Alþýðublaðið - 28.11.1952, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.11.1952, Blaðsíða 8
a semja vi íslenzka tog-j araeigendur um friiunina ----------- ----*»----- Islenzka ríkisstjórnin vísar á bug tilmælum brezkra togaraeigenda BREZKIK TOGARAEIGENDUR eru ekki af baki dottnir og hafa nú stungið upp á því að íslenzkir og brezkir togaraeig- endur haldi með sér fund til þess aö athuga til hlýtar ástand fiskimi'ðanna umhverfis ísland í þeim tilgangi að skipa fiskfrið ■ unarmálunum við Islandsstrendur svo að háðum líki! Tilmœlum brezku togaraeigendanna var komið á framfæri af brezka ut- anríkisráðuneytinu, cn ríkisstjórn Islands vísaði tilmælunum á bug i orðsendingu 26. þ. m. og fer hún hér á cftir. Hinn 24. þ. m. bárust ríkis-* stjórnipni skilaboð frá brezkv Uianríkisráðuneytir.u þess efn- is. að sam.tök brezkra togara- eigenda’ hefði enn á ríý lýst gig, fús til að hafa fund með fulltrúum íslenzkum ríkisstjórn arinnar, til þess að athuga til ihlítar ástarid fiskimiðanna urn bverfis íslands og ganga frá íjamkomulagi, sem bæði lönd- nægjandi verndun fiskimið-1 ■ m gætu sætt sig við um 'íull- . anna. » • ^ Q • 4 Onnur umrœða t járlaganna í gœr: i Dregið úr verklegusn framkvæmdum sam- fara óhófl og sukki s ýmsu öðru Harðorð ræða Hannibals Valdimarssonarful!- trúa Alþýðuflokksins í fjárveitinganefnd ■ ! JFUNDUR TOGARA- ÉIGENDA. Var jafnframt skýrt frá því, ■ sð sú von hefði verið látin i Ijós, að brezka ríkisstjórnin ngæti stofnað til slíks fundar tafarlaust, og var það tekió j fram af hálfu brezka utanríkis i yáðuneytisins, að hér væri ekki átt við fund með fulltrúum ís I lenzku ríkisstjórnarinnar held »t±r fund fulltrúa ’brezkra og ís- i f.enzkra togaraeigenda. THJGAUAEIGENDU.M ÓVÍÐKOMANDI. Hinn 26. þ. m. var sendi- berra íslands í London falið að flytja brezka utanríkisráðu- neytinu þau svör, að íslenzka : ríkisstjórnin væri þeirrar skoð ’ nnar, að hvorki brezkir né ís- i lenzkir togaraeigendur vaéru réttir samningsaðilar að því er . snerti verndarráðstafanir þær, er gerðar hafa verið, því að þar væri um stjórnarathöfn að ræða, sem íslenzka ríkisstjórn in hefði hvað eftir annað tekiö fram, að hún áliti vera í sam ræmi við alþjóðalög. Ráðstaf- anir þessar myndu því standa óhaggaðar, meðan þeim hefðL ekki verið hnekkt með lögmæt um hætti á þann veg, er tíðk- ast. um lausn deilumála þjóða í milli. LÖNDUNNDARBANNINU mótmæi.t Jafnframt mótmælti íslenzka rikisstjórnin eindregið þeim ráðstöfunum, sem brezkir tog- nraeigendur og fiskikaupmenn hefðu gert, er þeir settu bann s löndun íslenzks fisks í Bret- íandi, enda yrði vissulega að felja, að með því hefði skap- ast ástand, sem hefði mjög skað leg áhrif á sambúð landanna, svo sem nánar voru færð rök að. íslenzka ríkisstjórnin yrði því erin á ný að skora á brezku rík isstjprnina, að hún sæi um það, að löndunarbanninu yrði aflétt. Tafin lög BJÖRN ÓLAFSSON iðnaðar- fmálaráðih'erra viðurkenndi í svari við fvrirspum Emils Jónssonar á fundi sameinaðs þings á miðvikudaginn, að ríkisstjórnin væri ekki enn farin að íramkvæma lögin um öryggisráðstafanir á vinnu- stöðum, þó að þau væru af- greidd frá alþingi í fcbrúar síðast liðnum og hefðu það ákvæði inni að halda, að þau skyldu ganga í gildi þegar í stað. Vafðist Birni tunga um tönn, er hann viðurkenndi þetta. — reyndi að afsaka dráttinn é gildistöku lag- anna með því, -að hún hefði nokkurn kostnað í för með sér; en kvað