Alþýðublaðið - 24.08.1952, Side 4

Alþýðublaðið - 24.08.1952, Side 4
rAB-AJþýðubíaðíðr 24. ágúst 1952 ' RÍKISSTJÓRNIN hefur nú með bráðabirgðalögum gert hunnug „bjargráð“ sín til hanöa síldarsjómönnum, sem um þessar mundir eru að snúa heimleiðis eftir sumar- ið með tvær hendur tómar sökum síldarleysis. Er ætlun in í fyrsta lagi að ganga á stofnfé síldveiðideildar hluta tryggingasjóðs, en taka auk þess allt að fjórum milljón- •um að láni frá fiskveiðideild sama sjóðs. ■ t Að sjálfsögðu ber að bæta síldarúfvegsmönnum og sjó- mönnum hinn alvaiiega afla- brest, enda hefur alþingi meö íögunum um hlutatrygginga- i sjóðinn dregið skýrar línur tim það. hverjar skuli vera skyldur ríkisins, þegar slíka ógæfu ber að höndum. En því miður hafa stjórnarflokkarn- ir alvarlega vanrækt að tryggja þessum sjóði nauð- synlegar tekjur, eins og upp- haflega var gert ráð tyrir, og þess vegna getur sjóðurinn . mú ekki á eðlilegan hátt gegnt ætlunarverki sínu sök 1 um fjárskorts Kom því til kasta ríkisstjórnarinnar að Ieysat vandaftn. Samkvæmt frásögn Morgunblaðsins hef- ur atvinnumálaráðherra „haft forustu um setningu bráða- birgðalaga“ um þetta efni, en þau úrræði, sem hann hefux valið, eru í hæsta máta var- hugaverð. 1 Svo er málum háttað hiá fiskveiðideild hlutatrygginga- sjóðs, að henni ber að greiða allmiklar bætur til báta í þeim landshlutum, þar sem þorskvertíð brást 1951, en það var til dæmis á Vestfjörðuffi. Þessar bætur hafa enn ekki verið greiddar nema 60%, og var greiðslu á 40% frestað sökum þess, að ekki var full- kannað, hvort fleiri bátar ættu kröfu til greiðslu úr deildinni, og þótti þá ekki ör- uggt, að fé væri þar nægilegt. Auk þess hefur enn ekki ver- ið kannað, hvort deildinni ber að greiða bætur fyrír síðustu þorskvertíð, en líkur eru taldar á, að svo sé, til dæmis á Vestfjörðum, þar sem þorsk vertíð hefu,r nú brugðizt í fimm ár í röð. Það er því augljóst, að þetta „úrræði“ ríkisstjórnar- innar til bjargar síldarútgerð inni er hinn mesti bjarnar- greiði við smábátaútgerðina í þeim landshlutum, sem búið hafa við aflaleysi á þorskver- tíð undanfarið. Peningarnir til að bjarga síldarútveginum nú eru; þannig teknir af þeim hluta bátaútvegsins, sem sízt má við því að missa aðstoð fiskideildarinnar. Er það næsta furðulegt, að atvinnu- málaráðherra og ríkisstjórnin öll skuli leyfa sér slíka hrossa lækningu og koma sér þann- ig hjá þeim vanda að fram- kvæma yfirlýstan vilja al- þingis um útvegun fjár til hlutatryggingasjóðsins. Einu tekjur þessa mikilvæga sjóðs er útflutningsgjald af afurð- um bátaflotans, og það er þvi að taka úr annarri hendinni og láta í hina, þegar fé það, sem trýggja á sjómönnum kaup þeirra á þorskvertíð, er tekið til þess að greiða kaup þeirra eftir síldveiðar, en sjóðurinn skilinn eftir alger- lega peningalaus. Þeir sjómenn og bátaútvegs menn, sem aðeins hafa fengið 60% þeirra trygginga, sem þeim ber úr fiskideild fyrir vertíðina 1951, og ekkert af því, sem þeim kann að bera fyrir vertíðina síðast liðinn vetur, geta ekki talið það mikil bjargráð, þegar ríkis- stjórnin tekur fé þeirrar deild ar til annarra nota. Verkefn- ið var ekki að gera með bráða birgðalögum slíka millifærslu í sjóðum, heldur að afla sjóðn- nm fjár, svo að hann gæti gegnt starfi sínu. Þessu hlut- verki hefur ríkisstjórnin,, undir forustu atvinnumála- ráðherra, gersamlega brúgð izt. Skrár 09 húnar fyrir inni- og útihurðir S. Arnason & Co. Sími 5206. Utgerðarmenn! - Skipstjórar! GOUROCK-reknetaslöngurnar eru komnar aftur. Verðið er lágt. — Gourock-netin hafa reynzt sérstaklega veiðin og sterk. Kupfélag Hafnfirðinga Veiðarfæradeildin. — Sími 9292. Fornir listniunil . Þetta eru tveir ævafornir listmunir. Til vinstri er 2000 ára gam- all postulínsvasi, sem danskur verkfræðingur keypti í Perú fyrir 15 krónur! Nú er þessi gripur talinn minnst 20 000 króna virði. Til hægri er svo læknisgríma frá Bomeo. Hún er talin vera meira en þúsund ára gömul. Hana 'notuðu innfæddir höfðingjar, þegar þeir þurftu að koma illum öndum fyrir kattarnef, einkanlega þeim, sem sjúkdómum ollu. Gríman er í einkaeign, og verðmæti hennar óbekkt. r ■ Tekjur verkamanua á FáskrúSsfirSi tvöfall meiri en í fyrra haS, sem af er þessu Það er að þakka vinnu við fogaraaiia, sem þar var