Alþýðublaðið - 19.09.1952, Page 4

Alþýðublaðið - 19.09.1952, Page 4
JS 'A B - A íþýðu b íaöfö. i 'vl 19. sept. 1952. Uppsagnirnar í Héðni. HINAR hvatvíslegu upp- sagnir, sem þrír járnsmiðir Vélsmiðjunnar Héðins fengu í byrjun vikunnar, sem leið, hafa að vonum vakið mikla athygli og mælzt misjafnlega fyrir. Engar ástæður vorui í uppsagnarbréfunum færðar fyrir því, að mönnunum var vísað úr vinnunni; en svo mikið reið á að koma þeim burt, að þeim voru send hálfs mánaðar laun í uppsagnar- bréfunum, svo sem fyrir upp- sagnarfresti, en með þeim um- mælum, að þeir ættu að verða • á burt af vinnu.staðnum þá þegar. Síðan hefur forstjóri Héð- ins nú að vísu lýst yfir því, að uppsögn þessara þriggja manna hafi verið ákveðin fyrir löngu, og hefðu, legið til iþess ástæður, sem vörðuðu vinnu mannanna og hagsmuni fyrirtækisins; en við það hefði bætzt, að þeir, — einn þeirra er formaður Járniðnaðar- mannafélagsins, annar vara- formaður og sá þriðji trúnað- armaður þess í Héðni — hefðu blandað sér á óviðu.rkvæmi- 3egan hátt í eftir- og næt- urvinnu, þó ekki járnsmiða- vinnu, sem nokkrir járnsmiðir Héðins Jiefðu tekið að sér við undirbúning iðnsýningarinn- ar, svo að hægt væri að opna hana á ti'lsettum tíma, og jafnvel haft í hótunum við bá, éf þeir héldu þeirri vinnu áfram, og hefði þetta flýtt fyrir uppsögnunum. En þessa frásögn forsjórans hefur for- maður Járniðnaðarmannafé- lagsins lýst helber ósannindi; hvorki hann né varaformaður félagsins hafi skipt sér neitt af eftir- og næturvinnunni við iðnsýninguna; hins vegar hafi trúnaðarmaður þess í Héðni að vísu látið í ljós undrum yfir því, að ekki hafi verið leitað undanþágu fyrir hana frá reglum félagsins; en þar hafi hann verið í sínum fuila rétti. Þannig stendur nú staðhæf- ing á móti staðhæfingu í sam- bandi við uppsagnirnar í Héðni; og veit almenningur að sjálfsögðu ekki með neinni víssuí, hvor satt segir. En hvað um það: Járniðnaðarmannafé- lagið hefur sína samninga við Héðin; og það verður ekki annað séð, en að uppsagnirnar hljóti að vera brot á þeim. Á grundvelli þeirrar skoðun- ar hefur ekki aðeins járniðn- aðarmannafélagið mótmælt þeim, heldur og bæði mið- stjórn Alþýðusambands ís- lands og stjórn Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykja- vík. Hvatti og miðstjórn Al- þýðu.sambandsins og stjórn Fulltrúaráðsins Járniðnaðar- mannafélagið til þess að leita réttar hinna þriggja félags- manna, sem upp var sagt, með málshöfðun á hendur Héðni og hétu því um leið stuðningi sínum við „allar lög legar ráðstafanir málinu til framdráttar“. Járniðnaðarmannafélagið hefur nú haft þetta ráð og! samþykkt alveg einhuga að höfða mál á hendur Héðni, til þess að rétta hlut félags- manna sinna og fá brott- rekstrunum hnekkt; enda er málsókn vafalaust hin rétta leið til þess. En eins og venjur- lega . hafa kommúnistar sér- stöðu í þessu máli. Þeir vilja ekki sætta sig við löglegar að- gerðir einar, heldur heimta, að