Alþýðublaðið - 06.08.1952, Qupperneq 1
ALÞÝÐUBLABIB
Hörmuleg úfkoma síldarverlíð-
arinnar fyrir norðan hinpl til
(Sjá 8. síðu.)
XXXIII. árgangur. Miðvikudagur 6. ágúst 1952. 171. tbl.
A baðströncl l Flortda» Miami á -Floridaskaga er frægur baðstaður og eftirsóttur;
enda er marga fagra blómarós' þar að sjá, eins og myndin
sýnir. Til skrauts á myndinni hafa þessar fjórar gert líkan af strúðgarði í sandinum — fyrir
framan sig. En í baksýn hafa þær hafið og ströndina.
S )
i Reykvíkingar ;
| fiykktusi úr borg-;
l inni um helgina ?
s--------------- ^
$ Fjölmennast á s
) Laygarvatni, $
) Þingvelli og $
s Hreðavatni. s
s — ------------ s
) SÓLIN OG SUMARBLÍÐ- •
) AN lokkaði gífurlegan fjöida-
• Reykvíkinga úr borginni um ^
• verzlunarmannahelgina. Var^
■ farið bæði í hópferðum og^
5 með áætlunarbifreiðuni, svo •
■ og rnikið í einkabifreiðum. /
• 1500—1700 manns ferðuð-^
ust út á land með bifreiðum-
• frá ferðaskrifstofunni, bæði ^
?í hópferðum og með áætlun^
^ arbifreiðum. Fóru flestir tilý
^ Þingvallar, Hreðavatns og^
^ Laugarvatns, enda var ó-^
^ hemju mikill mannfjöldi sam^
^ án kominn á þessum stöðum^
^ yfir helgina. Hátt á annað ^
^ hundrað tjöld munu hafa ver^
^ ið á Laugarvatni, ef ekki^
^ fleiri, Sigurður Gröndal, veit\
^ ingamaður í Valhöll á Þing- (
^ velli, tjáði blaðinu í gær, að (
^ á hótelinu hefði verið eins (
ý fjölmennt og þegar mest er(
^ um að vera. Eru þar þá ótald (
^ ir þeir, sem lágu við í tjöld- S
^ um við veiðiskap eða aðra úti (
S vist og liöfðu með sér nesti. \
^ Fjölmargir fó V' einnig í(
s, aðrar áttir, bæði um toyggðir (
( og óbyggðir. S
Veðrið í dag:
Breytileg átt og hægviðri.
Obreyttum borgurum er þannig
gefinn kostur á að forða sér
------------------«--------
HERSTJÓRN SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA í
Kóreu boðaði í gær íbúum 78 borga í Norður-Kóreu,
að innan skamms myndu flugvélar sameinuðu þjóð-
anna hefja loftárásir á borgir þessar, þar eð þær hefðu
hernaðarlegt gildi vegna hersetu kommúnista í þeim.
í gær var hálfri annarri milljón flugmiða varpað yfir
borgirnar og óbreyttum borgurum tilkynnt um hinar
yfirvofandi loftárásir.
Herstjórn sameinuðu þjóðanna hefur skýrt frá því, að í-
búum liinna 78 borga verði tilkynnt í útvarpi fyrir fram
skömmu áður en loftárásin verður gerð svo óbreyttum borgur-
um gefist kostur á að forða sér. Er þetta í fyrsta skipti að til-
kynnt hefur verið fyrirfram um loftárásir á borgir.
Rússar sækjasf eftir
sferifsiofustörfum
NEW YORK THVIES segir frá
því nýlega, að ráðstjórnin hafi
fyrirskipað aukið eítirlit með
fjárhagi Rússlands, þar eð bor-
ið hafi á ólöglegum athöfnum
hjá fo'rustumönnum í iðnaði
Segir blaðið, að eitt helzta
brotið, sem unnið skuli gegn,
sé sá víðtæki siður að ráða ó-
hóflegan fjölda- veikamanna,
einkum skrifstofufólks. Hafa
stjórnendur þeirra sovétverk-
smiðja, sem þessa iðju stunda,
falsað bókhald sitt og tekið fé
frá framkvæmdum,, sem leyfð-
ar eru, til þess að greiða þess
um aukastarfsmömium laun.
* Formælandi herstjórnarinnar
sagði að mannúðin myndi lát-
in sitja í fyrirrúmi, jafnvel þótt
kommúnistar gætu hagnýtt sér
hernaðarlega, að fá fyrirfram
upplýsingar um það hvar fyrir
hugað sé að gera loftárás í það
og það skiptið.
í gær gerðu flugvélar sam-
einuðu þjóðanna loftárásir á
Veinn af hinum 78 bæjum, sem
nefndir voru í tilkynningu sam
einuðu þjóðanna, og kom til
orrustu milli sprengjuflugvcl
anna og orrustuflugvéla komm
únista, sem eltu sprengjuflugvél
arnar langt suður eítir Kóreu-
skaganum. Bærinn sem loftár
ásin var gerð á er rétt sur.nan
við landamæri NorSur- og Suð
ur-Kóreu.
