Alþýðublaðið - 15.11.1952, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.11.1952, Blaðsíða 3
fíannéi i Vettvangur dagsim * « f DAG er laugardagurinn 15. ixóvember. Næturlæknir er I læknávarð Stofunni, sími 5030. Næturvarzla er í Ingólfsapó- feki, sími 1911. Fíugffe7ðir Flugfélag íslands. Flogið verður í dag til Akur- eyrar, Blönduóss, Egilsstaða, ísafjarðar, Sauðárkróks, Siglu- fjarðar og Vestmannaeyja, á Biorgun til Akureyrar og Vest- mannaeyja. Skipafréttír Eimskipaí'élag Reykjavíkur. M.s. Katla er væntanleg 20. f>. m. til Hafnarfjarðar. iMessa kl. 2, séra Jón Auðuns [ dómprófastur setur séra Jón þorvarðsson inn í embætti. Sr. Jón Þorvarðsson prédikar. Óliáði fríkirkjusöfnuðurinn. Messa í Aðventkirkjunni kl. 2 e. h., séra Emil Björnsson. Keflavíkurkirkja. Messa á morgun kl. 2 e. h., séra Hálf- dan Helgason prófastur, Mos- felli, prédikar. Útskálakirkja. Messa á morg un kl. 5 siðd., séra Hálfdan Helgason prófastur, Mosfelli, prédikar. Laugarneskirkja: Messa kl. 2 e. h., séra Garðar Svavarsson. Barnaguðsbjónusta kl. 10.15 f. h., séra Garðar Svavarsson. Nokkur orð um nýjtistu bók Bouglas Reeds. — Gjörbreyttur maður kom mér algerlega á óvart. — Eru blöðin að heíja kosningabaráttu? Skipadeild SÍS. M.s, Hvassafell fór væntan- lega frá Vaasa í Finnlandi 13. É>. m. M.s. Arnarfell er vænfan legt til Palamos næstkomandi sunnudag. M.s. Jökulfell er í New York. Ríkisskip. Hekla.. fer frá Reykjavík á mánudagskvöld eða um hádegi á þriðjudag austur um land í hringferð. Esja. er í Reykjavík. Skjaldbreið fer frá Reykjavík á mánudaginn til Breiðafjarðar og Vestfjarða. Þyrill fór frá Reykjavík í gær til Austfjarða. Skaftfellingur fór frá Reykja- vík í gærkveldi til Vestmanna- eyja. Eimskip. Brúarfoss kom til Hamborg- ar 12/11, fer þaðan væntanlega í gær til Reykjavíkur. Ðettifoss fór frá Reykjavík 13/11 til Netv York. Goðafoss kom til New York 12/11 frá Reykja- vík. Gullfoss kom til Reykja- víkur 13/11 frá Kaupmanna- höfn og Leith. Lagarfoss kom til Gdynia 11/11, fer þaðan 3 dag til Hamborgar, Rotter- dam, Antwerpen, Hull og Rvík ur. Reykjafoss kom til Kaup- mannahafnar 13/11, fer þaðan 17/11 .til Álbargora, Rotterdam og Reykjavíkur. Selfoss. fór frá R.eyðirfirði 13/11 til Vest- . mannaeyja og Reykjavíkur. Tröllafoss fór frá New York 6/11 til Reykjavíkur. Blöð og tímarit Útvarpstíðindi, 7. hefti þessa árgangs er komið út, með for- síðumynd af Þórunni Hafstein og viðtal við hana. Af öðru efni má nefna: Peningar herra Sei- delings, smásaga eftir Hans Kirk, Jón Pálsson og tóm- stundaþáttur barnanna Prests- kosningavísur, Úr horni rií- stjórans, Raddir hlustenda, dag skráin og fleira. Brúðkaup í dag- verða gefin saman. í hjónaband af séra Emil Björns- syni Magnea Sigurjönsdóttir og Jósef Markússon verkamaður, Frakkastíg 22. Enn fremur Magnea Guðrún Jónsdöttir og Garðar Ingimarsson bifvéla- virki, Nesveg 33. í dag verða geíin saman í hjónaband af séra Þorsteini Björnssyni Margrét Lilja Sig- urðardóttir og' Sigurður Gunn- arsson, bæði til heimilis að Framnesveg 55. Messur á morgun Dómkirkjan: Messa kl. 11, séra Óskar J. Þorláksson,- Fríkirkjan: Messa kl. 2 e; h., séra Þorsteinn Björnsson. Kálfatjarnarkirkja: Messa kl. 2 e. h., séra Garðar Þorsteinss. Hafnarfjarðarkirkja: