Alþýðublaðið - 25.01.1953, Side 5

Alþýðublaðið - 25.01.1953, Side 5
nnlen SÍÐAN ráðherrarnir tveir, sinn frá hvorum st.iórnarflokk inum, lýstu hinum göfuga vilja sínum í áramóta-ávörp- um sínum. hefur monnum ekki orðið um annað tíðræddara en það. hvort hér skuli stofna her. Þetta er hið alvarlegasta mál, og þar sem jafn áhrifamiklir menn sem þeir. Bjarni Bene- dikísson og Hermann Jónasson hafa l'ýst jafn vel ástíóstri sínu við þá hugmynd, að hér skuli her stofna. er rétt ao við ungir menn, sem á herskyldualdri værum í öðrum iöndum og njundum verða hér, gerum okk ttr greín fyrir ástandinu einsj og það yrði, ef alvara, yrði úr herstofnun. Okkur er ekki ein- ungis nóg að gera okkur grein fyrir því, s-em við missum sjálfir sem -einstakiingar, held- ur hversu mikið fer í súginn fyrir þjóðarheildina, hverjum verðmætum ei: til einskis fórn- að, öllum til ills, engum til gagns, hver menningarlegur hnekkir okkur er að því að stíga þessi fjölda mörgu skref til baka. * Þá er það fyrst, hvað er her í raun og veru? Er hann hópur einkennisbúinna manna, glað- værra og frjálsra, sem hafa nóg handa á milli, nægan tíma til að skemmta sér og þurfa ekki að hafa áhyggiur af líf- inu? Hann er hópur einkennis- búinna manna. Rétt er það, en írjálsra? Nei og aftur nei. Ein- hver vís maður sagði ein- hverju sinni, að herþjónusta væri hin. læ^sta tegund þræla- halds. sem uppi væri í veröld- inni. í þessu felast meiri sann- índi en manni í fljótu bragði verður ljóst. Af því að þeim, er þeita ritar. hefur gefizt nokk- ur kostur á að gera sér grein fyrir því, hvað hermannalíf er, Einnig ný gerð: S S VERÐ KR.: 795.00 S S Sendum gegn póstkröfu. S S s s Feldur h J\ \ Austurstræti 10. s með því að umgangast her- menn og starfa með þeim, þá skal þessu áliti lýst. Við það að ger.ast hermaður, þá afsalar maður sér að veru- legu leyti mannréttindum. sín- um. Hermaður hefur ekki leng ur rétt til að ákveða sjálfur, hvað hann vill starfa né hver hann vill dveljast eða fara. Það eru liilar líkur til að nokk urt tillit sé tekið til þess, hvað hann er hæíastur til að gera eða hugur hans helzt stendur til. Hann er háður vilja yfir- manna með mannlega skap- bresti og . duttlunga, en með mikið meira vald en nokkur verkstjóri eða venjulegur yfir- maður í borgaralegu lífi, sem hermaðurinn m.á ekki andmæla í neinu. Vafamál er, hvort mað ur tapar ekki v-éttarfarslega rétti sínum til að vera saklaus, •þar til annað er sannað — það er, að það sé hlutverk sakborn- j ings að sanna sakleysi sitt, en ekki ákæruvaldsins að sanna sekt. Um þetta airiði hef ég spurt marga hermenn og feng- ið sitt svarið hjá hverjum. Margir, sem meðmæltir eru her, segja að hermennska kenni mönnum að standa á eig in fótum, k.ejmi mönnum reglu semi í lifnaðarháttum. Þetta er rangt. með öllu — reginfirra frá rótum. Þess hef ég séð mýmörg dæmi, að hinn óbreytti hermaður hefur engin skilyrði til að læra að standa á eigin fótum, heldur þvert á móti. Hinum óbreytta her- manni ber ekki að gera neitt nema samkvæmt skipun og undir yfirmanns stjórn. Hann ber enga ábyrgð. Venjulegt viðhorf er það meðal her- manna að gera aldrei meira en hið minnsta, sem þeir mögu- leg.a geta komizt af með. Mörg dæmi hef ég hevrt þess, að þeir, sem búnir eru að vera í herþjónustu, geti ekki úr henni farið. af því r.5 með veru sinni í hernum hafa þeir glat- að hæfileikanum til að standa á eigin fótum. Ég spurði einu sinni sjálfboðaliða í Banda- ríkjaher að því, hvers vegna hann væri í hernum. Hann svaraði: ,,Hér þarf ég ekki að gera mér neinar áhyggjur af því, hvar ég á næst að borða, ég hef stað til að sofa á, ég fæ kaup til að kaupa klæðnað fyr- ir og skemmta mér fyrir. Hvers á ég að óska fremur,?11 Og nú verður manni á að spyria: Er æskilegt að margir fengju þennan hugsunarhátt í hópi íslenzkra æskumanna? Ég held að allir geri verið sam mála um, að það sé eitt hið ó- ákjósanlegasta, sem hent gæti. Næst