Alþýðublaðið - 21.10.1952, Side 4
AB-AIþýðubláðið
2i: o&t: 1952.
Olöglegir fulltrúar á sambandsjiing
Á ÞANN furðulega skolla-
leik hefur löngu verið bent
hér í blaðinu, að kommúnisl
ar hafa gefið upp allt aðra
tölu félagsmanna í Dagsbrún
við fulltrúakjör til alþýðu-
sambandsþings en við stjórn-
arkjör í félaginu. Hafa félags
menn að jafnaði ekki verið
taldir nema um 2600 við
stjórnarkjör, en hins vegar
um 3300 við fulltrúakjör á
sambandsþing!
• Til skamms tíma áttuðu
menn sig ekki á því, hvernig
á þessu stæði; en nú er það að
fullu skýrt. í félaginu eru
formlega ekki nema um 2600
—2700 manns, en auk þeirra
hafa nokkur hundruð manns
svokölluð vinnukort, sem
veita þeim rétt til vinnu, án
þess að þeir njóti nokkurra
annarra félagsréttinda, svo
sem kosningaréttar eða kjör-
gengis_ Virðist svo sem komm
únistar haldi þessum mönnum
að yfirlögðu ráði utan félags
ins af ótta við að missa yöJd
in í því, ef þeir yrðu teknir
inn; enda er það vitað af úr-
slitum við stjórnarkjör í Dags
brún um mörg undanfarin ár,
að fylgismenn kommúnista í
Dagsbrún' eru ekki nema rúm
1300 að tölu. Þess vegna hef
ur mörgum hundruðum
manna verið haldið utan fé-
lagsins, — þeir aðeins verið
látnir hafa vinnukort — og
formlegri félagatölu verið
haldið það niðri, að aldrei
yrðu nema um 2600 á kjör-
skrá við stjórnarkjör, svo að
sigurinn væri kommúnistum
nokkurn veginn viss!
En þó að kommúnistar hafi
þannig neitað mörgum hundr
uðum verkamanna um full fé
lagsréttindi í Dagsbrún og
haldið þeim utan félagsins,
hafa þeir hins vegar kosið
fyrir þá fulltrúa á alþýðusam
bandsþing, til viðbótar við þá
fulltrúatölu, sem félagið hef
ur átt rétt á, samkvæmt tölu
fullgildra félagsmanna; og að
sjálfsögðu hafa þeir orðið að
vinna það til, að greiða skatt
af þessum mönnum til Al-
þýðusambandsins eins og af
félagsmönnum. Hefur Dags-
brún á þennan hátt kosið 33
fulltrúa á alþýðusambands-
þing fyrir um 3300 manns, þó
að í, félaginu séu formlega
ekki nema urn 2600—2700 og
það ejgi þar af leiðandi ekki
rétt á nema 26—27 fulltrú-
um. Hinir hafa beinlínis ver-
ið keyptir inn á sambandsþing,
kommúnistum til stuðnings;
því að það er svo sem ekki,
að hinir réttlausu verka-
menn, sem haldið er utan
Dagsþrúnar, kjósi þessa full-
trúa, heldur er það kommún-
istameirihlutinn í félaginu,
sem kýs þá!
Þennan leik vilja kommún
istar nú enn einu sinni fá að
leika. Þeir létu fyrir nokkru
fámennan félagsfund í Dags-
brún kjósa 33 kommúnista á
alþýðusambandsþing, eins og
3300 manns væru í félaginu,
og krefjast nú þess að-þeir fái'
þar sæti, svo og í fulltrúaráði
verkalýðsfélaganna í Reykja-
vík, er skattur hefur verið
greiddur af þessari fölsuðu
félagsmannatölu Meðal hins
lýðræðissinnaða meirihluta,
sem kosinn hefur verið á ai
þýðusambandsþing, mun hir.s
vegar vera fullur hugur á því,
að binda nú, í eitt skipti fyrir
öll, enda á þann ósóma, að
kommúnistar geti þannig
keypt Dagsbrún, og þar með
sjálfum sér, fulltrúa á sam-
bandsþingið, sem félagið á eng
an rétt á, samkvæmt félags-
mannatölu; og eru því líkur tii
að sambandsþingið neiti, er
það kemur saman, að taka
við fleiri fuilrúum frá
Dagsbrún en 26—27.
