Alþýðublaðið - 08.03.1953, Síða 5

Alþýðublaðið - 08.03.1953, Síða 5
Sunnudaginn 8. marz lð33. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Á MORGUN verður til mold ar borin í Hafnarfiiði frú Marín Jónsdóttir. Hún andað- ist í siúkrahúsi í Hafnarfirði 25. febrúar síðast 'jiðinn eftir veikindi um tveggja mánaða skeið. Marín fæddist 1. maí 1865 að Unnarholti í Ytrihrepp í Árnessýslu. Foreldrar hennar Voru Margrét Einarsdóttir og Jón Oddsson bóndi. Skömmu eftir fæðingu Marinar fluttu foreldrar hennar að Bolafæti í sömu sveit. Varð barnahópur- ínn brátt stór og ómegð mikil á heimilinu. Fátækt var í búi þeirra hjóna, og ólst því Marín upp við þröngan kost og sár- tistu fátækt. Hennar hlutskipti varð því að byrja starfsdag lífs íns á æskuárum ævinnar. Skóla ganga eða nokkurs konar nám var ekki um a ðræða á fjöl- aiennum og fátækum sveita- fieimilum þeirra tíma. En fræðsla sú; er Marín lilaut við undirbúr.ing ferming arinnar hjá séra Valdimar Briem á Stóra-Núpi, var henni kærkomin og minnisstæð alla ævi. Mat hún hann ávallt mik- ils og bar mikla virðingu fyrir hinum virðulega kirkjuhöfð- ingja og sálmaskáldi. Að heiman fór Marín alfarin 16 ára að aldri. Leitaði hún þá atvinnu og réðist til aðstoðar- starfa á heimili séra Þórarins- Böðvarssonar prófasts að Görð á Álftanesi. Dvaldi hún á því heimili í tvö ár og hafði þar kynni af hinu ágætasta fólki. Þaðan flutti Marín að Götu í Garðahreppi og dvaldi þar til Marín. Jónsdóttir. vórs 1889, er hún fluttist til Hafnarfjarðar. Þremur árum síðar. 22. maí 1892 giftjst hún Sigurgeiri Gíslasyni fyrrver- andi sparisjóðsgjaldkera. Var heimili þeirra frá þeim degi og til æviloka í Hafnarfirði. Höfðu þau á síðast liðnu vori lifað í gæfuríku og hamingjusömu hjónabandi í sextíu ár. f upphafi búskapar voru efni engin, en starfsþrá, starfsemi og bjartsýni breytt.i allsleysi í batnandi efnahag eftir því sem árin liðu og ævistörfin urðu fjölþættari. Þrjú börn eignuðust þau, Margréti, sem andaðist 1937 á blómaskeiði lífsins, en á lífi eru Gísli verkstjóri og Halldór skrifstofumaður. Aðalstörf Marínar um æv- ina voru að stjórna mannmörgu Dóttir alpýðunnar HÉR verður fyrst leiðrétt misritun í síðasta þætti: Hálf- dán þeirra Skagfirðinga var Jónasson. Það hetfur verið nokkuð um það rætt, hver væri síðust ort af vísum Sveins Hannesscnar frá Elivogum, og eru menn þar ekki á einu máli. Ýmsir hafa talið, að það væri þessi: Langa vegi haldið hef, hindrun slegið frá mér. Til þín dregizt torveld skref til að deyja hjá þér. En fleiri vilja meina, að þessi sé sanni nær, og hafi hún orðið til, er hann var á heim- leið dauðsjúkur til þess að ráð- stafa búi sínu: Vart ég nenni að yrkja óð upp þó renni vorið, nálgast senn mitt lokaljóð, lífs í fennir sporið. En var þetta lokaljóö þessa (óvenjulega hagyrðings? Þessi hérna er. dálítið skrýt- |n. Höfundur: Eyjólfur Jóns- eon. ! Um vinskap okkar vita menn, vart hann blandast táli. þó við höfum aidrei enn orðið á sama máli. BjÖrn Jónsson frá Haukagili yiður'kennir þetta mjög blátt áfram: Við höfum báðir, vinur minn, verið háðir sprundum. ’ Leitað og þráð, en léttúðin leiknum ráðið