Alþýðublaðið - 27.06.1952, Side 1
Fram og þýzka kiiattipyrnu
ilðli keppa I kvöld
(Sjá 8. síðu).
XXXIII. árgangur. Föstudagur 27. júní 1952.
141. tbl.
ÁÐUR EN hinar flokkspólitísku útvarpsumræður
unr foi>etakjprið hófust í gærkveldi var frá því skýrt í
útvarpinu, að Stefán Jóh. Stefánsson, formaður Alþýðu-
flokksins, hefði neitað, að eiga uokkurn þátt í þeim. Var
bréf hans til útvarpsráðs, þar að lútandi, lesið upp, og
var það svohljóðandi:
,,í bréfi niínu til útvarpsráðs dags..21. þ. m. mótmælti
ég'því að flokfcspólitískar umræður færu fram í útvarp-.
ínu um forseíákjörið. Ég leyfði mér þá að beina þeirri
ósk -til, útyarpSráðs, að í stað þess yrði samtökum stuðn-
ingsmanna forsétaefnanna gefinn kostur á því að flytja
mál sitt í útvarpinu, og hefðu þá stuðningsmenn hvers
forsetaefnis jafnan ræðutíma. Þessum óskum, sem einn-
ig hafa komið fram frá landsnefnd stuðningsmanna Ás-
geirs' Ásgeirssonar og frjálsum samtökum kjósenda til
stiiðnings Gísla Sveinssýni, hefur útvarpsráð eklti viljað
sinna, én ' Káldið fast við ákvörðun sína um útvarpsum-
ræður af hálfu forystumanna allra stjórnmálaflokkanna.
Ég endurtek eindregin mótmæli mín gegn þessum
álívörðunum. Þær brjóta allar reglur, sem áður hefur
verið talið sjálfsagt að fylgja og hafa í för með sér ber-
sýnilegt misrétti gagnvart forsetaefnunuin.
Með vísun til framanritaðs og fyrra bréfs míns, lý»i
ég hér með yfir, að ég mun hvorki taka þátt í þessum úí-
varpsumræðum, né nefna annan til þess. Er þá bezt að
samræmi sé í þeim einstaæða leik, sem af forráðamönnum
stjórnarflokkanna hefur verið settur á svið í útvarpinu,
og þeir einir flyíji þar mál sitt, er telja sæmilegt og við-
eigandi að beita ofríki og misrétti í útvarpinu í sambandi
við kosningu á forseta íslenzka lýðveldisins“.
Vélbáfur sfrandaði í niða
þoku við Skaga í gærkvöldi
VÉLBÁTURINN SÍGANDI HU 9 strandaði í gærkvöldi á
Skallarifi vestur af Skaga. Niðaþoka var á, en lygnt veður. Var
ekki búið að finna bátinn, svo að frétzt hefði um ellefu leitið
£ nótt, en áhöfn hans þó ekki talin í mjög bráðum háska.
Eftir strandið kom skipstjó/
inn á Stíganda skeytum til loft
skeytastöðvarinnar á Siglufirði
og bað um aðstoð. Þaðan var svo
leitað hjálpar Slysavarnafélags
íslands, sem bað slysavarnasveit
ina á Siglufirði að annast
björgunartilraunir. Fékk hún
(ísgeir 19r séra Bjarni
á Reykjafossi
SKEYTI barst frá loft-
skeytamanninum á Reykjafossi
eíðdegis í gær um prófkosn-
ingu, sem þá var ný fram farin
þar.
Úrslit prófkosningarinnar
urðu þau, áð Ásgeir fékk 19
atkvæði, cn séra Bjarni ekki
nema 9.
vélbát á Skagaströnd til að
hefja leit að bátnum, og auk
þess leitaði Brúarfoss, sem var
nærstaddur, þetta svæði með
radar eftir beiðni slysavarnafé
lagsins. En þokan torveldaði
mjög allar aðgerðir.
SÍÐUSTU FRÉTTIR
Um miðnætti hafði Brúar-
fossi tekizt að finna bátinn
með radar, og var leitarbátur-
inn frá Skagaströnd, sem heit-
ir Ásbjörn, á leið til hans eftir
þeirri tilvisun. Samband hafði
þá náðst við Stíganda, og leið
öllum skipverjum vel. Er bát-
urinn óbrotinn, en vélin stöðv-
aðist við strandi'ð. Voru skip-
verjar að reyna að koma henni
i gang, er af þeim fréttist.
Búizt var við, að Ásbjöra
kæmi á strandstaðinn um eitt
leytið. — Auk Brúarfoss var
Arnarfell í nánd.
