Alþýðublaðið - 08.01.1953, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 08.01.1953, Blaðsíða 7
ira líf @i tneiri birfu . Framh. a; 5. síðu. að nokkru sagt þér. hvernig ég vil í aðaldráttum hafa það. Margt fleira hefur mér hug- kvæmzt, sem karmske tekur ekki að minnast á; kemst enda kannske ekki í framkvæmd. En til blómlegs safnaðarlífs þárf samhug og lifandi áhuga. Sem dæmi má nefna sitthvað úr safnaðarstarfi Eyrarbakka- og StokkseyrarprestakaIls“. KRISTNIN OG KIRKJAN í LANDINU —- En hvað mundirðu vilja segja okkur um álit þitt á kristni og kirkju í landinu? ,,Því miður verð ég að segja það, að mér virðist ríkja hið sjúklegasta tómlæti um öll kirkjunnar mál. Það er hættu- legf. Kirkjan verður að vera lifandi. Og kristnin lifandi þáttur í lífi manna. Fólk gerir sér ekki nægilega grein fyrir áhrifum kirkjunnar á líf þess. Hvar væri t. d. tryggingastarí- semi og vetrarhjálp á vegi stödd, ef kristindómurinn væri ekki enn kominn til? Okkar menning er kristin, en ekki heiðin, og það gerir baggamun inn. Og sá, sem vilþ £<5 allir menn séu bræður, hjálpi hver öðrum og deili brauðinu jafní, hann er kristinn. Það er krist- indómurinn. PEGAR KEISTUR SKIPTI TVEIM BRAUÐUM OG FIMM FISKUM MEÐ FIMM ÞÚSUNDUM MANNA ' Og úr því að ég er komir.n út í þessa sálma, hvernig á að skilja söguna um mettun fimm þúsundanna? Er það dæmisaga, eða er það kraftaverkasaga? Það er hvort tveggja. Kristur gerði ekki fyrst og fremst það kraftaverk. að hann skipti tveim briauðum og fimm fisk- um með fimm- þúsundum manna, og síðan urðu tólf körfur fullar eftir. Nei, það hafa margir verið rneð brauð og fiska. Kærleiksáhrif hans fengu þá, sem fæðið áttu, til að deila því jafnt með hinum, s'em ekkert áttu. Það var kraftaverkið. Verknaðurinn, heitir kærleikur. Hann er ein aðalstoð kristindómsins“. VILL EKKI LIFA, EF TRÚ HANS Á ÆSKUNA BREGZT •— Margir hafa iítið álit á aéskunni. Þú hefur verið kenn ari og æSkulýðsleiðtogi um 20 ára skeið, og ég spyr þig: Er æska nútíraans jafn spillt, heið in og þekkingarsnauð og oft-er haldið fram? • „Fjarri fer því, góði minn. Þetta eru hreinustu firrur að mínu viti. Æskan. eftir því sem ég þekki bezt til, er indæl. Hún er mjög myndarleg, á- kveðin í framgöngu og víða og oft vel lesin. Hins vegar vil ég segja það, að perlur kristin- dómsins gætu orðið henni und- irstaða að betra og fegurra mannlífi, en hún hefur fyrir augum sér í dag. En slíkt leið- beiriandastarf er ekkar eldri, sérstaklega prestanna og skól- anna. Hvorugir sinna þessu hlutverki nándar nærri nógu vel. Sú Htla kristindóms- fræðsla, sem er í skólum, er t. d. fólgin í því, að krakkarnir kunni öll boðorðin í réttri röð undir próf. Hvort þau skilj q og kunna að meta gildi beirra, fer hins vegar færri sögum af. Fólk verður að skilia það, sem það lærir. Það er ekki nóg að læra utanbókar. Ég trúi á æsk- una, ég trúi á allt hið góða, göfuga og fagra, sem ég hef orðið var við í henni. og bregð ist mér sú trú, vil ég deyja. Þá langar mig ekki að lifa lengur“. ÆTLAÐI EKKI AÐ VERÐA PRESTUR. — Varstu ekki frá upphafi ákveðinn í að verða prestur? ,,Nei, alls ekki. Eg útskrif- aðist úr Kennaraskólanum, og karð stúdent vegna þess, að mig langaði að nema uppeldis- fræði. En frá 1937 var engan gjaldeyri að fá, svo að ég fór í guðfræðideild háskólans, heldur en ekki, og ætlaði síð- ar að leggja stund á uppeldis- fræði. Eg útskrifaðist 1940 og fékk þá utanfararstyrk til riáms í upgWldisfræði, en þá var stríðið skollið á, og ekk- ert varð úr minni utanför. Margt fer öðruvísi en ætlað er. Og nú er ég kominn á þá skoðun, að fyrir mér hafi alít- af átt að liggja að verða prest- ur.