Alþýðublaðið - 13.08.1952, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 13.08.1952, Blaðsíða 6
--h2T?‘ RITVÉLARÞRÆLLINN ÁVARPAR FORRÁÐAMENN ÞJÓÐARINNAR. Vér, þíælar ritvélaborðsins og ambáttir reiknivélanria, sem dag langt, allan ársins hring, erum dæmd til að sitja innan fjög- urra veggja í skugganum af for ^tjórum, sem aldrei eru við, vér ávörpum yður. . . . Vér, sem aldrei megum nióta sólar og frelsis, nema þegar svo hittist á að einhver, nákominn fyrirtækinu, er til grafar bor- inn, og um verzlunarmanna- helgina, hvenær oftast er rign- ing, vér ávörpum yður. Vér, sem ritum bréfin, sem aldrei ér svarað, skýrslurnar, sem aldrei eru lesnar, — vér, sem reiknum út tapíð, þegar fyr irtækið græðir og gróðánn, þeg ar fyrirtækið tapar, vér ávörp um yður. Vér, sem vinnum það starj;, sem skrifstofustjórinn þakkar sér við forstjórann og forstjór- inn þakkar sér við eigendurna og eigendunum er þakkað á fimmtugsafmæli þeirrá, vér á- yörpum ykur. í allra dýpstu undirgefni og með þeirri méstu virðingu, sem hugsast getur, — þeirri venju- legu virðingu, sem við vélritum undir bréfin og skriístofustjór- inn undirritar fyrr hönd for- stjórans, í fjórða veidi eða ve] það, — ávörpum vér yður, í þeirri von, að þér, forráða- menn þjóðarinnar, ljáið bæn vorri stundarkorn það eyrað, sem dags daglega snýr frá þjóð inni, sem sagt, að þér hlýðið bæn vorri . . . Mundu bággarnir snarast und ir kvið á þeirri brúnskjóttu, bak sáru og blóðjárnuðu landsmeri, meira en orðið er, þótt þér sæuð aumur á oss, skrifstofuþýunum, og veittuð oss svo sem tvo frí- daga frá störfum, sem ekki væru zniðaðir við fæðingardag eða dán ardægur miður vsðurheppinna afreksmanna þjóðarinnar, held ur við sólskin. . . , Þótt þér mæltuð svo fýrir, að tvo sólskinsdaga á sumri hverju, skuli sett spjald á hurð hverrar einustu skrifstofu í bænum, á- letrað: „Lokað vegna sólskins!“ Er það ekki ómarksins vert að freista þess, hvert siík linkind og miskunnsemi, óverðskulduð að vísu, myndi ekki endurgold- in af oss, augnaþræium, í færri ritvillum og reikningsvillum, glæsilegri bréfum, sem aldrei yrði svarað og nákvæmari skýrsl um, sem aldrei yrðu lesnar . . . . Þá höfum vér ávarpað yður og borið fram auðmjúka bæn vora, og nú kamur til yðar kasta . . . Með innilegri aðdáun og einlægni. , Dr. Álfur Orðhengils. AB 6 Cíaudé Anét; 2Í. dagur.~ ARIANE s s s s s s s s utan þess, og þó öllu frekar er- lendis. Sjálf var Korting baróhessa ítölsk að ætt og bar mikla lotríingui fyrir vestrænni menningu. Hvers vegna þurfti litlu, fölu stúlku.nni í Sadovaya endilega að skjóta upp í huga hans á þessári stundu? Hún var vaxin upp úr rússneskum jarðvegi, enda þótt menntu.n hennar væri af rússneskum toga spunnin. Hann bölvaði þessum hugsunúm sínum og reyndi að hrinda þeim frá sér. Korting barónessa, sem nán- ust;u kunningjar hennar köll- uðu Olgui, kom honum til sjálfs sín aftur með því að inna hann eftir hvar hann væri á kvöld- in. Hann sæist hvergi. Á dag- inn væri hann upptekinn af viö skiptum og á stöðugum fund- um og ráðstefnum. Af kven- legri rökvísi sagði 01"a: „Þú ættir að hringja ein- hvern tíma og drekka hjá mér te. Þú veizt, að ég tek á móti þéf, hvenær sem þú hefur tíma til.