Alþýðublaðið - 04.01.1953, Síða 5
'
Eftir baðiá Nivea
Því að þá er húðin sérsfaklega viðkvæm.
Þess vegna ættuð þér að nudda 'Niveas
kremi rækilega á hörundíð frá hvirfli
til ilja. Nivea-krem hefir inni að haida
euzerií, og þessvegna gætír strax
hinna hollu áhrifa þess á huðina.
Bad með Nivea < kremi" gerir
húðina mjúka og eykur hreystí hennar.
Aiþýðublaðið — 5
Sigurður Guðmunclsson,
Fram lil öfíugrar
séknar fyrir jafit-
aðarsfefnuna.
SÚ ER VENJA SUMRA
manna, að líta við áramót yfir
farinn veg híns liðna árs, gleðj
ast af því, er vel fór og læra
af 'Því, er miður tókst. Þegar
við ungir jafnaðarmenn minn
Tiimst nú hins liðna árs, kemtur
okkur vissulega márgt í hug.
Af mörgu getum við glaðzt,
því að vissulega hafa stórir og
merkir sigrar unmzt, en hinu
er ekki að leyna, að margt hef
ur miður farið, sem okkur ber
að íhuga og læra aí, 'þótt það
sitthvað ®é að vísu ekki ein-
vörðungu okkar spk.
Á þessu ári hefur setið að
völdum einhver harðsvírasta
ríkisstjórn, sem við aumir
menn höfum yfir okkur fengið.
svo langt aftur, er minni
manna nær.,Enda hlotið nafnið
Helgríma. Yfirlýst stefna henn
ar var og er að stöðva dýrtíð-
arflóðið, allir hefðu næga at-
vinnu, og hvarvetna skyldi
vera -hið blómlegasta ástand,
bæði til land-s o-g siávar, búandi
og bæjarfólki til heilla og
blessunar. Því miður hefur
þetta g>Þ'samlega mistekizt, og
það svo, að mikill hluti alhýðu
he-fur mátt búa við sult, og
seyru af völdum atvínnuleysis
og dýrtíðar mikinn meirihluta
ársins. Hins vegar hefur tekizt
að auka vel og mvndarlega
bankaínneign heildsala, kaup-
mnn og nokkurs hluta útgerð-
arm-anna. Og ríkisstjórnin
hefur orðið fyrir svo hast-
arlegri ásókn „illra anda“, að
verkalýður landsins mátti í
síðast liðnum, mánuði, undir
giftusamlegri leiðsögn Alþýðu
flokksins og hans manna,
knýja ríkisstjórnina til að gera
það, sem hún vildi gera, sam-
kvæmt stefnuyfirlýsingu sinni.
Því getur ríkisstjórnin sagt;
Hið illa, -sem ég vil ekki, það
gjöri ég, en hið góða, sem ég
vil, það gjöri ég ekki, nema ég
sé til þess knúin af alþýðu
landsins!
Mikil er eymd Helgrímu!
Hlutverk alla ungra jafnað-
armanna í Reykjavík er nú að
leggjast á plóg Aiþýðuflokks-
ins, allir sem- einn, svo að
áhrif hans og þar með verka
lýðs höfuðstaðarins megi verða
sem mest á komandi árum.
En þetta tekst bezt með því,
að við hlúum að og eflum for-
ustufélag ungra jafnaðarmanna,
FUJ í Reylrjavík, störfum
kappsa-mlega og minnumst
þess, að oft veltur lítil þúfa
þungu hlassi. Og við allir ung-
ir jafnaðarmenn í Reyk.javík
skulum- minnast bess, að sjálf-
viljugir erum við íramherjar
jafnaðarstefnunnar og Alþýðu
flok-ksins, hvar sem starf okk-
, ar er og hvert sem starf okkar
er. Minnumst þess, að skoðan-
ír hvers manns eru hluti af
h-onum sjálfum, og hver sá,
sem lætur því ómótmælt að
skoðanir hans eru kjöldregnar,
svíkur ekki aðeins skoðana-
bræður sína, heldur einnig
sjálfan sig. Og kannske er það
verst. Kinnroðalaust getum við
haldið fram máistað flokks
okkar og stefnu, stefnu lýðræð
isjafnaðarmanna, er ga-mall
reykvískur verkamaður sagði
eitt sinn í min eyru, að væru
„Rauða krosE-Iiðar á vígstöðv-
um þjóðfélagsins“. . Berjumst
því fyrir framgangi hugsjóna
okkar .og minnumst þess, að
ávallt er sóknin bezta vörnin.
Stjórn FUJ hyggur gott. til
nýja ársins. Reynt verðux að
gera starfsemi félagsins sem
fiölbreyttasta, þannig að sem
fJ.eytir finni eitthvað við sitt
hæfi. éitthvað er þá langar til
að taka þátt í. Fjö-lmennið á
stiórnrnálaskóla félagsins, cp
tskið kunningja vkkar með,
félagsfundi þess og opinbera
fundi og skemmtanir.
