Alþýðublaðið - 18.10.1952, Page 6
Framhaldssagan 29
Leifar
Leirs:
Það er haustkalt á
Hótel Grand
og hrollur í
mannskapnum
norðankúfur á
Esjunni og ömurlegur
grámi yfir
Akrafjalli
horngrýti hvað hinir
bísarnir eru sejnir
fram úr bólinu
í dag
enginn sem er
tilbúinn í splæs
seint í gærkvöld
var kallað, í mig
út úr drossíu
það var mektarmaður
mátulega hívaður
til þess að skilja
lífið
og har.n tók mig
jnn í bílþm
faðmaði mig að sér
sagði að við tveir
værum í sama báti
pleiity sjússar, maður
og svo ók hann
heþn og ég hélt
niður á Grand
tveir menn sem
skildu lífjð
og nú er mér svo
horngrýtis ári
hroilkalt í hamsi .. .
Leifur Leirs.
Auglýsið í AB
go kom inn til hennar hálf-
tíma seinna, blóðrjóður, vand-
ræðalegur. Brennivínslyktin
angaði af honum. Hann laut yf-
ir hana og kyssti hana. Hún
bægði honum frá sér fyrst í
stað, en óðar en varði teygði
hún handleggina kringum háls
hans og dró hann að sér. Gagn
kvæm líkamleg þrá blossaði
upp í þeim báðum og þau
gleymdu öllu öðru.
,,Hvort ég ekki má fara til
klæðskerans míns á morgun,
Hug'o,“ sag>\ Glory glaðlej'a á
eftir, þegar hún sýndi honum
slitrurnar af kjólnum, sem
hann hafði í æðinu rifið utan
af henni.
í nokkra daga eftir þetta
reyndi Hugo að harka af sér
og ganga ekki að spilaborðun-
um. En ástríðan var orðin of
sterk. Hann var ekki lengur
sjálfráður gerða sinna í þess-
um efnum. Hann taldi sér trú
um, að það gæti ekki annað
verið en að hamingjan færi að
verða honum hliðholl á ný.
Heppni og óheppni í spllum
kemur í bylgjum, sagði hann
við sjálfan sig. Það eing, sem
hægt var að gera, þegar ó-
heppnin færi að koma yfir
mann, var að þrauka og revna
að komast eins ódýrt frá snil-
unum á meðan á því tímabili
stæði, í öruggri vissu þess að
óheppnin myndi iíða hjá og
spilahamipgjan brosa við
manni á nýjan leik. Hann
hafði á prjónunum ærlegar
fyrirætlanir um að endur-
greiða Tulse það, sem hann
hafði að undanförnu fengið
fyrirframgreitt upp í samning
ana við Tivendale lávarð, —-
þegar hann yrði heppinn á ný.
Glory hlustaði á bollalegg-
ingar hans um þessa hluti,
stundum hálft í hvoru sann-
færð um að hann hefði rétt
fyrir ér, stundum fullviss þess,
að á hinni skyndilega vökn-
uðu fýsn hans í fjárhættusnil
væri einhver skýring, sem hún
enn ekki kæmi auga á. Kann-
væri hann ekki alltaf að
fara til þess að snila, þótt hann
léti svo. Hún vissi ekki annaö
en að hann færi ,.austur í borg
ina“, hvert hann færi í raun og
veru, það vissi hún okki, en lét
sér detta margt í hug í því
sambandi. Ef hún lét slíkar
efasemdir á sér skiÞa með ó-
beinum orðum, þykktist hano
við og lét sem spurningar
hennar í þá átt væru ekki
svaraverðar. Það mesta, sem
hún fékk upp úr hor.um, var
að það væri „bara spilastað-
ur“.
Þegar hún innti Hichard St.
George eftir þessu sama, vppti
hann einungis öxium á sinn
letilega hátt og sagði eitthvað
í þá átt að það værti til blutir,
sem hún hefði ekki neitt gptfc.
af að vita nánar um. Hanu
sagði, að Hugo myndli komast
yfir þetta. Sjálfur hefði hann
verið svona á yngri árum, en
það liefði horfið af sér með
aldrinum.
