Alþýðublaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 15.10.1952, Blaðsíða 4
AB-AlJ>ýðulb!aði$ 15. okt. 1852. Áiimur iðnaðarmálaráðherra IÐNSÝNINGIN, sem nú er á enda og meira en þriðjungur þjóðarinnar mun hafa séð, var virðulegt svar íslenzks iðnað- ar við því skeytingarleysi, já, þeim fjandskap, sem núver- andi ríkisstjórn hefur sýnl þessum nýja og efnilega at- vinnuvegi okkar, aílt frá þvi að hún tók við völdrnn. Iðn- aðurinn hefur með sýning- unni látið verk sín tala og sýnt þjóðinni, hvað hér má framleiða til þess að tryggja öllum atvinnu, og hvernig hér má spara erlendan gjaldeyri, ef stjórnarvöld landsins hefðu vit og vilja til þess að veita hinum innlenda iðnaði við- unandi starfsskilyrði. En það vit og þann vilja hefur núverandi ríkisstjórn þvi miður ekki haft. .Þvert á móti hefur hún, til þess að þóknast heildsölum og öðr- um bröskurum, fyllt landið af erlendum iðnaðarvarningi með þeim afleiðingum, að ís- lenzkur iðnaður hefur stór- lega orðið að draga saman seglin, hundruð, ef ekki þús- undir íslenzks verkafólks misst atvinnu og hallinn á viðskiptunum við útlönd náð nýju og áður óþekktu há- marki. Það leynir sér ekki, að iðn- sýningin hefur sett ráðherra ríkisstjórnarinnar í mikinn vanda. Þeir* vita upp á sig skömm þeirrar stjórnar- stefnu, sem þannig hefur bú- ið að hinum innlenda iðnaði, en eru þó ekki menn til þess að játa hana, né heldur til hins að breyta um stefnu. I stað þess reyna þeir nú að gera dyggð úr ósómanum, með því að láta í það skína, að í raun og veru hafi sú xneðferð, sem iðnaðurinn hef- ur sætt af hálfu ríkisstjórn- arinnar, verið honum fyrir beztu! Þannig lét Bjarni Behediktsson, sem við setn- ingu iðnsýningarinnar flutti ávarp fyrir munn hins ffir- stadda iðnaðarmálaráðherra, Björns Olafssonar, svo um mæltn, að á misjöfnu þriíist börnin bezt; og í viðtali við Morgunblaðið síðastliðinn sunnudag komst Björn Ól- afsson sjálfur svo að orði, að það myndi eiga eftir að koma í Ijós, að einmitt það á- stand, sem ráðstafanir ríkis- stjórnarinnar, þar á meðai hinn aukni innflutningur er- lends iðngþarvarnings, hafi valdið um stund, muni marka tímamót fyrir hinn innlenda iðnað til nýrrar framsóknar! „Iðnaðurinn þurfti að gera sér grein fyrir því,“ segir Björn Ólafsson, „hvar og hvernig hann stóð, eftir að hafa lifað í skjóli innflutxi- ingshafta í mörg ár. Þannig þykjast ráðherrar rjkisstjórnarinnar nú hafa unnið íðnaðinum hið mesta þarfaverk með því að fylla innanlandsmarkaðinn með erlendum iðnaðarvamingi! Já, það má meira að segja lesa það milli línanna, aci í raun og veru ætti íslenzkur iðnað- ur að vera þeim þakklátur fyrir það! Sennilega ætlast Björn Ólafsson líka til þess, að verkafólkið, sem orðið hefur atvinnulaust fyrir inn- flutning erlends vinnuafls í mynd erlends iðnaðarvarn- ings, syngi honum lof og dýrð fyrir slíka blessun! Auðvitað er svo reynt að smjaðra fyrir iðnaðinum öðr- um þræði, að minnsta kosti fyrir hinni glæsilegu sýningu hans. Þannig segir Björn Ólafsson í viðtalinu við Morg unblaðið, að sá iðnaður, sem slík afrek hafi að sýna, „eigi kröfu til þess, að hið opin- bera, ríkisstjórnin og alþingi, geri sér grein fyrír, hvaða ráðstafanir þurfi að gera til þess að skapa varanleg skil- yrði fyrir heilbrigðri þróun Innlends iðnaðar“. Mun iðn- aðarmálaráðherrann sjálf- sagt verða minntur á þessi orð síðar meir, og iðnaður- inn heimtá þann rétt, sem hér er þó loksins viðurkennt að hann eigi. En hvar í ver- öldinni myndi finnast iðnað- armálaráðherra, sem yrði að játa það, eins og Björn Ól- afsson hefur gert með þess- xim orðum, að haiýn sé, eftir þrjú ár í embætti iðnaðarmála ráðherra, ekki enn farinn að „gera sér grein fyrir, hvaða ráðstafanir þurfi að gera til þess að skapa varanleg skil- yrði fyrir heilbrigðri þróun innlends iðnaðar“?! Hvílík játning — ofan á allt það, sem þessi ráðherra er búinn að vinna iðnaðinum í landinu til óþurftar! A sjávarkambinu m heitir þessi mynd. Hún er á sýningunni í Listvinasalnum Úr naustinni, og er höfundur dennar Þorvaldur Skúlason. 