Alþýðublaðið - 20.09.1952, Side 7

Alþýðublaðið - 20.09.1952, Side 7
,Vér morðingjar' Framh. af 4. síðu. sína, grípur hann aftur dauða- haldi í sjálfsblekkinguna; — ekkert hefði ég síður viljað, — segir hann; lyftii’ síðan píslar- vættiskórónunni á höfuð sér í göfugmannlegri sjálfsmeðaumk- un með sigurkveðjunni til þeirr ar konu, sem honum hefur nú loksins tekizt að myrða að fullu: —- ,,þú átt gott-----“ Þegar alls þessa_ er gætt, verður framferði Normu ekki svo ýkjatorskilið, og afstaða hennar ti-1 eiginmannsins síður en svo dularfull. Hún er alin upp við léttúð og hégómlegt prjál; er hins vegar svo eðlis- greind, að hún finnur hvílíkt tóm það skapar í sál mannsins, og fyrir þá sök trúir hún, eða þráir að mega trúa, siðgæðis- kerfi eiginmanns síns, án þess að hún geri sér fyllilega ljóst, að það er aðeins sjálfsblekking hans. Hennj kemur ekki til hug' ar, að hann sé að telja sér trú um, að hún viti ekki til fulls veikleika hans, sem -er henni svo augljós staðreynd; það er að eins nærfærni hennar og .samúð með honum á því sviði, sem veldur því, að hún lætur sem efnahagslegu vonbrigðin séu.sér þungbærari. Hún ann honum hugástum fyrir þann siðgæði- lega styrk, sem hún hyggur að hann sé gæddur og veg'na sam- úðarinnar með líkamlegum veik leika hans. Henni er það því sársaukakennd niðurlæging, þegar eðli hennar knýr haná til að leita fullnægingar þess utan hjónabandsins; skömm, sem hún reynir í lengstu lög að dylja hann, bæði sjáfrar sín vegna og til þess að særa hann ekki. Hins vegar svalar hún innibyrgðri gremju sinni með þvl að brigzla hónum um það, sem hún veit að hann veit að er henni alger aúkaástæða, þrátt fyrir allt, og þótt sú árás hennar virðist ó- tuktarleg þeim, er ekki skilja eða vita eðlishvöt hennar, og niðurlægjandi sektarmeðvitund annars vegar og samúðar- þrungna ást hennar hins vegar, verður annað uppi á teningnum, sé skyggnzt inn í hugarfylgsni þeirrar konu, sem sífellt hefur fengið eðlisiþrá sinni svarað með siðg'æðilegum árnanningum og' óuppfyllanlegum kröfum. Ekki livað sízt, þegar þess er gætt, að hún finnur þörf hjá sér að trúa því siðg'æðikerfi og hefur látið beygja .sig til hlýönislöngunar við kröfur þess. í l-eng'stu lög reynir hún að hlífa honum við því lagi, sem hún veit að muni hitta hann í hjartastað; jafnvel þegar henni er ljóst, að allt er um seinan, reynir hún í örvænt- ingu sinni að græða sár hans. Norma er hetja örvæntingarinn- ar og ástarinnar, stórbrotin í einfeldni sinni og vonlausri bar- áttu við eðli sitt; stóbbrotin kona, — og fyrst og' fremst kona. Bæði eru þessi hiuiverk erfið viðfanigs og' ekki á færi meðal- manna, ef vel á að takast. Það má því teljast furðulegt, að til- tölulega lítt reyndam leikara skuli takast að gera hlutverki' Ernest Mclntyre jafn góð skil og' Gísla Halldórssyni tekst, þótt vitanlega skorti verulega á, að hann valdi því til iuils. Einkum ber á því í fyrri hluta-sjpnleiks- ins; þar skortir hann þá Jffir- borðsreisn, sem verður hoiíum mótvægi minnimáttarkenndar- innar, og stolt sjálfsblekkingar- innar, auk þess sem sá radd- klökkvi, sem gerir leik hans sennilegan í