stundum. En neitar því jafnframt, að hann sé einn um þá hluti. Það er bezt að segja satt og rétt frá því, að hingað til er Þormóður pálsson eftirlæti þessa þáttar: Það, sem dýrast ölium er, auður snauðra manna, þú hefur góða gefið mér, gullið minninganna. Hér kemur lítið leyndarmál. Manstu eftir þessari stöku „Dulvin“? Rósir spretta í runni og mó, roðar klettadranga, draumar flétta í dularró djásn um sléttan vanga. Þær voru fleiri, og eru ekki gleymdar. Svo er það járnsmiðurinn. Virðast • margvísleg sindur fljúga kringum steðja hans: Hugur reikull hallazt gat heims að veiku prjáli, vildi skeika verðugt mat ‘ a veruleika og táli. Hvernig og hvenær verður sú list að fullu lærö? Þá finnst honum fölskvi nokkur á fall- inn: Glötuð dáð og gengi brevtt, gefst ei náðartími. Þar, sem áður allt var heitt, er nú gráðað hrími. Efcki; er ég þar á sama máli. Eitthvað brennur enn á afli þeim. Að .síðustu er svo Ijóð dagsins, og þar giidir: „ekkert hi-k eða vafi“: Komdu og sýndu sæmd og I rögg, sól er í miðjum hlíðum. Dagsins glymja hamarsliögg, heimurínn er í smíðum. Helgi Sveinsson. Þeir, sem vildu kveða með í þessum þætti, sendi bréf sín og nöfn Alþýðublaðinu merkt: „Dóttir alþýðunnar“. heimili og gerði hún það af miklum dugnaði, myndarskap og rausn. Vár hún ávallt veit- andi af höfðingsskap og hafði einlæga ánægju af því; þegar g.esti bar að garði. Hún vildi öllum vél gera og aúk þe^s að ala upp börn sín þrjú, tóku þau hióii tvö fóst- urbörn ti'l uppeldis. Var hún þeim öllum sönn og góðir móð ir, vakandi vfir veiferð þeirra og framtíðarheill. Utan heimilis starfaði Marín um hríð allmikið í kvenfélág- inu Hringnum, sem hefur líkn arstarfsemi á steínuskrá sinni. og 'auk þess var hún tugi ára hægri hönd manns síns í braut ryðjendastörfum bindindismál- anna. Á leiksviðinu er Marín mörg um Hafnfirðingum minnisstæð. Hún var gædd óvenjumiklum leikarahæfileikum og hefði á því sviði komizt í fromstu rað- ir, ef hún hefði notið tilsagn- ar og átt tómstundir til þeirra starfsiðkana. Hún var myndar leg á velli, fríð sýnum. glaðleg yfirlits og bjó yfir allmikilli kímnigáfu, og gamanvrði hrutu oft af vörum hennar og komu öllum viðstöddum í gptt skap. Á jóladag síðast liðinn and- aðist Sigurgeir, maður Marín- ar. Nú hefur hún einnig kvatt þennan heim og hitt elskhug- ann, sem hún hóf lífsstörf með fyrir rúmum sextíu árum. End urfundir þeirra veröa upphaf þeirra gleðifunda, sem endast um eilífð, og aldrei dregur þar Skugga eða ský á himin. í hjörtum ástvinanna geymast minningarnar, fagrar og hug- ljúfar. Marínu þökkum vér gleði- bros og bjarta' daga, er hún hefur af mikilli auðlegð miðl- að samferðamönnum sínum. Guð blessi minningu og heim komu hennar. Bjarni E. Krisfjánsson Framhald af 4. síðu. starfi, enda var hann mikill göngumaður og gætinn ferða- maður. Geta menn lesið um þann þátt í ævi Bjarna í Sögu- þáttum landpóstanna. Á seinni árum hefur Bjarni aðallega stundað verkamanna- vinnu á ísafirði. Hann er einn hina mörgu traustu og trúu brautryðjenda verkalýðsbar- áttunnar á ísafirði. Einn þeirra mörgu, sem aldrei hafa látið sig vanta, þegar samtökin þurftu á hans liðsinni