“ Það var orðið framorðið, þegar hann kvaddi hina indælu barónessu og lagði af stað heim á leið eftir mannlausum götun- um. Hann var í góðu skapi, og sál hans hafði nú öðlazt ró. „Hvað sem öðru líður,“ hugs- aði hann með sér. „Aðeins hjá þessari konu, finn ég öryggi og frið, í stað þess að vera á valdi hvers kyns duttunga stelpu- ótemjunnar. Eg get látið mér líða svo vel sem bezt verður á kosið, og þó læt ég mér það ekki nægja. Hvílík heimska. Það er bezt að binda endi á þetta ævintýri með stúlkúnni í Sadovaya. Ég þarf að fara til Kiev, og þá ber vel í veiði méð að láta af því verða. Og ég ætla að reyna að flýta mér að komst burt úr Moskvu.“ Þegaf leið að kvöldi næsta dag, var þó svo komið, að Con- stantin Michel var á nálum um, að Ariane Nikolaevna myndi hringja til hans og afturkalla j heimsóknina, sem hann hafði talað um kvöldið áður. Hann þóttist viss um, að hún myndi gera það í hefndarskyni fyrir að hann afrækti hana í gær. En hún hringdi ekki. Og á slag- inu; hálf níu stóð hún ferðbúin í dyrunum heimá í Sadóvaya, nákvaémlega stundvís eins og allt af. Hann dáðist með sjálfum sér að fallegum vexti hennar, að yndisþokka hennar og kven- legri og fínlegri framkomu hennar, þegar hún vildi það við hafa. Hún var veikbyggð að sjá, en augnatillit hennar og yfirbragð bar vott u.m vilja- festu og styrk. Hann varð skyndilega gripinn tilfinningu, sem hann hafði ekki fundið til áður í návst hennar: meðaumk- un. Honum fannst hún vera | lítil, einmana stúlka, sem lagt hefði af stað út í ólgusjó lífsiiis stuðningslaust. Einhvef 'aldan myndi færa hana í kaf, eins og svo margar aðrar sterk- 'ari henni, sem teldu sig hafa mátt til þess að bjóða stormum j lífsins byrginn. Og nú hafði hana borið u.pp 4 sker, og það J var sjálfur hann, Constantin Miqhel. Hann hugléiddi það, sera’ á eftir myndi kóma. „Þetta mun fá slæman endi fyrir þig, stúlka mín. Hvort sem þú vilt eða ekki, þá verð- jurðu ástfangin af mér, og svo verð ég einn góðari veðurdag horfinn út í veðu.r og vind, og þú verður ein eftir og átt ekk- jert athvarf lengur.“ J Hann komst við þessar hug- leiðingar í mikla geðshræringu. Hann fyrirgaf Ariane rysjótta fortíð hennar. Þótt ung væri, jmyndi hún þegar hafa eignazt sinn draumaprins, og léti svo ; þá, sem á vegi hennar yrðu;, 'gjalda þess grimmilega, að hún hefði ekki enn þá fundið hinn réttá. | Hann tók undir handlegg henni og leiddi hana til Hotel National. Hann var í bezta Jskapi og var vingjarnlegur og stimamjúkur við hana. Hann ,faðmaði hana og kyssti af miklum*innileik, og hún lét sér það vel líka, lét sig berast á bylgjum þeirrar ástúðar, sem streymdi út frá hjárta Con- stantirí Michel þetta kvöld. Hún gleymdi í fyrsta skipti hlu.tvérki sínu, þrýsti sér að honum, endurgalt atlot hans og sagði ekki neitt, sem gat saért hann hið allra minnsta. Það var stutt vopnahlé á milli þeirra. En það varði ekki nema nokkra dága. Svo byrj- aði stríðið milli þeira á nýjan leik. Eitt kvöld beindi Ariane tali sínu að sambandinu milli þeirrá. Hún þakkaði honum 1 fyrir að hafa skilgreirít eðli þess og tilgáng svo gréiriilega, jafnvel áðu.r en þáð hófst. „Mérí er það alveg ljóst, vin- ur minn,“ sagði hún. ,,Þú hef- t ur skýrt þetta svo vel fyrir mér og varað mig við, að mér er engin vorkunn. Það er allt Ijóst okkar í milli. Þar á leikur eng- inn minnsti vafi. Við höíurn hnýtzt viftáttuböndum til skamms tíma, aðéins okkur til stUndarSkemmtunar. Ég vil að þú vitir, að þér hefur tekizt vel að veita mér hana.