Alþýðusambandið og Full- trúaráð verkalýðsfélaganna gangist fyrir eins dags alls- nerjarverkfal’li í Reykjavík, til þess að mótmæla uppsögn- unum! Að sjálfsögðu væri slíkt verkfall ekki aðeins algerlega þýðingarlaust, heldur og ólög- legt og gæti jafnvel orðið til þess að gera bæði Alþýðusam- bandið óg Fulltrúaráð verka- lýðsfélaganna skaðabóta- skylt. Fyrir slíkri áskorun gátu kommúnistar og ekki einu sinni fengið meirihluta- samþykkt í Járniðnaðar mannafélaginu.; og má af því nokkuð álykta um það, hve mikill áhugi myndi vera í öðrum verkalýðsfélögum höf- uðstaðarins fyrir svo tilgangs- lausum viðbrögðum. Sjálfsagt sjá kommúnistar það og sjálfir, hve fjarri fer því, að slíkt málamyndaverkfall gæti orðið þeim járnsmiðum, sem upp var sagt, að nokkru gagni; enda leikur sterkur gru.nur á því, að hin fárán- lega verkfallskrafa þeirra hafi allt annan tilgang — nefni- lega þann, að búa til komm- únistískt rógsmál á hendur miðstjórn Alþýðusambands- ins, sem kannski væri hægt að nota í kosningum þeim til alþýðusambandsþings, sem nú eru að hefjast. En hvað um það: Alþýðusambandið og verkalýðssamtökin yfirleitt gera vafalaust rétt í því, að vísa þessari verkfallskröfu kommúnista á bug og halda fást við þá leið laga og réttar í þessu máli, sem þegar hefur •verið ákveðin. Frœ&ar vaxgrímur. Pessar vaxgrímur eru af é- ■ -jónum Lúðvíks 16. Frakka- konungs og dottningar hans, Maríu Antoinette. báðar teknai ! eftir aftöku þeirra undir fallöxinni á tímum frönsku stjórnar- býltingarinnar miklu. Það var Madame Tussaud, sem þá bjarg aði lífi sínu með því að gera helgrímurnar af konungshjón- ( unum! en síðar varð hún fræg af því að koma sér upp safni slíkra vaxmynda, sem enn er til og alltaf er verið að auka. Hýr íslenzkur söngvari syng- ur hér bráðum i fvrsla sinn. í>að er Guðmundur Baldvinsson, sem undanfarið hefur verið við nám á Ítalíu. Orðsending frá Sjúkrasamlagi Hafnarfjarðar. Hér með er skorað.á alla þá, sem gjaldskyldir eru til Sjúkrasamlags Hafnarfjarðar og í vanskilum standa með iðgjöld sín, að greiða iðgjaldaskuldir sínar til sam- lagsins fyrir lok þessa mánaðar, eða hafa lokið greiðslu þeirra í síðasta lagi fyrir næstu áramót. Á það skal bent, að vanræksla í þessu efni getur orðið ein aðalorsök þess, ef samlagið verður knúið til þess að hækka iðgjöldin. Komið í veg fyrir hækkun iðgjaldanna með því að greiða þau skilvíslega. Hafnarfirði, 17. sept. 1952. ,. Gjaldkerinn. AB — AlþýSubIa3i3. Otgefandi: AlþýBuflokkuriim. Ritstjóri: Stefán Pjetursson. .fcuglýsingastjóri: Kmma MöIIer. — Ritstiómarsímar: 4901 og 4902. — Auglýsinga- Bimi: 4906. — AfgreiSslusími: 49M. — AlþýBuprentsmiBjan, Hverfisgötu S—10. áskriftarvera bla3sins er 15 krónur á ménuSi; í lausasölu 1 króna hvert tölublaB. GUÐMUNÐUR BALÐVINS- SON söngvari er fyrir .skömmti kominn heim úr ■ Ítajíudvol, :og þó áðeins' um stundarsakir/en hann hefur síðastliðin fimm'ár lagt stund á söngnam, fyrst í Róm en síðan í