Alþýðublaðið - 19.04.1953, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 19.04.1953, Blaðsíða 1
U'inWðsmenr blaðsins út ram land eru beðnir að gera skil bið allra fyrsta. Gerisi ásfcrif- seadur að Alþýðu blaðinu strax i dag! Hringið í síma 4900 e’ða 4906. XXXIV. árgangur, Sunnudaginn 19. apríl 1953 88. tbl. m gre ur rt ALbÝÐUFLOKKURINN VILL, að ger'Aar verði ráðstaf- anir til þess að koma í veg fyrir, að nokkvr þurfi að neita sér um skólavist sökum efnaskorts. HANN VILL, að þetta sé meðal annars gert með því að dregið sé úr námsbóka- og námsdvalarkostna'ði og alveg sérsíaklegá með því að tryggja skólanemend- um smnarafc ’innu \ið þeHra hæfi. HANN VILL, áð námsmönnum verði veitt sérstök íviln- un við greiðslu opinberra gjalda. HANN VILL, að almenningsbókasöfn séu styrkt af opin- beru fé, svo að þau geti orðið sem áhrifaríkust tæki til sjálfræðs.íu og sjálfsmenntunar. HANN VILL, að bréfaskólar í gagnlegum íræðum séu studdir til áhrifa og auk'nna siarfa. HANN VILL, að Alþýðusamband íslunds fái sams konar fjárli^ aWtoð til útgáfu og fræðslustarfscmi, eins og Búnaöarfé'lag íslajids og Fiskifélag íslands. HANN VILL, að Islendingar saraeini öll þjóðíeg öfl um endurheimt handritanna og annarra bókmenntadýr- gripa, er vér eigum í vörzlu erJendra þjóða. HANN VILL, að komið sé upp félagsheimitum í öllum bæjum og sveitum, þar sem þau mál hafa ekki feng- ið fullnægjandi Jausn. ALÞÝÐUFLOKKURINN VILL, að ríkið annist innflutn- ing kvikmynda’ íil að tryggja menningargildi þcirra. einnig að kvikmyndaliús séu í eigu sveitafélaga eða viðurkenndra menningarstofnana, og sé hagnaðinum ' al'ið til þess að efla íslenzka kvikmyndage-rð og íil menningar- og mannúðarmáía. Kjósendtir! Látið ekki undir höfuð leggjast að kynna yður stefnu Alþýðuflokksins. Án þekk- ingar er kosningarétiurinn eins og voði í ó- vita höndum. Var íé íengið frá Rockefeller- ti a Keldum á fölskum forsendum ÞEGAR TILRÁUNASTÖÐIN á Keldum var byggð, veitti Kockefeller-stofnunin Háskóla Islands milljónafulg;; sem óend urkræft framlag, er_vera skyldi viss hundraðshlnti af bygginga kostnaðinum. Var þáð stórmyndarleg hjálp til íslendinga, til þcss að koma upp visindastofnun í þarfir atvinnuveganna. Fekk ríkisBtjórnin tillögu aína samiþykkta og te'kna inn á 22. grein fjáiiaga fyrir áriö 1953. Um þetta stendur svo í fjár- lögum yfii'standandi árs: „Ríkisstjóminni er lieim- ilt: Aö greiða Sveinbirni Kristjánssyni allt að 120 þús. kr. til bóta á þeim hluta af tapi hans við byggingar á Keldum, er stafar af læklum samningsupphæðar fyrirfram og af óljósum samningsá- kvæðum um verðlagsvísi- tölu.