Alþýðublaðið - 03.03.1953, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 03.03.1953, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐEÐ Þriðjudaginn 3. marz 19*53. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjórí og ábyrgðannaður; Hanntbai VaJdimarsson. Meðritstjóri: Helgi Sæmundssbn. Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. Biaðamenn: Loftur Guð- mundsson og Páll Beck. Auglýsingastjóri: Emma Möiler. RitstjórnarsírQar: 4901 og 4902. Auglýsingasími: 4903. Af- greiðslusöni: 4900. Alþýðuprentsmiðjan, Hverfisgötu 8. Áskriftarverð kr. 15,00 á mán, í lausasöiu kr. 1,00 Nýtt stjórnarhneyksli NÝLEGA hefur það vitnazt, að ríkisstjómin hefur ákveðið að veita þremur gömlu togur- 'iinum heimild til að selja helm ang þess gjaldeyris, er þeir fá fyrir atfla skipanna, á sama hátt og bátafloti landsmanna, þó íáiðað við hámarksuppKæð . 2,3 miHjónir króna. Með öðr- um orðum: þrír togarar eru teknir inn undir bátagjaldeyr- isbraskið, og er þetta látið verka aftur fyrir sig og gildir þannig fyrir árið 1952. Þá hafa allir gömlu togar- arnir fengið þessi réttindi í ár miðað við fyrrgreint hámark á skip. Enn er höggvið í sama kné- runn: Gj aldeyrisbrask ið útvíkk að, og þýðir þetta annað af tvennu: í fyrsta lagi: Að bát- amir, sem til er ætlazt að njóti bessara sérstöku fríðinda, bíða ixú mörgum mánuðum lengur eftir að gjaldeyrir þeirra selj- ist, þar sem stórir aðilar hafa ksomizt inn á milli, eða þá í öðru lagi: Að fleiri innflutn- ingsvörur verða nú teknar á bátalistann, og hann stórlega útfærður. En það þýðir, að Siver sú vörutegund, sem báta- gjaldeyrir er á lagður, kostar þá tvo peninga fyrir einn. Dýr- tíðin vex dag frá degi. Mun Eiríknr Þorsteinsson •kaupfélagsstjóri á Þingeyri ■hafa ’knúið þetta fram með gömlu togarana, þar sem hann hefur gert út bv. Guðmund Júní. Og einnig mun þetta að einhverju leyti gert vegna bv. Höfðaborgar, sem Jón Pálma- son mun einhvern vanda hafa af, en útgerð sú hefur gengið með endemum einum. Það má segja, að ríkisstjórn- in er kjarkgóð, að bjóða Iands- lýð upp á svona hnossgæti, og það svona rétt fyrir kosningar. Það er eins og kjörorðið sé: AUt fyrir gæðingana á kostnað almennings. Er aí kunnugum fullyrt, að hún muni að loknum kosning- um, ef hún lifir þær af, hugsa almenningi frekari glaðning, og mun síðar verða frá því sagt hér í blaðinu, þegar nánari upplýsingar liggja í’yrir. Það virðast engin takmörk fyrir því, hvað ríkisstjórn þessi leyfir sér, og þá oft án þess að nokkur heimild sé í lögum fyr- ir gjörðum henaar, eða að minnsta kosti' mjög vafasamaf heimildir. Sagt er, að nú sé í athugim hjá einhverjum inn- flytjendum, sem kaupa verða gjaldeyri með bátaálaginu, hvort rétt væri að fara í mál við það opinbera og neita að greiða bátagjaldeyrisálagið, þar sem vafasöm heimild sé fyrir að selja nokkum gjaldeyri með þessu illræmda álagi. Væri ágætt að einhver inn- flytjandinn færi í prófmál og fá úr því skorið fyrir dómstól- unum, hvort full heimild sé til þessarar g j aldeyrisverzlunar eða eigi. Má það annars merki legt kallast, að stjórnin skuli ekki haia fullkomlega lögfest þetta fyrirkomulag, meðan það er í gildi, og binda jafnframt með lögum álagið á hinn ýmsa gjaldeyri. T. d. Evrópu og doll ara gjaldeyri annars vegar og gjaldeyri vöruskiptalandanna hins vegar. En nú mun það vera á valdi Landssambands ísienzkra iitvegsmanna að á- kveða, hvaða álag sé haft á gjaldeyrinum, án þess að leita eftir samþyfcki ríkisstjórnar- innar. Sjá þá allir, hversu ó- formlega að er farið, að láta vald, sem alþingi eitt á að hafa, í hendur sérhagsmunasam- bandi, þó jafnvel hinir mæt- ustu menn séu þar í stjórn, sem þó AlþýðublaSið hefur ekki kunnugleika til að dæma um. En hitt sjá allir hve jýæfralega ríkisstjórnin heldur á þessu máli, sem mörgum öðrum. Og áreiðanlega mun það eins- dæmi í sögu þessarar þjóðar, og