Alþýðublaðið - 26.10.1952, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 26.10.1952, Blaðsíða 4
ÁB-AIþýðublaðið r 26. okt. 1952. Á morgun; mánue>ág - . haldið og almannafryggingarnar ÞAÐ HEFUR FARIÐ eitt- hvað fyrir brjóstið á Gísla Jónssyni Barðstrendinga- þingmanni, að hann skyldi, að gefnu tilefni, vera minnt- ur á það hér í blaðinu fyrir nokkru, að það væri Alþýðu flokkurinn, en ekki Sjálfstæð isflokkurinn, sem háð hefði baráttuna fyrir því stóraukna félagslega öryggi hér á landi, sem alþýðutryggingarnar, og síðar almannatryggingarnar, hafa skapað. Eti því þótti rétt að rifja þetta upp hér í blaðinu, að Gísli hafði þá ný- lega skrifað afmæiisgrein í Morgunblaðið um hundrað ára gamla konu véstur á Barðaströnd og sagt írá_ við ■ tali, sem hann átti fyrir hálfu öðru ári við hana, er hann hefði gert henni grein fyrir því aukna öryggi, sem al- menningur hér á landi ætti nú við að búa, ekki hvað sízt vegna almannatrvgginganna. En ekkert minntist hann á það við gömlu konuna, að því er séð verður, hvaða baráttu það hefði kostað, meðal ann- ars við Sjálfstæðisflokkinn, að koma á þessum trygging- um; neí, öðru nær: Af orð- um hans mun hún varla hafa fengið annað ráðið, en að í raun og veru hefði það verið Sjálfstæðisflokkurinn, sem þessari miklu umbótálöggjöf hefði áorkað; og má vel vera, að sá hafi líka verið tilgang- urinn með orðum hans. Nú hefur Gísli Jónsson svarað athugfsemdum Al- þýðublaðsins við þessa af- mælisgrein hans nokkrum orðum í Morgunblaðinu og rekur þar stuttlega þá af- stöðu, sem Sjálfstæ'öisflokkur inn hefur haft til almanna- trygginganna síðan 1942. En hvers vegna ekki síðan 1935, er úrslitabaráttan stóð á ai- þingi um alþýðutryggingarn- ar? Verið getur, að Gísla finn ist það ekki skipta miklu, hvað gerzt hefur í trygginga málunum áður en hann sjálf- ur tók sæti á alþingi, og að það sé þess vegna, sem hann miðar allt við árið 1942, eins og Hermann Jónasson er sagður miða allt við árin 1934 og 1942, þ. e. árið, sem hann varð forsætisráðherra, og hitt, er hann tapaði for- sætisráðherratign. En þá verður að fræða Gísla um þá staðreynd, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafði fyrir 1942 haft sig töluvert í írammi í tryggingamálunum og sýnt þeim harla lítinn skilning Töluðu for\úgismenn hans á alþingi til dæmis ákveðið gegn löggjöfinni um alþýðu- tryggingar 1935; og myndi þess hafa orðið langt að bíð? að hún hefði náð fram að ganga, ef Alþýðuflokkurinr hefði þá átt það undir Sjálf- stæðisflokknum, hvort hún næði samþykki alþingis. En hvað er það þá, sem Gísli Jónsson telur Sjálf- stæðisflokkinn hafa af að státa í sambandi við trygg- ingalöggjöfina síðan 1942? Jú, það er víst þetta: að hann greiddi á alþingi 1945 atkvæði með lögunum um al- mannatryggihgar. En hins getur Gísli ekki, hvernig á þeirri breyttu afstöðu Sjálf- stæðisflokksins til írygginga- löggjafarinnar stóð; og því skal hann nú einnig minntur á það. Alþýðuflokkurinn .gerði það nefnilega að ófrá- víkjanlegu skilyrði fyrir þátt töku í þáverandi stjórn með Sjálfstæðisflokknum, að al: mannatryggingarnar, sem þá voru, að frumkvæði Alþýðu- flokksins, í undirbúningi, næðu fram að ganga: og veit enginn, hvar þessu þjóðþrifa máli væri komið í dag, ef Al- þýðuflokkurinn hefði ekki neytt aðstöðu sinnar við samninga um stjórnarmynd- un 