“ pfa songvarar eiga einkaheimilum hér 4 sýningar verða á óperunni, míðapaní- anir teknar í Þjóðleikhúsinu strax AFRÁÐIN er nú sú för flokks frá finnsku ríkisóperunni í Helsingfors hingað á næstunní, sem sagt var frá í Aiþýðublað inu á dögunum. Kemur flokkur þessi hingað með flugvél þann 6. maí, og flytur „Österbottningcr“ eða „Foí’halaisa“ eftir Leevi Madetoja í Þjóðleikhúsinu. '' Alls verða 12 einsöngvarar og 38 kórsöngsmenn í þessum hóp, en auk þess verður for- stjóri íirmsku óperunnar, Raik könen, finnski sendiherrann á íslandi, Palin, — en hann hef- ur aðsetur í Osló, •— með í för- imií. Ekki geta orðið nema fjórar sýningar á óperunni, þar eð flokkurinn fer aftur þann 12. maí. Er því ráðlegra fyrir þá, sem hafa hug á að heyra og sjá þessa kunnu óperu, að tryggja sér aðgöngumiða í tímá, en þjóðleikhúsið veitir slí'kuim pöntunum móttöku nú þegar. HAFA EKKI FENGIÐ DVALARSTAÐI ENN ÞjóðleikhúsBtjóri, Guðlaugur Rósinkranz, gat þess við blaða- menn í gær. að kostnaðinum a£ för þessari yrði skipt niður á finnsku ríkisóperuna og þjóð- leikhúsið. Til að létta undir með þann kostnað, verður gest unum fengin vist á einkaheim ilum á meðan þeir dveljast hér; hefur enn ekki tekizt að útvega þeim dvalarstað, og mundi þakksamlega þegið, ef einhverjir sæu sér fært að hlaupa þar undir bagga, og ber þeirn þá að sjálfsögðu að gera þjóðleikhússtjóra aðvart um það. 170 SINNUM í FINNLANDI Leo Funtek, prófessor við tórílistarháskólann í Helsing- fors, og aðalbljócmsveitarstjóri Framhald a 5. síðu. Húsbyggingameistari á Keid um var Sveinbjörn Kristjáns- son, maður, sem árum saman hafði unnið að byggingafram- kvæmdum fyrir ríkið. Hafði hann tekið að sér að byggja stöðina á Keldum. í ákvæðis- vinnu. Þessi maður varð fyrir stórtapi á þesum bygginga- samningi og missti við það mestan hluta eigna sinna. TAPSUPPHÆÐIR VERK- TAKA TALDAR TIL BYGGINGARKOSTNAÐAR? Nú taldi þessi maður, að Eockefellerstofnunin hefði ver ið krafin um meira fé en rétt- um hundraðshluta nam af bygg ingarkostnaði þeim, sem verk- tökum hefði verið greiddur. — Það er, að tapsupphæðir þeirra hefðu einnig verið taldar til byggingarkostnaðar og fengið fé út á það hjá Rodkefeller- stofnuninni. Nú fór Sveinbjörn fram á að fá hlúta áf þessari upphæð upp í töp sán, en féklk engar undir- tékir undir það. Enfiðlega gekk honum líka að fá birta grein í blöðunum: til að gera grein íyrir málstað' sínum. . ÞUNGAR SAKIR BORNAR j Á OPINBERA AÐÍLA , L-óks varð Mánudagsblaðið til að birta grein Sveinbjarn- ar, og voru þar bornar fram, svo þungar sakir á ymsa opin- bera aðila, að auðsætt var, að, Sveinbjörn átti að sæta þung- um vítum eða refsingum. ef um rangar sakargiftir var að ræða, en fá fulla réttingu mála sinna, J ef hann hafði rétt mál að j flytja. I En hvorugt mun hafa gerzt. Hinir opinberu aöilar leituðu ékki til dórnstóhinna til að hreinsa sig af áburðinum og liggja undir honum enn. RÍKISSTJÖRNIN VIÐURKENNIR Þó fékk Sveinbjörn með viss um hætti staðfestingu æðsýu stjórnarvalda á því, að hann stæði með lireinan skjöld í mál inu, bví að á seinasta alþingi flutti ríkisstjórn Islands tiilögu um, að Sveinbirni Krisjijáns- syni yrðu greiddar úr ríkissjóði 120 þúsund krónur upp í töp hans vegna bygginganna á Keldum. Vopnahiésnefnd