má spyrja: Röfum við íslendingar efni á að halda her bæði fjárhagslega og siðferðis- lega séð? Við höfum það engan veg- inn. Ríkissjóður hefur venð það fátækur á undanförnum árum, að hann hefur ekki geiað stað- ir, við munum halda trúnni ið við skuldbindingar sínar um framlög til menrdngarmála, svo sem skóla, hafnarmann- virkja, sundlauga að ógleymd- um sjúkrahúsuin. Sjúkrahús eru sem vitað er fýíir löngu of fá, hafa aldrei verið nógu mörg, en eru þó þær stofnanir, sem nauðsynlegastar eru til að vernda og bjarga mannslífum. Her er í nánum tengslum við tortímingu, bæði hvað snertiir mannslíf og verðmæti, hernað- arandi er undirrót alls hins verst,a sem heiminn gistir. Er það skoðun hinna iveggja her- skáu ráðherra, að þó að ekkí séu til nægir pemngar til að byggja- stofnanir til iíknar og bjargar, þá sé nóg fé til að setja á stofn her til niðurrifs og tortímingar? Höfum við efni á, þegar nauðsyn ber til að byggja upp og auka atvinnulífið, skapa at- vinnu til þess að auka fram- leiðslu til bess að geta lifað sem frjáls þ.ióð í frjáisu landi os burfum á öllum monnum að halda til þessara starfa, að láta stóran hluta ungra manna landsins búa sig undir slátrun sjálfra sin og annarra æsku- manna í hermannaleik ein- hvers staðar og einhvers stað- ar? Það er ekki einungis, að það fé, sem fer til vopnakaupa og annars herhalds sé á glæ kastað, heldur er þáð verð- mæti, er felst í því starfskrafts tapi æskumanna. er gegna her- þjónustu ómetið, en það yrði milljónatap. Auk alls þessa, fyrst hinir herskáu ráðherrar sjá fært að stofna her, þá er þeim eins fær.t að veita fé úr ríkissjóði til að byggja upp og koma í veg fyrir ríkjandi at- vinnuleysi. Það er það, sem koma skal, en ekki her. Hitt er svo aftur annað mál, að til þess mun þá skorta viljann, að minnsta kosti bendir allt til þess, að aðeins hafi staðið á viljanum fram að þessu. Þeir hafa marglýst yfir því, að fé væri ekki til til að halda uppi atvinnu handa öllum, en nú eru þei.r ekki blankari en svo, að Þeir vilja stofna her. Eða var sköpun atvínnuleysisins aðtins vísvitandi skref í þá átt að alþýðan yrði þeim auðsveip ari, er þeir dræpu hana í dróma herlaga? Við íslendingar erum stolt- ir af sögu okkar og.gumum af henni. En hreyknastir erum við af því að hafa án stáls- máttar háð baráttu við marg- falt stærri þjóð og unnið sigur. Ætlum við nú að hverfa frá okkar viðurkenndu baráttuað- ferð, beirri einu réttu? Mörg- um íslendingi hættir til að segja íslendinga öðrum þjóð- um fremri. Ég álít, að á því sviði einu að vera vopnlausir og treysta á styrk menningar- innar umfram mátt vopnanna séum við öðfum þióðum fram- ar. Það má að vísu segja. að orsök þessa sé að verulegu leyti smæð okkar, en samt sem áður er okkar leið Ieiðin til að skapa varanlegan frið í heim- inum. Vopnaður friður er eng- inn friður. Það er ekki nóg að fallbyssurnar þsgi, þegar mannkynið skelfur af óita við, að þær hefji dauðasöng sinn að nýju. Vopnleysi okkar er veg- vísi.r mannkynsins til hins sanna friðar og öryggis. Við æskumennirnir munum því í engu skeyta hernaðartali ráðherranna. Þeir mega tala um her og allt sem honum fylg á friðinn og hvergi bera vopn á meðbræður okkar. Þeir get'a kallað okkur. En það er ekki þar með sagt, að við hlýðum því herkalli. Við munum held- ur sæta fangelsun. En gaman væri að sjá það vald, sem fang- elsað getur meginhluta ís- lenzkra æskumanna. Nei, her- menn góðir. Islenzkir æsku- menn eru ekki ti.1 þess í heim- inn bornir að verða í spað brytjaðir af meðbræðrum sín- um og því síður til þess að drepa meðbræður sína. Ykkur Rjartsýni — svartsýni? VILTU, LESANDI GÓÐUR, á þessum sunnudagsmorgni, slá upp Biblíunni þinni og lesa 12. Davíðssálminn. Það er svo að sjá. sem höfundur hans sé næsta bölsýnn og hugdap- ur. Honum virðist dimmt í heimi. Hann lifir á vondum tíma. Flestir hafa snúið baki við Guði. ..Hinir guðhræddu eru á brottu, hinir dvgglyndu horfnir.11 Lygi, lævísi, tvöfeldni mótar framkomu manna, mjúkflá orð klingja í evrum, en dramb býr í hjarta og sérgæði, sú ástundun ein að komast yfir sem mest af lífsgæðum. Þeir vilja vera eigin gæfu smiðu- ,,Með tungunni munum vér sigra, varir vorar hjálpa oss.