síðari lúutanum, á þar ekki við, og.verður því á- hrifaminni þar, sem hann á rétt á sér. Síðar í leiknum sýnir Gísli að hann skilur hlutverk sitt út í æsar, og leikur hans .er |bar þrunginn ósviknum næmléika, enda þött nokkuð skorti á þrótt og tilþrif á köflum. Með leik sínum í Pi-pa-kí og í þessum sjónleik nú, hefur Gísli sýnt, svo að ekki verður um villzt, að mikils má af honum vænta, þegar honum eykst þroski og kunnátta. Leikur Ernu Sigur leifsdóftur í hlutverki Normu er allur heilsteyptari. Hins vegar er skilningur hennar á hlutverk- inu vafasamur á köflum; það er eins og hún telji sum viðbrqgð Normu til sérkennilegra dutl- unga. Svipbrigði hennar eru víða með ágætum. Áróra Hall- dórsdóUir leikur móður hennar og innlifun, og Edda Kvaran systurina mjög lótlaust og sm\kklega, en mætii þó gjarnan gera hana dálítið kaldrifjaðri. Einar Pálsson leikur húsvininn, smekklega og af skilrJmgi, — en flugmaðurinn og karlmennið Kustigan verður furðu smár í meðferð Einars Þ. Einarssonar, 0!g það svo mjög, að það raskar nokkuð jafnvægi leiksins. Leik- stjórn Gunnars R. Hansen er slétt og snurðulaus, eins og bú- ast mátti við; samt finnst mér með öllu óþarfi að tímabinda leikinn með jafn litlu og þýð- ingarlausu atviki o? því, hvar stúlkur geyma púðurkvastann; slíkur sjónleikur sem „Vér morðingjar" er hafinn yfir tíma ákvarðanir, og persónur hans börn allra tíma í þjáningu sinni, ást og sjálfsblekkingu. Loftur Guöinundsson. Framhald af 5. síðu. ástúð og blíðu, vísandi beim á hina réttu leið lífsins, leið g'uðs- trúar og góðra siða. Þar sem leið þín hér meðal vor er öll, færum við, sem eftir erum, þér innilegar þakkir fyr- ir allt hið góða, sem þú hefur okkur eftir skilið, méð von um að mætast aftur á sólarströnd hins fyrirheitna lands. Kunnugur. ’afmaansiakmörkun 1 Álagstakmörkun dagana 21.—28. sept. frá kl. 10.45 Áf 12.15; 3 Sunnudag 21. sept. 2 hlúti. Mánudag 22. sept. 3. hluti. Þriðjudag 23. sept. 4. hluti. Miðvikudag 24. sept. 5 hluti. Fimmtudag 25. sept. 1. hluti. Föstudag 26. sept. 2. hluti. Laugardag 27. sept. 3. hluti; Straumurinn verður rofinn skv. þessu. og efíir því, sem þörf gerist. 3 SogsvirkjuRin. ar - iersey 12 litir tekið upp í morgun. Markaðurinn Bankastræti 4. ■ . óskast til vinnu á Keflavíkurflugvelli. Hafnarhvoli .Sími 1164. Framhald af 5. síðu. ATVINNA HANDA ÖLLUM. Tage Erlandir lét í ljós þá ósk, að kosningarnar yrðu sem allra skírust traustsyfirlýsing sænsku þjóðarinnar til handa grundvallarstefnu lýðræðisins. Til þess þyrfti kosningaþátt- takan að verða mikil. „En um fram all ber kosningunum að sýna skýrt og einróma hver af- staða hinna sænsku kjósenda er til kommúnistanna og fram jferðis þeirra“, sagði hann. Það var sömuleiðis von hans, að ’ svo greinilega kæmi fram, sem jverði mætti, hyer eining ríkir |um utanríkisstefnu stjórnar- innar og þingflokkanna. Er- lander lét í Ijós ánægju yfir þeirri staðreynd, að andstöðu- jflokkar jafnaðarmanna eru nú j loksins búnir að viðurkenna, að afstaða .sænskra stjórnar- valda til þjóðfélagsmála á u.nd *anförnum árum er hin eina rétta. ,,En hin almenna vel- niegun sænskra þjóðfélagsborg ara leiðir óhjákvæmilega af sér“, sagði hann, „að það verð ur einnig að au.ka útgjöldin til félagsmála. í þessu sambandi hef ég sérstaklega í huga þá, sem lifa af ellilífeyri sínum. 