Misnofuðu
færið til
legra árása á
f
geir Asgeirsson
ÞAÐ MÁTTU HEITA
AUÐAR GÖTUR í Reykja
vík á níunda og tíunda tím
anum í gærkveldi meðan
forsetaefnin fluttu ávörp
sín til þjóðarinnar í ríkis
útvarpinu. Er ekki vafa-
mál, að sjaidan eða aldrei
hafi verið hlustað meira á
útvarp hér, svo og sjálf-
sagt einnig úti á landi, en
á meðan þau ávörp stóðu
yfir.
Fyrst forsetaefnanna talaði
Gísli Sveinsson, þá Ásgeir Ás-
geirsson, en síðast séra Bjarni
Jónsson. Fluttu þeir allir mál
sitt af drengskap og virðuleik.
ÓVIRÐULEGT EFTIRSPIL
,Það sama verður hins vegar
ekki sagt um þær flokkspóli-
tísku umræður, sem hófust í
útvarpinu á eftir ávörpum
þeirra. Þar mættu þeir Ólafur
Thors og Hermann Jónasson
með sinn meðráðherrann hvor
og helltu sér yfir Alþýðuflokk-
inn, sem ekki tók þátt í um-
ræðunum, svo og Ásgeir Ás-
Framh. á 7. síðu.
100 ára biörgunarstarf. Danir héldu 1 vor upp á
J ~ L00 ára afmæli skipu-
lagðs björgunarstarfs hjá sér, úr sjávarháska. Á þessum 100
árum hefur 12 400 manns verið bjargað úr greipum Ægis, en
53 björgunarmenn hafa fórnað lífi sínu við það mannúðarstarf.
Á myndinn sést danskur björgunarbátur við vesturströnd Jót-
\ lands; en þar hafa sjóslysin verið langtíðust og björgunaraf-
rekin frækilegust.
Fór upp í sveit með bíl og verka
menn og sfal 14 olíutunnum
MAÐUR NOKKUR brá sér úr Reykjavík austur í Árnes-
sýslu í gær með tvo verkamenn og vörubifreið á leigu og stal
þar 14 tunnum af olíu. Ætlaði hann að hafa fé upp út olíunni
í Eeykjavík, en það mistókst. Hann var tekinn fastur og hefur
játað þjófnaðinn.
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
N
s
s
s
s
Sogsvirkjunin: Asgeir 72, ir.
Bjami 29 - Flugfélag ís-
lands: Ásgeir 45, Bjarni 19
TÍMINN sagði nýlega ósanna sögu um prófkosningu.
sem fram fór meðal starfsmanna við Sogsvirkjunina.
Aðeins ein prófkosning hefur farið þar fram og urðu
úrslitin þessi:
Ásgeir 72, séra Bjarni 29, Gísli 3.
En alveg eins og í fyrradag vill AB fræða Tímann,
sem hefur álpast út í það að reyna að gera prófkosn-
ingar tortryggilegar, um úrslit þeirrar síðustu. Hún fór
fram meðal starfsfólks Flugfélags íslands og voru at-
kvæðin talin á mánudagskvöld. Úrslit urðu þessi:
Ásgeir 45, séra Bjarni 19, Gísli 6.
Ef Tíminn eða Morgunblaðið óska eftir frekari tíð-
indum af prófkosningum, munu þær verða látnar í té.
Maður þessi, Finnbogi Græð-
ir Pétursson, um fertugt, hafði
verið austur í sveit um tíma
í vor og þá tekið eftir tunnun-
um, þar sem þær lágu við veg-
inn hjá Sogi, Skammt frá Al-
viðru í Ölfusi.
Förina austur undirbjó hann
allrækilega, hafði fengið planka
lánaða á Reykjavíkurflugvelíi
til að koma tunnunum á bif-
reiðina, og verkamennimir og
bifreiðarstjórinn héldu, að allt
væri með felldu.
Þegar til Reykjavíkur kom
með tunnuxnar reyndi Finn-
bogi að fá BP, — en frá því
félagi var olían, — til að taka
þær aftur og endurgreiða. Það
gekk ekki, þar eð ekki var á
hreinu, frá hverjum þær væru.
Og nú reyndi Finnbogi að flýja
förunauta sína, því að ekkert
átti hann til að borga þeim.
Bifreiðarstjóranum fannst
þetta allt furðu grunsamlegt
og fékk liðsinni lögreglunnar
til að skerast i leikinn. Tók hún
svo Finnboga fastan.