Alþýðublaðið - 22.10.1952, Page 4

Alþýðublaðið - 22.10.1952, Page 4
AB-AlþýðublaSið 22. ofct. 1952. Hækkun persónufrádráífarins ; EITT AF ÞEIM mörgu rétt lætismálum, sem Alþýðuflokb urinn berst fyrir á yfirstand ; andi alþingi, er frumvarpið [ um hækkun persónufrádrátt- I ar við álagningu tekjuskatts um því sem næst helming. Það eru þingmenn flokksinsí neðri deild, þeir Gylfi Þ. Gísla son, Stefán Jóh. Stefánsson, Emil Jónsson og Hannibal Valdimarsson, sem flytja þetta mál, en það er frumvarp til laga um breytingu á lögum frá 1935 um tekjuskatt og eignarskatt_ Hefur þetta frujnvarp verið flutt af Al- þýðuflokknum á undanförn- um þingum, en ekki hlotið stuðning þingmeirihlutans. I frumvarpinu er s\’o fyrir mælt, að persónufrádráttur við álagningu tekjuskatts skuli nema 7000 kr. fyrir einstakling, 14000 krónum fyr ir hjón og 6000 krónum fyrir hvert barn. Eru þessar upp- hæðir miðaðar við meðalvísi tölu ársins 1952, en skulu breytast til hækkunar eða lækkunar, ef hún breytist, og þá í sama hlutfalli. Skulu þessi ákvæði frumvarpsins, ef samþykkt verða, koma til framkvæmda í fyrsta sinn við álagningu skatts á tekjur árs- ins 1952. Eins og þegar er tekið fram myndi frumvarp þetta í fram kvæmd þýða hækkun persónu frádráttar við álagningu tekju skatts um því sem næst helm ing, því að hann nam á síðast liðnu ári í Reykjavík ekki nema 3654 krónum fyrir ein- stakling, 7208 krónum fyrir hjón og 2842 krónum fyrir hvert barn; en utan Reykja- víkur nam barnafrádrátturinn ekki nema 2436 krónum. Engu að síður er sú hækkun persónu frádráttarins, sem frumvarp- ið fer fryn á, ekki nema fyllsta sanngirnis- og réttlætis mál; því að persónufrádráttur inn hefur stöðugt verið að ÞJÓmEÍKHUSIÐ: lækka hlutfallslega á undan- förnum árum og er nú allt of lágrv, miðað við upphafleg- an tllgang hans, sem auðvit- að var sá, að undanþiggja þurftartekjur skattlagningu. Liggur það í augum uppi, hve f jarri fer því, að 3654 krónur, sem frádrátturinn nemur nú fyrir einstakling, nægi hoa- um til framfæris, eða 7308 krónur hjónum og 2842 krón- ur barni. Það er og ekkert efamál, að persónufrádrátturinn var til- tölulega miklu hærri fyrstu árin eftir að lögin um tekju- skatt og eignarskatt voru sett 1935, heldur en hann er nú. En samtímis því, að persónu frádrátturinn hefur farið hlut fallslega sílækkandi, hefur hlutfall óbeinna skatta í rík;s tekjunum stoðugt verið að vaxa; og hefur þetta hvort- tveggja komið langþyngst nið ur á láglaunafólki og mönn- um með miðlungstekjur, sem sízt allra mega við því, að drápsklyfjar skattanna séu þyngdar á þeim. Úr slíku ó- réttlæti er brýn nauðsyn að bæta hið allra fyrsta; og það vill Alþýðuflokkurinn gera meðal annars með þeirri hækk un persónufrádráttarins við á- lagningu tekjuskatts, sem frumvarp hans fjallar um. En þar að aujsiþarf að vinda bráð an bug að lækkun tolla á brýn ustu nauðsynjum almennings og auknu eftirliti með skatt- heimtu, svo að þejr, sem breið ust hafa bökin og bezt eru færir um að greiða skattana, skjóti ekki tekjum sínum undan skatti eins og oft vill verða. Það er jafnvel lítill efi á því, að ríkið gæti, með því að herða þannig á eftirlitinu með skattheimtunni, bætt sér allan þann tekjumissi, sem það yrðí fyrir við þá hækkun persónufrádráttarins við á- lagningu tekjuskatts, sem Alþýðuflokkurinn berst nú fyrír. mundsson - Leikstj.: ÞAf> MUN VART OFSAGT, að sjaldan hafi