Alþýðublaðið - 27.06.1952, Blaðsíða 8
*
f" r a ’•
mm á hafi ú
SKIPIN Dettifdss, Tröllafoss og Jökulfell 'hittust í
hafí og létu fara fram prófkosningar um forsetakjörið.
Þegar þær höfðii farið'fram, voru atkvæðin talin. Urðú
úrSlitín þessi.
Dettifoss: Ásgeir: 26, séra Bjarni 7. Gísli 2.
Jökulfelí: Ásgeir 12, séra Bjarni 8, Gísli 0.
Tröllafoss: Ásgeir 36, séra Bjarni 2, G.ísli 2.
Skýldi ekki Jóijann I>. JÖsefsson vilja láta gera af-
fvvæði þessara þriggjá' skipshafna ógild, eins og atkvæði
Gullfoss-skipsháfnárinnaf.
ALÞYaOBLAÐIB
ára afmæíi S.f.S. haldið hátíðlegt
í Reykjavík í næstu viku..
:'i .FIMMTIU ARA AFMÆLI Sambands - íslenzkra safmvinnu-
(’éiaga verður haldið hátíðlegt í Reykjavík I næstu viku. Verða
hátíðahöldin I sambandi við aðalfúnd Sambandsins, en að hon-
um loknum hefst hér fundur miðstjórnar alþjóðasambands sara
vinnumanna, International Cooperative Alliance. Munu koma
fcil þessa fundar fuiltrúar frá 18 iöndum, og verða staddir hér á
fandi yfir 80 eriendir gestir í sambandi við fundinn.
Aðalfundur S.Í.S. hefst næst
komandi mánudagsmorgun, og
fer hann fram 'í Tjarnarbíói.
Mun fundurinn hefjast á því,
að minnzt verður stofnenda
Sambandsins, og gerir það Karl
Kristjánson alþitjgsmaður, og
mun sá eini af stofnendunum,
sem enn er á lífi, Steingrímur
Jónsson, fyrrum sýslumaður,
mæta á fundinum.
Næst komandi föstudag,
þegar aðalfundarstörfurn verð-
ur lokið, mun verða haldinn
sérstakur hátíðafundur í Tjarn-
arbíói til að minnast afmælis-
ins, og munui tala þar meðal
annarra Hermann Jónasson
l.andbúnaðarmálaráðherra, Sir
Harry Gill, forseti alþjóðasam
bands samvinnumanna, full-
trúar frá samvinnusamböndum
rnargra landa, Páll Hérmanns-
son, fyrrum alþingismaður,
Sigurður Kristinsson, formað-
ur S.Í.S., og Vilhjálmur Þór,
forstjóri S.Í.S. Á föstudags-
•kvöld verður haldið afmælis-
hóf að Hótel Borg, og talar
þar meðal annarra Björn Ól-
afsson viðskiptamálaráðherra.
Á fimmtudag í næstu viku
hefjast í Reykjavík fundir al-
þjóðasambands samvinnu-
manna. Verða fyrst stjórnar-
fundur og fundir í alþjóðasam-
tökum samvinnu-olíufélaga og
namvinnutryggingafélaga. Á
laugardag hefst sjálfur mið-
stjórnarfundurinn, og sækja
Siann fulltrúar frá eftirtöldum
löndum: íslandi, Noregi, Sví-
þjóð, Danmörku, Finnlandi,
Sovétríkjunum, Búlgaríu,
Tékkóslóvakíu, Júgóslavíu,
ísrael, Sviss, Austurríki, Þýzka
landi, Holiandi, Belgíu, Frakk
landi, Bretíandi og Bandaríkj-
unum. Fer fundur þessi fram
hátíðasal háskólans, og verð-
ur allt, sem þar gerist, þýtt
jafnóðum á fjögur tungumál,
ensku, frönsku, þýzku og
rúsnesku, sem eru hin opin-
Iberu mál alþjóðasambandsins.
Kemur hingað tli lands sjö
manna starfslið vegna fund-
arins, þar á meðal túlkar.
Á laugardag mun borgar-
stjóri hafa boð inni fyrir full-
trúa á þingi I.C.A., og um
Jcvöldið verður hátíðasýning á
bLeðurblökunRi“. [ þjóðleikhús-
inu fyrir þá, aðalfundarfull-
trúa og aðra gesti S.Í.S. Á
sunnudag verður farið í ferð
til Selfoss og á Þingvöll, og á
mánudag hefur ríkisstjórnin
boð inni fyrir hina erlendu
fultrúa, Jafnframt halda fund-
ir miðstjórnarinnar áfram
báða þessa daga. Þriðjudaginn
8. júlí verður farið að Gull-
fossi og Geysi, og miðviku-
daginn 9, til Akureyrar.