-1 Þeir viðurkenna í reyndinni engan Guð yfir sér: ,.Hver er drottnari yfir oss?“ Þannig lítur mannlífið út frá bæjardyrum hins fprna skálds. Og fleira sér hann, sem leiðir beint af hinum rikj- andi hugsunarhætti: Kúgun volaðra, andvörp aumingja — þetta siglir í kjölfari heimslundarinnar, sérhyggjunnar, frá- fallsins frá Guði. Dapurleg lýsing. Ef til vill ýkt? Vér vitum ekki nú, við hvaða staðreyndir höfundurinn 'studdist. En. því miður gef jr ítrekuð reynsla tilefni til þess að ætla, að hann hafi verið nokkuð raunsær. En svo lyftir hann augum og opnar hugann fyrir öðrum áhrifum. Og þá birtir. Hann er ekki að fjasa eða fjargviðrast, nöldra eða dæma. Hann er að biðja: ..Hjálpa þú, Drottinn.“ Hann er að tala við Guð um alla þessa skugga, vandkvæði öfugsnúning. Og hann heyrir Guð tala — en bæn er ekki síður það að hlusta á Guð en að tala við hann. Á samri stundu verður honum rótt: „Sakir kúgunar hinna voluðu, sakir andvarpana aumingjanna vil ég nú rísa upp, segir Drottinn, ég vil veita þeim hjálp, er þrá hana.“ Syndin í öllum sínum gervum á þann andstæðing, sem er margfaldur ofjarl hennar. Sannleikur, réttvísi, hreinskilni, fórnfýsi á ör- uggt bakhjarl, trygga bakábyrgð. Það er engin hugsun til einskis, ekkert handarvik unnið fyrir gýg, sem er hans ætt- ar, ekkert blik hins góða tál. Hitt allt er dæmt, ber dauoanx: í sér. Með þessa útsýn yfir lífið stendur höf. upp frá bæn sinni. Hann hefur öðlast nýjan þrótt, gleði, vissu. Hann hefur heyrt Guð tala. Og hans orð eru hrein, hvað sem öllu grómi ííður, skírt silfur og gull, hversu mikið, sem er í umferð af falsaðri svikamynt. Þessi vitund, þessi trú bregður birtu yfir heím- inn og lífið, kallar og eflir til góðrar barátu. Kristinn maður sér oft skugga þar, sem aðrir sjá enga. Því að hann sér dýpra, mælir lífið — sjálfs sín og annarra — á annan kvarða en þeir, sem ekki leita ríkis Guðs pg rétt- lætis hans. Margir eru bjartsýnir af því einu að allt leikur í lyndi fyrir þeim sjálfum, þeir hafa Jyrsta flokks aðstöðu í lífinu, góða meltingu, sljóa samvizku, loka augunum fyrir allri neyð og viðbjóði og telja sér. trú um, að sjálfsánægja grunnhyggjunnar sé hin eina heilbrígða lífsafstaða. Slíkum mönnum finnst kristindómurinn dauðans leiðinlegur, af þvi að hann segir, að maðurinn sé syndari, hvernig svo sem hann kann að vera uppábúinn og þótt hann beri ábyrgð á meðbræðrum sínum og hátterni þeirra, að hann verði að standa Guði skil á sjálfum sér og lífi sínu, að hann verði að taka stakkaskiptum, auðmýkjast fyrir Guði og þiggja náðun, til þess að öðlast sáluhjálp. Slíkum mönnum finnst kristindómurinn bölsýnn. Nei, kristin trú er hinn eini, bærí grundvöllur ráunveru- legrar bjartsýni. Guð hjálpar — sannleikur, kærleikur, réít- læti, friður hans sigrar. Og þeir, sem flutt hafa fátækum heimi hið skíra gull orða hans, gengu gleðilegra erinda og höfðu yfir sér og með sér birtu að ofan. Sigurbjörn Einarsson. mun aldrei takast að hneppa ís lendinga í fjötra herlaga, hversu heitt sem þið óskið þess, til þess er frelsis- og rétt- lætiskennd íslendinga of rík. Við trúum á hið betra í hugar- f-ari hvers og eins, og í þeirri trú, að hið rétta sigri hið ranga höfnum við boði ynkar um her og valdbeitingu. Æskumaður. FramfiíHlKi Framh. aa 2. síðu. Úrslit kosninganna urðu þau, sem áðufr getur, og voru 1 þessir kosnir í stjórn Framtíð- arinnar: Bjarni Beinteinsson (S) forseti, Kristján Baldvins- son (A) ritari og Hreinn Hjart arson (S) gjaldkeri. M.s. LÁGARFÖSS fer frá Reykjavík mánudagina 26. janúar beint til Akureyrar. Il.f. Eimsiipaféjag; f:slandls» Alþýðufclaðicf-

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.