1 Það hlýtur að vera skylda jhverrar stjórnar, að sjá til þess, að þeir, sem komnir eru, ; á efri ár og hættir að geta unn ið, fari ekki á mis við það, ef : lífskjör hinna yngri manna og og vinnandi batna. En það er ekki nóg að hafa vilja til þess að bæta kjör gamla fólksins. jVið verðum að skapa okkur möguleika til .þess að vera þess megnugir að framkvæma slík- ar kjaraþætu.r. Og það getum við, ef okkur tekst að koma í veg' fyrir atvinnuleysi, ef okk- ur tekst að fá hverjum þeim verk að vinna, sem vill það og getur. Slík stefna er sú eina, verður sett í Austurþæjarbíói kl. 5 í dag. Ðagskrá: 1. Ráðstefnan sett: H. K. Laxness. 2. Ávarp: Anatoli Safronoff 3. Einsöngur: Guðnumdur Jónsson. 4. Píanósóló: Tatjana Nikolaijeva. Óseldir aðgöngumiðar fást í Bókabúð Máls og menn- ingar og í skrifstofu MÍR, Þingholtsstræti 27. Verð: 10 krónur. Fullti’úar á ráðstefnuna sæki aðgöngumiða í skrif- stofu MÍR. sem getu,r tryggt áframhald- andi aukningu framleiðslunn- ar“. Og síðar sagði Erlander: „Það er þess vegna, sem við jafnaðarmenn skírskotum til kjósendana, að þeir styðji þá stefnu stjórnarinnar í efna- hagsmálu.m, sem hefur að mark miði útrýmingu atvinnuleysis ins og um leið stöðugt verðlag. Og þessi er einmitt stefna okk ar í efnahagsmálunum. Það jgetur verið, að þar finnist sitt j af hvoru, sem í fljótu bragði er ekki til þess fallið að afla 1 okkur . jafnaðarmönnum vin- ! sælda. En hins vegar erum við 1 sannfærðir um, að áhrif þeirr- 1 ar stefnu verði ekki síður árang (ursrík fyrir þjóð okkar en hin jfræga stefna sænsku jafnaðar- ! mannastjórnarinnar á kreppu jár.unum um og eftir 1930“. HÓFLEGAR LAUNA- HÆKKANIR. Spurningum blaðamannsins ins varðandi verðbólguna svar aði Erlander á þessa leið: „Við skulum gefa gaum að, hvað skeði árið 1951. Verð- hækkanirnar hér í landi námu að meðaltali 19%. Þar af störf uðu 8% af verðhækkun á inn- fluttum varningi og 2% vegna þess að hætt var niðurgreiðsl- um á nokkrum innlendu.m vörutegundum. Þau, 9%, sem þá er eftir, stöfuðu af keðju,- verkunum vegna þess að verka menn, iðnaðarmenn og bænd- ur fengu, verðhækkanirnar bættar með launahækkunum. Gerum ráð fyrir, að stjórnin hefði, í stað þess að leyfa þess ar launahækkanir, sagt við launafólkið: „Þið fáið engar launahækkanir. Alveg sama þótt verðhækkanir verði á lífs nauðsynjum ykkar, þið verðið að g'era svo vel og taka þær verðhækkanir á ykkar herðar með óbeint lækkuðu; kaupi“. Hverjar myndu afleiðingar slíkrar stefnu hafa orðið? Kaup mátturinn innan lands hefði stórlega minnkað, fjöljla marg ar framleiðsltigreinar hefðu orðið að draga saman seglin og hópar manna myndu hafa misst atvinnu sína. Af slíkri stefnu hefði óhjákvæmilega hafa leitt, að við hefðum við fengið alvarleg atvinnuleysi til ■ að glíma við“. SKIPAUTG€RÐ RIKISINS Skafffeilingur Tekið á móti flutningi til Vest mannaeyja árdegis í dag. AB33 *

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.