Alþýðublaðið - 28.02.1953, Blaðsíða 4
4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Laagardagur 28. febrúar J853.
Útgefandi: A!þýðuflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
HanniMl Valdimarsson. Meðritstjóri: Helgi Sæmundsson.
Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Blaðamenn: Loftur Guð-
mundsson og Páll Beck. Auglýsingastjóri: Emma Möller.
Ritstjórnarsímar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4906. Af-
greiðslusimi; 4900.< Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8.
Áskxiftarverð kr. 15,00 á mán. í lausasölu kr. 1,00
Veigamesía atriðið nefndarskipun
ÞAÐ fór eins og Alþýðublaðj
ið sagði fyrir nokkrum dögum,
að Bjorn Ólafsson iðnaðaranála
ráðherra flutti útvarpsræðu
um iðnaðarmál og það helzta,
sem ríkisstjórnin ætlaði nú
bráðum að fara að gera fyrir
þennan atvinnuveg. — En ráð-
herrann lét ekki þar við sitja
að flytja útvarpsræðuna. Hann
birti hana líka á prenti og skrif
aði auk þess forustugrein í
Vísi um ailt það, sem nú stæði
til að gera í þágu iðnaðarins.
Það væri því synd að segja, að
iðnaðurinn sé nein hornreka
þessa stundina.
í inngangi ræðu sinnar
dvaldi ráðherrann nokkuð við
, það, að pólitískir andstæðingar
stjórnarinnar hefðu oft haldið
því fram, að hún virtist stefna
að því vitandi vits að leggja
iðnaðinn í landinu í rúst og
valda með því miklu atvinnu-
leysi meðal almennings.
Sagði ráðherrann, að í byrj-
un hafi ekki verið laust við, að
þeir, sem að iðnaðinum stóðu,
tryðu þeim fullyrðinguni, að
verið væri að reiða öxina að
rótum þessa atvinnuvegar, og
hefðu þeir því verið uggandi
um sinn hag.
Þetta er alveg hárrétt hjá
ráðherranum. Iðnaðarmönnun-
um sjálfum virtist vera að því
stefnt með stjórnaraðgerðum í
verzlunarmálum að leggja iðn-
aðinn í rúst. Það var ekki að-
. eins þannig, að ’ðnaðarmenn
tryðu því, sem þeim var sagt í
þessum efnum. Þeir fundu það
sjálfir. Afleiðing stiórnarstefn
unnar brann þeim sjálfum heit
ast á baki. Og það var ekki
bara fyrst í stað. Svona hefur
það verið allt fram á þennan
dag. Á því hefur engin breyt-
ing orðið. Kosningaloforðin,
sem verið er að birta í blöðum
og útvarpi þessa dagana, hafa
auðvitað engum straumhvörf-
um valdið. — Ef til vill rennur
upp ný og betri öld fyrir iðn-
aðinn, þegar búið er að efna
þessi loforð. sem mí voru gef-
in, en loforð án efnda setja eng
in hjól í gang, engin iðjuver í
rekstur.
an — þar á meðal allan þing-
tímann. En ekkert var gert,
þar til útvarpsræðan mikla var
haldin. En ennþá er nefndar-
álitinu frá í haust haldið sem
leyndarmáli. — Þetta eru sann
arlega ekki sköruleg vinnu-
brögð.
Nú er aftur loíað skipan
milliþinganefndar til að at-
huga toUakjör iðnaðarins og
gera tillögur um breytingar á
þeim á þann veg, að nytsömum
og æskilegum iðnaði verði
veitt hæfileg tollvernd gegn
samkeppni erlendra iðnvara.
Þarna er þó rumskað og viður-
kennt að jafnvel nytsamur og
æskilegur iðnaður hafi ekki
notið hæfilegrar tollverndar.
Þeir, sem fengið hafa reynslu
af skoðunum þessa ráðherra
um hæfilega álagningu, munu
þó leggja fremur lítið upp úr
orðalaginu hæfileg tollvernd,
einkanlega þegar iðnaðurinn á
aðeins að eiga einn fulltrúa í
nefndinni, en iðaðarmálaráð-
herra og fjármálaráðherra hina
tvo.
Nú er lofað, að hráefni og
rekstursefni iðnaðarins verði
sett á frílista eftir því sem á-
stæður leyfa. — Nú er lofað að
endurgreiða framleiðslugjald
og aðflutningsgjöld af hráefni
þeirrar iðnframleiðslu, sem
seld er fullunnin úr landi. —
Nú er líka lofað breytingu á
tollum á ýmsum efnívörum til
iðnaðar og enn fremur að end-
urgreiða aðflutningsgjöld af
vélum til netjagerðar og vélum
til umbúðagerðar vegna út-
flutningsafurða. Og nú er loks
lofað, að söluskattur verði ekki
greiddur nema einu sinni af
sömu vöru á mismunandi stigi
framleiðslunn ar.