Napolí. E£ til vill efnir hann til'söngskemmt- unar hér, áður en hmn hverfur aftur suður á bógínn, en hann kveðst' enn eiga fyrir höndum. margra ára nám, áðúr en'hahn hafi lokið -nauðsynlégum úndir- búningi að þjónustunni við þessa kröfuhörðu lisígrein. „Áður en ég Iagði af stað í Rómarförina fyrir íimm . árum síðan,“. segir Guðmundur, er AB ~átti tal við hann fyrir skemmstu, „hafði ég lagt nokkra stund á söngnám, bæði hjá Pétri Á. Jónssj-ni óperu- söngvara, og frú Irmu Weiler- Barkany söngkonu. í yrir áeggj an nokkurra góðra manna og með aðstoð þeirra, ákvað ég svo að hleypa heimdraganum og afla mér þeirrar menntunar, sem unnt reyndist, á sviði söng- listarinnar. Ég hafði sungið með kór Tónlistarfélagsins undir stjórn dr. Victors Urbancic, og eftir að ég hafði ferðazt með þeim kór til Kaupmannahafnar, þa,r sem hann tók þátt í söng- móti við mjög góðan orðstír, varð að að ráði, að ég gerði al- vöru úr þessu.“ „Leið mín lá fyrst til Rómar, en upphaflega hugðist ég ekki hafa þar langa viðdvöJ, — hafði hálft í hvoru hugsað mér að fara til Mílanó, og stunda nám- ið þar. Þetta fór þó allt á annan veg. Frú Irma Weiler-Barkany hafði fengið mér í hendur með- mælabréf til baróns nokkurs, De Rysky að nafni, scm dvelst í íióm, en er af ungversku bergi brotinn. Fyrir atbeina hans og aðstoð komst ég í kynni við á- hrifafólk á sviði sönglistarinnar, meðal annars Laura Valente, en það var fyrir milligöngu henn- ar, að ég söng í Vatíkaninu, og var sagt frá því í íslenzkum blöðum á sínum tíma. Fyrir sömu sambönd komst ég síðan til söngnáms hjá mikils metnum kennara þar í borg, Guglielmi Cecconi. Hann var á sínum tíma kennari Benjamino Giglie í meðferð óperuhlutverka, lék undir á mörgum söngskemmtun- um hans, og er það til marks um það dálæti, sem Giglie haíði á Guðmundur Baldvinsson. honum, að síðasta lagið, sem hann söng inn á hljómplötur hjá His Masters Voice var „Var carola Trista'1 eftir Cecconi, sem hafðj tileinkað söngvaran- um lagið. Cecconi er nú orðinn fjörgamall, en nýtur engu að síður enn mikils álits og vin- sælda meðal söngvara og tón- listarmanna í Róm; var oft fjöl- mennt heima hjá honum á sunnudögum, og þá sungið við raust. Eftir tveggja ára nám hjá Cecconi gekk ég undir inntöku- próf við elzta og einn merkasta tónlistarháskóla á Ítalíu, Con- servatorio St. Petro Majella í Napolí. Eru gerðar mjög strang- ! ar kröfur til þeirra, er sækja þar um námsvist, og r.ýtur. skól- ! inn mikils álits á Ítalíu, enda hafa margir frægir tónlistar- menn starfað við hann sem pró- I fessorar, og skólastjórarnir jafn ' an verið valdir úr fremstu röð þeirra. Við vc/um 150, sem gsngum undir inntökupróf í söng, en aðeins 15 voru taldir standast kröfurnar, og var ég ein nþeirra.