Alþýðublaðið - 11.03.1953, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.03.1953, Blaðsíða 5
JVIiðvikudagur 11. marz 1953. ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 HIÐ hörmulega sjóslys við Vestmannaeyjar, er m.b. Guð- rún fórst um hábjartan dag skammt frá heimahöfn hefur komið róti á hugi margra ananna. 'Fimm dugmikldr sjó- menn og fjölskyldufeður létu ibarna lífið í augsýn fjögurra félaga sinna, sem bárust undan í gúmmíbát á hvolfi og má segja, að þeir hafi síðan bjarg- azt í land með nærri yfirnátt- úrlegum hætti. Þeta hefur vak íð menn til umhugsunar um. livað hægt sé að gera til að slík ír atburðir endurtaki sig ekki. Guðmundur J. Guðmunds- son skrifaði s.l. sunnudag hér i Alþýðublaðinu góða grein um orsakir slyss eins og þessa og bar fram ýmsar tillögur um aukinn öryggÍ9Útbúnað. Hann hefur áður haft góðar tlilögur fram að færa í slysavarnamál- um. í framhaldi af tillögum hans um útbúnað gúmmíbát- anna og öðrum skrifum um þetta efni vildi ég hér með leyfa mér að bæta við nokkr- um athugasemdum. Ég tel æskilegt, að þessi mál verði nú athuguð gaumgæfilega af sem flestum, er hafa einlæga löng- un, vit og vilja, til að laga öng- þveitið og hirðuleysið í örygg- ísmálunum. Við megum ekki lengur sætta okkur við neitt kák né hálfkák þetta varðandi og því síður láta löngun til úr- bóta kafna í fordild eða nýj- ungagirni. í ánægjunni yfir þeim, sem bjargazt hafa í gúmmíbátum í tvö skípti við Vestmannaeyjar megum við ekki loka augunum fyrir þeim vanköntum, sem á bátunum eru. Við megum ekki gleyma þeim, sem fórust í bæði þessi skipti — þrátt fyrir gúmmíbátana. Þegar m.b. Veiga fórst, seg- ir í réttarskýrslunnm, að menn írnir, sem komust í gúmmibát- ínn, hafi orðið að snúa sér und- an til að þurfa ekki að horfa upp á félaga sína, sem voru á floti skammt undan, af því þeir gátu ekki róið bátnum til þeirra. Þeir höfðu engar árar og þótt þeir hefðu haft þær, eru lítil lfkindi til að þeir hefðu geað róið gúmmíbátnum á móti storminum. Mennirnir, sem björguðust af m.b. Guð- rúnu, voru sjálfir hörmulega staddir hangandi lítt syntir ut- an í giimmíbát á hvolfi, sem rak óðfluga undan vindinum. Að þeir gátu hleypt lofti í bát- Inn stafaði meira af tilviljun en að þeim væri kunnugt um hvernig ætti að íara að því, hefði nagli eða öngull rekist í bátinn og sett á hann srrfgat, eins og ástatt var fvrir þeim, voru beim allar bjargir bann- aðar. Hvað þessir ungu menn voru samtaka og æorulausir að gera það eina rétta, er saga út af fyrir sig, saga um fádæma þreutseigiu, þolinmæði og á- rseðni. Handföng bau á botni bátsins, sem ætluð eru til að rétta við bátinn ef honum hvolfdi. slitnuðu af sr í þau var tekið. En þeir fundu uno ráð, sem dugði, og hirtu ekki um þótt beir kiöldrægju siálfa sig vi« að koma bátnum á réttan Éjöl. Þetta gerðu þeir hvað eft- ir annað. Ée. sem þetta rita, mun hafa orðið einna fyrstur til að mæla með og útveva PÚmmíbát fvrir í.derzkan fiskibát og í mínum vörzlum er sá gúmmíbátur, sem lenffst hefur verið í notk- un hér á landi. síðan 1945 að 7 þýzkir flugmenn björguðu sér á honum eftir að flugvél beirra var skotin niður fyrir Norð- austurlandi. Sá bátur virðist þtun sterkari og betur frá hon- Henry Hálfdánrason skrifstofustjóri: um gengið en bátar þeir, sem nú eru hér til á-boostólum. Þó vel hafi verið með þennan bát farið, er hann nú scmt allur að losna í límingum og drafna sundur. Þetta sýnir, að í gúmmíbátum