leikurum í þjóðleikhúsinu verið betur þökkuð unnin raun, heldur en þeim Ingu Þórðardóttur og Gunnari Eyjólfssvni, að lokinni frumsýningu á sjónléiknum; „Rekkjan" síðast Ijðjð föstu- 1 dagskvöld. Og þau áttu bæði lófaklappið, sannarlega skilið.! Samt .sem áður gerj ég ráð fyr-: ir, að í forí'endur hafi flestir fyrst og fremst þakkað þeim hrífandi skemmtilegan leik, án þess að gera sér fyllilega grein fyrjr, hversu erfiða þraut þau höfðu sigrað þarna í samein- jngu, með leiðsögn og aðs.toð leikstjórans, Indriða Waage. Því er rtú einu sinni þann veg farjð, að þegar við sjáum ein- hvern vinna sér létt verk, ef til vill fyrir langa þjálfun og stranga sjálfsögun við harðar „Rekkjan", — leiksviðsmynd. Inga Þórðaraóttir og Gunnar Eyjólfsson í hlutverkum. Tilkynning. Að gefnu tilefni íilkynnist hérmeð, að olíugeymar og olíukyndingartæki, sem vér útvegum viðskiptamönn- um vorum, eru eingöngu seld gegn staðgreiðslu. Hið íslenzka steinolíuhluíafélag. Olíufélagið h.f. ijómannadagskabarettinn Sýningar í kvöld kli, 5,30, 7,30 og 10,30. Barnasýning kl. 5,30. (Allra síðasta sinn). Aðgöngumiðar seldir í Ausíurbæjarbíó frá kl. 2. SÍMI 1384. AB — Alþýðublaöið. Ctgefandi: Alþýðuflokkuriim. Ritstjóri: Stefán Pjeturssoa. Fréttastjóri: Sigvaidi Hjálmarsson. Auglýsingastjóri: Emma Mölier. — Ritstjóm- írsimar: 4901 og 4902. — Auglýsingasimi: 4906. — Afgreiðslusími: 4900. — Alþýðu- prentsmiðjan, Hveríisgötu 8—10. Áskriftarverð 15 kr. á mánuði; 1 kr. 1 lausasöiu. 4B 4 „Rekkjan", — þriðja atriði. kröfur, jhsettir okkur jvið að vanmeta átakið, og álíta, að ' slíkt gsti ílestir leikið eftir. En því fer fjarrí, að það sé á færi meðalleikara, að leysa þá þrauf, sem þau þrjú höföa leyst þarna, enda þótt ekkj yrði séð, að þau tækju sér iþað sérlega nærri. -Ingu og Gunnarí halði ekki að- eins tekizt að halda aíhygli leik húsgesta glaðvakanai og ó- skjptri við sjónleik með ein- ungis tveim persónmn í heila kvöldstund, •— þótt það eitt út af fyrir sig sé ærið þrekvirki, heldur hafðj þeim og að miklu leyti heppnast að hylja ágalla og vankanta sjónleiksins aug- i um og eyrum áhorfenda und- ír töfrablæju listar sinnar. Ef ' höfundur sjónleiksins, Jan de Hartog hinn hoJVenzkj, léfi sig nokkr.u skipta álit reykvískra ieikhússgesta á þessu miðlungs verki, hefur hann sannarlega fyllstu ástæðu til þess að vera þeim Ingu,,'. jGunnari og Xnd- rjða hjartanlega þakklátur! ! Jan de Hartog er snjall og útsjónarmamur náungi, enda þótt þessi sjónleikur kynni hann sem leikritahöfund í með allagi og ekki meira en það. Með því ti-lteki sínu að semja sjónleik fyrir aðejns tvær per- sónur, sem að frásögn til nær yfir ævi karls og konu frá : æsku til grafar, — og reyndar vel það, — hefur honum, þrátt fyrir allt, tekizt að skapa svo eftirsóknarverða prófraun fyr- ir leikendur, að hann þarf á- reiðanlaga ekki að bera kvíð- ooga fyrir útbreiðslú sjónleiks ins. Og með því að velja sér h^ónabandið, gleði þess, voh- brigði og raunir, að viðfangs- efnum, hefur hann tryggt sér afchygll táhorfenda, ekki hvað sízt með þvi smelhia bragðj, að leiða þá inn í svefrþ.erberg- ið og kitla þannig mannlega "orvitni, varðandi heimuleg- usíu ejnkamál viðkoxnandi 'ólks. Þsss utan sannar bygg- ng sjónleiksins á ótvíræðan látt, að hann þekkir leikhus- lesti, og veit upp á hár,. hvaða kröfur má gera til athygiisþols ieirra; fyrstu tvö atriðin bera i sér öll svipeinkenni hins 'étta