“ „í þessum skóla hef ég stund- að nám síðan, eða um þriggja ára skeið. Kennslan er mjög al- •hliða, mikil stund lögð á tón- fræði, leik og annað það, sem óperusöngvurimi er nauðsynlegt að kunna, auk sjálfrar radd- þjálfunarinnar. Ég á enn eftir að minnsta kosti þriggja ára nám við þann skóla, það dugar ekki annað en hafa staðgóða undirstöðumenntun í sönglist- Framhald á 7. síðtt. SÉRFRÆÐINGAR og vis- indamenn í tilraunastofnun r.ænska skotíVra og sprengi- efnaverksmiðiunnar ..Bofors Nobelkrut“. rtarfa ekki ein- eingöngu að fullkomnun drápf tækninnar, heldur fást þeir og við gerð og samsetningu alls konar undralyfja, og. hafa náð þar athyglisverðum árangri. Meðal annars hafa þeir fuiid- ið upp nýtt. efnafræðilegt lyf, I. N.. H., eða Naumanon Nob- el, sem r.evnt heíur. verið'gegp. berkla\’eiki með merkilegutn árangri. Mörg hundruð sjúki- ingar hafa .þégar notið lyfs þessa um lengri tíma, þar af sumir, sem önnur lyf höfðu verið notuð við án árarigurs. Þykja rjúklingar þessir alllr hafa hloíið nokkurn bata, þeir hafa þvngzt, hóstinn . farið minnkandi og sumir jafnvél orðið smitfríir. Er nú verið að undirbúa miklar tilrauriir í sambandi við notkun þessa nýja lyfs, einkum þar sem «m berkla í lifur eða nýrum er að ræða, þar eð tilraunir virðast hafa sannað, að nótkun lyfsins hafi engin skaðlég áhrif á.starí semi þessara líffæra, og ekki heldur nei.n óþægileg eftirköst að öðru leyti, en sá galli hefur reynzt á mörgum þeim efna- fræðilegu lyfjum, sem að und- anförnu hafa verið reynd við þessum sjúkdómi. 51 íþróltakennari á náimfceiði. FÖSTUDAGINN 12. sepíem- ber s. I. Iauk vi5; íþróttakennara skóla islands að' Laugarvatni 9 daga námskeiffi fyrir íþrótita kennara. Alls sóttu námskeiffiff 51 kennari. Kennslugreinar; fimleikar í skólum og félögum, körfuknattleikur karla og' kvenna og þjóffdansar. Kennarar í . kö.rfukna.ttleik Helga Vogt Wergeland fyrrver andi umsjónarkennari um fim leika kvenna í félögum íþrótta sambands Norgegs og Harald Wergeland forstöðumaður í þróttakennaraskóla Noregs. Kennarar í kröfuknattleik þau Sigríður Þ. Valgeirsdóttir og Þórir Þorgeirsson. Þjóðdansa kenndi Sigriður Þ. Valgeirsdóttir. Mest af fimleikakennslu bæði kvenna og karla fór fram við hljóðfæraslátt og kenridir voru fimleikar með smá áhöld um, t- d. stórum og litlum knött uin, þá var leiðbeint um það hversu íþróttakennarar gætu við fimleikanámið fe'/.t inn æfingar og athuganir sem miðuðu að bvt að auka skilning nemendánna á réttri beitingu líkamans við ýms störf. Tónlisfarfiug. SÁ, sem hefði haft aðstöðu, til að líta á farþegaskrá Dou- glasflugvélar KLM flugfélags- ins hollenzka, „Princess Ma- rijka“, þann 12. fyrra mánað- ar, myndi eflaust hafa gert sér í hugarlund, að þar væri um eitthvert tónlistarflug frá Am- sterdam til Jóhanesborgar að ræða, þar eð Bach, Wagner og Schubert voru meðal farþega. Þetta voru þó aðeins fjöl- skyldu,nöfn nókkurra farþeg- anna. Stjórn flugfélagsins læt- ur þess getið, að því miður hfi Carel Moll flugstjóri ekki stjórnað vélinni í þeta skipti; — þá hefði tónlistarflugið orð- ið í C-Moll! AB 4

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.