er lítil ending. Ég mun verða síðastu^ manna til að neita að gúmmíbátar hafi á ýmsan hátt mikla yfirburði sem björgunartæki, en það þarf að fara alveg sérstaklega varlega með þá og ég álít valt, já. jafnvel óverjanái að treysta á þá eingöngu, nema þar sem um ekkert anpað getur verið að ræða. Þá álít ég, að gúmmí- bát eigi að dæma ónýtan sem aðalbjörgunartæki, eftir að bú ið er að nota hann einu sinni svo að á honum sjái. Eigendur m.b. Guðrúnar, þeir feðgarnir Ársæll og Lárus Ársælsson, eru miklir áhuga- menn og brautiyðjendur í slysavarnamálum. — Ársæll Sveinsson er og hefur verið framkvæmdastjóri hins góð- kunna björgunarfelags í Vest- mannaeyjum, er forustu hefur haft um öll öryggismál í Vest- mannaeyjum. Getur hver skil- ið hvað þetta átakanlega slys hefur fengið á hann, eins og aðra aðstandendur hinna látnu. Ársæll var aðalhvatamaður- inn að því, að fiskibálarnir í Vestmannaeyjum yrðu útbún- ir gúmmíbátum, bæði hann og skipstjórarnir á bátunum álitu þá í alla staði heitugasta og að öðrum bátum yrði ekki komið við. Björgunargildi gúmmíbát- anna verður ekki lengur vé- fengt, en - hin dýrkeypta reynsla af þeim hefur sýnt, að á þeim má og þarf að gera ýms ar endurbætur. Þegar skip- brotsmennirnir komu til Rvík- ur, setti slysavarnafélagið sig þegar í samband við þá til að kynnast reynslu þeirra af bát- unum og fékk leyti eigendanna til að rannsaka gúmmíbátinn. Það var farið með hann út á ytri höfn og honum lent í grjót inu við utanverði Örfirisey. Bátnum var hvolft og fjórir menn látnir stökkva í einu á botninn á honum til að fá hug- mynd um hina réttu aðstöðu hjá fjórmenningunum. Þótt veður væri gott og því ólíku saman að jafna hvað það snert ir, steyptist þó einn ef tilrauna mönnum í sjóinn út af bátnum vegna þess, hvað erfitt var að fá á bátnum handfestu. En skipbrotsmennirnir kvörtuðu aðallega undan hvað lítið var um bönd til að ná taki á bátn- um, sérstaklega þegar h.ann var á hvolfi, einnig hvað líf- böndin á honum voru grönn og blæjan yfir honum veik, þá vantaði alveg vistir og leiðbein ingar í bátinn og ekkert var til að vekia eftirtekt á sér með. Lárus Óskarsson kaupm., sem umboð hefur fyrir þessa gerð báta. tók þátt í tilraununum og hefur þegar skrifað firmanu, sem býr þá til, um æskilegar endurbætur. Ársæll Sveinsson sagði við mig í símtali eftir slysið, að hann vildi að gúmmíbátar yrðu tveir á hverju skipi, ann- ar 'gevmdur aftur á, en hinn fram á, og að gúmmíbátarnir yrðu einnifj útbúnir hentugum radio neyðarsendum. Þá vildi hann og að hverjum bát fylgdi vel rekjanleg lína bundin við bátinn og svo löng, að þótt bát urinn sykki til botns, þá flyti gúmmíbáturinn ofansjávar, eins.og við stjóra, enda á fæst- um stöðu um svo mikið dýpi að ræða. þar sem fiskibátar væru að veiðum. Hvað snertir radiotækin og fangalínuna, þá er þetta hvort- tveggja alveg sjálfsagður hlut- ur og vel framkvæmanlegt. Sem senditæki er elckert betra en sjálfvirku neyðarsendarnir, éins og sá, sem bjargaði áhöfn- inni af Geysi á Klofajökli og má meðal annars lesa um þau í Árbók Slysavarnafélags ís- lands. Þá eru og einnig til á markaðnum mjög hentugar „flot“-línur, sem ekki þurfa að þyngja niður gúmmíbát, hvað langar sem þær eru. Hefur slysavarnafélagið einnig reynt að beita sér fyrir að slíkar fljót andi björgunarlínur verði tekn ar í notkun á skipunum, því þær auðvelda meira en nokkuð annað björgun manna, er falla útbyrðis af skipum í rúmsjó. Hvað