lagður é land, segir Þórður —--------------------♦— ----- - ATVINNA hefur verið ’ næg á Fáskrúðsfirði frá því um miðjan vetur, að því er Þórður Jónsson, fyrrverandi formaður verkalýðsfélagsins þar, hcfur skýrt blaðinu frá í viðtali. Voru I tekjur verkamanna allt upp í tvöfalt hærri fyrstu sjö mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra. En atvinnuaukningin stafar nær einvörðungu af því, að togarar hafa stanzlaust lagt þar upp afla til vinnslu mestmegnis til hraðfrystingar. AB — AIþý3ublaS13. fttgefandl: AlþýSuflokkurinn. Eitstjörl: Stefán Pjetursson. Auglýsingastjóri: Emma Mölier. — Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. — Augiýsinga- idml: 4906. — AfgreiSslusími: 4900. — AlþýSuprentsmiðjan, Hverfisgötu S—10. ÁskriftarverS þlaSsins er 15 krónur á mánuSi; i Iausasölu 1 króna hvert tölublað. Þórður er nú staddur hér í höfuðstaðnum, og bað Alþýðu- blaðið hann að skýra frá helztu tíðindum af Fáskrúðsfirði. Varð hann við þeim tilmælum. VINNSLA TOGARAAFLANS í janúar var lítið að gera, en í febrúar fóru frystihúsin að kaupa fisk af togurum, aðallega af Austfirðingi, sem Fáskrúðs- firðingar, Reyðfirðingar og Esk firðingar eiga saman, og þó einnig af Norðfjarðartogurun- um og ísólfi, sem Seyðfirðingar eiga. Lögðu þessir togarar upp fisk til vinnslu í frystiWúsum jafnt og þétt það sem eftir var vatrarins og þar til nú í sumar. Var allur aflinn frystur nema síðasti farmur Austfirðings, sem var saltaður. ALLIR, SEM VETTLINGI GÁTU VALDIÐ, HÖFÐU VINNU Við fiskaflann skapaðist svo mikil vinna, að allii{, sem unn- ið gátu, höfðu nóg að gera. Kvenfólk, sem yfirleitt fer ekki í vinnu utan heimilis, stundaði fiskvinnuna lengi, bændur úr sveitinni og krakkar úr barna- skólanum um tíma auk allra verkamanna, sem heima voru. Vegna þessarar miklu vinnu urðu atvinnutekjur verka- manna miklum mun meiri en ella mundi. Sem dæmi um það skal hér greint frá launum nokkurra verkamanna fyrstu sjö mánuði ársins, völdum af handahófi, samkvæmt upplýs- ingum frá kaupfélagsstjóranum, en kaupfélagið annast ^aup- greiðslur hjá báðum frystihús- unum: 11 087,50 10 463,23 10 412,08 7 100,00 6 950,16 24 426,45 19 148,37 20 966,79 14 569,33 23 155,37 Slíkur er munurinn á tekjum verkamannanna, v< ■ a þess að nóg var að gera við fiskinn. EINN BÁTCR MEÐ KOLANET Fimm bátar hófu línuveiðar á vetrarvertíðinni, en afli vai- slæmur. Með vorinu fóru þeir svo á handfæraveiðar við Langanes og öfluðu allvel. Voru þeir við þessar veiðar I þriggja vikna tíma. Einn bátur hefur svo haldið áfram handfæra- veiðum og haft línu með, en annar hóf kolaveiðar í net fy'rir norðan. Honum hefur gengið sæmilega. Fjórir menn eru á bátnum og aflinn extir mánuð- !nn 230 körfur. GÓÐUR HANDFÆRAAFLI Á HEIMAMIÐUM Tregur afli er á lír.u á heirna miðum, en trillubátar hafa afl- að vel á handfæri, — upp í 4 skippund í róðri, þótt ekkj séu nema þrír á báti. Haustverííðin hefur oft reynzt vel, en nú eru slæmar horfur um beitu. Mun aðeins einn bátur háfa tryggt sér síld fyrir vertíðina. FRAMKVÆMDIR N Kaupfélágið er nú að byggja fiskgeymsluhús og endurbyggja gamla frystihúsið. Byrjað er á uppfyllingu fyrir hafskipa- bryggju, sem gera á næsta ár. Þór'ður Jónsson. Bygging íbúðarhúsa er lítil. Þó munu þrír menn hata sótt um. leyfi tii byggingar íbúðarhúsa, en aðeins einn er byrjaður. íbúar þorpsins eru tæplega 300, og hefur svo verið lengi. VATNSLAUST AÐ HEITA MÁ Miklir þurrkar hafa gengið í allt sumar fyrir austan. Má segja, að ekki hafi komið dropi úr lofti á Fáskrúðsfirði um tveggj a mánaða skeið. Öll vatns ból eru nú þorrin, að. undan- skildum tveimur þróm, sem vatn rennur í úr lækjum. Þorp- ið hefur ekki sameiginlega vatnsveitu, og veldur vatn’sleys ið miklum vandræðum. BETRI HEYFENGUR EN í FYRRA Spretta var framan af líti'I vegna kulda og þurrviðra, en fór svo mjög batnandi, úr því að lcomið var fram að mánaða- mótum júlí og ágúst. Verður hún þó ekki í meðallagi. Nýting heyfengs er hins vegar s\ro miklu betri en í fyrra, að líkur eru fyrir fullt svo góðri afkomu. Nýræktir, sem skemmdus.t i fyrra mjög tilfinnanlega af kaii, eru nú mun betri, en þó verður ekkj heyfengur af þeim nema þriðjungur á við það, sem eðli- legt mætti teljast.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.