23 málarar sýna þar myndir. sem fíestar eru til sölu. Um 300 manns hafa séð sýninguna. Sæmundur Ólafsson: HAFNARFJÖKÐUR. Samsæf Þeir Hafnfirðingar og aðrir sem taka vilja þátt í sam- sæti fyrir Jóhann Tómasson og konu hans, laugardag- inn 18. okt. kl. 20,30 í G.T. húsinu, láti vita um þátt- töku fyrir föstudagskvöld til Stígs Sælands, sími 9062 eða Kristins Magnússonar, sími 9274. Undirbáningsnefndm. — AlþýðublaBið. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Bitstjóri: Stefán Pjetursson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Auglýsingastjóri: Emma Möller. — Bitstjörn- arsímar: 4901 og 4902. — Auglýsingasími: 4906. — Afgreíðslusími: 4900. — Alþýðu,- prentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Áskriftarverð 15 kr. á mánuði; 1 kr. 1 lausasöiu. AB4 ÞAÐ VAR á þeim árum, sem Stefán Jóhann var forsætis- ráðherra og allar búðir vora hálftómar, en allir höfðu nóga vinnu, að krónan okkar var nokkurs' virði: Þá kynntist ég verkamannafjölskyldu hér í baénum. Hjónin voru um fer- tugt og dæturnar báðar um eða innan við tvítugt. Þetta er dugnaðarfólk, sem bjargar sér eins og bezt gengur. Stjórn Stefáns Jöhanns var fjölskyldunni mikill þyrnir í augum. Dæturnar urðu að ganga á íslenzkum skóm og kaupa nylonsokka af sjómönn- um. Frúin varð að fara í bið- raðir til þess að geta eignast postulínshund, marglitt léreft, til þess að sauma sér úr svuntu eða morgunkjól. Slíkar flíkur gat hún að vísu fengið tilbúnar í búðunum, en þær voru bæði dýrar og ósmekk- legar, enda sumar saurnaðar af eldri dóttur hennar, sem vann á saumastofu, er framleiddi kvenfatnað. Yngri dóttirin vann á prjónastofu, þar sem kvenpeysur og barnaföt voru prjónuð. En hið íslenzka prjónles var bæði dýrt og á- ferðarljótt að dámi mæðgn- anna. Þær gátu því vart feng- ið sómasamlegar flíkur til þess að skýla sínum fögru, ís- lenzku líkömum. Ekki tók betra við, er kaupa skyldí í matinn. Flest matarkyns, sem á boðstólum var, var íslenzkt eða matbúið á íslandi. Frúin vann í kexverksmiðju fhnm stundir á dag, og auðvitað var kexið, sem hún vann við að framleiða, óæti. 1 Húsbóndinn einn var róleg- ur í tíðinni. Hann vann viö húsabyggingar níu stundir á dag. Fjölskyldan greiddi lága1 húsaleigu í gömlu húsi. Hús- bóndinn lagði dálitla fjárhæð inn á sparisjóðsbók á hverjum mánuði. Dæturnar greiddu fyr- ir sig og frúin vann að mestu ( fyrir fæði fjölskyldunnar. Fjár hagsafkoma fjölskyldunnar var I því ágæt, enda voru saman- í lagðar mánaðartekjur hennar I nær fimm þúsund krónur. | Heilsufarið var ágætt, fjölskyid an hefði því baðað í rósum, e£ I „skömmtunarfarganið og vöru- I skorturinn“ hefði ekki herjað mannssálirnar eins . herfilega og raun bar vitni. En svo hætti Stefán Jóhann að vera forsætisráðherra, sam- kvæmt valdboði hjónanna; því auðvitað kúsu þau íhaldið. Og Björn Ólafsson birtist í ráð- herrastólnum i>nkringdui dýrðarlj óma verzlunarfrels ís - ins og frjáls innflutnings. — Húsaleigulögunum var breytí. Fjölskyldan varð aö flytja úr hinu