Alþýðublaðið - 05.09.1952, Page 4
AB-Aíþýöublaðið
Éskúgunin ogr
5. september 1952
ÖLLUM er enn í fersku
minni það ofu.rkapp og þau
Polabrögð, er þeir Ólafur ,
Thors og Hermann Jónasson
höfðu í 'frammi eftir að þeir
höfðu komið sér saman um
frambjóðanda við forsetakjor-
ið í sumar og gert stuðning
við hann að flokksmáli
hvor í sínum flokki, þrátt fyr
ir fjölmörg mótmæli ágætra
og þrau.treyndra flokksmarma
þe-irra, sem töldu það óhæfu.
að gera forsetakjör að flokks
máli og skerða á þann hátí
rétt kjósandans til þess að
ráða atkvæði sínu sjálfur við
svo ópólitíska kósningu. Aldrei
hefur ofríki flokkavaldsins ver
ið beitt af annarri eins ófyrir-
leitni hér á landi og við þetta
tækfæri. Ekki aðeins voru, blöð
þeirra Ólafs og Hermanns lát-
in hefja hin hatrammasta og
ósæmilegasta áróður gegn Ás-
geiri Ásgeirssyni, heldur voru
þau og látin ráðast á eigin
flokksmenn, sem studdu fram
boð hans; en sjálfir þeystu þeir
Ólafur og Hermann og helztu
fylgismenn þeirra um landið
þvert og endilangt í bílum til
þess að handjárna flokksmenn
sína til fylgis við forsetaefni
þeirra. Hótanir við þá, sem
ekki vildu hlýða, voru daglegt
brauð, bæði í ræðu og riti; og
þó að eitthvað hafi dregið úr
þessum ofsa eftir forsetakjör-
ið, veit enginn nema eftir sé
að komd fram einhverjum
hefndum eða refsiráðstöfun-
um við suma þá flokksmenn
þeirra Ólafs og Hermanns, sem
gerðu.st svo djarfir, að vilja
ráða atkvæði sínu sjálfir við
forsetakjörið og kusu Ásgeir
Ásgeirsson.
En það var einn flokkur.
sem miklu hægar hafði um
sig meðan á baráttunni
um forsetakjörið stóð, en
ílokkar þeirra Hermanns og
Ólafs, þó að hann sé ekki
vanur því, að vera eftirbátur
annarra um flokkskúgun og'
bolabrögð; og það var Komra
únistaflokkurinn eða „Sósíal-
istaflokkurinn“, eins og hann
kallar sig hér. Sjálfsagt var
þetta vegna þess, að hann
hafði ekkert forsetaefni í
kjöri; en þar fyrir fór það
ekkert Ieynt, að hann vildi fá
að ráða afstöðu flokksmanna
sinna, engu síður en stjórnar-
flokkarnir. Snemma var það
gert heyrinkunnugt, að hann
bannaði þeim að neyta kosn-
ingaréttar síns til þess að
styðja nokku.rt forsetaefníð;
og ekki hvað sízt báru nokkr-
ar rætnar árásir Þjóðviljans
á Ásgeir Ásgeirsson því ótví
ræðan vott, að ékki væri að
minnsta kosti honum ætlað
að fá mörg atkvæði frá kom-
múnistum eða fylgismönnum
þeirra.
En það fór eins í Komm-
únistaflokknum og í báðum
stjórnarflokkunum, að marg-
ir risu upp gegn slíkri flokks
kúgun og áskildu sér fuílaxi
rétt að ráða sjálfir atkvæði
sínu við forsetakjörið. Á með-
al þe’irra var Hjörtur Krist-
mu.ndsson kennari, sem á-
samt ellefu öðrum flokks-
mönnum eða fylgismör.num
kommúnista mótmælti á
prenti hjásgtufyrirskipun
„Sósíalistaflokksins11 og skrif
u,m Þjóðviljans á móti Ás-
geiri Ásgeirssyni. og hvatti
beinlínis til þess að greiða
honum atkvæð á kjördeg',
hvað sem öllum flokkssam-
þykktum liði. Það er nú kom
ið í Ijós, að þetta hefur ekki
verið talið neitt smáræðis-
brot við yfirlýstan vilja og
fyrirskipun þeirra Einars og
Brynjólfs — enda hafði E:n-
ar bannað Hirti og félögum
hans að birta slíka yfirlýs-
ingu! — því að Hjörtur hef-
ur nú verið rekinn formlega
úr , ,Sósíalistaflokknum“ fyr-
ir óhlýðnina!