Þessi fyrirheit um tilslakan-
ir sýna ágætlega, hvaða ókjör-
um iðnaðurinn hefur orðið að
sæta fram til þessa í tollamál-
um og skattamálum.
Þá má það ekki gieymast. að
nú er því lofað, að af öllum
fiskiskipum, sem smíðuð verði
innanlands, skuli ríkissjóður
end ’rerreiða aðflutningsejöld
og r'-öluskatt r>f «fni vélum.
I'atta samhvkkti seinasta a1-
f forustugrein Vísis í gær
viðurkennir Bjöm Ólafsson. að
, öllum öðrum fremur hafi það
verið Alþýðuflokkurinn, sem
hafi látið stjórnina hafa hitann
í haldinu, vegna stefnu hennar
í iðnaðar»iálunum. Fór hann
um þessa baráttu flolcksins
fyrir hag iðnaðarins hinum
hörðustu orðum. taldi hana. til-
efnislausa og óþarfa — mest-
megnis róg, sem hefði verið
borinn uppi af pólitísku of-
stæki, en ekki af rökum. En í
beinu framhaldi af bessu boðar
ráðherrann samt nýja stefnu í
iðnaðarmálum og viðurkennir
'bar með, hversu hörmulega
hefur verið að iðnaðinum búið.
Millibinganefnd var skipuð
6. maí í vor til að rarmsaka af-
komu og aðstöðu iðnaðarins.
Hún skiiaði áliti 1. nóvember í
haust. Álit hennar og tillögur
hafa legið í ráðherraskúffu síð-
þingi vegna fr;—.v....-
efr.i, flutt af aiþýðuflokks-
mönnum.
Já, nú er miklu lofað, enda
eru nú kosningar skammt und-
an. En bó er eins og hellt sé yf-
ir mann köldu vatni, þegar les-
in er þessi málsgrein í forustu-
grein ráðherrans í Vísi í gær:
VFTGAMESTA ATRIÐIH f
ÁmíRGFEiNnuivr ráhstöf
TTNUM ER VAFALATJST AÐ
SFTPUÐ VERÐUR NEFND ..
Það . eru óbreytt orð sjálfs
iðnaðarmálaráðberrar.s. — Og
hamingian hiálpi iðnaðinum.
ef svo lítið á að koma út úr öll-
um loforðunum hinum, að
nefndarskinun verði veiga-
mesta atriðið. Enn ein nefndin
og menn eru ekki sannfærðir
um að bað boði ein stórtíðindi.
sízt af öllu, þegar yfirvofandi
kosningar framkalla nefndar-
skipunina.
ast ekki við að fremia hvers konar ódæðistverk, jafnt á löndum sínum sem öðrum. Bretar beita
sér af alefli gegn þeim og neyta til þess margra bragða. Á myndinni má sjá tvo innfædda lög-
regluþjóna, í þjónustu Breta, yfirheyra nokkra landbúnaðarverkamenn.
Bœkur og höfundar:
Nyfsamur lærdómur
ÉG LAS um jólin tvær bæk-
ur, sem ég hafði mikið yndi af
að lesa. Eru það Minningabók
Sigurðar Eggerz og Sigurðar í
Görðunum.
4t
Bækur þessar eru merkar,
hvor á sína vísu. Önnur segir
frá æsku, uppvexti og síðar
Hann iifir alla sína tíð í öðru
andrúmslofti, og því er honura
kærst að lýsa.
En mér finnst bókin öll böra
vott um fagurt mannlíf, og
mér finnst, að allir hefðu gott
af að lesa bókina með athygli.
Ég hef lesið mér til mikillar
ævistarfi íslenzks embættis- j ánægju: Fyrst ævisögu Ingólfs
manns, sem jafnan er með iæknis Gíslasonar, ævisögu séra
,-heldri mönnum“ er við svo^Árna frá Stóra-Hrauni og nú
nefnum. Hin bókin lýsir á sama | síðast Minningabók Guðmund-
hátt heilli ævi manns, sem al- (ar Eggerz. Tel ég mikmn feng
inn er upp á alþýðuhehnili, ] að fá svo gagnmerka menn til
þekkir fátækt og hin kröppu' að lýsa embættisferli þessara
kjör almennings í þá daga og þriggja embætisstétta svo að
lýsir þessu snilldarlega. Jsegja á sömu áraíugum ís-
Báðir eru þessir menn stór- . lenzkrar sögu.
merkir, hvor á sína vísu. En
eitt er þó sameiginlegt með.
þeim báðum. Þeir eru mann- *
vinir, dýravinir og vilja öllum
gott og ailtaf láta gott af sér
leiða. Þeir eru báðir fundvís-,
ir á það góða og göiuga í mann
eðlinu.