Barna- guðsþjónusta í KFUM ki. 10 f. h. Fríkirkjan £ Hafnaífirði: Messa kl. 2 e. h. Séra Krist- inn Stefánsson. Hallgrímskirkja: Messa kl. 11 f. h. Séra Björn Magnússon prófessor. Barna-' guðsþjónusta kl. 1,30. Þórir. Stephensen stud. theöl. Messa kl. 5 e. h. Altarisganga. Séra Sigurjón Þ. Árnason. Grindavíkurkirkja: Messa. kl. 2 e. h., Séra Jón Árni Sigurðsson. Dr öllum áttum Kvenfélag óháða fríki'rkjusafnaðarins nainnir félagskonur og aðra velunnara safnaðarins á bazar- inn að Röðli kl. 3 á sunnudag- j inn. Dregið var 14. þ. m. j í happdrætti Kver.félags frí- . kirkjusafnaðarins í Reykjavík. Upp komu þessi númer: 129, ,11, 557, 244, 290, 676, 509, 962' , 879, 767, 734, 582, 7, 576, 210, 828. — Munanna sé vitjað til frú Ingibjargar Steingrímsdótt ur Vesturgötu 446 A 12.50 Óskalög sjúklinga (Ingi- björg Þorbergs), 18.30 Úr óperu. og hljómleika- sal (plötur). 20.30 Tóiileikar (piötur): „Gai- té Parisienne“, ballettmúsík eftir Offenbacli (Philharmon íska hljómsveitin í London leikur; Efrem Kurfz stj.). 20.45 Leikrit: ,,Miskunnsemi“ •eftir Olof Löttiger. Leikstj.: Valur Gíslason. 21.45 Tónleikar (pl.): ,,Svart, brúnt og bleikt“, svíta eítir Duke Ellington (höfundur- inn og hljómsv. hans leika). 22.10 Danslög (plötur). Öldungur deyr í Kaliforníu er.'nýjega látinn maður að nafni Jóakim King. Hann var fæddur á Azoreyjum 16. sept. 1838, og því 114 árar er hann lézt. Hann réðist á hvalveiðaskip frá Bandaríkjun- um, er kom við á eyjunum, og lenti þannig til Bandaríkjanna. Hvalveiði var þá stunduð á stórum seglskipum, er venju- lega voru 4—5 ár á úthöfunum áður en þau komu heim aftur. Hvalurínn, sem þá var veidd- ur, var nærri eingöngu búr- hveli, sem er stór iknnhvalur, sem aðall-ega heldur sig í heitu höfunum, en . hefur þó fengizt stundum hér við Isiand. Þessar búrhvalaveiðar voru nær ein- gongu stundaðar af Banda- ríkjamönnum, en lögðust niður í þrælastríðinu 1861-64, því sunn anmenn eyðilögðu þá hvalveiða flotann, því það voru norðan- me'nn, sem stunduðu veiðarnar'. Fyrir þennan tíma hefur Joa- kim gamli King þvi verið kom- inn til Bandaríkjanna ,eða um áratug áður éa við íslendingar fengum stjórnavskrána. Nú er hljólf á Skrópushæð DOUGLAS REED varð kunnur hér á landi fy-rir bók- ina „Hrunadans heimsveld- anna“, sem MFA gaí ut. Bókin var og prýðilega gerð og varp- aði skörpu ljósi ýfii" stjórnmál heimsins. Siðan Reed samdi þcssa bók, hefur liann gefið út nokkrar aðrar um Iík efni, þó að þær hafi ekki verið þýddar á íslenzku. Nú er hins vegar kominn út hér hluti af síðustu bók hans og hefur hún hlotið titilinn „Á bak vlð tjaldið“, Séra Sigurður Einarsspn hefur þýtt bókina, en tímaritið Dag- renning gefið hana út. ÉG FRÉTTI núna einn dag- inn að þessi bók værj mjög mikið keypt hér í bókabúðum og liti út fyrir að' hún yrði mesta sölubók að minnsta kosti það em af er árinu. Ég náði i hana og las hana spjaldanna á milli eitt kvöldið. Þetta er furðuleg bók. Snilli höfundar. ins er mikil eins og áður, en svo vi.rðist sem hann sé gjör- breyttur maður. Nú kennir ekki hins sama frjálslyndis og áður í bók hans og í hinum svo kallaða zíonisma sér hann sjálfan djöfulinn isppmálaðan. NIÐURSTÖÐUR Douglas Reeds í þessari bók eru hroða- legar. , Allir helztu leiðtogar vestrænna þjóða eru