsi og álfarnir Þeir voru í þann veginn að snúa heim, þegar Kalli kiðiing ur kom hlaupandi. Kalla var mikið niðri fyrir og bað þá að tala við sig. Hann hefði dálítið að segja þeim. Þeir biou ef*ir honum og fóru á meðan að tína upp dótið sitt. I „Ég skal segja ykku,r“, sagði j Kalli, ,,að það eru komin blóm í gluggann hennar ömmu. Þau voru öll dauð eins og þú manst, Bangsi. Ég veit ekkert, hvern ig stendur á þessui. Komio þið heim og sjáið“. „En ég veit það“, sagði Bangsi. c• •"f'’.• V-*--V v,i -'' umnMa.J_______ Þegar þeir komu. til gömlu geitaömmu, sáu þeir blómin í glugganum. Og sú gamla var í sólskinsskapi. „Ég vaknaði u.pp af værum svefni við það, að það var kominn blóma ilm ur í herbergið“. Bangsi sagði henni söguna, en hún trúði henni ekki. UNGUR OFURHUGI. Þriggja ára gamall snáði, sem var að leika sér fyrir utan kofa foreldra sinna í Serowe í Be- chuanalandi, hvarf skyndilega. Það var ekki fyrr en eftir þrjá daga, að drengurinn fannst í þéttum frumskóginum 24 km. frá heimili sínu. í skóginum, sem hann fannst, var urmull af stórum rándýrum og Veitur- slöngum, og þótti það undra- vert, að drengurinn skyldi hafa fundist á lífi. Hann virtist una sér hið bezta og var hvergi smeikur. Snáðinn sagðist hafa borðað ijómándi góð ber og séð mikið af stórum dyrum. Þegar hann var spurður að því, hvers vegna hann hafi farinn inn í skóginn, sagði hann: „Eg ætl- aði bara að veiða stórt ljóri.“ MIKIÐ SKAL TIL MIKILS VINNA. Síamsbúann Nai Phaisarn Ruengoaj langaði óstjórnlega mikið til að kyssa unga stúlku, s|em ekhji var nerna eðlilegt. Þegar hann var á gangi í skemmtigarði einum i Bangkok sá hann hina útvöldu. Hann var ekki með neinar inálalenging- ar, en gekk rakleitt til he.nn- ar og smellti á hana hverjum kossinum á fætur öðrum. Stúlk unni varð svo mikið um, að hún vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið, en þegar hún gat áttað sig, rak hún Nai rokna löðrung, en hann brosti bara og kyssti hana aftur. En nú refs- aði hún honum ekki aftur en lét lögregluna, sem kom aðvífandi um það. Nai fékk mánaðar- fangelsi. FANGAÐIR AF HUNDUM. Vopnaðir ræningjar um- kringdu nýlega afskekktan sveitabæ í Reushéraði á Spáni. Ræningjarnir kölluðu til bó.nd- ans að koma með allt er hann átti af lausu fé. Þegar bóndinn svaraði ekki, byrjuðu þeir’ að skjóta af byssum sínum á glúgga hússins. Þegar nokkurt hlé varð á skothríðinni kallaði bóndinn: „Hérna kemur allt, sem ég á,“ og hlupu þá- 25 stórir lögregluhundar út úr húsinu að ræningjunum, sem stirnuðu upp af skelfingu. Þeir köstuðu byssum sínum og hundarnir ráku þá að húsinu, þar sem bóndinn batt ræningj- ana. Hundarnir gerðu ræningj- unum ekki neitt en gerðu sig líklega til að rífa þá á hol; ef þeir hreyfðu sig hið minnsta. Það sem ræningjarnir vissu ekki, var, að bóndinn hafði það að atvnnu að temja hunda fyr- ir lögregluna. KOMIÐ I OEFNI. -— Situr þú hér enn á kránni, þótt orðið sé svona framorðið, Johannsson? — Eg þori ekkd að fara heim, sagði Johannsson daufur í dálkinn. — Þorir ekki? Hvers vegna ekki? — Sjáðu til, klukkan átta hringdi ég til konunnar minnar og gaf henni alveg Ijómandi j góða ástæðu fyrr því, að vera svona burtu, en nú er ég alveg 1 búínn að steingleyma hvað ég ’sagði henni. n jöoi.cj ;j'6j

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.