“ — Að lokum: Er mikið um það hér, að prestar séu sálu- sorgarar sóknarbarna sinna? Og er ekki mikil þörf slíkra? „Jú, víst er mikil þörf sálu- sorgara, bæði ungp fólki og hinu eldra. En það er ekki ýk-ja mikið leitað til prestanna um sáluhjálp. Beztu sönnun trausts sóknrabarna sinna fær presturinn, sé hann gerður að slíkum trúnaðarmanni þeirra. En það er erfiðast allra starfa prestsins, og um leið aðalstarf hans. En það eru ekki allir, sem geta innt þetta starf af hendi. Til þess þarf menn, sem skilja synd, án þess þó að fyll- ast andúð á „syndaranum“. Menn, sem skilja þjáninguna svo vel, að þeir geti þjáðst með ! hinum þjáða. Það er: tekið á sig nokkuð af þjáningum hans. Því þarf sálusorgarinn oft breitt bak. Hann þarf að vera tilfinninganæmur og við- kvæmur, en sterkur um leið. Stundum er mér iegið á hálsi fyrir að ég sé of tilfinninga-- næmur og viðkvæmur. En annars gæti ég líklega ekki, hjálpað ofurlítið sárt-andlega þjáðu fólki. En sáluhjálp er erfitt starf — og er ég þó engan veginn að frábiðja mér það. Við kveðjum svo séra Áre- líus og hans heimafólk, þökli- um góðar viðtökur, óskum honum og söfnuðinum alls árn- aðar og heilla í komandi starfi og leggjum svo leið okkar út á „hinn hála ís“ Snekkjuvogar og Langholtsvegar. SiG S5 PÁN AMERICAN WORLD AIRWAYS Flugáœtlun frá 1. jcmúar n.fe. Alla þriðjudagsmorgna: um Keflavík frá meginlandinu til New York Alla fimmtudagsmorgna: um Keflavík frá New York til meginlandsins. Aðalumboðsmenn: G. Helgason & Melsíed h.f. Hafnarstræti 19 — Sími 80275 c c-*- K cr o crcs I "33 JB Cc rs tv k o < I W o C~b O t3 i K fP 3 *< J Samson Framhald af 4. síðu. hvorugt hafi verið gert. Sér Delilah nú, að leikið hefur ver ið á hana, en þrátt fyrir allt elskar hún Samson, og nú heit ar en nokkru sinni fyrr. Eftir þessa heimsókn í korn- mylluna er Delilah friðlaus. Daga og naetur sér hún Sam- son fyrir sér bundinn við kvörnina, knýjandi hana á- fram, óaflátanlega, — daga, vikur, mánuði, ár, —- ávallt sama hringinn, hring eftir hring, blindaður, hungraður, pyndaður, — og þetta er allt hennar sök. Nótt eina getur hún ekki lengur þolað þessa raun, og hún fer til myllunr.ar. — Nú er mikil breyting orðin á Sam- son. Hinn stolti kappi er nú orðinn auðmýktur, en kallar nú ákaft á guð sinn og biður hann að gefa sér á ný kraft til þess að hefna sín á andstæðing um sínum og kvölurum. Delil- i ah hverfur til Samsonar og bið i ur hann að flýja með sér úr myrkraklefanum, hún skuli ; leiðbeina honum, vera augu hans og leggja líf sitt við hans líf. Samson trúir henni ekki í fyrstu, en lætur þó tilleiðast, en á síðustu stundu hættir hann við að fylgja henni, þeg- ar hann kemst að því að dag- inn eftir á að vera hátíð mikil hjá Filisteum, og honúm kem- ur nú í hug ráð til þess að koma fram hefndum. Daginn eftir halda svo Fil- istear hina miklu hátíð til dýrð ar guði sínum Dagón, í must- eri því, sem reist hafði verið honum til dýrðar. Þegar leikarnir stóðu sem hæsl, var Samson leiddur fram á leiksviðið til þess að lýður- inn mætti spotta hann og púk- ar og dárar voru iátnir kvelja hann og egna. í miðri stúku hinna æðstu situr Delilah við hlið Saran. Hún fyllist skelfingu þegar hún sén hvernig Samson er leikinn, og að síðustu getur hún ekki á sér setið, en gengur til hans. Samson biður hana að leiða sig að meginstoðum þeim, sem musterið allt hvílir á. Hár Samsonar hafði vaxið meðan hann sneri kornmyllunni, og nú biður hann guð sinn um hinn forna styrk. „Drottinn, drottinn, minnstu mín nú. Stvrk mig nú guð, svo ég geti til fulls hefnt mín á Filisteunum fyrir bæði augu mín.