handbendi zíonista og vinna markvisst að því að sundra öllum þjóðum til þess að því loknu að koma þeim undir alræðisvald þeirra. Mér dettur ekki í hug að fara að rekja þetta efni, en bókin kom mér algerlega á óvart. EKKI ER RÁÐ nema í tíma sé tekið. Blöðin eru farin að bera. svip af kosmngabaráttu, sérstaklega Morgunblaðið. Sá svipur er og farinn að færast yfir alþingi. Sjálfstæðismenn þess að skey.ta um leyfi ríkis- stjórnar sinnar og þeim er sleg- ið upp og þau eru rædd eins og stórmál. Kosningar eiga að fará fram eftir urn 8 mánuði. Það verður dáfallegt moldviðri ef ætlást er til að kosningabar- áttan hefjist nú þegar. ANNARS HELD ÉG, aíJ stjórnmálaflokkarnir ættu mi að snúa sér loksins að því aií ræða til úrslita nýia stjórnar-v skrá fyrir lýðveldið. Þjóðin e£ fyrir löngu orðin þrr.ytt á bið- inni. Mér er ekkj kunnugt hva^ þessari tregðu veldur, en eitt-:- hvað veigamikið hlýtur það á3' vera. Sagt er, að að minnstá kosti i sumum fiokkum sé mikv ið rætt um stjórnarskrána — og að mektarmenn f.il dæmis i Sjálfstæðisflokknum deili harÁ lega. þAÐ MÁ LÍKA geea ráð fyrl ir því, að mjög verði deilt 2iny nýja stjórnarskrá, enda væri. annað óeðlilegt. Deilurnar munu aðallega smíast um valct forseta og stöðu hans og um kosningaákvæðin. Það mun hafa verið deilt um það í ein- um flokknum, hvort ætti að ú- kveða einmenningskjördæmi, en það væri sama og að auka á óréttlætði. Enn fremur bafu. komið fram sterkar raddir um það, að landið yrði gert að ei.n.u kjördæmi. Og því. hygg ég, að Alþýðuflokkurinn mynd.é fylgja. i Hamies á horninu. • CTKS'rjb mnti ictr.tR 'tKU'EifeXICR't Lárétt: 1 væna um, 6 kjark- ur, 7 tortryggir, 9 tveir eins, 10 far, 12 mynt, sk.st„ 14 minnist, 15 biblíunafn, 17 úr lagi. Lóðrétt: 1 fiskur, 2 greinir, 3 tveir sams.tæðir, 4 stanz, 5 mannsnafn, þg., 8 has, 11 lítið skip, 13 op, 16 skammstöfun. Lausn á krossgátu nr. 27 5. Lárétt: 1 dreitla, 6 tál, 7 úlfa, 9 nm, 10 trú, 12 sk„ 14 stál, 15 æra, 17 rólfær. Lóðrétt: 1 djúpsær, 2 rft, 3 tt, 4 lán, 5 almæli, 8 árs, 11 út- sæ, 13 kró, 16 al. Á Skrópushæð við Jerúsal- emsborg standa margar og glæsilsgar byggingar og eru sumar þeirra úr marmara. Þetta eru húsakynni háskóla ísraelsmanna, sem Gyðingar víðs vegar um heirn skufa fé saman -fcil þess að reisa og voru vígð fyrir meira. en tveim tug- um ára. En hallir þessar hafa nú staðið auðar og ónotaðar í liðug fjögur ár, því Araþar hafa hermenn þarna og hindra aðgang. Þeir fundu upp á þessu árið 1948. þegar Ísraelsrílíí var stofnað, en samkvæmt vopna- hléssamningunum má ekki reka Arabana burt >neð valdi. Háskólinn líefur sarnt haldið ó- fram þessi ár, og- er kennt alls í um 30 húsum, sem eru hér og þar um borgina, því all|af eykst aðsóknin að háskólanum, og. eru stúdentar þar nu 3000. Ekki er vitað hvenær brevting fæst á þessu, en skólamenn Gyðinga þrá mjög þann dag. Álagstakmörkun dagaraa 16. nóv. til 23. nóv. frá kl. 10,45—12,15-: Sunnudag 16. nóv. 3. hluti. Mánuúag 17. nóv. 4. hluti. Þriðjudag 18. nóv. 5. hluti. Miðvikudag 19. nóv. 1. hluti. Fimmtudag 20. nóv. 2. hluti. Föstudag 20. nóv. 3. hluti. Laugardag 22. nóv. 4.. hluti. Straumurinn verður rofinn skv. þessu, og eftir því, sem þörf gerist. |S¥I AB,3£

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.