Alþýðublaðið - 20.08.1952, Side 4

Alþýðublaðið - 20.08.1952, Side 4
{AB-Aíí>ýðiibíaðið 20. ágúst 1952 Þrjár leiðir ! SÍÐAST LIÐINNI VIKU ræddu dagblöðin allmikið um það, með hvaða móti hentug- ast sé að stjórna atvinnu.tækj um þjóðarinnar. Alþýðublað- ið hélt uppi vörnum fyrir op- inberan rekstur, Morgunblað ið flutti af nokkrum ákafa prédikun um algert einka- framtak, og Tíminn skarst í leikinn til að lýsa því yfir, að samvinnustefnan væri þriðja leiðin, sem bæri af báðum hinum. Það einkenndi skrif bæði Morgunblaðsins og Tímans, hversuj einhliða sjónarmið 'blaðanna reyndust vera. Morgunblaðið fordæmdi all- an ríkisrekstur, enda þótt flokkur sá, sem blaðið mælir íyrir, hafi þegar á reynir, tek ið allt aðra stefnu. Tíminn . hélt jafn ákaft fram þriðju Seiðinnji, enda þótt flokkur þess blaðs hafi bæði staðið að stofnun ríkisfyrirtækja og stutt einkaframtakið, til dæm is í núverandi ríkisstjórn. Svo til allar þjóðir, sem ekki búa við kommúnistískt einræði eða annars konar harðstjórn, eru nú á braut hinna svokölluðu „blönduðu hagkerfa". Með því er átt við, að þar þróast hlið víð hlið vaxandi opinber rekstur, samvinnuhreyfing og marg- víslegt einkaframtak. Jafn- vel í þeim löndum, þar sem auðvaldið er enn öflugast, svo þem í Bandaríkjunum, hafa verið stigin stór skref í áttina til ríkisafskipta af félags- og atvinnumálum, og samvinnuhreyfing er þar ört vaxandi. Hins vegar hafa leiðtogar lýðræðissósíalista, til dæmis Clement Attlee, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, lýst því í bókurn sín- um, að svo langt sem þeir sjái fram á lýðræðislega þró un eftir brautum sósíalism- ans, muni einkaframtakið hvergi nærri upprætt, held- ur verði ávallt víðtæk svið í þjóðlífinu, þar sem það muni gegna mikilvægu hlutverki. Það er viðhorf jafnaðar- manna til þessara mála, að svo lengi sem fullt frelsi ríkir og hægt er að vinna þjóðfé- lagsumbótum fylgi fólksins, muni hin „blönduðu hag- kerfi“ halda áfram að þróast í áttina til aukins atvinnuör yggis, au.kins félagslegs ör- yggis, meiri velmegunar, betra og fyllra lífs fyrir al- þýðu manna. Þannig mun lýðræðissósíalisminn ár frá ári færa mannkyninu aukn- ar framfarir og au.kið rétt- •læti. Það er algengur misskiln- íngur, að jafnaðarmenn stefni að þjóðnýtingu sem takmarki. svo er ekki, því að þjóðnýt- ingin er leið að takmarki, en ekkert takmark í sjálfri sér. Þar sem þjóðnýting atvinnu- tækjanna leiðir til aukins atvinnuöryggis, au.kins rétt- lætis í tekjuskiptingu, auk- innar framleiðslu, — þar berj- ast jafnaðarmenn fyrir þjóð- nýtingu. Hér á landi hefu.r verið gripið til ríkisreksturs á fleiri sviðum en í flestum nágrannalöndum okkar, — oft vegna þess, að engin önnur leið var hugsanleg til að koma nauðsynlegum mannvirkjum upp. En hér á þjóðnýtingin enn eftir að koma til skjal- anna í auknum mæli, í út- gerðinni, í stóriðju; og margs konar þjónustu. Þar sem aðrar leiðir en þjóðnýtingin geta náð því tak- ínarki, sem jafnaðarmenn vilja að ráði rekstri atvinnu- tækjanna, geta þeir fyllilega sætt sig við slíkar leiðir. Af þessum rótum er sprottinn stuðningur þeirra / við sam- vinnuhreyfinguna, sem er mikill í nágrannalöndum okk- ar og meiri hér á landi en sum dagblöð kæra sig um að viðurkenna. Loks mun éin- staklingsrekstur gegna mikils verðu hlutverki á mörgum sviðum hér á landi, þar sem -öðru kerfi verður vart við komið, en