að halda. Á saina hátt hefur hann og hans fóík ávallt lagt fram ]ið sitt í starfi og baráttu Alþýðu- flokksins. Þar er fvrir langa og trúa þ.iónustu að þakka. Og þær þakkir færi ég honum á- samt beztu afmælisóskum hon | um og hans fólki til handa á áttræðisafmælinu í dag. Hannibal Valdiniarsson. Leiðréffísig ÞAU PENNAGLÖP urðu í viðtalinu við Ivar Orgland í blaðinu í gær, að Johan Falk- berget er sagður ári eldri en Kristofer Uppdal, en átti að vera ári yngri. Falkbergrt er fæddur 1879, en Uppdal 1878. Enn fremur hafa slæðzt tvær prentvillur í kvæði Tor Jons- sonar, Norsk kjærleiksong. Þriðja ljóðlína annars erindis á að vera: Du ber alle voner og síðasta ljóðlína sama erind- is: Báe er vi det vi vart. S Otti Drottins er upphaf vizkunnar. s UNDURSAMLEG eru verk þín, Droítinn. Þannig segiiö 139. sáiíþi Davíðs. Höfundurinn hefur verið að hugleiða^ > stórmerki skapara síns, sem hann sér blasa við sér, hver sem ^ > hann 'svipas.t um á lífsferii sínum. Hann undrast vísdóm hans, ^ > mátt og gæzku: ,,Það er undursamlegra en svo, að ég fái ^ skilið, of háleitt, ég er því eigi vaxinn. Hvert get ég farið^ frá anda þínurn, hvert flúið frá augliti þínu?“. S Heilög undrun, lotning, tilbeiðsla, speglast í þessum S ^ orðum. Frammi fyrir Guði sínum finnur maðurinn, hvað, S ( það er undursamlegt að vera til, vera maður. S ^ Undrun er móðir þekkingar. Dýrið fór að undrast — og> S verða að manni. Manneskjan spyr. Það er dögun hugsunarmrD \ ar og driffjöður hennar, skilsmunur manns og skepnu, skil- >■ S yrði mannlegs þroska. Hætti maður að spyrja, staðnar hann,) S misvísx, hrapar um síðir ofan fyrir skör mennskunnar, fer að) S lifa „svo sem þarflegur (eða kannske óþarfur?) kvikfénaður > S og skynlaus svín“, eins og Lúther komst að orði. Merkur^ > heimspekingur hefur sagt, að það, sem feyrði hinn gríska ^ • anda í rót, hafi verið glötun undrunarhæfileikans. Einhliða pg ^ r yfirborðsleg nytjahyggja, námsþreyta í kjölfari fáfengilegr-^ ^ ar fræðafimi, yfirlæti vegna unninna afreka og ímyndaðs ^ ^ fuilþroska, þetta olli visnum í gróðri grískrar menningar. s ^ Fyrst fölnaði fíngerðasti gróðurinn, lífgrösin, trúin. Síðan \ (annað. Og í sinuna læstu sig eldar pólitísks ofsa, niðurrifs, S \ upplausnar. S S Undrunin er skyld tilbeiðslunni. Eða réttar sagt: Til- S S beiðsla er fullvaxin undrun, fyllilega mennsk, spurnin á stigi S S trúarinnar, mannshugurinn gagntekinn af undri tilverunnarh og höfundi þess. Aðdáun og lotning er hugblær undrunarinn- J > ar í trúrænum vexti og dýpt, gagntekinn af helgi. Líkur hug- • >blær getur stundum vaknað og nærst við það, sem ekki er ^ • aðdáanlegt né lotningarvert, eins og undrun getur stundum ^ ^ beinst að hégiljum og hégóma. Þar hrapar maðurinn dýpst, ý ^þegar hann dýrkar „skepuna í stað skaparans“, þegar har.n ý ^ snýr trúarhæfninni, dýrmætasta hæfileika sínum, upp á S ^ auðvirðilega hluti, valdamenn, múghreyfingar, flokka, fé S S frægð. „ S S En það er lífca illt, þegar undrunin slokknar. Sú þekk- S S ing er svikin, sem leikur manninn svo. Sú fræðsla er fölsk, S S sem ekki örvar undrun. Barnið er alltaf að sjá eitthvað