ódýra húsnæði og leita að öðru. Eftir langt vafstur fékk hún loks annað húsnæði, sem kostaði helming af mán- aðarlaunum húsbóndans, með þeim afleiðingum, að sparl- sjóðsbókin hætti að fá sirm mánaðarlega skammt. Búðirnar fylltust af erlendum kven- fatnaði og nú var nóg á boð- stólum af ósaumuðu svuntu- og kjólaefni. Það kom sér vel fyrir frúna og eldri systurina, því að hætt var starfrækslu saumastofunnar og eldri syst- irin ásamt tuttugu öðrum stúlkum varð atvinnulaus. Hún hafði því nægan tíma til að sauma á sig spjarirnar; en sá hængur var á, að peningana vantaði til þess að kaupa hin óunnu efni fyrir. Frúin hafði nú einnig nógan tíma aflögu til heimilisstarfa. Hún missti vinnuna í kexverksmiðjunni vegna þess, að erlent kex var flutt ínn og stallsystur frúar- innar keypiu það í stórum stíl, þótt það væri hehningi dýrara en það íslenzka. Smekk legt og „ódýrt“ erlent prjón- les kom á markaðinn, svo að yngri systirin missti vinnuna í prjónastofunni. Nokkru síðar missti húsbóndinn atvinnuna við húsbyggingarnar vegna þess að flestar byggingar stöðvuðust af fjárskorti, sem stafaði af gengislækkuninni. Á nokkrum mánuðum missti fjölskyldan allar tekjur sínar og varð að lifa á innstæðunni í sparisjóðsbók liúsbóndans. En hún var nú orðin lítils virði. Þessi innstæða, sem á stjórnar- árum Stefáns Jóhanns fyllti húsbóndann öryggistilfinningu, hafði brugðist vegna gengis- lækkunarinnar og hækkaðrar Framhald á 7. síðu. ! á fösfudagskvöfd i þjoðleskhusmu „REKKJAN“, sjónleikur eft- ir hoHenzka skáldið Jan de Hartog, verður frumsýntlur í þjóðleikhúsinu næstkomandi föstudag-. Sjónleikur þessí hef- ur veríð sýndur í Lundúnuzn, og; verffur sýndur á öllum .Norff urlöndum í vetur. I New York hefur hann verið sýndur hátt á þriðja ár samfleytt, og fyrir skömmu er Iokið við aS: gera kvikmynd eftir handritinu, og Iejka þau Lilli Palmer og Eex Harriso'n aðalhíutverkin. það var á órum síðustu heims styrjaldar, sem de Hartog samdi þennan sjónleik. Hann hafði samið skáldsögu, sem, nazistunum þýzku geðjaðist ekkj að, og til þess að sleppa við handtöku og fangabúðadvöl og hver veit hvað, leyndist hann í greiðasölu skammt frá höfninni í Rotterdam og dulbjó sig sem aldurhnigna, gigtveika konu. Úm langt skeið hélt hann kyrru fjrrir í litlu herbergi, lét færa sér þangað allar máltíðjr, skrlfaði, — og beið þess, að hann kæmist úr landi. Þegar honum tókst að flýja til .Eng- lands, faldi hann handrjtið að sjónleiiknum inni í skáp, undjr lokum og rúmfatnaði. EIRÍKUR ÞORSTEINSSON, hinn nýkjörni þingmaður Vest- j ur-ísfirðinga, hélt jómfrúræðu sína í neðri deild aliþingjs í gær og fylgdi úr hlaði frum- varpj til laga um jöfnun raf- j orkuverðs, það er að hinar i stærri rafveitur kaupstaðanna greiði í verðjöfnunarsjóð til dieselrafstöðvanna í kauptún- um og þeim stöðum öðrum, sem ■ hafa raforku frá dieselstöðvum en ekki fallvötnum. If fjéðabók eftir „ANGANÞEYE“ heitir safn fjörutíu kvæða, frumsamímaa. og þýddra, sem Þóroddur Guð mundsson frá Sandi hefur. ge£ iS út. Bókin er prentuð í Prentsmiðju Odds Bjömsson- ar á Akureyri. Stærð bókarinnár er 108. blaðsíður og frágangur allur hinn vandaðasti. Bókarinnar, sem er önnur ljóðabók Þórodds frá Sandi, mun verða nánar getið hér í blaðinu síðar. Höfum enn fyrirliggjandi með gamla lága verðimi: án pífu, settið kr. 108,70 með pífu, settið kr. 123,50 Náítkjólar kr. 135,00 Undirkjólar, stakir kr. 75,OÖ ; Hvítir nylon undirkjólar kr. 142,00. II. Toft9 Skólavörðpstíg 8.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.