Saumaklú.bbur starfar fyrír
ungar félagssystur, og bók-
menntaklúbbúr hefur starf-
se-mi sína bráðlega, fáist næg
pótttaka. En til að blómlegt fé-
iagslíf megi vera, þurfa marg-
ar hendur að koma til, og .ekki
getur sá eða sú, er heima sit-
ur, sett upp svip vandlætarans,
þegar miður tekst. og ásakað
forustumennina. Til þess að
hann eða hún geti það, þurfa
þau að hafa sjálf lagt fram
eitthvað af mörkum í barátt-
unni.
í nafni stjórnar FUJ vil ég
svo að lokum heita á allt ungt
Alþýðuflokksfólk að nú
vel flokki sínum og félagi. Ég
vil færa öllum ungum jafnað-
armönnum, hvar sem þeir eru
staddlir, kveðjur og árnaðar-
óskir FUJ í Reykjavík og vona
að hið nýja ár megi verða
þeim, æsku Reykjavíkur og
þjóðinni allri ár heilla og fax-
sældar.
Sig. Guðmundsson.
MINNINGARORÐ
igurgeir Gísiason
iófaskemmfun fpir börn
í Kópavogi,
ALÞÝÐUFLOKKSFELAG
Kópavogshrepps heldur jóla-
skemmtun fyrir börn í al-
þýðuheimilinu við Kársnes-
braut á þrettándanum þriðju
daginn kemur kl. 3—6. Verð-
ur þar margt til skemmtunar
og aðgangseyrir er aðeins
fimm krónur.
Sjómammfélag Reyþjavíkur.
Jólafrésskemmhm
fyrir börn félagsmanna verður í Iðnó dagana 5. og 6. jan.
1953 og hefst kl. 3,30 e. h. báða dagana.
Aðgöngumiðar verða seldir í skrifstofu félagsins í
dag frá kl. 3 til 6 e. h. og á morgun (sunnudag) frá k!..
10 f. h. til kl. 6 e. h. Ef eitthvað verður eftir verður það
selt á mánudag og Þriðjudag í skrifstofunni.
Gömlu dansarnir verða 6. janúar kl. 9 e. h. Aðgöngu-
miðar seldir i skrifstofunni á sama tíma og í Iðnó frá ki.
4 e. h. 6. jan. 1953.
Skemmtinefndin.
A MORGUN vet.ður
til moldar borinn Sig-
urgeir Gíslason. fyrr-
um verkstjóri og spari- ■
sjóðsgjaldkéri í Hafnai,
^ firði. Hann andaðist
sjúkrahúsinu að Sój 1
^ heimum í Reýkjavík é
’ jóladag síðastliðinn.
Sigurgeir Gíslason
fæddist þann 9. nóvem- '
ber 1868 að Kálfholti í
Holtum í Rangárvalla-
j .sýslu. Foreldrar hans
j voru Guðrún Jónsd-óttir
, og Gísli Halldórsson
vinnumaður. Voru þau
| bæði ættuð -úr Árnes-
sýslu.
Fjögra ára missti Sig!
urgeir föðnr sinri og.
fluttist þá með móður
sinni að Holti í Garða-j*
hreppi á Álftanesi ögi
ólst þar upp þangað til
hann flutti til Hafnarfjarðár i
1889. |
Sigurgeir ólst upp í mikiili;
fátækt og við mjög þröriga-n
kost. Eigi að síður tókst hon-
um að brjóta sér braut á
mehntaveginum og var einn af
fyrstu nemendum Flensborgar-
skólans þegar hann var stoínað
ur 1882 og brautsliráðist þaðan
tveim árum síðar. Ekki bjó Sig_
urgeir í heimavist skólans, held
ur gekk að heiman úr Garða-
hverfinu morgun hvern í skól-
ann. Er það óravegur og nú til
dags myndu æskumenn varla
leggja svo mikið á sig til þass
að þreyta nám.
Að námi loknu varð Sigur_
geir um nokkurt skeið barna-
kennari undir Eyjafjöllum og í
Hafnarfirði og fékkst nokkuð
við bókband. En 1891 hóf hann
störf við vegagerð, fyrst. sem
verkamaður en vann sér á fáum
árum það traust að hónum var
falin verkstjórn við vega-gerð
næstu tuttugu ?r. Vann hann
í Hafnarfirði og nágrenni
þar mjög merkilegt brautryðj
endastarf fyrir bæjarfélagið og
landið í heild. Vegurinn milli
Hafnarfjarðar og Reykjavíkur,
til Keflavíkur og Gríndavíkur
og vegir víðar sunnan lands
voru lagðir að ráðum og und-
ir verkstjórn Sigurgeirs Gísla_
son.
