Alþýðublaðið - 08.01.1953, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.01.1953, Blaðsíða 4
N S ^ Útgeíandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaour: S Hannibal Valdimarsson. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálnaarsson. ^ Blaðamenn: Loftur Guðmundsson og Páll Beck. Auglýsinga- • stjóri: Emma Möller. Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Aug- S lýsingasími: 4906. Afgreiðslusími: 4900. Alþýðuprentsmiðjau, ^ Hverlisgötu 8. Áskriftarverð 15 kr. á mán. í lausasölu 1 kr. Einræði eða lýðræði. AÐ BAKI hverjum þing- manni Framsóknarflokksins standa nú tæpir 1000 kjósend ur. En að baki hverjum þingmanni Alþýðuflokksins standa rúmlega tvö þúsund kjósendur. Alþýðuflokkskjós- andinn hefun þannig ekki nema tæpan hálfan þegnrétt að þessu leyti móts við fram- sóknarkjósandann. Með rökum getur enginn mælt á móti því, að í þessu felst mikið pólitískt misrétti, sem allir sannir unnendur lýðræðisins ættu að vera fúsir til að leiðrétta. Þó hef- ur verið fremun hljótt um þetta ranglæti, og enginn hefur orðið þess var. að sterk öfl væru í hreyfingu til að undirbúa leiðréttingu á þvi. En nú hefur dómsmálaráð herrann, sá, sem valdamestun er í réttlætismáhun þjóðfé- lagsins, boðað tillögur til breytinga á kjördæmaskipun landsins. Mætti vissulega ætla, að tillögur hans færu í þá átt að jafna rétt og að- stöðu kjósendanna til áhrifa á skipun alþingis, án tillits til þess, hvaða flokki þeir fylgi. En tillögur Bjarna Bene- diktssonar fara í þvenöfuga átt. Þær miðast allar við það, að tryggja Sjálfstæðis- flokknum hreinan meirihluta á alþingi, þótt hann sé og verði í verulegum minni- hluta með þjóðinni, þegar lit ið er á kjósendafylgið. Til- lögur dómsmálaráðherrans stefna að því að tryggja í- haldsöflunum meiri lýðræðls legan rétt en þeim ber, og að svipta alþýðuflokksmenn og kommúnista þessum sama rétti. Gæti vel svo farið, að 25—30 000 kjósendur, sem fylgdu þessum flokkum að málum, fengju engan þing- mann kosinn, ef boðaðar til- lögur Bjarna Benediktssonar til nýrrar kjördæmaskipunar yrðu samþykktar. — Slíkar tillögur hafa ekki í sér fólg- inn snefil af lýðræðislegu réttlæti. Þær eru ógnun um sviptingu lýðréttinda í stór- um stú. Þær eru einræðis- kenndar, enda algerlega við það miðaðar, að Sjálfstæðis- flokkurdnn geti náð einræðis valdi hér á landi í skjóli þeirra. Dómsmálaráðherrann seg- ist vilia skipta öllu landiriu niður í einmenningskjör- dæmi. Sveitunuin segist hann ætla sömu þingmanna- tölu og þær hafa nú. Uppbót arþingsætin hverfi, Reykja- vík fái 16 eða 17 þingmenn í stað 8 nú, kosna í jafn mörg um einmenningskjördæmum. Gullbringu- og Kjósarsýslu, Hafnarfirði og sennilega Ak ureyri verði skipt í tvö kjör- dæmi. Þessum tillögum sínum telur ráðherrann það eink- um til gildis, að þær séu ör- uggasta ráðið til að skapa sterka stjórn og koma í veg fyrir offjölgun flokka. • Með þesu en óbeint játað,' að ætlunin sé að tryggja ein um flokki, Sjálfstæðisflokkn um, sterka aðstöðu til að fara með stjórn í landinu og að útrýma öllum þeim flokkum, sem ekki næðu hreinum meirihluta í einstökum kjör- dæmum, hvað sem heildar- fylgi þeirra í landinu líði. I Það fer heldur ekki milli mála, að með þessu móti gæti Sjálfstæðisflokkurinn sennilega tryggt sér alla 16 eða 17 þingmenn Reykjavík- un og þar með yfirráðaað- stöðu í landinu, þrátt fyrir það, að hann er í minnihiuta meðal þjóðarinnar. Ef til vill er nánara sam- band milli tillagnanna um þessi nýju kosningalög og til- lagnanna um innlenda her- inn en í fljótu bragði virðist. Því að varla er hægt að hugsa sér það, að því yrði