Margt fleira mun Samband
íslenzkra samvinnufélaga gera
til að minnast 50 ára afmælis-
ins, og kemur meðal annars út
myndarlegt afmælishefti af
Samvinnunni.
Skityrðl fyrir síld
svipuð á úthafinu og
undan farin ár
RANNSÓKNARSKIPIN
„María Júlía“, „G. O. Sars“ og
„Dana“ hafa verið að rann-
sóknum í úthafinu fyrir aust-
an og norðaustan ísland nú
undanfarið. Hafa skipin gert
hvort tveggja^ að framkvæma
sjórannsóknir og Ieita síldar
eftir því, sem ástæður hafa
verið til.
Að lóljfinni rannsókmjrrför -
inni mættust skipin á Seyðis-
firði í gær. Ámi Friðriksson,
sem fór til Seyðisfjarðar til
móts við skipin, hefur sent
Fiskifélaginu eftirfarandi grein
argerð um niðurstöður rann-
sóknanna.
Ástand sjávarins norðan og
austan íslands er svipað og
verið hefur undanfarin ár. Of-
an á hlutfallslega köldum sjó
er 50—75 m þykkt lag af
hlýri sjó, þar sem síldar varð
vart.
Síldarinnar varð vart á
svæðinu 63° n. br. til 70°30’
n. br. og 5° v. 1. til 11°30’ v. 1.
Næst landinu var síldin um
55 sjóm. austur af Seyðisfirði.
VeðriS í dag:
cs
NorSan gola eða kaldi, úr-
komulaust, víða léttskýjað.
ÍJtvarpsráð
ÞAS ER ömurleg mynd, sem
þjóðin hefur fengið af út-
varpsráði síðustu dagana.
Þarna eiga sæti fimm menn,
kjörnir af alþingi til þess ekki
hvað sízt, að vaka yfir hlut-
leysi og velsæmi í útvarþinu.
En undanfarna daga hafa
fjórir af þessum mönnum
reynzt eins og vax í höndun-
um á tveimur valdamiklum
og yfirgangssömum flokks-
foringjum, þéim Hermanni
Jónassyni og Ólafi Thors, sem
heimtuðu að fá að misnota
útvarpið til framdráttar for-
setaefni sínu á kostnað hinna
forsetaefnanna beggja. Að-
eins einn útvarpsráðsmaður
talaði máli hlutleysisins og
velsæmisins í þessu tilfelli, —
en árangufslaust.
EN ÞAÐ er ekki aðeins, að
meirihluti útvarpsráðs hafi
'látið þá Ólaf og Hermann
brúka sig til að brjóta gegn
hlutleysi og velsæmi í útvarp-
inu með því að samþykkja
flokkspólitískar umræður þar
um forsetakjörið,'sem útilok-
uðu stuðningsmenn eins for-
setaefnisins og gerðu stuðn-
ingsmönnum annars ómögu-
legt að taka þátt í þeim; held-
ur hefur þessi meirihluti dag-
lega verið að breyta gerðum
samþykktum sínum, eftir nýj-
um og nýjum kröfum þeirra
Ólafs og Hermanns. Á miðviku
dag var þeim leyft, þvert of-
an í áður gerðar samþykktir,
að láta eins marga flokksmenn
sína tala í ræðutíma sínum
og þeir vildu; og í gær var
fallizt á það, að flokksumræð-
urnar færu fram strax í gær-
kveldi, á eftir ávörpum for-
setaefnanna þó að áður væri
samþykkt, að þær færu ekki
fram fyrr en í kvöld!
ÞAÐ ER ískyggilegt, að meiri
hluti útvarpsráðs skuli láta
hafa sig þannig að viljalausu
verkfæri í höndum ófyrirleit-
inna valdamanna stjórnar-
flokkanna; því þó að alls stað-
ar sé nauðsyn þess að opin-
berir embættismenn séu á
verði gagnvart slíku ofríki,
þá er þess óvíða eins mikil
nauðsyn og einmitt við ríkis-
útvarpið.
ur norðurí
Þýzfca knafffspyrnuliðið komii
----------------».
Flestir vanir malarvöiium.
Kvað einn fararstjóranna
þetta lið vera mjög svipað að
styrkleika liði því, er hér kom
1950. Sjö leikmanna munu
vera úr 1. deildar liðum
(Trier og Engers) og eru hálf-
gerðir atvinnumenn, en hinir
eru allir úr 2. deild nema 2
menn frá Betzdorf, sem eru í
áhugarnannadeild.