“ Þegar Delilah hafði leitt hann að meginstoðunum, greip hann utan um þær, vinstri hönd um aðra þeirra, en hægri hönd um hina. Og hann lagðist á stoðirnar af öllum kröftum, og sjá, þær tóku að riða. Og Samson tók enn fastar á, og þá hrundi musterið til grunna, og þúsundir manna létu Jífið, á meðal beirra allir hinir æðstu meðal Filisteanna. Sjálfur liggur Samson und- i ir rústunum og Delilah við I hlið hans. 1 Réttlætanu var nú fullnægt. guð hafði snúið til fólks síns. Leikstjóri kvikmyndarinnar er hinn heimsfrægi Cecil B. De Mille, en aðalhlutverkin leikai Hedy Lamarr, sem leikur Del- ilah, og Victor Mature, sem leikur Samson. Mynd þessi hefur hvarvetna hlotið mikla aðsókn, enda mjög vel gerð og athyglisverð. R. P. Happdræitið Framhald af 8. síðu. MESTUR ÁGÓÐI 1951: 950 ÞÚSUND KRÓNUR.. Mestur ágóði af háskóla- happdrættinu varð árið 1951: 950 þúsund krónur. En nú liefur númerum verið fjölgað um 5 þúsund, og þátttakan í happdræf tinu hefur aukizt1 hlutfallslega. Þess vegna má búast við nýju meti á árinu. 70% af andvirði miðinna ferj í vinninga. Af þeim 30%, sem eftir eru, fer talsvcrt í skrif- stofukostnað og umboðslaun, og ríkið heimtar sitt, 1/5 af ágóðanum rennur til ríkis- ins, sem sérleyfisgjald. Happ drættið, sem var stofnað 1933 hefur borgað allan byggingar kostnað háskólans (tæpar 3 milljónir), borgað tæplega 3 milljónir í háskólalóðirnar og borgað leikfimishús skólans. Próf. Olafur Lárusson er for maður happdrættisins. Sá, sem síðast vann 150 þús í happdrættinu, er að úyggja- HVER ER MEÐ 75 ÞÚS KR. MIÐANN? Ósóttur er 75 þús. kr. vinn ingur í ríkishappdrættinu. Einlvver á þann miða og líka miðann, sem gildir fyrir ósótt ar 40 þúsund krónur. Það eru líka fleiri fjárhæðir ósóttar í happdrætti ríkissjóðs, og menn ættu nú að taka sig til og leita að happdrættis- miðunum sínum. Vinningar fyrnast eftir þrjú ár. Fyrri happdræt/isflokkurinn, er nam 15 milljónum króna, er allur seldur, en miðar með verðgildi einnar milljónar eru enn eftir í þeim síðari. En raunverulega er þetta liappdrætti 15 ára skulda- bréfalán ríkissjóðs, eins og allir vita. Dregið er tvisvar á ári, og er hæsti vinningur 75 þúsund, en 40 þúsund sá næsti. FLEIRI HAPPDRÆTTI. Ýmis félög rey.na að freista happdræittisnáttúru manna. Stundum vinna félögin sjálf vinningana, það þætti hátt- virtum kaupendmn hart, ef þær kæmust að því. En aðr- ir hafa líka eignazt hús, bíla, flugvélar, kæliskápa, hræri- vélar og leikföng fyrir tíkall, fintmkall eða jafnvel aðeins túkall. Og nú er þessu happdrætt israbbi lokið. Áíengisvarnanlöð Framh. af 8. síðu. harmaði mjög, að horfið var frá að kaupa Skeggjastaði í Mosfellssveit fyrir, upptcku- heimili fyrir drykkjusjúka menn, og væri erfitt að reka hjálparstöð fyrir drykkjumenn án slíks heimilis. Einnig kvað hann erfiðleika á að fá trvggð sjúkrarúm í bænum fyrir. þessa sjúklinga. Ný sijórnarskrá (Frh. af 1. síðu.) það, hvort það verður 21 eða 23 ár. Þær breytingar verða gerðar á erfðunt til konungs- dóms, að elzti sonur konungs- ins tekur við konungdómi að föður sínurn látnum, en eigi hann enga syni, tekur elzfa dóttir konungs við Völdum. Santkvæmt núgildandi lögum er bróðir kónungsins Knútur prins arfi að krúnunni, en ef stjórnarskráin gengur í gildi, verður Margrét prinsessa drottning Daimterkur. Þá er og gert ráð fyrir á- kvæðum um þjóðaratkvæða- greiðslu ef þriðjs hluti þings- ins krefst hennar. HJULER. Auglýsið í Alþýðublaðinu Alþýðublaðið — 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.