und- > Sursamlegt. Því það er að vaxa. Þess vegna er barnið líka svo > > opið fýrir trú, næmt á hið helga og háa. Það er ekki af því, > > en það er barnalegt, einfalt, og þar af leiðandi trúgjarnt, ? >heldur hinu, að það hefur lifandi, opna, gróandi sál. Það eru^ • ellimörk á hverjum manni, þegar undrunin, lotningin, tU- ^ ^ beiðslan dvínar eða deyr. Það eru ellimörk á menningu, þeg ^ ^ ar svo fer. V ^ Við lifum á öld undranna. Eitt rekur annað. SíminnS S hvarf í skuggann fyrir útvarpinu. Þá kemur sjónvarp og skák> S ar öllu. Glampan'di flugvélin skyggir á gljáa bílsins. Kynjar> S rafmagrisins eru að þoka fyrir furðum kjarnorkunnar. Hver' > S er ekki hættur að verða hissa nú til dags? > Undursamleg eru þau samt, þessi verk mannsins. En öll > byggjast þau á vissum eigindum náttúrunnar, sem mannin- ^ > um hefur tekist að spyrja uppi, ráða að nokkru í og beisla. ^ > Enginn maður 'hefði getað fengið þetta vit út úr náttúrunni, ^ > ef hugvit hefði ekki verið þar fyrir. Við finnum ekkert nýtt, •þegar við gerum uppgötvanir. Okkur tekst aðeins að ráða\ ^ einhverja þeirra ævingaþrauta, sem hinn eilífi hugsuður hefs ( ur sett okkur. Hann leyfir okkur að leika eftir örsmáan þátt > ^ í furðuverki sínu. Það er allt og sumt? Nei, það er einmitt h'tð S S undursamlega. > S Nú er maðurinri orðinn óttasleginn við sína eigin ur.d- > S ursamlegu getu. Mannkynið horfist í augu við þá staðreynd, > S að það getur jafnhæglega tortímt sér og hyer annar óviti, > S sem hefur komizt yfir sprengju eða villst inn í vélarúm. Hln > S spyrjandi, leitandi undrun hefur ekki leitt til vizku. Þekk- ^ > ing er geta. hæfni. Vizka er að vita, hvernig getan skuli not- ^ > uð og hæfninni beitt, svo að" til blessunar verði en ekki bölv- ^ > unar. Undrun er móðir þekkingar. En sé hún ekki fædd og' s > fóstruð af tilbeiðslu, lotningu fyrir lífsins Guði, þá er hún S ^ skammsýn móðir og blind. Hefur okkur- e.t.v. gleymst afstaða S ( skáldsins forna: Undursamleg eru verk þín, Drottinn. Var það S þess vegna, sem vísindin urðu ábyrgðarlaus, jafn auðsveip í> 'ý þjónustu eyðingar sem uppbyggingar? Gleymdist okkur helgi > S lífsins og tilverunnar af því að skaparinn hvarf okkur sýnum? > S „Ótti Drottins er upphaf vizkunnar11. Það er eins satt> S nú og á dög.um Salómons. > > , Sigurbjörn Einar.sson, > \. > f j föSu qmú"t íjóSabók effir Jén Jéhannesson ÚT ER KOMIN I jóðabók eft- ir Jón Jónannesson, sem löngu er kunnur fyrir skáldskap sinn, þó að þetta sé fyrsta bók hans. Hún nefnist í „Fölu grasi“ og er gefiu út af Heimskringlu. ,,í fölu grasi“ er 104 blaðsíð- ur að stærð í meðalbroti og flytur rúmlega fimmtíu kvæði. Eru yrkisefnin margbreytileg af kvæðaheitunum að dæma, og vafalaust vekur bók þessi athygli, því að höt'undur henn- ar hefur birt mörg ágæt kvæði í blöðum og tímaritum, þó að hann hafi lítið birt síðustu ár- in. Jón Jóhannesson er Breið- firðingur að ætt og uppruna, bróðir Andrésar heitins Straum lands og Guðmundar Jóhannes sonar, gjaldkera landssímans. Jón er kunnastur íyrir kvæðið Stríðsgróði vor, sem birtist á sínum tíma í Helgafelli. j

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.