gamanleiks; í tveim þeim ræstu br»ður hann fyrir sig, >ða reynir að bregða fyrir sig, Tettni og kaldhæðni, hið 'immta er samið í reyfarastíl og í því sjö-tta og síðasta er sleg ð á strengi viðkvæmninnar og rúarlegrar dulúðar. Með þess iri fjölbreytni sér hann um bað, að áhorfendum leiðist ildrei, enda þótt gamanjð nálg :st óvíða f'ágaöa fyndni, hóðið sé of yfirborðskennt og ýkt til að hæfa markið, reyfarjnn um of hversdagslega reyfarakennd ur og viðkvæmnina og hina trúarlegu dulúð skorti ejn- lægni til Þess að vera hrífandi og sanníærandj. Og enda þótt hvergi sé skyggnst undir hið gljáfágaða yfirborð hverdags- legrar samkvæmjsframkomu, hvergi reynt að skýra eða skil- greina einn einasta bátt í sam búð tveggja persóna; þótt þau smávægilegu átök, sem um er að ræða, séu aðeins léttir gárar á skyggðum fletj og allt falli undir mjúka voð eil.ífrar ást- ar; enda þótt áheyrendum verði ekki minnisstæð ein einasta setning að lejkslokum, þá er samt eitthvað svo eölilega mannlegt við framkomu og vjð brögð hjónanna, hvors um sig, að maður „skemmtir" sér prýð: lega. Aö minnsta kostj þegar þau Inga Þórðardóttir og Gunr ar Eyjólfsson túlka þessa yfjr- bragðsléttu hjónabandssögu í slnn snjalla og skemmtilegí hátt. Ekki verður þó sagt, að Ingi Þórðardóttur takizt jafnvel a? túlka og sýna cll hin finim mi néinandi aldursskeið konunn ar. Leikur hennar er létf.ur otc hressandá írískur i. fyrstu tv(þm atriðunum, ög mestr furða, hve henni tekzt að dýpka sýndarátökln í þvi þríðjf og fjórða, og gera þau senni legri heldur en efni sianda til í fjmmta atriðinu, feiiur ieiku’ hennar hins vegar til muna' framsögnin verður einhljóm; og litlaus, og má vel vera, að þar valdi nokkru um, að húr er gerð þar hrumari og c|Ji- Iegri en ástæða virðjst til. í síðasta atriðhiu nær hún sér, hins vegar áftur á strik og fer þar aftur fram úr bví, sem sjónleikurinn gefur tilefnj til, hvað einlægni og iilfinninga- dýpt snertr. Leikur Gunnars Eyjólfssonar er hins vegar jafn ari að tilþrifum, enda þótt fimmta atriðið verði einnig svjpdaufast í meðferð háns. Með fjöri sínu og fágaðrj, græzkulausri kýmni, lyftir hann hversdagslegri gamansem innj í f fyrstu atriðunum á hærra ^svjð; tekst jafnvel að .sverfa háðið í þeim næstu til nokkurrar bifurðar, og í. síð- asta atriðjnu sýnir hann svo að ekkí verður úm villzt, að hann býr bæði yfir hæfilcikum og kunnáttu, til þess að levsa enn erfiðari „skapgerðarhlutverk" þannig af hendi, að áhorfénd- um mégi verði miiinísstætt. Leikstjórn Indriða Waage ber, ejns og vænta má, vitni mjög mikilli elju og nærfærnj, hvað framsögn og framko-mu leikenda snertir, en hins, vegar miá finna smávægilega agnúa á sviðsetningaratriðurn. Málið á þýðingu Tómasar er heizt til hversdagsleigt, og suims staðar dáiítið óljóst, en það getúr og verjð höfundarins sök, að ein- hverju leyti. Tjöld Lothar Grund éru hlýleg og smekk- ieg. : Það má gera ráð fyrir því, að „Rekkjan“ verði oft sýnd í þjóffleikliúsinu fýrir fullskipuð um áhorfeRdasal. Þau Ingá og Gunnar eiga það vel skilið. Og þegar þ'ar að kemur, er þarna um tilvalinn sjónleik að ræða til sýninga á leikferðálagi. Með því að gera hæfilegar breyting ar á lejktjöldum, er auðvelt að setja leikinn á svjð, þar, sem leiksvið fyrirfinnst ) á annað borð og minni ferðabostnað en ÍFrh. á 7. síðu.) jRekkjan", — fjórða r.triði.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.