ríkisstjómina hafa ákveðið, að lögin skyldu koma til framkvræmda um áramót. ÞAÐ ER FURÐULEGT, að rík isstjórnin skuli leyfa sér slík an drátt á framkvæmd lag- anna um öryggisráðstafanir á vinnustöðum, — ekki aðeins þvert ofan í skýlaus ákvæði laganna sjálfra, heldur og vit andi það, að hver dagur, sem framkvæmd lagahna er dreg in á langinn, getur kostað líf eða limi eins verkamanns eða fleiri. Mun það flestra manna mál, að nógu lengi hafi íhaldsflokkarrúr verið búnir að stympast á móli Iþessari sjálfsögðu löggjöf, sem þeir hindruðu þing eftir þing, þótt ríkisstjórnin bæti ekki gráu ofan á svart me'o því að þverskallast nú í hér um bil heilt ár gegn fram- kvæmd laganna. eftir að al- þingi er búið að sambykkja þau. Önundarfirðl ^Dskemmd bláber fínd V s s ^ BUÁBER voru til skamms \ ^ tíma óskemmd og þíð vest- S ^ ur í Önundarfirði. Fréttarit S V, ari Alþýðublaðsins, sem er S ýHjörtur Hjálmarsson, kenn-S Skari á Flateyri við Önund-*) Sarfjör'ð skýrði blaðinu frá I Sþví í gær, að liann hefði far ** Sið með hóp skólabarna j bgönguferð út með firðinum • ifrá Flateyri nú alveg nýlega, ^ ^og hefði þau þá fundið og^ ^tínt í svo nefndum Klofningj ^ ^ bláber, sem ekkert voru far ^in að skemmast, þótt komið^ ^sé fram á vetur. S v, Hann kvaðst búast við, aðs ^berin hefðu eitthvað frosiö. S ýen það hefur þó ekki getaðS Sverið mikið, því að biáberS Sfalla fljótt og eyðileggjast,'S Ser frystir. , I C S Slysavarnadeildin á Flafeyri varð tðára gömul 15. þ.m, FLATEYRI í gær SLYSAVARNADEILDIN hér hefur nýlega haldið upp á 10 ára afmæli sitt. Hún varð 10 ára 15. þ. m. Deild þessi hef ur starfað allmikið. M.a. gaf hún 15 þúsund krónur til kaupanna á skipinu Maríu Júl- íu, björgunar og varðskipi Vest fjarða. Bamdur í Önundarfirði kaupa snjóhíl til vöruflutninga --------------*----- Ætlaður fyrst og fremst til mjólkur- og vöruflutn- inga um fjörðinn — kemur innan skamms. Húsasmlðir hoða verkfall BÆNDUR í ÖNUNDARFIRÐI eru áð kaupa snjóbíl, sem væntanlegur er til landsins innan skamms. Ætla þeir að nota hann til samgangna í firðinum að vetrarlagi, einkum til að flytja frá sér mjólk og sækja vörur í kaupstað. Bíll þessi er sænskur, svipaðr*- ar gerðar og skriðbíll Jöklarann sóknafélsins, en verður á stál- beltum. Hann er af nýjustu gerð. Eigendur bílsins eru flestir bændur úr innanverðum Mos- vallahreppi. Hafa þeir safnað fé'til kaupanna, en kaupfélagið styrkir þá) og leggur fram nokkra upphæð. Ekki er það hugmynd bænd anna, að bíllinn ’haldi uppi samgöngum yfir 'heiðar, heldur bæti úr flutningavandræðum um sveitina, þegar ófært er venjulegum bifreiðum vegna snjóþyngsla. Hafa þeir oft átt í örðugleikum með að koma frá sér mjólk á þá sþaði. sem Djúpbáturinn tekur við henni, syo og vöruflutninga úr kaup- stað .og heim.— H ,H. — Veðrið í dag Norðaustan kaldi. Wa? medvlfiindarlðus í DRENGURINN, sem fluttur ■Var meðvitundarlaus á Lands- spitalann í fyrradag, eítir i'fíögg, sem hann fékk, er hann 'hrapaði niður af húsi, var ekki • eiiri kominn til meðvítundar feint í gærkvöldi. ÖNNUR UMRÆÐA FJARLAGA fór fram í sameinuðfi þingi í gær og stóð fram á nótt. Ekki var þó búizt við að at« kvæðagrei'ðsia færir fram fyrr en í dag. * Stjórnarliðið ákvað skyndi-- lega að láta 2. umræðu fjár- laga fara fram í gær, þótt eriiti sé eftir að ganga frá veigamikl um atriðum í sambandi viS fjárlagafrumvarpið. Yerðut afgreiðsla þess við 2. umræðií því hrein málamyndaafgreiðsla