Ferleg drykkjulætl ungraReyk
víklnga við Hreðavafnsskála
>
Brutu rúður, börðu menn, kveiktu *
mosa og stálu. - Sprúttsalar á ferðinni.
--------9---:---
SKÁLMÖLD HIN VERSTA upphófst síðastliðið laugardags
kvöld að Hreðavatni í Borgarfirði. Gerðust menn þaf ofurölvi
unnvörpum, brutu rúður og hús, börðu hver annan, kveiktu í
mosa og stálu bæði hver af öðrum og frá eiganda Hreðavatns-
skála, Vigfúsi Guðmundssyni. Munu þarna hafa verið einhverj-
ar ljótustu aðfarir er sézt hafa á staðnum og virtust forkóT-
arnir vera unglingar úr Reykjavík og voru kennsl borin þar á
syni liálaunaðra embættismanna og kaupmanna héðan úr
Reykjavík, að því er Vigfús veitingamaður í Hreðavatnsskála
skýrði blaðinu frá í gær.
Kvaðst Vigfús hafa fengió*
lögreglumenn úr Reykjavík í
fyrra til þess að hafa gát á
fólkinu um verzlunarmannahelg
ina, en árið áður höfðu orðið
miklgr óspektir á Hreðavatni
um þá helgi og hafði þá alit
verið með ró og spekt. Núna
hafði hann ekki haft tök á að
fá lögreglumenn á staðinn og
því fór sem fór.
Fólk hafði verið rólegt er þaö
kom á dansleikinn og enginn
áberandi drukkinn, en svo
munu hafa komið þarna „sprútt
salar“ og „gert góðan business11,
að því er virðist. Var löggæzlu
manna að sjálfsögou sárt sakn
að.
Er drykkjan á^erðist tóku
menn til við hrirX’ingar og
pústra og höfðu margir af „blá
augu og bólgin nef“, eins og
Vigfús sagði, en þó hlutust ekki
af meiri háttar meiðingar, sem
menn þó óttuðust, er horfðu ó
aðfarirnar.
Mönnum nægði þó ekki að
berja hverjir aðra, heldur létu
(Frh. á 2. síðu.)
Malansljórn vill
refsa blökkumönn-
um með hýðíngu !
Stjórn Malans í Suður-
Afríku tekur nú æ fastar k
þeim blökkumönnum, sem ó-
hlýðnast kúgunarlögjöf stjórn-1
arinnar um aðskilnað hvítra
manna og blakkra þar í lndi.
Hefu.r stjórnin lagt drög að þv£
að teknar verði upp opinberar
hýðingar sem refsing við lög-
broti blakkra manna. Haná->
töþur færast í vöxt og voru 5®
blökkumen handteknir í
Höfðaborg í gær og 29 í Pre-
toriu. Blökkumönnunum var
gefið að sök, að þeir hefðu ekki
hlýðnast skipun lögreglunnar,
að fara úr biðsal á járnbraut-
arstöð, sem samkvæmt hinu.m
nýju- lögum Malanstjórnarinn-
ar er eingöngu ætluð hvíturrs
mönnum.
Atvinnuieysisskráningin
Yanrækil ekks aS mæfa tii i
«•
skráningar, ef þil hafil j
ekki nægilega afvinnu |
--------------+------- ;
ATVINNULEYSISSKRÁNING stendur yfir þessa >
daga í Reykjavík. Skráð er á Ráðningarstofu Reykjavík :
ur í Heklu við Lækjartorg frá kl. 10 f. li. til 5 e. h.
Allir atvinnulausir og atvinnulitlir menn verða að ;
gera sér það ljóst, að þeir gera sjálfum sér og öllum verka -
lýð mikið óhagræði með því að vanrækja að láta skrá sig. ■
Og ekki er nóg, að þeir, sem eru atvinnulausir með öllu, ;
,komi og láti skrá sig. Hinir, sem hafa ónóga atvinnu, ■
þótt þeir fái vinnu dag og dag við höfnina eða annars »
staðar, verða einnig að mæta. Slík hlaupavinna getur ;
ekki íalizt full atvinna, og allir, sem ekki finnst þeir ■!
hafa nóga vinnu, eiga því að láta slcrá sig. -I
Munið, að atvinnuleysi um hásumarið er vísbending :
um að háskalegt atvinnuleysi skelli yfir með hausti og ;
vetri. Verkalýðssamtökin munu krefjast ráðstafana gegn ■
því í tíma, og bezti stuðningurinn við þau í þeirri baráttu :
er glöggar upplýsingar um atvinnuástandið. ;