snertir tvo gúmmíbáta á skipi, þá hallast ég heldur að því, að hitt bjqrgunartækið verði björgunarfleki úr varan- legu efni, ef ekki er rúm fyrir góðan skipsbát með venjuleg- um björgunarútbúnaði. Góður björgunarfleki af tilsvarandi stærð ætti að vera á hverju skipi, og það eru þær kröfur, sem erlend sjómannafélög gera nú. Maður á Akureyri er nú að láta smíða í Þýzkalandi sér- stakan björgunarfleka úr alu- minium í tilraunaskyni, sem á að vera þannig útbúinn, að sama er hvort hann snýr upp eða niður. Þá á að vera báts- EINS OG SKÝRT hefur ver- ið frá í blöðum bæjarins, var 25. febrúar s. 1. kveðinn upp dómur í meiðyrðamáli því, sem Samband íslenzkra samvinnu- félaga og Vilhjálmur Þór höfð uðu gegn ritstjóra Mánudags- blaðsins, Agnari Bogasyni, út af grein, sem birtist í nefndu blaði á öndverðu árinu 1952, með aðalfyrirsögninni: „Ljót- asti reikningurinn í Lands- bankanum“, og undirfyrirsögn- inni: „Þegar Jón Árnason reif ávísun Vilhjálms Þór í sund- ur“. Út af dómi þessum skrifar Agnar, með sínu lagi, forsíðu- grein í Mánudagskblaðið 2. þ. m. Verður Agnar þar að vonum karlmannlega við ósigri sínum, svo sem mannlegt er. í grein þessari heldur Agnar því þó fram, að ég hafi lagt fram í málinu skjal, sem ein- göngu fjalli um skírlífisbrot, og þykir honum eðlilega vand- séð, hvað slíkt plagg komi við meiðyrðum þeim, cem málið er risið af. lag á flekanum og auðvelt að róa honum. Fyrir utan yenju- legan útbúnað og vistir, sem hægt er að geyma í rörumgerð inni um flekann og innan- gengt báðum. megin frá, á einnig að vera hólf fyrir sér- stakan loftbelg með langri grannri nylonlinu, sem hægt á að vera' að skjóta 250 metra í loft upp og belgurinn þannig gerður, að hann lýsi í myrkri, og verður hér áreiðanlega um merkilegt björgunartæki að ræða. I umræðunum um ágæti gúmmíbáta hefur talsvert vilj- að bera á lítilsvirðingu í garð venjulegra björgunarbáta á skipum. Finnst mér þetta ó- maklegt. Engin tæki, sem við þekkjum, hafa bjargað fleiri mönnum úr háska en skipsbát- arnir, og mun verða langt þangað til það met verður yfir- stigið af gúmmíbátum. Sjálfur hef ég verið með að bjargast í skipsbát, brotnum og þóftufull um af sjó, sem aðeins flaut á loftkössunum. Það var þegar togarinn Hannes ráðherra fórst hér á Kjalarnesinu. I þannig á- sigkomulagi var hægt að fara tvær ferðir með áhöfnina á bátnum, róið á móti vindinum út úr brimgarðinum. Ég leyfi mér að álíta, að það hqfði ekki verið hægt á gúmmíbát. Þá myndi og engan hafa langað að lenda á Kjalarnesi í því brimi, þó í gúmmíbát væri. Einnig er mikið álitamál, að skipverjarn- ir á m.b. Keflvíkingi hefðu get- að bjargast á gúmmíbát þegar skip þeirra brann og sökk í Grænlandshafi 16. júlí 1951 og þannig má benda á mýmörg dæmi, sem sýna að gúmmí- björgunarbátur er ekki örugg- ur í öllum tilfellum. Orðrétt segir Agnar: „Hér skal ekki eytt plássi í að rekja málfærslu lögfræðings ins, en til þess að sýna mönn- um, að hinn ungi lögfræðingur setti öll hjól laganna í gang, skal hér endurbirt eitt af fram lögðum skjölum hins snjalla lögmanns. Hér er eneu orði breytt: Úr ritgerðinni Um miska- bætur, eftir Ólaf Jóhannesson, bls. 226—227, 13. kafli:“ Síðan prentar Agnar innan gæsalappa langa klausu. sem einungis fjallar um skírlífis- brot. Á bessari undirstöðu byggir ritstiórinn svo ýmsar athuga- semdir eftir smekk sínum. f Mánudagsblaðinu 9. þ. m. birtiri enn á öftustu síðu svo- stöður í V. Þ. og