1944 til þess að knýja það fram á þennan há-tt. Nú skal Þ’að að vísu fúslega viðurkennt, að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur aldrei síðan þorað að sýna tryggingalög- gjöfinni þann fjandskap, sem hann sýndi alþýðutrygg- ingunum í upphafi Þvert á móti virðist hann nú gjarnan vilja breiða blæju þagnarinnar yfir þá skömm sína og jafnvel láta í það skína, að þessi vinsæla lög- gjöf sé að verulegu leyti hon um að Þakka. Sver hann sig um það eins og annað í ætt við íhaldsflokka um allan heim, sem gjarnan reyna eftir dúk og disk að eigna sér vinsælar um- bætur, eftir að hafa árum saman barizt af ofstæki í- haldsseminnar og þröngsýn- innar gegn framgangi þeirra. FiMHTll E MIL JONSSON nn veif ég vei fi forusfu fallinn. Ifundur Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda verður haldinn í Reykjavik mánudaginn 10. nóv n.k. Bagskrá samkvæmt félagslögum. Lagabreytingar. Stjórn Söíiisambands ísl. Fiskframlciðenda. TJARNARCAFÉ Gömlu dansarni í kvöld kl. 9. Hljómsveit Kristjáns Kristjánssonar leikur. Aðgöngumiðar seldir eftir kl. 8. TJARNARCAFÉ. ÉG KYNNTIST EMIL JÓNS SYNI lítið á námsbraut hans. Ég vissi þó vel, eins og margir aðrir, að yngstur manna tók , hann stúdentspróf, og mun halda því meti enii. Nárnsfer- ill hans allur var glæsilegur. , Og að loknu verkfræðiprófi og eftir nokkur verkfrseðistörf í Danmörku, sneri hann aftur heim til fæð'ingarbæjar síns, Hafnarfjarðar, og heíur dvalið þar síðan, við vaxandi álit og hlaðinn mörgum og mikilvæg- um trúnaðarstörfum. j Eftir að Emil var kominn heim, bar fundum okkar fljótt i saman; en síðan höfum við átt náin kynni og mikið samstarf. Og nú er hann fimmtugur á morgun. Það er ekki hár ald- ur nú á tímum. En farin braut Emils er vörðuð mörgum og merkilegum störfum, og ágæt um unnum afrekum. Og það mun engan undra, sani til þekkir. Emil Jónsson er óvenjulega vel gerður maður, gáfaður í bezta lagi, rökvís, skýr og skilningsgóður' og drengur hinn bezti. Ég hef iiynnzt mörgum ágætum mönnium í Alþýðuflokknum, ég vil segja afburðamönnum. En með fá- um hefur mér þótt betra að starfa. Hann er mjög samvinnu þýður, en lætur þó hvergi hlut sinn. Hann er enginn veifi- skati, heldur tryggur og örugg ur, manna fljótastur að átta sig á mönnum og málefnum og heldur vel og drengilega á skoðunum sínum, með festu en lipurð. Þannig eru kynni mín af Emil Jónssyni, eftir aldarf iórð ungs náið og mjög ánægjulegt samstarf. Og þannig mun reynsla flestra vera, sem hafa átt þess kost að kynnast hon- um svo nokkru nerpi, og nær það jafnt til flokkssystkina hans og manna úr öðrum stjórn málaflokkum. Ef ég ætti að benda sérstak- lega á þrjá þætti í störfum Em- iío 'Jónssonar, sem einkenna mjög hæfni hans og ágæti, þá myndi ég þar til telja: forustu störf hans í Hafnarfirði, sátta- störf hans í vinnudeilum og ráðherrastörf hans. Hann hef- ur sýnt það, svo ekki verður um villzt, að í Hafnarfirði hef- ur hann leyst af hcndum for- ustuhlutverk, bæði í bæjar- málum og sem fulltrúi kaup- staðarins á alþingi. Og þ,-ð er mál allra, sem til þekkja, að bar sem Emil hafi haft skipti af málum, í vandssömum og viðkvæmum vinnudeilum, hafi fáum betur tekizt og fáir meiru áorkað. Og þegar hann gegndi ráðherrastörfum, sam- fleytt í rúm 5 ár, og hafði þar með höndum fyrirsvar stórra