Efasemdirnar héldu áfram
að naga hana og kvelja. Hún
gat ekki lengur á lieilli sér tek
ið né um annað hugsað. Hún
varð þess vör, að Kuga var far
inn að drekka mun meira en
áður, álíka mikið og þegar
hann var verstur orðinn á bu-
garði Tivendale lávarðar vet-
urinn áður. Og hann var meira
að segja orðinn alveg eins ön-
uglyndur og hann var þá. Þó
var hann sjaldan drukkip.u,
þegar hann kom heim úr þess-
um ferðum sínum út. í borgina.
Þá var meira að segia yfir hon
um tilgerðarlegur galgopahátt
ur og kæti, ókennilegur ó-
kyrrðarglampi í augunum.
Faðmlög hans voru ekki þau
sömu og áður íyrr.
Glory veitti því athygli eitt
sinn snemma í september, þeg
ar hún var í heimsókn hjá Ti-
vendale lávarði, að honum
var mjög brugðið. Ilún þekkti
hann ekki fyrir sama mann.
Hann, sem ávallt hafði verið
einstaklega hlýr í viðmóti við
hana, var nú önugur og snúinn.
Það var augljóst, að honum
hafði hrakað mjög andlega síð
ustu vikurnar, og hin sjúklega
þrá hans eftir barni til viðhalds
ættinni hafði nú snúizt upp í
hatur á Glory, sem hann hafði
j fyrir þeirri sök að hindra hann
j í að eignast slíkan afkomanda.
Læknir kom inn í herbergið
til þeirra, og hann benti Glory
með hægð að ganga fram fyrir
með honum. Hún gerði svo.
Læknirinn lokaði hurðinni
að herbergi gamla rnannsins og
hvíslaði að Glory: ,,Ég held
ekki að gamli maðurinn hafi
neitt gott af því að þér séuð
hjá honum. Heilsu hans hrak-
ar mjög og við geíum ekkert
við því gert. Honnm fer aftur
dag frá dtgi. Nú er hann t. d.
búinn að bíta sig í, að þér og
herra Faulkland hafið stöðugt
setið á svikráðum við hann í
því skyni að hafa út úr hon-
um neninga.“
,,A svikráðum við hann?
Hvernig?" Glory vildi fá að
vita, hversu mikíð læknirinn
vissi um samninga þeirra við
Tivendale lávarð. Hún vissi
ekki betur en að þeir hefðu átt
að vera algerlega leynilegir og
enginn um þá mátt vita nema
þau þrjú.
„Varðandi barnið, sem hann
vildi að þið eignuðust Hann er
orðinn gerbreyttur. Nú talar
hann ekki um annað en pen-
Susan Morlev:
ingana, sem herra Faulkland á
að hafa haft út úr honum und-
ir fölsku yfirskini, að því er
hann sjálfur telur.“
Læknírinn ætlaði að segja
eitthvað meira, en í sama bili
heyrðu þau rödd gamla manns
ins innan úr herbergi hans. Og '
rödd hans, sem áður hafði ver-
ið svo mjúk, þýð og ástúðleg,
var nú hás af niðurbældu
hatri.
„Komið þið hinggð inn!“
æpti hann eins og veíkir kraft-
arnir léyfðu. „Ég veit um hvað
þið eruð að tala. Og ég vil ekki
hafa neitt baktal. . .. Komið
þið hingað inn til mín, segi
ég!“
Þau gengu bæði inn til hans.
Tivendale lávarður teygði sig
upp í djúpa leðurstólnum eins
langt og hann gat. Þegar hann
kom auga á lækninn, skrækti
hann ofsareiður: „Ekki þú! Ég
vil bara fá að tala við sonar-
dóttur mína, pútuna þá!“ Lækn
irinn lét ekki segja sér það
tvisvar og smeygði hér út um
dyrnar hið bráðasta. Glory
hrökk við, dauðskelfd af ofsa
og heift gamla mannsins.