Þar með hafa þeir Einar og
Brynjólfur nú alveg „slegið“
met þeirra Ólafs og Hermanns
í flokkskúgun og bolabrögð-
u.m í sambandi við forseta-
kjörið; því að þeir hafa með
brottrekstri Hjartar Krist-
mundssonar framkvæmt það,
sem hinir hÖfðu þó ekki nema
hótað, og það í hita barátt-
unnar! Það er. sem sagt, brott
rekstrarsök í „Sósíalista-
flokknum“ að hafa kosið Ás-
geir Ásgeirsson eða hvatt til
þess að kjósa hann! Og hvaða
máli skiptir það, þótt það hafi
verið helgur réttur hvers
einasta kjósanda í landinu,
samkvæmt stjórnarskránni.
að neyta kosningaréttar síns
og ráða sjálfur atkvæði sínu
við forsetakjörið? Ef „Sósíal
istaflokknum". þ. e. þeim
Einari og Brynjólfi, þóknast,
skulu, flokksmenn hans engu
að síður sviptir þeim rétti eða
þeir reknir úr flokknum, ef
þeir ekki láta sér það lynda!
Hér sýnir Kommúnista-
flokkurinn sitt rétta, ógrímu-
klædda andlit. Það er flokks
kúgunin og hlýðnískrafan,
skilyrðislaus, sem flokks-
menn hans eiga að beygja sig
fyrir, hvað sem lögum og rétti
líðu.r, — að viðlögðum brott
rekstri, rógi og ofsóknum. í
lýðræðislandi, eins og íslandi,
eru slíkum ofsóknum auðvit-
að takmörlc sett; en hvar
halda menn, að Hjörtur Krist
mundsson væri í dag, ef hann
hefði verið austan járntjalds
og leyft sér að fylgja sann-
færingu sinni við kosníngar
þar, eins og hann gerði hér?
Ætli hann væri ekki vistaður
í einhverju fangelsinu þar,
eftir að hafa verið „hreinsað-
ur“ úr flokknum fyrir þvílík-
an glæp?
Norrœni utanríkisráðherrafundurinn. Norræna utanríkisráðherrafund-
inum, þeim fyrsta, sem haldinn
hefur verið í Reykjavík, lauk í gær. Hann var haldinn í háskólanum og sést að störfum hér
á myndinni. Til vinstri við borðið sitja utanríkisráðherrar og aðrir fulltrúar Islendinga og
Dana; á meðal þeirra sást Bjarni Benediktsson og frú Bodil Begtrup sendiherra (önnur frá
vinstri). Til hæg'ri sitja utanríkisráðherrar og aðrir fulltrúar Norðmanna og Svía; þar sjást í
miðið þeir Halvard M. Lange og Östen Undén, Torgeir Andersen-Rysst sendiherra Norðmanr.a
er annar maður á myndinni, talið frá hægri.
Handíða og myndlisfaskóSinn
fær nú aukið húsnæði
------*-----
Starfsemi skóians verður enn
fjöibreyttari en áður.
HANDÍÐA OG MYNDLISTASKÓLINN, sem haft hefur til
afnota tvær hæðir hússms Grundarstígur 2 A, hefur nú fengið
til afnota þriðju hæðina til viðbótar vegna aukins nemenda-
fjölda. og fleiri kennslugreina. í fyrra sóítu skólann um 400
nemendur og er búizt við svipuðum nemandafjölda í ár. Lúð-
vig Guðmundsson skólastjóri skýrði fréttamanni AB svo frá í
gær, að ákveðið hefði verið að taka upp ýmsar nýjungar í skóla
starfinu, má í því samuandi nefnda sérstaka teiknistofu, þrtr
sem almenningur getur fengið teikningar af húsgögnum.
E.s. „Brúarfoss“ fermir vörur til íslands x Bareelona um
mánaðarmót september og október.
■H.F. Eimskipafélag Islands.
AB — AlþýðublaðiS. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán P’etursson.
Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Ritstjómarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsinga-
sími: 4906. — AígreiSsIusxmi: 4900. — AlþýSuprentsmiSjan, Hverfisgötu 8—10.
ÁskriftarverS blaSsins er 15 krónur á mánuSi; í lausasölu 1 króna hvert tölublað.
Kennslan hefst um næstu
mánaðamót. í meginatriðum
verður tilhögun kennslunnar
með líkum ’hætti og að undan-
förnu. Undanfarið hefur skólinn
búið við mjög þröngan húsa-
kost, sem mjög hefur þáð starfi
hans. Bætist nú nokkuð úr
þessu með því að skólastjórinn,
sem um mörg ár heí'ur búiö í
skólahúsinu á Grundarstíg 2A,
flytur úr því. Verða þá þrjár
hæðir hússins teknar í skólans
þarfir. En mjög aðkaílandi er
það, að skólinn fái ieyfi til að
auka við leirmótunarstofuna og
smiðju skólans, sem er að húsa-
baki. Eins og nú er notast mjög
illa að því húsnæði.
Auk myndlistadeildar skólans
og teiknikennarac’oi.darinnar,
sem eru dagdeild.V, starfa marg
ar deildir síðdegis og á kvöldin
m. a. í hvers konar teiknun,
bókbandi, leðurvinnu, tréskurði
o. s. frv. Eins og áður mun Björn
Th. Björnsson listfræðingur
halda uppi reglubundinnj list-
fræðslu fyrir almenning. Tii
þess að gera sem flestum
kleift að notfæra sér fræðslu
þessa, munu fyrirlestrarnir
verða fluttir kl. 8—10 síðd. eitt
kvöld í viku. Með hverju erindi
verða sýndar myndir til skýr,-
inga. Fáist næg þátttaka, mun
einnig verða tekin upp list-
fræðsla fyrir börn og unglinga,
sú fræðsla fer fram síðdegis.