Guðmundur Eggerz er fasí-
ur við fornar venju, svo fastur. \ ;
að þeim, er þetta ritar finnst ;
nóg um, eins og t. d. um við- j |
horf hans til þéringa. En hvað :
um það, ævisagan, sem hann j ;
hefur nú látið á þrykk útj ■
ganga, er ein merkasta sjálfs-j :
ævisaga, sem ég hef lesið, og ■
hún það fyrst og fremst fyr- :
ir það, að öll stör' uz~i nanns! *
virðast mótast af kærleika til ■
alls og allra, hvort sem er mað
ur eða óvitadýr. Hvergi leit- j
ast hann við að kasta steini að
samferðamönnum, dregur jafn
an fram það bezta í fari þeirra,
og ekki verður vart kala til
þess eða þeirra, er brugðust
trausti hans á örlagastundum.
Það eru menn með petta hug
arfar, sem vera mættu fleiri
í heimi þessum. Þá væri ekki
sú víga- og skálmöld með
mannkyni, sem nú er í dag.
Hitt dylst engum lesanda,
að Guðmundur Eggerz hefur
fæðzt upp með íslenzkum höíð
ingjum og starfað með þeim,
og eru þeir honum hugstæðast-
ir. Hann minnist lítið á kjör
íslenzkrar alþýðu og harðar
baráttu hennar fyrir lífinu. En
ekki get ég talið það út af
fyrir sig gaHa á bók hans.
Svo er það Sigurður í Görð-
unum, en Vilhjálmur S. Vil-
hjálmsson hefur skrúð sögu
hans. Þar skyggnumst við inn
í líf íslenzkrar alþýðu á síð-
ustu áratugum 19. aldarinnar,
Þar sjáum við þrofiausa bar-
áttu fólksins á mölinni, þar fá-
um við lýsingu á holdsveiku
aumingjunum, sem virtust út-
skúfaðir úr mannlegu samfé-
lagi. Svipmyndum er brugðið
upp af sjómennsku við innan-
verðan Faxaflóa, þar sem bar-
áttan við Ægi var háð upp á
líf og dauða, en endaði þó oft-
ast með sigri fólksins í land-
inu á lága nesinu. Við fáiun
líka svipmynd af nýtni og starf
semi fólks þess tíma, hugsun-
arhætti o. s. frv.
En Sigurður í Görðum hef-
ur lifað nær niu áratugi og
séð allar breytingarnar, tekið
virkan þátt í þeim, og því að-
eins hafa breytingarnar orðið,
að margir með karlmennsku og
(Frh. á 7. síðu.)
Úr sögu iðju og iðnaðar
LtKNESKI Ingólfs Arnarsonar á Arnarhóli var reis't
af iðnaðarmönnum.
„ . . . Eftir þetta var hvað eftir annað talað opínber-
fega um Ingólfsmynclina, en ekkert varð úr framkvæmd-
um fyrr en rðnaðarmannafélagið tók málið að sér. Á
fundi félagsins 17. september 1906 flutti Jón Halldórssen
trésmiður málið og hvatti fundarmenn til að taka það að
sér, því að það yrði Islandi og íslenzkum iðnaðarmörmum
til sóma, að íslendingar kæmu sjólfir upp mynd af sín-
um Iandnámsmanni, og iðnaðarmönnum íslands yroi það
mestur sómi að koma máli þessu á hreyfingu og í fram-
kvæmd, því að með því gætu þeir greitt götu íslenzks lista
manns og geíi'ð lionum færi á að reyna sig á Ingólii. Þvi
að einmitt þessi maður, sem væri Einar Jónsson mynd-
höggvari, hefði lengi verið með þá hugmynd að búa til
mynd af Ingólfi, og yrði honum það hin mestu gleðitíö-
indi ef við gætum skrifað e'ða símritað til hans og sagt
honum, að honum væri óhætt að byrja á að smíða mynd
af Ingólfi, því íslenzkir iðnaðarmenn væru búnir að taka
að sér að safna fé því, er þyrfti.
Líkneskið var afhjúpað 24. febr. 1924 Id. 3 síðdegis
að viðstöddum miklum manníjölda.
Ingólfsmyndin kostaði um 40 þúsund krónur. Lang-
mestur hluti þess fjár var greiddur úr sjóði Iðnaðarmanna
félagsins.
Þó að deilur yrðu á íímabili um Ingólfslíkneskið, þá
eru nú víst flestir íslendingar ánægðir me’ð það og þakk-
látir Einari Jónssyni og Iðnaðarmaimafélaginu fyrir Ing-
ólfjjmyndina, sem nú gnæfir á Arnarhóli til rnikils sóma
fyrir íslenzka list og prýði fyrir liöfu’ðstað íslands“.
Úr sögu Iðnaðarmannafélagsins eftir Hallgrím Hall-
grímsson í Tímaritinu 1927.