Hann tók til að skríkja æðis-
lega, út undir eyru. Þunnar
varirnar sfrengd’ist yfir gul
tannbrotin. Svo hætti hann því
skyndilega og dró að sér and-
ann með þungu, langdregnu
sogi. I
„Ég þekki þig.“ Röddin var
hvíslandi, óhugnanleg. „Ég
veit hver þú ert. Þú drepur
alla karlmenn, sem þú leggst
með, ... og þegar þú verður
ófrísk eftir þá, þá éturðu börn-
in innan úr þér áður en þau
geta vaxið og lifnað. Þú fitar
þig og fitar á sæði góðra
manna og þeir þorna upp og
visna og svo hrindir þú þeim
fram úr rúminu hjá þér og vilt
ekkert hafa lengur mc-ð þá að
gera.“
Hún hopaði undan. Hinn
skelfilegi hugarburður og hat-
ursfullur tónninn í rödd hins
sjúka, gamla manns rændi
hana öllum mætti. Með
krampákenndum rykkjur\ hóf
hann sig upp úr stólnum og
æddi að henni, afskræmdur og
djöfullegur ásýndum af tryll-
ingi í. hálfrökkvuðu herberg-
inu. Augun ætluðu út úr höfði
hennar af ofboði og hún hörf-
aði undan örvita nf skelfingu i
áttina til lokaðra dyranna.
Hún hafði ekki rænu á að
opna þær og smeygja sér út,
heldur hallaðist lömuð upp að
beim að innanverðu. Hann
nam staðar, líka að þrotum
kominn vegna hinnar óvenju-
'egu áreynslu og hugaræsings.
Ur hug hennar þurrkuðust á
svinstundu allar þær hlýju og
viðkvæmu tilfin.iingar, sem
þar höfðu áður ríkt, og í stað
* Húsmœður:
s
s
S S
S Þegar þér kaupið lyftiduftS
S frá oss, þá eruð þér ekkiS
^ einungis að efla íslenzkan S
* iðnað, heldur einnig að S
r trj'ggja yður .öruggan ár- S
? angur af fyrirhofn yðar. •
C Notið því ávallt „Chemiu.;
^ lyftiduft", það ódýrasta og^
bezta. Fæst í hverri búð. ^
S S
5 Chemia h-f. \
s s
þess að lát askynsemina ráða
og taka ekki alvarlega fleipur
hins helsjúka öldung's, svaraði
hún honum fullum hálsi af
sama ofsanum og hann hellti
sér yfir hana með getsökum og
níði.
„Eins og þú vilt!“ æpti hún.
„Ég er ófrjó. Hugo getur ekki
átt barn. Og það verður þess
vegna ekkert barn. Ég- vil ekki
vera nein folaldsmeri handa
þér stundinni lengur. Ekki
þótt ég fengi fyrir það öll hin
ílla fengnu auðæfi þín. Þú ert
brjálaður, og ef læknarnir þín
ir hefðu ekki peninga fyrir að
stjana við þig, þá væriðu fyrir
löngu búinn að geispa golunni.
Þú ert brjálaður, og ég vil ekk
ert með þig hafa framar.“
Hann féll saman undir þess-
um lestri, var ekki svo aðfrám
kominn að hann okki skildi
fyllilega hvað í orSum hennar
fólst. Þá loksins fékk hún mátt
inn á ný, opnaði dyrnar og
hljóp út, án þess svo mikið
sem renna augunum hinzta
sinni á samanhnipraðan vesal-
inginn á köldu gólfinu.
Hún var náföl og skjálfandi,
þegar hún* loksins komst heím
til sín. Hún grét í vagni sínum
fyrst í stað, að nokkru leyti
vegna hinnar óvæntu og ómak
legu árásar Tivéndale lávarðar
og að nokkru leyti vegna þess
að hún iðraðist orða sinna við
liann. Hvers vegna hafði hún
orðið svona æst? Því hafði
hún sagt þetta við hann? Þrátt
fyrir allt hafði henni þótt
vænt um gamla manninn, og
AB 6