líklega einsdæmi í sögu nokkurrar menningarþjóðar, að fela öðrum en Icggjafanum einum að ákveða verðið á gjaldeyrinum. Og einu sinni var sagt — og það með sanni — eins dæm- in eru.verst. Það er einnig svo í dag. Og af ávöxtum skuluð þið þekkja þá. Getur þjóðin triíað þessum mönnum fyrir forráðum sínum áfrr m? Fiestir sjáandi og heyrandi menn munu kvelu r.o: v:S bví. Kápuefni Nýkomin kápuefni, köflótt og einlit. Einnig efni í peysufatafrakka. — Saumum eftir máli. Tökum tillögð efni í saum. — Fljót afgreiðsla. Góð og ódýr vinna. Árni Einarsson. Hverfisgötu 49. — Sími 7021. Kiiiiineisfarer, Ungur reglusamur maður vill læra húsasmíðar. Meistarar, sem ætla að taka lærlinga, eru vinsamlegast beðnir að senda nafn sitt og heimilisfang til afgreiðslu Alþýðublaðsins merkt „Húsasmíðar“. Bl aðað í mi nnisbókinni: TÓNLISTARSTYRJÖLDIN milli þjóðleikhússins og sin- fóníuhljómsveitarinnar hefur að vonum vakið mikla athygli. Hafa skipzt á gagnsóknir í blöðunum undanfarið, en samt er tvísýnt, hvorum aðilanum veitir betur. Sum atriði deil- unnar virðast helzt ætluð Speglinum til frásagnar og myndskreytingar, svo sem þátt urinn um aftur teknar heilla-: óskir og endursendar afmælis- j gjafir. Þó er hér um mikið al-.j vörumál að raaða. Ábyrgum | mönnum hlýtur að Hggja í augum uppi, að deila þessi verður að leysa fljótt og vel. íslenzku tónlistarlífi stafar stórfelld hætta af crjum þjóð- Ieikhússins og sinfóníuhljóm- sveitarinnar. Aðilarnir, sem hér eru á öndverðnm meið, hafa unnið merkilegt og þakk- arvert starf í þágu tónlistar- innar undanfarin ár, þrátt fyr- ir erfiðar aðstæður. Sú er á- stæða til að ætla, að úr gæti rætzt, þar eð menningartæki á borð við þjóðleikhúsið og sin- fóníuhljómsveitina eru komin til sögunnar. En þá rís fyrr- nefnd deila og teflir í tvísýnu því, sem áunniz,t hefur og von- ir standa til. Slíkum vandræð- um verður að firra. Hér verð’ur ekki reynt til þess að sikera úr um, hvor aðil- inn beri sök á deilunni. ITm það stendur fullyrðirig gegn fullyrðingu, og hernaðarað- gerðirnar fá á sig greinilegan blæ áróðursins. Verst er þó. að mjög er reynt að varpa rýrð á einstaka listamenn, sem hlnt eiga að máli, og neita þeim um augljósa verðleika og áður veitta viðurkenningu. Þetta leiðir tíl ofstækis, sem ekkert á skylt við liststefnur eða aðr- ar skoðanir. Siníóníuhljóm- sveitin er talin háskagripur, þó að öll rök heilbrigðrar skyn- semí hnígi að því, að hún verði í framtíðinni öflugasta lyfti- stöng tónmenntarinnar á ís- landi. Þjóðleikhúsinu er borið á brýn, að það hafi brugðizt skyldu sinni við tónlistina, enda þótt staðreyndirnar segi, að það hafi frá upphafi sýnt henni margvíslega rajktarsemi. Þetta er reynt að gera að trú- aratriði með áróði'i og í per- sónulegum högg'orustum,. þar sem beitt er sömu vopnum og á vígvelli stjórnmálabarátt- unnar, þegar lengst er seilzt og I^e-st Iagzt. Slíkt er níðings- skanur við íslenzVa tó-nljct r><? því líkast sem óvættir tog-ist á um óskabarn þjóðarinnar. Norræn samvinna í æðra v@!di MÖRGUM mun finnast, að íslendingar berist hélzt til mik ið á í alþjóðlegri samvinnu. Samt héfur þátttaka okkar í stofnun Norðuflandaráðsir.s tvímælalaust mælzt vei fyrir. ef kommúnistar eru undan- skildir, og vildu þeir þó óðir og uppvægir fá Einar Olgeirsson sendan á stofnþingið, þegar fulltrúar alþingis voru kjörnir. Þing Norðurlandaráðsins í Kaupmannahöfn spáir góðu. Það vekur þær vonir, að Norð- urlandaráðið verði í framtíð'- inni meginvirki nori’ænnar samvinnu. fslendingum hefur altfrei Tónlistarstyrjöldin . . . Ofstœki og níðingsskapur við íslenzka tón- mennt . . . Norðurlandaráðið stórl spor í rétta átt... Jónas spámaður og nýkommúnisminn . . . Þjóðvili- inn og Sturla í Vogum ... verið meiri þörf en nú á gagn- kvæmri samvinnu og nánum tengslum við frændþjóðimar á Norðurlöndum. Við erum og viljum vera norræn þjóð, en lifum