Sigurgeir hefur mjög komið
við sögu félagsmála og fram-
fara í Hafnarfirði. Má segja að
í upphafi hínna merkustu fé-
| lagsstofnana hafi verið leitað
ráða óg fulltingis Sigurgeirs, en
hann var maður brennandi af ^
áhuga og góður so-nur síns
byggðarlags.
Áður en Hafnarfjörður öðlað
ist kaupstaðaréttindi átti Sig_
urgeir sæti í hreppsn!?fnd hins
forna Garðahrepps 1899—
1905. En bæjarfulltrúi í Hafn-
arfirði var hann í 18 ár og vara
bæjarstjóri 1924r—1926. Slökkvi
liðsstjóri var hann 1910. í
fyrstu skipulagsnefnd bæjarins
var Sigurgeir k-osinn 1911, en
störf þeirrar riefndar var að á
kveða götustæði og töluröð
húsa, sem áður höfðu hvert sitt
heiti. í hafnarnefnd sat hann
1914—1918. Hann Iagði fyrstu
vptnsveituna í Hafnarfirði 1904.
Sáttasemjari var Sigurgeir í
25 ár. í fyrstu stjórn Sjúkra_
samlags Hafnafjarðar var hann
kosinri 1914, og fyrst'i formaður
Búnað-arfélags Hafnarfjarðar,
er stoínað var 1923.
Sigurgeír var áýallt mikill
vinur og velunnari kirkju sinn
ar, enda trúrækinn og einlægur
í þeim málum. Hann vann aS
Sigurgeir Gíslason.
undirbúningi klrkjubyggingar í
Hafnarfirði 1913 og var safnað,
arfulltrúi frá 1915.
í stjórn Sparisjóðs Hafnar--
fjarðar átti Sigurgeir sæti frá
1908 til dánardægurs og gjald-
keri sjóðsins í 15 ár. Formaður
í Kaupféiagi Haínarfjarðar frá
stofnun. Ennfremur í stjórn
Dvergs h.f. og þriggja útgerðar
fyrirtækja.
Hér að framan hefur lauslega.
verið minnst á nokkur þeirra
starfa er Sigurgeir Gísiason
leysti af hendi á hinni löngu
og merku ævibraut. Þau bera
þess öll vitni, að Sigurgeiri heí
ur verið sýnt mikið og verð-
skuldað traust, en einnig ao
hann hefur beitt sér drengi-,
lega og af miklum dugnáði að
vinna þeim málum sigurs, sem
horft hafa til almenningsheiíla.
Að lokum skal hér minnst á
þann félagsskap, sem Sigurgeir
-hefur sennilega verið hjartfólgn
astur. Árið 1890 gekk hann í
góðtemplararegluna og hefur
síðan verið einn merkasti og
rnætasti frömuður reglunnar á
íslandi. Hann var hin síðustu
ár heiðursfélagi stúku sinnar og.
Stórstúku. Íslands, enda vel og
maklega verðugur þeirrar sæmd.
ar. Árið 1938 var Sigurgeír
sæmdur riddarakrossi Fálkaoro.
unnar.
Sigurgeir kvæntist eftirlif-
and-i konu sinni, Marínu Jóns-
dóttur frá Unnarholti í Árnes-
sýslu 22. maí 1892 og 'höfðu þau,
á síðasta vori lifað í hamingju
sömu hjónabandi í sextíu ár.
Þau voru afar samhent, björt og
glöð yfirlits og góð og einlæg í
vináttu. Frá þeim andaði blær
hinna beztu dyggða, ráðvendni,
reglusemi, guðrækni og góðir
siðir. Marín er nú rúmföst í
sjúkráhúsi í Hafnarfirði og á
þess eigi kost að fylgja ástvini
sínum síðasta spölinn. Henni
senda vinirnir samúðarkveðju
og biðja þess að ævikvöld henn
ar m,egi verða eins og allt
hennar líf, fagurt og friðsælt.
Þrjú börn eignuðust þau
Marín og Sigurgeir og eru tveir
syni-r á lífi, G-ísli, verkstjóri
kvæntur Jensínu Egilsdóttur og
Halldór skrifstofumað ur kvænl
ur Margréti Sigurjónsdóttur.
Dóttur misstu þau 1937, Mar-
gréti er var gift Þorvaldi Árna
syni skattstjóra. Að auki ólu
þau tvö fósturbörn, Kristján Sig
urðsson skipstjóra og Svanhvíti
Egilsdóttur.
Heilsu Sigurgeirs hefur fariö
mjög hrakandi síðustu fjögur ár
in og vegna veikinda konu
Framhald á 6. síðu.