Þetta mál hefur verið rætt
nokkuð í blöðum undanfarið,
og hefur Þjóðviljinn að sjálf-
sögðu belgt sig mjög yfir því,
að kommúnistar skuli ekki
eins og áður komast upp með
slík svik við kosningarnar á
sambandsþing. Segir hann, að
fyrirhugað sé að „stela 6—8
fulltrúum“ af kommúnistum,
þó að sannleikurinn sé sá, að
hér er aðeins um það að ræða,
að koma nú loksins í veg fyr
ir, að kommúnistar geti keypt
sér slíka fulltrúatölu á sam-
bandsþing umfram þá, sem
þeir eiga með réttu. Komm
únistum er auðvitað innan
handar að tryggja Dagsbrún
33 löglega fulltrúa á alþýðu-
sambandsþingi, — að vísu
ekki þessu, heldur því næsta;
en þá verða þeir fyrst að taka
inn í félagið þau hundruð
verkamenn, sem nú er haldið
utan þess og neitað um önnur
félagsréttinol en þau ein, sem
vinnukort veitir. Hitt á þeim
ekki lengur að haldast uppi,
að útiloka þessa menn frá fé-
lagsréttindum í Dagsbrún, en
heimta hins vegar fulltrúa fyr
ir þá á alþýðusambandsþingi;
því að þar með væri engu
lýðræði fullnægt, heldur
kommúnistum aðeins hjálpað
til þess að beita brögðum og
ofríki í verkalýðssamtökun-
um, sér og flokki sínum til
framdráttar.
eiga
únistar að hegða
sér gagnvart Banda-
Frá sjómannadagskabarettinum.
Torrelis-
danshóp
urinn, sem sýnir evonefndan flugdans á sjómannadags-
kabarettinum, vekur mikla athygli áhorfenda. 22 sýningar haía
verið haldnar og tvær verða í kvöld. Aðsókn er geysimikil
fjölda íeigu-
bifreiða í kaupsföðum!
------4------
Frumvarp til laga þar að lútandi er flutt á
. alþingi af sex þingmönnum.
ny vern
Ég hef opnað útibú frá verzluninni Hafnarstræti 7 á
Laugaveg 38
Péfur Péfursson
Hafnarstræti 7 — Sími 1219.
Laugavegi 38. — Sími 4523.
AB — Alþýðublaðið. Cftgefandi: Alþýðuflokkurinn. Eitstjórl: Stefán Pjeturssoa.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Auglýslngastjóri: Emma Möller. — Eltstjóm-
arsímar: 4901 og 4902. — Augiýsingasími: 4906. — Afgreiðslusími: 4900. — Alþýðu-
prentsmiðjan, Hverfisgötu 8—10. Áskriftarverð 15 kr. á mánuði; 1 kr. i Xausasðiu.
SEX ÞINGMENN, þeir Gunnar Thoroddsen, Jóhann Haf-
stein, Gylfi Þ. Gíslason, Jónas Rafnar, Emil Jónsson, flytja á
alþingi frumvarp tií laga um leigubifreiðar í kaupstöðum, þar
sem svo er fyrírmæít, að allar leigubifreiðar i kaupstöðum,
hvort sem það eru fóíks-, vöru- eða sendibifreiðar, skuli hafa
afgreiðslu á bifreiðastöð, sem fengið hefur viðurkenningu bæj-
arstjórnar; og að bæjarstjórnir skuli að fengnu samþykki dóms
málaráðuneytisins, hafa heimild til að takmarka fjölda leigu
bifreiða. Strætisvagnar og sérleyfisbifreiðar eiga ekki að falla
undir þessi ákvæði.
í |;reh|argerð fyrilr jþessú
frumvarpi, sem einnig var flutt
á síðasta þingi, að tilmæ'íum
stjórna Bifreiðastjórafélagsins
Hreyfils og Vörubílstjórafélags
ins Þróttar í Reykjavík, er vitn
að í eftjrfarandi umsögn þeirra
Bergstejns Guðiónssonar og
Friðleifs 1. Friðrikssonar, for-
manna þessara félaga, úm þetta
mál;
„Við undirritaðir höfum at-
hugað, hvort nauðsyn bæri til
þess að skipuleggja- akstur leigu
bifreiða hér í bæ og annars
staðar að því er snertir leigu-
bifreiðar til fólksflutninga, sem
taka allt að 8 farlþega, svo og
vörubifreiðar, sem leigðar eru
almenningi og hafa afgreiðslu
á bifreiðastöð, aðaliega með
það fyrS’ augum, hvort nauð-
synlegt væri að setja löggjöf um
takmörkun þeirra.
Við afhugun höfum við sann
færzt um það, að atvinnumögu
leiikar fyrir lejgubifreiðar eru
mjög takmarkaöir eins og nú
er, miðað við þann fjölda bif-
reiða, sem notaðar eru í þessu
efnj nú.
Leigubifreiðar til fóiksflutn-
in,ga, sem taka allt að 8 far-
þega, eru nú um 450 hér í
Reykjavík og um 250 vörubif-
reiðar, og virðist það vera mun
fleiri bifreiðar en nokkur þörf
er fyrir. Er því fyrirsjáanlegt,
að brýn nauðsyn er til bess að
takmarka fjölda leigubifréiða,
eigi að vera nokkur möguleiki
til þess að þeir menn, sem
stunda akstur leigubifreiða sem
aðalatvfnnu, geti h'aft það . sér
og sínum til lífsfrarnfæris, enda
mun nú svo komið, að í flest-
um menningarlöndum, er tala
slíkra flutningatækja takmörk
uð með löggjöf.