S.f>. ; farin fii Kóreu \l V OPNAHLÉSSAMNIN GA- NEFND Sameinuou þjóðanná lagði í gær af stað frá Tokio ti3i- Panmunjom. Að því er Harri- man, formaður nefndarinnarf tjáði fréttamönnum við brott- £ör sína, verður rætt urri það á- fyrsta fundi með kommúnist- um, hvenær vopnahlésviðræð- ur skuli hsfjast FangaákiptiiU'. fara fram á morgun. Kommún- istar hafa lagt fram tilíögur urrt það, hvernig þau ,'kuli fara fram og var þeirri tillögu veli tekið af samningaf ull'trúum': Sameinuðu þjóðanna. Verður fyrst ákipzt á föngum, sem all- hressir eru, en síðast verður skipzt á mjög sjúkum för.gmn. FÆR EKKI FEÐ, NEMA MEÐ SKILYRÐUM? Eins og menn sjá af þessu, er þessi fjárveiting skilyrðislaus. En samt mun hún ekki hafa fengizt greidd ennþá, og er blaðinu tjáð frá góðum heim- ildum, að Sveinbimi sé setjt það að skilyrði, að hann gefi fullnaðarkvittun og lýsi því I jafnframt yfir, að hann skuli I ekki skrifa orð meira um bygg j ingarmálið á Keldum. Sagt er, að það hafi Sverabjörn ekki I Framhald á 6. síðu. áíkvæðagteiðsla f um héraðsbann } á ísafirói í dag ] Fréttaskevti til Alþýðubl. 1 ÍSAFIRÐI í gær. ATKVÆÐAGREIÐSLA um lokun áfengisútsölunnar hép hefst á sunnudaginn kl. 1 e. h.,, en talning atkvæða hefst á mánudag. Umdæmisstúka Vest fjarða gaf út blað í gær og nefnist það „Héraðsbann“. Rit- stjóri blaðsins er Arngrímur Fr. Bjarnason. Aðrir, sem í blaðið rita, eru Þorleifur1 Bjarnason, Ragnar Ásgeirssor» héraðslæknir, Bergþóra Árna- dóttir, Sigríður Hjartar, séra Sigurður Kristjánsson, Jón A. Jóhannsson og Guðmundur G. Kristjánsson. Veðrið í dag Suðvestan kaldi. Súld. Ætlaði bara að fljúga hér um nágrennið? en gat þá ekki ient vegna þoku, og fór til Prestvík Þoka um alian vesturhluta landsíns, mun' víðast hafa náð út fyrir mið á hafínu HERFLUGVÉL fór í gærmorgun í æfingafiug frá Kefla- víkurflugvelli og ætlaði a’ðeins að fljúga hér um nágrennið, ea þá skali þokan yfir. Var engin von um að birta mundi til í bráð, völlurinii lokaðist, og flugvélin var að fara alla lei® til Prestvíkur til að lenda. Báðir flugvellirnir voru lok- . Nær þdka-n yfir mestallan vest- aðir eftir kl. 8 í fyrrakvöld vegna þoku. í gærmorgun var Ke f 1 a v íku rflugvöll u r opnaður um stund, — en var svo lokað aftur. Var því ekkert flug hér í gær, að þeirri vél undanskil- inni, sem var að fara til Prest- ví'kur. HLÝTT LOFT SUNNAN ÚR HAFI Hlýtt loft hefur borizt hing- að sunnan úr hafi, og veldur það þokunni, að því er Veður- stofan skýrði blaðinu frá í gser. ur- og suðvesturhluta tóndsins, auk þess sem þokusJæðingur eri við suðausturströndina. En til hafs nær þokan út fyrir mið. HEITARA Á MÖÐRUDAL EN Á LÁGLENDINU Norðan landis eru hlýindi ogf ntíkkur leysing. Var heitara i- gær á Möðrudal á Fjö’ium en á láglendinu þar í kring, 4 stig á móti 1—2 á Héraði og út við ströndina. Á Akureyri var þó enn hlýrra, 5 stig, og G í Skaga firði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.