örlagatíma vegna sam- skiptanna við Bandaríkin og áhrifanna, sem þaðan berast. Þeirri hættu getum við bezt varizt með því að slá skjald- borg um þjóðerni okkar og tungu heima fyrir og skipa okk ur fast í fylkingu með Norður- landaþjóðunum út á við. Árangurinn af norrænni samvinnu hefur þegar reynzt drjúgur og farsæll okkur ís- lendingum. Eigi að síður er það rétt, að hún hefur hingað til einkennzt of mikið af skála ræðum og draumórum. Úr þessu á Norðurlandaráðíð að bæta. Það getur hafið norræna samvinnu í æðra veldi starfs og skipulagningar, ef rétt er á málum haldið. No.rðurlöndin munu reynast áhrifamikið stór veldi, ef þau leggjast á eitt, og þungt lóð á vogarskál heims-. stjórnmálanna. Þau eiga sam- eiginlega hagsmuni, menningu og sögu. Þess vegna er stofnun Norðurlandaráðsins stórt sporí rétta átt. Píslarvoftur á trylltri öld JÓNAS GUÐMLJNDSSON birtir í síðasta hefti Dagrenn- ingar fyrirferðarmikla ritsmíð um nýkommúnisrnann á fs- landi. Skriffinnar íhaldsblað- anna hafa ástæðu t.'l að öfunda Jónas af stílfimi hans og mál- flutningi, því að grein hans er tæknilega vel saminn reyfari. Hins vegar er hen.ni meira en lítið ábótavant frá sjónarmiði sannfræðinnar, og er það þó illa farið, þar eð spámaður á í hlut. Boðskapur hans er sá, að núverandi forustumenn Al- þýðuílokksins séu nýkommún- istar og Alþýðublaðið mál- gagn þeirrar stefnu ásamt Frjálsri þjóð og Mánudagsblað inu! Staðhæfir Jónas, að Al- þýðuflokkurinn verði „hér eft- ir ekki sósíaldemókratískur flokkur“, heldur „fjarstýrður flokkur, sem í flestu eða öllu verður að tfylgja þeirri línu, sem kommúnistar leggja í hverju máli“. Páfi nýkommún- ismans samkvæmt írásögn Jón asar er brezki jafnaðarmaður- inn Aneurin Bevan. Finnst spámanninum áhrif hans í brezka Alþýðuflokkum ískyggi lega mikil, en reynir þó ekki að útskýra orsakir þeirra frekar. Hins vegar hefur har.n á reið- um höndum skýringúná á bylt' ingunni í Alþýðuflokknum rétt eins og hann hefði iesið hana í pýramídanum. „Öríög Alþýðu- flokksins hlutu að verða því lík, sem orðið er, vegna þess anda, sem þar komst inn fyrir tíu til tólf árum“. Það var ein- mitt um þær mundir, sem Jón- as Guðmundsson valt út úr Al- þýðuflokknum og uppgötv- aði leyndardóm pýramídans mikla! Engum þarf að blandast hug ur um af hverju Jónas lætur stjómast. Óttinn við kommún- ismann hefur ruglað dóm- greind hans og komið honum úr andlegu jafnvægi. Þetta er honum og fleiri ærið vorkunn- amiál. Eigi að síður er skelfi- legt til þess að hugsa, að mað- ur, sem einu sinni var í fremstu röð íslenzkra stjórn- málamanna, skuli stimpla þá, sem hvorki vilja vera Rússa- þjónar né Ameríkudindlar, ný- kommúnista og handbendi Frh. á 7. síðu. Úr sögu iðju og iðnaðar \ FYRIR 45 ÁRUM samþykktu iðnaðarmenn að ráðast jj í blaðaútgáfu. * „ . . . Félagið hafði snemma hug á að gefa út blað fyr- j ir iðnaðarmenn. Árið 1908 var samþykkt að ráðist í lit- j gáfuna, og Rögnvaldur Ólafsson húsameistari var ráðinn ritstjóri bla’ðsins. Ekki varð þó a£ framkvæmdum að * sinni. Mun þar hafa valdið mesíu um veikindi og fráfall • Rögnvalds. Síðar fór Iðnfræðafélagið að gefa út tímaritið „Sindra“, sem iðnaðarmenn Iétu sér nægja með í svipinn. ; En ekki lét Iðnaðarmannafélagi'ð málið sofna, og á fundi • 20. nóv. 1925 vakti Magnús Benjamínsson máls á því, sjð l það væri ekki sansalaust fyrir félagið, að vera ekki enn : þá búið að koma á fót tímariti. Bar hann fram tillögu um, • að stjórninni væri falið á hendur, að undirbúa útgáfu « tímarits, sem bæri nafn félagsins. Var tillagan samþykkt. ; Á fundi 13. febr. 1926 var málfð aftur rætt, og þá var • einnig talað um að gefa út minningarrit á sextíu ára af- • mæli félagsins 1927.“. ■ Úr sögu Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík eftir HaH- * grím Hallgrímsson í Tímaritinu 1927. •

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.