ÁNÆGJULEGUR ÁRANGUR
AF KOMU PRÓF. MtÍLLERS
Á s. 1. vori bauð skólinn hing-
að próf. Hans Alexander Múller,
víðkunnum listamanni á sviði
svartlistar. Fyrir heimsstyrjöld-
ina síðari hafði hann verið pró-
fessor í nálega 18 ár við ríkis-
akademíið í svartlist (Graphik)
í Leipzig. Árið 1937 flýði hann
land og settist að í Bandaríkjun-
um, og kennir nú listgreinar
sínar, tréristu, tréstungu, rader_
ingu og steinprent við myndlist
arskóla Columíbíuháskóla í New
York. Hér hélt próf. Miiller nám-
skeið í tréristu og tx’éstungu, og
sóttu það 16 manns, þ. á. m.
nokkrir af kunnusu listmálur-
um vorum. Flutti próf. Múller
einnig fyrirlestur í boði háskól-
ans in/j sva^list og þróun hinna
ýmsu greina hennar. Við val
próf. Múllers réði það sjónar-
mið, að bjóða hingað viður-
kenndum listamanní á sérsviði,
sem til þessa hefur um of verið
vanrækt hér á landi. Er eigi efa-
mál, að koma hans, kennsla og
sýning hans hafa stórum aukið
áhuga og skilning almennings
á þessum göfugu listgreium, og
má vænta þess, að áhrif þessi
komi enn skýrar fram áður en
langt um líður.
Nú þegar er, í athugun, að
.bjóða öðrum viðurkenndúm, er
letjdum myndlistarmanni hing-
að, þegar dag fer að lengja. Er
þá ráðgert^ að hann kenni við
skólann í 2—2V2 mánuð, en
dveljist síðan nokkrar vikur
hér næsta vor og ferðist um
landið.
FJÖLBREYTTUR
LISTIÐNAÐUK
Á sviði listiðnaðar hefur
margt athyglisvert verið unnið
í skólanum að undanförnu. Hér
hefur .. ^j. verð námskeið í drif-
smíði fyrir silfur- og gullsmiði.
í bókbandi og einstökum sér-
.greinum handbókbands hafa
verið haldin námskeið fyrir
■ bókbandssveina og meistara.
í haust opnar skólinn s,ér-
staka teiknistofu, þar sem menn
geta fengið gerðar teikningai"
að húsgögnum o. fl. Húsgagna
teiknarj er ráðinn Sveinn Jóh.
Kjarval. Innan skamms mun
teiknistofan einnig taka að sér
teiknun og gerð ýmissa kirkju-
gripa. — Til þessa hefur skól-
inn lítið getað sinnt bókbands-
vinnu fyrir aðra en nemendur
sína; en nú er áformað, að skól-
inn ráði í sína þjónustu bók-
bindara, sem tekur &ð sér bók-
band, gerð gestabóka, skraut-
maþpa o. þ. h.
Síðdegis og á kvöldum fer
fram kennsla í tækniteiknun í
teiknistofunni. Um það efni hef-
ur skólinn einnig samvinnu við
Skarphéðin Jóhannsson arkí-
tekt.
Síðan Bandalag leikfélaga var
stofnað fyrir tveimur árum
hefur nokkuð af kennslu þess í
gerð og útbúnaði leiksviða og
leiktjalda íarið fram í skólan-
um. Er ráðgert, að sú samvinna
haldi áfram.
ItENNARAR ÞEIR SÖMU
OG ÁÐUR
Kennarar skólans verða í vet-
1 ur flestir þeir sömu og undan-
gengin ár, listmálararnir Sig-
urður Sigurðsson og Valtýr
Pétursson, frú Tove Ólafsson
myndböggvari, frú Valgerður
Briem, Björn Th. Björnsson
listfr., frú Ester Búadóttir list-
málari, Sigríður Björnsdóttir
teiknikennari, Sveinn Jóh. Kjar-
val o. fl. Það mun gleðja rnarga
af fyrri tréskurðarnemendum
skólans, að Ágúst Sigurmunds-
son tréskurðarmeistari, sem áð-
ur kenndi við skólann, rnun nú
í vetur taka að sér ei’nn náms-
flokk í tréskurði, og þá vænt-
anlega aðeins þá. sem áður voru.
Framhald á 7. síðu.
ýklr síldarfréftir
PRENTVILLUPÚKINN var
á kreiki hér í blaðinu í gær
með þeim glæsilega árangri,
að hann gaf Akurnesingum
hvorki meira né minna en 11
þús. tunna síldveiði á einum,
degi. Að sjálísögðu var þetta
stórýkt hjá púkanum, því að
veiðin var ekki nema 1100
tunnur, og var það bezta veiði
á einurn degi í sumar.
AB 4