stjórnardeilda, oft á örðugum tímum, hygg ég það vera álit þeirra. er bezt til þekkíu og nánust kynni höfðu af störf- urn hans, að fáir hefðu verið líklegrí tjl þess að leysa þau betur af hendi, með meiri rögg semi, öruggari stjórn og þekk- ingu, meiri sanngirni og góð- vilia, en hann sýndi 1 þessum mikilsverðu störfum sínum. Þegar við þetta bætist, að Emil Jónsson er ágætis ræðu- skvr og rökviss, óádeil- inn að fyrra bragði, en harður í sókn og öruggur í vörn, þá má það verða mönnum Ijósí, (Frh. á 7. síðu.) Á MORGUN á Emil Jóns- son, einn af forvígismcfmum Aíþýðuflokksins og kunnustu stjórnmálamönnum landsins,- fimmtíu ára afmæli. . Hann er borinn og barnfædd ur Hafnfirðingur. sonur hjón anna Sigurborgar Sigurðardótt ur frá Hróarsholti í Villinga- holtshreppi og Jóns Jónssoriar múrarameistara frá Núpstúni í Hrunamannahreppi. Þau voru bæði komin af traustum. og dugandi bændaættum í Ár- nessýslu. Til , Hafnarfjarðar fluttu þau laust fyrir aldamót- in, en eru látin fyrir nokkrúm árum síðan. Bæði voru þau orðlögð fyrir sérstaka atorku og dugnað, og eru öllum eldrí Hafnfirðingum að góðu einu kunn. •ag Emil var ungur settur til mennta, og á hann óvenjulega glæsilegan námsferil. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Flehs- borgarskólanum 14 ára gamail og stúdentsprófi frá Mennta- skólanum í Reykjavík vorið lvJ9, þá 16 ára, og er mér tjáð, að hann hafi yngstur lok ið stúdentsprófi frá . þeim skóla. Hóf hann að stúdents- prófi loknu verkfræðinám yið Polyteknisk Læreanstalt í KaupmannahÖfn óg lauk prófi frá þeim skóla 1925. Aö námi loknu stundaði hann um skeið verkfræðistorf í Odense í Ban mörku, en 1926 er hann ráð- inn bæjarverkfræðingur - í Hafnarfirði, og hefst þá um- svifamikill og giftusamur starfsferill hjá Emil Jónssyni. Það fór ekki hjá því, að mað ur með slíka hæfileika og menntun yrði til forustu kvadd ur, endá hefur hann verið einn af aðalforustumönnum A1 þýðuflokksins á þíýðj a tug ára og Iandskunnur stjórnmála- maður. Vegna hans skörpu greindar og starfshæfni hafa hlaðizt á hann fjölþætt og vandasöm störf, og má með sanni segja, að hann hefur í engu hlíft sér við úrlausn fjölmargra málefna, er horft hafa til hagsældar og menn- ingarauka fyrir allan almenn- ing. í stuttri blaðagrein er ekki hægt að rekja þá sögu ít- arlega, ef gera á verðug skil, en víða hefur hans notið, að mörgu hefur hann lagt gjörva hönd. i í í 22 ár hefur Emil Jónsson verið athafnasamur og áhrifa- mikill forustumaður í málefn um Hafnfirðinga. 1930 var hann ráðinn bæjarstjóri í •Hafnarfirði, og sama ár kos- inn í bæjarstjórn. Bæjarstjóra starfinu gegndi hann til vors- ins 1937, er honum var veitt vitamálastjóraembættið, en í bæjarstjórn á hann sæti enn. Það var erfitt á kreppuárun- um upp úr 1930 að ráða fram úr bæjaiimálum Hafnarfjarð- ar, eins og annara bæjarfélaga, þar sem afkoman byggist á sjávarutvegi eingöngu. Ofan á ýmsa aðsteðjandi erfioleika varð Hafnarfjörður fyrir því áfalli laust fyrir 1930, að stærsti vinnuveitandinn, Helly er Bros, hvarf úr bænum með sinn mikla atvinnurekstur; eft- ir sat vinnulaus verkalýður. Þessum vandræðum mættu fpr ustumenn Alþýðuflokksins í Hafnarfirði með því að stoíi.a Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Framhald á 7. síðu. 4B 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.