tekið með þögn og þolin- mæði, ef~meira en þrdðjungur íslenzkra kjósenda yrði með gjörræðisfullri lagasetningu og ranglátri kjördæmaskipun sviptur réttinum til að eiga fulltrúa á löggjafarþingi þjóð arinnar. Það liggur a. m. k. í ausum uppi. að þessan boðuðu tillög- ur Sjálfstæðisflokksins miðal ekki að leiðréttingu þess I ranglætis, sem nii ríkir, og I fvllsta þörf væri á að leíð-! rétta. — Þær miða ákveðið' að bví að svinta það fólk, sem nú býr við skertan rétt til á-j hrifa á skinun alþingis, þeím| dvrmæta rétti, ef til vill að öllu leyti. Hér en um mál að ræða, sem ha.ft getur úrslit.aáhrif á það, hvort þróun íslenzkra st.iórnmála skulí beinarf í ein ræðisátt. eða til aukinna og jafnari lýðréttinda. ■11 Samson og Deíiia í Ijarnarbíé Sala aðgöitgumiða á Jólafrésfaanaðinn er í Sjálfstæðishúsinu í dag kl_ 1.30—3 og er þá lokiS: Samband matreiðslu- og framreiðslumaima/ imuij FLESTIR FULLTIÐA menn kannast við söguna um Sam- son úr barnalærdómi sínum. Síðr^tu dagana hefur hún rifjast upp fyrir mörmurn vegna þess, að Tjarnarbíó sýn- ir nú ameríska stórmynd, sem byggð er á þessari sögu: .'VI- þýðublaðinu þykir rétt að rekja hér efni mi^iarinnar, lesendum |sínum tjil fróðleiks og skemmtunar, en efni mynd- arinnar byggir á frásögn biblí- unnar í öllum aðalatriðum; en þeir, sem vilja lesa frásögn Gamla testamentisins finna h^na í Dómaranna bók 13—16 kapítula. I þorpinu Zoro bjó kynkvísl Daníta, en Filistear kúguðu þá og hrelldu. Þá kom engill guðs til konu af ætt Davíðs og boð- aði henni að hún skyldi verða þunguð og ala son, sem sendur væri ættkvísl til bjargar Spá engilsins rættist. Þegar sonurinn, sem nefndur var Samson, komst til aldurs og •þroska, varð haim afbragð annarra manna og svo sterkur, að enginn vissi afl hans. Samson gerðist leiðtogi fólks síns gg allir reistu framtíðar- vonir sínar á hreysti þans og dirfsku. Dag nokkum varð Samson ástfangínn af konu af ætt ó- vi^anna, þ. e. Filisteanna. hét hún Semadar. Samson drepur villt Ijón með höndunum einum saman. Hann nær ástum Semadar og er hún honum heitin. Semad- ar á unga systur, Delilah og er hún einnig bálskotin í þess um glæsilega Daníta. Nú er efnt til mikillar brúð kaupsveizlu, og stendur hún í marga daga. Einn af vonbiðl- um Semadar er Arthur. einn höfðin"janna í liði föður henn- ar. Hann fyllist hefndarhug gegn Samson. I veizlunni sKingur Arthur og hinir gestirnir upp á vað- máli við Samson. En veðmái- ið var í því fólgið, að ef gest- imir gætu svarað tveimur spumingum Samsons, skyldi hann gefa þeim öllum alklæðn- aði, 30 að tölu. En gætu þeir |að ekki, áttu jþeir að gefa Samson 30 alklæðnaði. Með brögðum tekst þeim að lokka Samson til þess að svara sjálf- ur spurningunum, og hefur hann þá tapað veðmálínu. Samson skundar þá í burt úr veizlunnl til þess að útvega klæðnaðina, og hann gerir. það bundinn á eftir vagni og léku harðlega, kom andi guðs yfir Samson og hann sleit festarö- ar, sem þeir höfðu bundið hann með, og hann greip gaml an asnakjálka og með honum barðist hann einn við fjöicla ó- vina sinna og vann fullan sig- ! ur. — En Delilah hefur ekki gleymt hefnd sinni, hún er riú \ or.ðin hátt sett við hirð Saran, ! oddvita Flistea. Saran fær nú ! Delilah í lið me‘5 sér til þess að fanga Samson, og lofar henni að eigi skuli skert hár .