og skýrði Hannibal Valdimara son, fulltrúi Albýðuflokksins S fjárveitinganefnd frá því, að Alþýðuflokkurinn mundi ekki f ly t j a meginbreytingartillögur sínar fyrr en við 3. umræðu, þegar sýnt væri, hvernig rík- isstjórnin hugsaði sér af- greiðslu fjárlaganna í raun og veru. Hannibal átaldi liarðlega fjármálastefnu ríkisstiórnar- innar. Hún drægi úr verk- legum framkvæmduin. þótfc hún Ivissi ;um atvinnuleysi, og sýndi jafnvel sununn at- vinnugreinum, svo sem iðn- aðinum, beinan fja miskap. Minnti hann á, að í> ri r utaia 1 millj. kr. byggingars' yrk til iðnskólans, vasru aðeins veittar 700 þús. kr. til iðnaS armála. Þrátt fyrir sparsemi ríkis- stjórnarinnar við framkvæmd ir, sagði Hannibal, að ríkis- stjórnin sýndi engan lit á að draga úr sukki og óþarfa. eyðslu. K\raðst hann hafa bor- ið fram tillögu í fjárveitinga- nefnd um að fella n;ður alla risnu nema hjá for.-ela ís- lands, forsætisráðherra, utan- ríkisráðherra og nokkr.in öðr- um: en þá hafi allur sparnað- aráhugi skyndilega gleymzt hjá stuðningsmönnurn ríkis- stjórnarinnar og þeir fc’dt til- löguna. Hannibal kvað eiga að end- (Frh. á 7. síðu.) Á FUNDI í Trésmiðafélagi Reykjavíkur, sem haldinn var á sunnudaginn var, var sam- þykkt einróma, að íélagsmenn legðu alls staðar niður vinnu frá og með 4. desember n. k., ef samningum við vinnuveit- endur verði ekki náð fyrir | þann tíma. Forusfumenn verkalýðsfélagí m vænfanlega samninga FYRIR NOKKRU fóru héð an til Hollands þrír menn á vegum hins opinbera, að því er heyrzt hefur, Voru Það Gunnlaugur Pálsson, Snæ- björn Bjarnason og' Helgi Bergs. Um erindi þeirra hef- ur blaðið frétt það, lauslega að vísu, að þeir hafi farið ut- an til að kynna. sér sérstaka tegund verksmiðjubj^ggðra húsa í Hollandi, sem til mála verksmiðjum? hafi komið að ilvtja inn og SÍS hafi fengið umboð fyrir. Fullar sönnur veit blaðið ekki á þessu, en dálítið er það óskemmtileg tilhugsun, ef flytja á inn byggð hús í stað þess að byggja þau hér. Af því er þó fengin reynsla. Hitt er skemmtilegra, sem líka hefur heyrzt, að hugsað sé-til þess að smíða hér heima (Frh. a 7. síðu.) Jarðýía slítur síma vl$ ALÞYÐUSAMBANDSÞINGIÐ lýsti í gær einrórna stuðn. ingi sínum við kröfur þeirra verkalýðsfélaga, sem nú hata bund ist samtökum í hagsmunabaráttunni, og hét þeim fullu’ stuðn ingi í kjarabarátíu þeirri. Jafuframt hvatti þingið alian verka- Iýð landsins til að mynda órofa fylkingu um kröfurnar a'V’ baki samninganefnd verkalýðsfélaganna, unz fullum sigri væri náð» Samninganefnd verkalyðsfé-*~ laganna átti í gærdag samtal við ríkisstjórnina, og eftir að nefndarrnenn komu aftur á al- (þýðusambandsþingið, boðaði nefndin forusturaerm allra verkálýðsfélaga, sem enn hafa ekki sagt upp sammngum, að mæta á fundi. með nefndinni í dag áður en fundur alþýðu- sambandsþingsins hefst kl. 2. Á alþýðusambandsþmginu í gær komu fram nokkur nefnd- arálit, m. a. frá verkalýðs- ög atvinnumálaneínd og sjávarút vegsmálanefnd. Urðu íöluverð ar umræður um þéssi nefndar álit, og var þeim ekki lokið í Framhald á 7. síðu. JARÐÝTA sleit í gær síma- streng í jörðu við Keflavíkur- flugvöll, svo að símasan-ibanda; laust varð milli Reykjavíkun og Keflavíkurflugvallar og varð flugturninn í Réykjávíls að notast við talstöð til bess aS hafa samband. við Keílavíkur- flugvöll. i Vonazt var til, að viðger^ yrði lokið kl. 1—2 í nótt,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.