í þessu sambandi má einnig FRUMVARP til laga um
benda á það, að rneð því að stofnlánadeild landbúnaðarins
binda við þessi störf fleirj kom til fyrstu umræðu í neðri
menn en nauðsyn kxefur á deild í gær og var vísað til 2.
hverjum tíma fer geysilega mik
ið vinnu afl til ónýtis, auk þess
sem við þessa flutninga eru
bundnar miklu fleiri bjfreiðar
en þörf er á, en það leiðir að
sjáifsögðu af sér aukinn jnn-
flutning á alls konar rekstrar-
vörum til bifreiða.
Loks má benda á það, að
fjöidi manna hefur lagt mikið
fé í það að kaupa sér dýrar
biíreiðar í þeirrí von, að akst-
ur vöru- og fólksflutningabif-
reiða sé mjög arðvænleg at-
vinnugrein, en margir þessara
manna hafa síðan komizt í mikl
ar fjárkröggur vegna þessa, en
af því hefur oft og einatt leitt
alls konar spillingu, sem hægt
værj að komast hjá með því að
takmarka tölu bifreiðanna við
flutntngiaþörfina og tryggja
þannig að fullu hagnýtingu
vinnuafls og tækja í þessum
starfsgreinum.
í sambandi við setnjngu lög-
gjafar um þessi mál, teijum við
brýna nauðsyn bera til þess,
að fyrrgreindar bifreiðar til al-
menningsnota hafi fasta aí-
greiðslu á bifreiðstöð.
Með tílvísun til framanritaðs
erum við undirritaðir því sam
mála um, að nauð \n beri íd
þess að sett verði iöggjöf um
heimild til takmörkunar á
fjölda leigubifreiða til vöru-
og mannflutnnga í kaupstöðum
landsins og að það gæti orðið
á alþingi því sem nú situr“.
Kennslubók í dónaskap.
„IL MES.SAGERQiY hið héims
þekkta Rómaborgarblað, seg-
ir að ítalskir kommúnistar
hafi nýlega fengið ströng fyr
irmæli um það, hvernig þeir
eigi að hegða sér við Baiida-
ríkjamenn, sem verði á vegi
þeirra. ‘ Þessi fyrirmæli eru
eins)>nar „kennslubók í dóna
skap“ segir „II Messagero“#
Hér eru helztu fyrirmælin:
FLOKKSKONUR eða stúlkur
eiga helzt að láta svo sem
þær heyri ekki, ef Banda-
ríkjamaður ávarpar þær. Á
' dansleikjum mega kyen-
kcmmúnistar : ..aldrei lofa
Bandaríkjamanni dansi; .þær
eiga að segja að þær séu þeg-
ar uppteknar. Flokksmenn af
hinu kyninu eiga að vera
reiðubúnir að vera þeim
hjálplegir í þessu".
í STRÆTISVAGNI eða spor-
vagni eiga kommúnistar, er
þeir verða Bandaríkjamanns
varir í námunda vig sig, „taf
arlaust að snúa við honum
baki án þess að líta einu sinni
á hann eða sýna honum
nokkra kurteisi“. Sé Banda-
ríkjamaðurinn í fylgd með
konu sinni eða einhverri
stúlku í strætisvagni eða spor
vagni, má kommúnisti „aldrei
bjóða þeirri konu eða stúlku
sæti sitt“_
í VERZLUNUM eiga flokksfé-
lagar ævinlega að láta Banda-
ríkjamann bíða og afgreiða þá
síðast allra — „eða ,það sem
er enn betra, afgreiða þá yfir
leitt ekki, heldur segja, að
þær vörur, sem um er beðið,
fáist ekki“.
Á GÖTU eiga kommúnistar
„aldrei að svara fyrirspurn
Bandaríkjamanns né vísa hon
um til vegar; í stað bess eiga
þeir strax að snúa við honum
baki og sýna honum á þann
hátt andúð sína“. Á íþrótta-
völlum eiga kommúnistar
„r.IJtaf að taka undir með
þeim, sem leika á móti Banda
ríkjamönnum“.
AÐ ENDINGU eru kommúnist
ar áminntir um það í þess-
um fallegu fyrirmælum, að
láta Bandaríkjamenn hel/.t
aldrei merkja, að hin óvin-
samlega framkoma við þá sé
skipulögð! „Sýnið þeiyi and-
úð ykkar“, segír í þessari
kommúnistísku siðabók, „en
gerið það þannig, að fram-
koma ykkar virðist vera, ó-
undirbúin og sjálfkrafa“!
Stofnlánadeild land-
búnaðarins rædd á
ingi í gær.
BALLETTINN Ólafur Ljlju-
rós og óperan Miðillinn hafa nú
verið sýnd þrisvar sinnum í
Iðnó við ágæta aðsókn. Verður
fjórða sýningin annað kvöld.
umræðu og landbúnaðarnefnd-
ar. ■ /. :
AB 4