“ ,,Þá er mikið sagt,“ greip Constantin fram í fyrir henni. „Þú veizt hvað Vigny segir: „Karlmaðurinn er fákunnandi í ástum. Hann tekur, en kann ekki að gefa í staðinn." „Þetta hef ég aldrei heyrt fyrr. En mér finnst, að' þetta sé einmitt hið rétta.“ (Consantin Michel iðraðist sárlega þeirrar fljótfærni sinnar, að vitna í Vigny.) „Samtöl okkar eru, þá meira en óverulegt innlegg í þessum viðskiptum okkar á milli. Flestir menn eru annars mestu einfeldningar. Þá vantar ekki málæðið í fyrstu, en þegar þeir hafa fengið vilja sínum fram- gengt, þá verða þeir mállausir á eftir." Constantin fór ekki að verða um sel. En hvernig átti hann að' fá Ariane til þess að halda áfram á þessari braut? Hann reyndi að skipta um umræðu- efni, en Ariane var honum snjallari og bryddi upp á því sama á ný. „Úr því við erum nú frí og frjáls, þá höfu.m við rétt til þess að hafast það að, sem okkur hvort um sig lystir. Þú getur tekið þér ástmey og ég mér elskhuga, og það myndu ekki vera svik, því að við elsk- um ekki hvort annað og höfuín varað hvort annað við fyrir fram.“ „Nei; aldrei að eilífu; það vil ég ekki hafa,“ sagði Constan- tin með áherzlu, allshugar feginn að hafa fengið þarna tækifæri til þess að koma sjón- armiðum sínum í þessui efni á framfæri við Ariane. „Hundr- að sinnum nei. Meðan þú ert mín, þá ertu einskis annars manns. Þú getur litið á það sem útrætt mál.“ „En þú myndir ekkert fá um það að vita, þótt ég fengi mér elskhuga.“ „Þar skjátlast þér hrapal- lega. Ég myndi komast að því — þegar I stað.“ ,,Og hvað svo?“ „Það myndi allt vera búið okkar í milli upp frá þeirri stundu.“ Hann sagði þetta reiðilaust, en með þeim hreim í röddinni, að orð hans virtust hafa áhrif á Ariane. Hún þagnaði- u,m stund og sagði síðan: „Og alveg eins, þótt þú elsk- ir mig ekki?“ „Það skiptir engu máli. Þann tíma, sem þú tilheyrir mér,| gef ég þig engum eftir.“ „Eh hvað þú ert skrýtinn.“ „llyað sem um það er, þá þarf ‘ekki að ræða þetta frekar. Við skiljum vonandi hvort ann að v$l í þessu efni. Við skulum tala |im annað.“ Og þau fóru að tala um allt annaþ- og óskylt efni, eins og ekkejrt hefði í skorizt. Hún stóð upp og bjóst til heimferðar. Constantin komst allt í einu í mikla geðshrær- ingu, lagði hönd sína þétt á Aftanívagnar dag og' nótt Bj örgunarf élagið Vaka Sími 81850. Litur sumarsíns; HIVEÁ^brínl Óskin er að Ver5a fallegai brún án sólbruna*^-^es*'' vegna á að veDja húðiníí smátt og smátt Við sólin* vernda bana theá þvl smyrja húðina aftur og aftur með NIVEA»'~ creme eða NiVEA* ultracoliu.^ v 'AC líl eru komin. Þeir, sem hafa pantað; vitji þeirra strax. Véla og raftækjaveizluniii Bankastræti 10. Sími 2852 Tryggvag. 23. Sími 81279. FÉLAGStÍF Hhtiknr -I.B. K. hraðkeppnismót Suðurlands í háustknattleik kvenna hefst laugard. 23. ágúst n. k. Þátt- tökutilkynningar sendist Jóni Egilssýni, Kaupfélagi Hafnfirð inga fyrir 18. ágúst. Ferðamenn! Kvöldferð inn í Sund á fimmtudagskvöld. Komið við í Viðey. Um helgink göngu- ferð um Dyrfjöll og Hengil. Upplýsingar í Melaskólanum í kvold kl. 8.30—10.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.