Sambands- málinu. skal betta tekið fram: Mánudagsblaðið birti orðrétt málsskial það, sem lögmaður lagði fram í réttinum off var hvorki dre<rið úr né aukið við. Þetta fáheyrða plagg er í vörzlum Benedikts Sigurjóns- (Frh. á 7. síðu.) Blaðaskrif um meiðyrðamál 'ósar mér m. a. fyrir ger-1 hljóðandi klausa: rgli og atorku við meðferð „Sökum fyrirsnurna út af ína á málinu f. h. Vilhjálms | grein beirri. er Mánudagsblað- r S IS Þvkir mél' lofið gott íX ■trDr'rSavirH dómKniðnr. Kostur gúmmíbáta er. að lít- ið fer fyrir þeim. það er fljót- ■ legt að grípa til þeirra og þeir fljóta í flestum sjógangi með- an hægt er að hálda loftinu í þelm.„Þeir brotna ekki í áföll- um eða við að koma þeim á flot og á litlum bátum eru þeir í raun og veru einti björgunar- tækin, sem hægt er að koma við öðrum en korkflekurn. Að- algallar þeirra eru hvað lítiS má út af bera til að e'kki hald- izt í þeim loftið, að þeir reka stjórnlaust fyrir sjó og vindi og að ekki er hægt að beiía þeim eða róa í stormi á móti víndi til .að bjarga öðrum, er kynnu að vera á floti í ná- munda. Þá endast þeir mjög illá eins og áður er sagt. Um öll öryggi sfæki gildir það sama. að þau verða að vera í lagi, vel hirt og menn verða að kunna að fara með þau. En á allt þetta vill stundum bresta og alltof oft. Nýjar reglugérðir bæta ekkert ástandið, ef eftir þeim er ekki farið eða þeira ekki framfylgt. Mín skoðun er sú, að okkur hafi ekki skort lög né reglugerðir. í hinum elztu lögum íslenzku eru skýr og góð ákvæði um farviði og einfaldan öryggisútbúnað, sem mikið skortir á að farið sé eftir þótt liðin séu 1000 ár síðan þau voru sett. Enn í dag þverskall- ast menn við að útbúa báta seglum. árum og austurtrogun- um. Enn þann dag í dag er þaS engu líkara en að menn forðist það eins oe heitan eld. að vera útbúnir björgunarbeltum eða að hafa þau við hendina. Þó aó sagan segi oss. að morg hundr- uð hraustra drengja islenzkra hafi .látið lífið í gegnum ald- irnar, af þvi að þeir vanrækfti notkun björgunarbslta. Ennþá er alltof oft dregið dár ao mönnum,. sem fara vilja var- lgea og sjá sjálfum sér og öðr- um farborða. Sökin er ekki hiá neinum sérstökum, heldur öllum og tíð arandanum. Hér vantar bæði aga, bekkingu og löngun til aS brynja sig , fyrir hættunum. Það er sjálft öryggísuppeldíð, sem okkur vantar. Öllum störfum á sió fvlair mikil ábyrgð og skylda, ekki' sízt hiá yfirmönnúnum. en líka einnig hásetastörfunum. Jafn- vel hásetastörfunum ætti að fylgja prófskylda. bar sem með al annars væri krafizt fullkom innar þekkinear í meðferð allra ö-rvggistækia. Þessa er krafizt á erlendum farþega- skÍDom. Starf og bekking bá- seto á að vera metin á borð við sveinskunnáttu í iðngreinum. Látum Vestmannaeyingana verða okkur til fvrirmvndar. Þegar eftir slvsið efndu þeir 111 æfinga og fræðslu í meðferS björgunartækja. Þetta er baS, sem íslenzkir sjómsnn þurfa að gera hvenær sem þeir geta því við komið. H. H. Dregið í Happdræiíi Háskofa ísiands. DREGH) var í Happdrætti Háskóla íslands í gær, og Iroma hæstu vinningarnir upp á þessi númer: 25 þús. kr. á 7864, fjórðungsmiða, sem seld- ir voru á ísafirði, Selfossi, Hofsósi og í umboði Pálínu Áx mann í Reykjavík. 10 þús. kr„ á nr. 1745, fjórðungsmiða, er seldir voru hjá Pálínu Ármann og 5 þús. kr. á nr. 24262, fjórö' ungsmiða, sem seldir voru hjá Pálínu Ármann og á Kópa- skeri. ,, _________; 1 i,_^_j»

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.