misnotkun slíkrar aðstöðu einstaklinga verður að sjálfsögðu ávallt að fyrir- byggja. Það er tilgangslaust að binda sig einstrengingslega við einkaframtak eða sam- vinnurekstur á öllum sviðum, og viðurkenna ekki hlutverk annarra reksturskerfa. Raun- hæfara er að gera sér grein fyrir þeirri þróun, sem nú á sér stað hvarvetna um hinn frjálsa heim. Jafnaðarmenn hafa valið stefnu; raunhæfra u.mbóta, sem breyta þjóðfélög- um nútímans stig af stigi, án þess að fórna frelsi borgar- anna, unz efnahágslegt frelsi og réttlæti bætast við hið póli tíska frelsi og börn jarðarinn- ar geta í friði og sátt notið á- vaxta hennar. Duglega og áreiðanlega skrifstofustálku vantar í stórt kaupfélag utan- Reykjavíkur. Væntanlegir umsækjendur Ieggi umsókn með upplýsingum um menntun og fyrri störf inn á afgreiðslu blaðsins fyrir laugarclaginn 23. þ. m_ merkt: „dugleg skrifstofustúlka“. veg erssf! ■ • RT.TORN- ÍN hepnr á ú’-’"•mi-> Ævriræíl i-„i aís r"v:• r 1 n þýzka ’■ ’■ t-r.11 yfir a!?:J Veftur-Evrónu. lyallaður he”’...m'ð á fund í ^ontembe" +'1 HeSs að ræða málið. Er f—u-Vntj .o ,að ffam lensiu vefIake"rið út. að Frakk landsstrun't ands os It^1' Vínar. fíol- r-r>mþykki þjóð í garði einum við Kambsveg er nú hafin tilraun að býflugna- rækt. Hér sést skúrinn, ?ar sem býflugurnar hafa aðsetur sitt Ljósm.: Pétur Thomsen. anna fæst fyr;r bví. ÞANN 1. sp"t°mber næstkom andi koma út ný fxímerki til minninsa-. um ívrsta forse^a ís lenzka lýðveldisins, herra Syein Björnsson. Frímerki þessi verða með þessum ver? > ’dum, kr. 1,25, 2,20, 5,00 og 10 krónur. | Frímérkin gilda sem burðar gjald allra jegunda póstsend- I inga innan lands og til útlanda i til ársloka 1953. Rætt við frú Melitu Urbancic, sem hef» ur myndariegt býflugnabú í garði sínum ------------------«,----- AB — AlþýðuMaSiS. Otgefandi: Alþýðufiokkurinn. Ritstjðri: Stefán Pjetursson. Augiýsingastióri: Emma Möller. — Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsing-j- Bimi: 4906. — Afgreiðslusími: 4900. — Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Áskriftarverð blaðsins er 15 krónur á mánuði; 1 lausasölu 1 króna hvert töiubiað. í HUSGARÐI einum við Kambsveg inni í Langholti fer fram merkileg tilraunastarf- semi, sem ef til vill á eftir að marka nókkurt spor í atvinnu lífi þjóðarinnar. Þar hefur frú Melita Urbancic haíið býflugna rækt, og enda þótt þar sé aðeuis enn um tilraun að ræða, betidir allt til þess, að sú tilraun ætli að takast vel; enda er frúin sér- fróð á þessu sviði og hefur hið j mesta yndi af að fást við þessar j merkilegu ,,skepnur“, sem hún umgengst af sömu ástúð, þelrk- ingu og natni og eóður fjár- bóndi sauði sína. EKKI ÁRÁSARGJAHNAR FLUGUR ,,í>að, er mestj misskilníngur, að tamdar býflugur séu gjarnar til árása,“ segir frúin. „Þær stinga því aðeins, að þær telji búið í yfirvofandi hættu; það er eins og þær viti, að þær lifa sjálfar aðeins stutta stund eftir að þær hafa stungið, og þær fórna því lífi sínu fyrir heild- ina. Þjóðfélagshættir meðal bý- flugna eru svo hroskaðir að furðu gengir; hver einn meðlim ur heildarinnar heíur sitt á- kveðna verk að vinna, og bregst ekki skyldu sinni, hvað sem á dynur. Lítið þið til dæmis á verðina þarna!“ Og frúin bend- ir á tvær býflugur, sem standa fyrir framan inngöngudyrnar, hvor við sitt bú, gersamlega hreyfingarlausar, rétt eins ag þær væru úr málmj gerðar. „Þessir verðir gæta þess vand- lega, að óviðkomandi býflugur komist ekki inn; ef einhver skyldi freista þess, kemur heid- ur en ekki hreyfing á þá!