Lið Þjóðverjanna verður
þannig skipað í kvöld: mark-
maður: Wankum (E), bakverð-
ir: Theis (E), Lichtel (A), fram
verðir: Deeg (Tr), Muller (Tr),
Trapp (H), framherjar: Föhr
McGuigan kardináli.
Söfnuðirnir eiga að hafa sam-
vinnu um menningarmá!
---------♦--------
— segir McGuigan kardínáli, sem nú er
hér í heimsókn hjá kaþólska söfnuðinum
----------------------♦--------r
,,I»AR SEM KAÞÓLSKIR OG LÚTHERSKIR SOFNUÐIR
starfa í sama laudi. tel ég ekki aðeins aeskilegt, heldur og
næsta mikilsvert, að þeir hafi samvinnu um maunúðar og menn.
ingarmál. Sem borgarar í cinu og sama þjóðfélagi, ber þeiir.
að sjálfsögðu að vinna sameiginlega að velferð þcss“, sagðl Mc
Guigan, kandináli í viðtali, ’er fréttasmaður átti við hann fyrír
skemmstu í biskupssetrinu að Landakoti,
-------i---------------* James Charles McGuigan,
kardínáli í Toronto í Kanada,
er hér staddur sem. staðgöngu-
maður Píusar páfa XII. í tilefni
af 400 ára minningarhátíð Jóns
biskups Arasonar. Kardínálinn,
sem var valinn heiðursdoktor £
guðfrseði við Catholic Univer-
sity of America í Washington.
árið. 1939, tók prestsvígslu áriö
1918; var kennari um skeið viS
St. Dunstan háskólann, gegndi
síðan ýmsum þýðingarmikluni.
embættum fyrir kaþólsku kirkj
una um skeið, var settur yfir
erkibiskupsdæmið í Toronto ár-
ið 1935, vei tt nafnbót róm-
versks greifa 1943 og gerður
kardínáli árið 1946, og er Santa
Maria del Popolo í Rómaborg
titularkirkja hans.
Kardírtálinn lætur hiö bezta
yfir þeirri stuttu viðkynningu,
sem hann hefur haft af landi og
þjóð. Áður hefur hann komið'
hingað í svip, kom við á Kefla -
víkurflugvelli á leið sinni frá
Róxn til Kanada árið 1950,
Hann telur sig hafa orðið þesa
ásky'jáa, að kaþólska kirkjara
hér njóti vinsemdar og virðing-
ar meðal almennings, og kveðst
fara héðan með góðar endurf-
minningar, heim í erkibiskups-
dæmi sitt í Toronto. „Þar eru:
40% íbúa meðlimir kaþólskvx
safnaðanna, og innan safnað-
anna eru franskættaðir mer.n £
meirihluta. í Kaada heldur ka-
þólska kirkjan að minnsta kosti
vel í horfinu, hvað meðlimatöln,
snertir, og í Bandaríkjunum fer
játendum hennar tiltöluega
fjölgandi," segir k.ardínálinn.
„Og heima í Toronto er sam-
komulag gott með hinum óliku,
kirkjudeildum og samvinna.
með þeim um ýmis mál, seru
þjóðfélaginu mega verða tii
gagns og heilía.“
BJÖRN PÁLSSON, flug-
maður, flaug enn einu sinni
eftir slösuðum manni í fyrra-
dag. í þetta skipti hafði maður
fallið af hestbaki og höfuð-
kúpubrotnað norður í Víðidal.
Læknirinn á Hvammstanga
kom á slysstaðinn og kvað ó-
fært og lífshættulegt að flytja
manninn í bíl, þótt ekki væri
nema á flugvöllinn á Akri.
Var því hringt til Björns og
flaug hann þegar norður og
lenti á túninu.
ÞYZKI KNATTSPYRNUFLOKKURINN, sem Fram he£-
ur boðið hingað kom í gær eftir átta daga ferð frá Koblenz um
Hamborg og Kaupmannahöfn. í flokknum eru 20 manns, 15
leikmenn, 1 þjálfari og 4 fararsfjórar.
(Tr), Jáhn (N), Scháffer (E),
Ischdonath (B), Mertens (H),
Skamstafanir sbr. blaðið í gær.
Lið Fram verður skipað þess
um mönnum: markmaður:
Magnús Jónsson, bakverðir:
Karl Guðm. og Guðm. Guðm.,
framverðir: Sæm. Gíslason
(fyrirliði), Haukur Bj., Steinar
Þorst., framherjar: Óskar Sig-
urbj., Guðm. Jónsson, Lárus
Hallbj., Gunnar Guðmannsson,
Ólafur Hannesson. Af þessum
eru þrír fengnir að láni hjá
KR. Hvort lið hefur 3 vara-
menn. ..... >b*mk