á höfði Samsons, heldur skuli hann látinn mala korn. í korn- mvllu Filistea. Saran og aliir æðstu ráðgjafar hans, ellefu að tölu, lofa að greiða henni 1100 silfurpeninga hver um sig, ef henni takist að koma Samsón á vald þeirra. Delilah fen því á funa Sam- sons,. og tekst brátt að gesa hann ástfanginn af sér. Hún spyr hann, hvernig standi á hans miklu kröftum. En hann trúir henni lengi vel ekki fyrir ir hann henni þó að hið mikla leyndarmálinu. Að lokum seg- afl hans stafi af því að aldrei hafi hár hans verið skorið, því ----------- að hann hafi veríð vígður guði á þann hátt, að hann rænír 30 frá fæðingu. Filistea, sem verða á vegi hans um nóttina. Þegar Samson kemur aftur í veizluna, hefur brúðurin svik- ið hann og gifzt Arthur. Delilah blandar nú svefnlyfi í vin Samsonar, og meðan hann sefur, sker hún hár hans. Að því búnu kallar hún á Fil- isteana, sem koma og hand- Samson tryllist af bræði og taka Samson, því nú er hon- hótan hefnd, en Tubal faðii um afls vant, þar eð Delilah Semadar segir honum að vera hefur skorið hár hans. rólegur, hann skuli fá.Delilah. Filistearnir blinda Samson fyrir konu í staðinn, og sé hún ©g leiða hann til kornmyllu sízt verri. sinnar í Gaza. Þar hlekkja þejr En Samson vill ekki líta við úann við kvörnina, og blíndar Delilah, og slær nú í bardaga og hlekkjaður verður hann nú við Flisteana í veizlunni, og i að snúa kvörninni án afiáts, þeim bardaga láta þau lífíð hungraður og hrjáður, en Tubal og Semadar. Delilah sver þess nú dýran eið að hefna sín á Samson, sem fyrirlitið hefur ást hennar, en valdið dauða föðu- hennar og systur. Samson snýr nú aftur heim til ættfólks síns, en Filistear reyna með öllum brcigðum að ná Samson á sitt vald, en án árangurs. — Þeir taka þá að skattleggja og kúga Danita á allan hátt, svo að Samson gef- ur sig þeim á vald af frjálsum vilja, gegn því að þeir heiti honum fullum griðum. En er þeir sviku það, og leiddu hann skríllinn gerir hróp að honum. Saran tekun Deililah vel, sem vænta mátti, þegar hún hefur svikið Samson í hendur hans. Og hann býður henni með sér í kornmylluna til þess að sjá Samson auðmýktan. Þegar þangað kemur, verður Delilah fyrst ljóst, að Filiste- arnir hafi blindað hann. Hún fyllist sorg og gremju, því að henni hafði verið heitið, að „skinn hans skyldi ekki snert og ekki dropa af blóði hans úthellt". Saran bendir henni þá á, að (Frh. á 7. síðu.) S N ll S s s s ) ‘n s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s 1 Tíminn og innlendi herisin 1 TÍMINN fetar í gær í fótspor Morgunblaðsins og segir, að ég hafi í ræðu í sameinuðu alþingi látið í Ijós þá skoðun, að tií mála kæmi að stofna íslenzkan her. Bæði blöðin hafa prentað eftir mér nokkrar setningar, sem eiga að bera vott um þetta. Allir þeir, sem setning- arnar lesa, sjá þó, að þar er ekki minnzt einu orði á her eða varnarli'ð, og það er augljós fölsun að leggja slík- an skilning í orð mín. Ég hefi verið og er því algjör- lega andvígur, að komið verði á fót íslenzkum her eða „þjóðvamarliði.“ Ég taidi herverndarsamninginn viðun- anlegri lausn á þeim vanda, sem nú um sinn steðjar að í öryggismálum íslands, en síofnun innlends hers. Eg hefi áður látið í Ijós andstöðu mína við stofnun ísíenzks hers og geri það enn. Vilja þeir Kermann Jón- asson og Bjami Benediktsson gefa sams konar yfirlýs- ingu? ' Annars var í áramóíagreinum rá'ðherranna ekki fjall- að um þann möguleika, að íslenzkur her tæki algjörlega við af hinum erlenda, enda segir Tíminn í gær: „í ára- mótagreinum þeirra Hermanns Jónassonar og Bjama Benediktssonar var vikið að þeirri hugmynd, að íslend- ingar tækju varnir Sandsins í sínar hendur AÐ MEIRA EÐA MINNA LEYTÍ og væri þannig AÐ MESTU (let- urþr. mín) eða ö!!u komizt hjá erlendri hersetu/‘ Hér er rætt um þann kostinn, sem er verstur allra: Að hafa i lándinu erldpdan OG innlendan her. GYLFI Þ. GÍSLASON. 4 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.