“ FÆÐA I HIMNARIKI Frúin segir margt frá lifnað- arháttum býflugnanna, sem ekki gefst rúm til að skýra frá hér, enda þótt það sé bæði merkilegur og iærdómsríkur fróðleikur. Vísindamenn hafa ritað þykkar bækur um býfiug ur; jafnvel stórskáldum eins .pg Maurice Maeterlinck hafa lifn- aðarhættir þeirra oröið að bók - arefni. Gagnsemi hunangsins, bæði sem fæðu og iækningalyfs við ýmsum sjúkdómum hefur verið almenningi kunn síðan í forneskju. Jóhannss skírari lifði á því á eyðimörkinni, — og í gömlum sálmum er hun- angið talið ein þeirra fæðuteg- unda, sem menn leggja sér til munns í himnaríki! KENNIR BÝFLUGNARÆKT Frú Urbancic hefur frá bam- æsku tekið miklu ástfóstri við býflugurnar og lengj verið nreð limur í félagsskap í Austurríki, sem hefur það að markmiði að efla býflugnarækt og auka þekkingu manna á því sviði. Fj’rir nokkrum árum fluttj hún fyrirlestur um þetta efni í út- varpið hér, en það var ekki fyrr en í fvrrasumar, sem sá dra;:m- ur hennar rættist, að hefja hér býflij.gnarækt. Fékk hún bú- ptofninn frá Skot.Jandi. „Mér þætti vænt um, ef ég gæti kennt fólki hér að umgangast býflug- ur og koma af stað býfiugna- rækt hér; þá teldi ég mig hafa sýnt víðleitni í þá átt að greiða að nokkru þá þakkarskuld, sem ég stend í við Island sem initt annað föðurland,“ segir hún. Sjálf telur hún þessa tilraun hafa heppnazt vel exm sem kom komið er, og.. afraksturinn í betra lagi. Býflugurriar cækja vítt til fanga, — allt að þriggja kílómetra veg, en raí.a þó heinr aftur með aflann; blómduftið og hunangið. Og nú hefur frú Ur- baneic byrjað að kenna nokkr- um unglingum býfiugnarækt. i MERKILEG TÍLRAUN j Það er merkilsg íilraun, sem fer þarna fram í garðinum við Kamtosveginn. Fram að þessu muii það vera nyrzti staðurinn, þar sem býflugnarækt er höfð með höndum, en nú hefur danska ríkisstjórnin veitt tug- þúsundir króna tn slíkra til- Þrjár ferðir frá Orlof um helgfna ORLOF efnir til briggja eftir talinna ferða um næstu heígi. Sturshellir: i Farin verður vteggja daga ferð í Surtshelli. I.agt af stað kl. 1400 á laugardag og ekiö • fyrir Hvalfjörð í Húsafellsskóg. í Surtshelli og Stef ánshelli. • Á sunnudaginn verður elcið Haldið heim um Kaldadal og' Þingvelli á sunnudagskvöld. Landmannalaug: Þá er þriggja daga fef ð_ í Landmannalaugar. Lagt af stað , kl. 14.00 á laugardag og íariö j alla leið í láugarnar um kvöld j ið. Dvalið við laugarnar á sunnu i d.ag og gengið á nærliggjandi j fjöll. Haldið heim á mánudag. Þórsmörk: Farin verður tveggja daga ferð í Þórsmörk eins o>,að und anförnu. Lagt af sfð kl. 14 á Iaugardag og ekið inn í. Þórs mörk um kvöldið. Komiýáftur á sunnudagskvöld. rauna á Grænlandi, og má á því sjá, að ekki er býflugna- ræktin talin ómerkileg atvinnu grein þar í landi. Og hver veit, nema þarna við Kambsveginn sé að finna upphúi a.ð nýrri at- vinnugrein, sem á eftir að verða þjóðinni til arðs og blessunar. „En maður má ekki hugsa um arðinh; býflugnaræktin verður að byggjast á ástúð og skilmngi í garð þessara merkilegu líf- vera, ef vel á að fara,“ segir frú Melita Urbancic. Vaxkaka úr búrinu, og nokkrir íbúanna. Öll hólfin eru ná kvæmlega jöfn að lögun og stærð. Ljósm.: Pétur Thomsen. AB 4

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.